Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Blaðsíða 9
-li-. • « , : . , 'i . ha/rjFirpncztl irínn Föstudagur 30. október 1981 4 *-*¦ *l»'t <»*««* í STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU Hélstu að lífið væri svona? — Helgarpósturinn birtir sýnishorn úr nýrri bók Ingu Huldar Hákonardóttur meö viötölum viö verkakonur sem út kemur hjá Iðunni ,,Eg er ekkert dugleg elskan mín, en maður verður að gera eitthvað til að lenda ekki uppi á því opinbera" — heitir viðtal viö Sigríði Magniisdótt- ur, 77 ára ganila ekkju frá Hnffsdal. Hér birtist upphaf viötalsins. Kringum áramótin 1978 - 79 opna&i Is- björninn nýja fiskvinnslustöð i örfirisey. Allt var þar samkvæmt nýjustu hag- ræðingu — fiskurinn sveif á færiböndum beint upp úr togurunum i vinnslusali þar sem hraðar kvennahendur skáru hann til, hreinsuðu úr honum orma og pökkuðu honum, uns hann var á sam a færibandinu hifaður niður i farmskip, sem sigldu með hann á erlenda markaði. Hreinlæti var mikið istöðinniog aðbún- aður starfsftílks að mörgu leyti til fyrir- myndar. Viða I frystihUsum eru kaffistof- ur mjög sóðalegar, en þarna var borðsal- urinn til slikrar fyrirmyndar, að við sjálft lá að hann fengi verðlaun sem menning- arlegt umhverfi fólks á virkum degi. Ég kom þangað á Utmánuðum 1979. bað var matarhlé og við öll borð sátu konur i hvitum sloppum. Ein þeirra var kvikleg, hvithærð, Hún hefði eins og skot fengið hlutverk i franskri biómynd sem amma með blúnduverk og brjóstsykur, svo finleg og sæt var hUn. „Þessi er ein af þeim hæstu i bónus, 77 ára gömul.Eitt barnabarnabarnið hennar vinnur hérna lika," sagði einhver. Þetta þótti mér með ólikindum og lang- aði strax að fá hana til að segja mér frá vinnu sinni, en af ýmsum ástæðum gat ekki af þvi orðið að ég hefði samband við hana fyrren hálfu ári seinna, i ágúst 1979. Þá reyndist hún vera heima hjá sér i veikindafrii. (Nu i jUni 1980 er hUn enn heima og fer ekki i vinnu meira). „Læknirinn segir.að einhverjar taugar, sem liggja frá hálsinum upp ihöfuðið, séu skemmdar," sagði hiín mér í simann. ,,Ég vaknameð svimaog erómöguleg yf- irhöfðinu fram yfirhádegi. Og svo er mér flökurt. E nef þú vilt koma i eftirmiddags- kaffi, elskan min, þá er ég skást á þeim tima." Hún bjó i Samtíini 14, en þegar ég kom þangaðá tilsettum tima var nafn hennar hvergi að finna við dyrabjölluna. Ég hafði enn ekkitalað við nógu margar fullorðnar verkakonur til að vita að þeirra ibuðir eru venjulega i kjallaranum, bak- dyramegin. Þegar ég loks hafði áttað mig áþvifann ég hana auðveldlega. HUn hafði pinulitla stofu, alþakta fjölskyldumynd- um, pínulítið svefnherbergi og ofurlitið eldhús. Hún gaf mér kaf fi, en harmaði lasleika sinn. Sagðist eiga dóttur á Borðeyri sem mundi hafa gefið mér m iklu betra kaffi og lofaði ég að fara til hennar, ef ég ætti leið um þær slöðir (og hlakk.a til). ,,Ég ætlaði að halda Ut fram i sumar- fri," sagði gamla konan, „en þetta nýja kerfi drepur hverja manneskju." HUn hefur unnið yfir tuttugu ár hjá ts- birninum og öðrum fiskvinnslustöovum og lýsir þvi hvernig áður fyrr voru marg- arkonur kringum sama borðið, að vigta, pakka og skera út orma. En með nýja skipulaginu vinnur sama konan sama handtakið allan daginn, standandi upp á endann. Ellefu stunda vinnudag. „Dagvinnan hættir klukkan fimm, en það er illa séð ef fölk vinnur ekki til sjö. Þegar loðnan kom i vetur, spurðu þeir hvort ég vildi vinna til ellef u og fá nætur- vinnukaup, en það geri ég ekki. Þúskilur það, að maður verður fjarska- lega bólginn i ökklunum af aö standa i ell- efu tima. Nema þegar maður fer i mat eða kaffi eða á klósettið. önnur er ekki gangan frá morgni til kvölds." Gamla konan hugsar sig um. HUn er með blá augu. „Ég skil ekkert i þessum köllum. Ekki myndu þeir vilja vinna sina vinnu ár eftir árstandandi upp á endann á samastað," segir hún. Svo heldur hUn áfram: „Það versta er að hreinsa helvitis ormana. Það er ekki gaman að hugsa ekki um annað en orma og orma allan daginn og grina niður i birt- una eftir þessu. Og þótt maður tini eins og maður getur þá eru kannski þrireða fjórir eftir samt. Þeir eru stundum ekki stærri en tituprjónshaus, hvitir og andstyggileg- ir .'•' Og hún krossbölvar selnum, en það er I maga hans, sem hringormarnir æxlast, þegar hann hefur étið hýsil þeirra, þorsk- inn. ,,Ef það finnast hjá manni svo mikiö sem tveir ormar og þrji bein þá fær mað- ur allan kassann i hausinn aftur," segir Sigriður. En samt saknar hUn viimunnar. Hana langar aftur til hinna kvennanna i fiskin- um, og þótt vinnufyrirkomuJagiösé frem- ur miðað við aö auka framleiðni en vernda heilsu starfsfólksins, þá er kaupið ævinlega greitt með skilum og öll loforð eigendanna standa eins og stafur á bók. Veikindadagarerugreiddir umyrðalaust. „Ég segi bara við þá að kaupið mitt sé jafntryggt hjá þeim eins og það stæði i bankanum. Mig langar að fara þangað aftur og vera hálfan daginn, helst á morgnana. Þá mundi hann sonur minn keyra mig i vinnuna eins og hann hefur alltaf gert — annars hefði ég ekki getað þetta. Það munar miklu að þurfa ekki að hima i kuldanum eftir strætisvagni, ný- kominn upp Ur volgu bólinu," segir hún. Gamla konan segir ennfremur, að þarna séu allir fjarskalega almennilegir, yfirmenn sem samstarfsfólk. „Ungling- arnir hlaupa til ef ég missi fisk i gólfið, þeirviljaekkiaðég þurfiað beygjamig." En hún segist ætla að hætta að vinna eftir btínuskerfinu. „ÞU skilur," hálfhvislar hUn, eins og hun sé hrædd um að orð hennar berist til eyrna atvinnurekendanna, ,,að btínus- kerfið er bara til að spila fólkið áfram. Þeirsetja þaðekki fyrir okkar gróöa. Ef það eru mikil afköst einn daginn og gtíður. bónus.kannski af þvi að það eru fáir orm- ar ifiskinum, þá hamast allireins og þeir geta næsta dag líka, en þá bera þeir minna Urbýtum, þvi þá er búið að breyