Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.10.1981, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 16.10.1981, Qupperneq 26
26 Fö'studagur 16: okt.iber 1981 J^e/ggrpÓsfl llinn Tónlistin — tónlistarinnar vegna Mikiö hefur verið skrifað um strákana i Mezioforte upp á siðkastið, enda kannski engin furða. Fregnir um að ís- lendingar séu að „meika það” i útlöndunum vekja alltaf athygli. Strákarnir eru rétt nýkomnir frá London þar sem þeir voru að taka uppplötu, á vegum Steinars h.f. Þessir strák- ar heita reyndar: Björn Thorarensen og Eyþór Gunnars- son sem leika á hljómborð, Friðrik Karlsson sem leikur á gitar, Gunnlaugur Briem sér um trommuleik og Jóhann Asmundsson leikur á bassa. Ég fór á æfingu til þeirra einn blákaldan eftirmiðdag i siðustu viku. Þeir virtust ekki hafa miklast mikið af hamagangi poppskribenta, mundu varla h vort þeir væru i 5. sæti, 23. sæti eða 3. sæti og kom alls ekki saman um fyrir hvað þeir væru á þessum sætum. Annars var eitthvert eccótæki (eða hvaö þessi tæki nú heita) bilað ogsveimér ef þeir höfðu ekkihugann meira við að reyna að lappa upp á tækið en að svara spurningum minum! ’. Með lævisri iagni tókst mér þó að skjóta inn spurningum og hripa niður eftir þeim svör á milli þess sem öryggin i húsinu sprungu og ný voru sett í. Og hér á eftir birtist afrakstur þess erfiðis. — Af hverju fóruö þið út til þess að taka upp plötu? „Það má kannski segja að við vildum komast i betri hljóm. Við vorum búnir að vinna ansi lengi i Hljóðrita i Hafnarfirði og orðnir þreyttir á hljómnum sem er þar.” — Er þetta stór plata? „Svona stór” segir Eyþór og teiknar með höndunum nokkuð stóra plötu. Hinir bæta við til úrskýringar: „Það eru átta og hálft lag á henni. Ætlunin var að hafa lögin niu, en þvi miður komum viðekkinema hálfu þarna i restina.” í rökréttu framhaldi — Og hvernig er tónlistin, er þetta eitthvað i ætt við sið- ustu plötu ykkar. 1 hakanum? ,,Lögin á plötunni eru öll frumsamin, öll instrúmental enginn söngur og óhljóð. Tónlistin er i nokkuð rökréttu framhaldi af fyrri plötunni. Þó eru lögin léttari melódisk- ari og meira gripandi. Meira fyrir eyrað og minna fyrir heilann.” — Þið eruð kannski meira kommersial? (kúlutyggjó- hljómsveitarsöluvara). „Við vorum ekkert aö pæla i þvi að hafa tónlistina létt- ari.. Nei, þaðer alls ekki hægt að segja að við séum meira kommersial.” — Þið sögðuð að á þessari plötu væri enginn söngur og óhljóð??? „Það er einfaldlega vegna þess að hér á landi syngur enginn svona tónlist. Við viljum velja okkar hljóðfæri sjálfir. Sumir vilja halda þvi fram að okkur vanti söngv- ara. Ef það væri einhversem gæti sungið svona tónlist og semdigóða texta, þá mætti taka það til athugunar.” Hrikaleg keyrsla — Tekur iangan tima að undirbúa plötu? ,,Já, það er svakaleg vinna sem fer i að undirbúa eina plötu. Fyrsta lagið var til einhvern tima rétt eftir jól. Sið- an vorum við 100 tima i stúdióinu, sem var hrikaleg keyrsla. Við vorum 8—9 tima i stúdióinu á dag og siðasta daginn vorum við alveg fram á næsta morgun.” — Var mikill munur á stúdióinuúti og Hljóðrita? „Það var jú mikill munur á þeim. 1 stúdióinu úti voru t.a.m. mjög góðir sessión menn, við fengum tvo mjög góða hljóðfæraleikara, slagverksmann og saxófónleikara. En það er alveg gifurleg nákvæmnisvinna sem felst i gerð plötu.” — Fer nákvæmnisvinnan ekki oft út i öfgar, þannig að tónlistarsköpunargleðin minnkarog tónlistin verður geld? „Jú, það vill oft fara svo. A siðustu plötu var of mikil nákvæmnisvinna sem okkur var hálft i hvoru þröngvað úti. En nýja platan er að þvi leytiafslappaðri.” Tónlistin tónlistarinnar vegna — Er einhver boðskapur á plötunni? „Nei, það er enginn boðskapur á plötunni, það er ein- göngu tónlist. Tónlistin er tónlistarinnar vegna.” — Eruð þið alltaf að spila saman? „Við tökum okkur pásu inná milli. Við höfum verið svo- litið i session vinnu. Eyþór hefur reyndar verið aðallega i henni. Svo höldum við nokkra hljómleika á veturna, við spilum i skólum og viðar, tökum ákveðinn rúnt”. — Er skemmtilegra, að spila á tónleikum? „Það er allt öðruvisi. Það er gaman þegar góð stemmn- ing rikir.” Strákarnir í Mezzoforte leysa frá skjóðunni Steinar — Hvernig er samningur ykkar við Steinar h.f.? „Við gerðum samning við Steinar fyrir tveimur árum um að gera 3 plötur. Við eigum eftir að gera eina núna. Kannski að það verði jólaplatan! En samningurinn við Steinar er mjög hagstæður, þótt það hafi aldrei verið neinngróði... Viðerum náttúrlega að leita fyrir okkur með hús og Bentley”, bæta strákarnir glaðbeittir við. — En Steinar á útgáfuréttinn? „Já, en hann skiptir sér ekkert af tónlistinni sem við flytjum. Hvetur okkur bara til að halda þeirri linu sem við erum á. Viðhöfum ekki nema gott af honum að segja.” Algjör frik — Nú eruð þið að spila fusion tónlist þegar allir eru á kafi i nýbylgjutónlist. „Það skiptir engu djö..... máli i hverju hinir eru að pæía. A meðan tónlistin höfðar til okkar þá er þetta i lagi.” — Hver er ykkar uppáhaldstónlist? „Við getum nefnt Weather Heport og Spyro Gyra.” — En hvernig finnst ykkur t.d. klassisk tónlist? „Hún er ósköp ágæt, hún hefur að visu ekki haft nein áhrif á okkur. En klassikin er mjög háþróað tónlistar- form. Margir halda að allt sem er klassiskt sé gott, það er jú margt gott i klassikinni, en það er lika margt lélegt.” — Hvað með djassinn? „Djassinn er góður” — Hlustið þið á spuna? „Nei, á main stream- sem er góður#og behop.” — Hvað þá með pönkið? „Við reyndum nú einu sinni i M.R. að taka Sigurður er sjómaður, en það mistókst hrapalega. Annars hefur maður ekki þolinmæði i að hlusta á pönk eöa nýbylgju. Sumt er sniðugt, eins og Landscape. En það heyrist sjaldan neitt verulega gott úr þessari átt.” Hvaða innlend tónlist — eða tónlistarmenn eruð þið hrifnastir af? „Haukur Morthens er alltaf góður, og Bara-flokkurinn er mjög efnilegur. En svo eru til hörmulegar hljómsveitir eins og Bruni B.B. Þetta er einhver mesti viðbjóður sem til er. Þetta eru algjör frik. A vist að heita tónlistargjörn- ingur. Það á ekki að vera að bendla tónlist við svona lagað”. Tækjakostnaðurinn er mikill — Þið eruð allir I tónlistarskóla? „Já, við erum allir iF.l.H. og Frissiauk þess iTónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. En F.Í.H. skólinn blómstrar sér ilagi djassdeildin, F.Í.H. skólinn er stórt spor fram á við”. — Eruð þið i SATT? „Já, af þvi við trúum á málstaðinn. Og það er engum blöðum um það að fletta að það samstarf er farið að bera árangur. Þó er auðvitað mörgu enn ábótavant. T.d. er alveg gifurlegur kostnaður i öllum þessum tækjum hér inni. Bara þessi taska hér og innihald hennar” segja þeir og benda á litla mjóa tösku, „kostar 5 milljónir gamlar. Ætli kostnaðurinn sé ekki svona á bilinu 150—200 þúsund kall i öllum okkar tækjum. Svo er víðhaldskostnaðurinn mikill. Næyir strengir igitarkostahér 165krónur þótt þeir kosti aðeins 50 kall úti. Það koma allskyns tollar og skattar á þetta. Ef við værum sniðugir þá myndum við eiga að geta fengið afslátt með þvi að kaupa hljóðfæri og annað slikt sem atvinnutæki, þar sem við erum atvinnu- tónlistarmenn. En ef við miðum við flestar hljómsveitir þá komumst við ágætlega vel af”. Vantar tónleikahús! — Hvernig finnst ykkur útvarp og sjónvarp standa sig við tónlistarflutning? „Sjónvarpið stendur sig alls ekki, en útvarpið hefur mikið lagast siðan þessar syrpur hófust. Þær eru mjög góðar og þar finnst engin einokun. Það er ekki satt að það sé spiluð mikil sinfóniutónlist i rikisútvarpinu. En það er gott að hafa svona syrpuþætti nokkrum sinnum i viku”. — Hvernig finnst ykkur aðstaða fyrir lifandi tónlist hér á landi? „Afstaða fólks til tónleikahalds hefur breyst til batn- aðar, kannski fyrir tilkomu Satt. En allt það sem heitir hús fyrir tónleikahald, er ekki til. Það er ekki einu sinni til almennilegur staður fyrir klassiska músik. Hvort svona hljómlist eins og okkar fái svo inni, ef einhvern tima verður byggt hér óperuhús, er stór spurning. Vinveitinga- húsin hafa að mestu lagt niður flutning lifandi tónlistar, diskóið hefur tekið völdin. Ef það kæmi upp gott tónleika- hús þá væri það af hinu góða”. Nógur timi fram undan — Til hvaða áhorfendahóps eruð þið að höfða með ykkar tónlist? „Viðerum sennilega aðailega að hugsaum okkur sjálfa. Einhverjir eru það þessir sem kaupa plöturnar okkar, Ætli þaðsé ekki fólk frá 18ára til hálf þritugs. Fólk sem er ekki pönk, skólafólk og hafnarverkamenn”. — Og hver eru framtiðarpiönin? „Ná sem lengst og halda áfram. Nógur er timinn enn- þá”. viðtal: Jóhanrta Þórhallsdóttir mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.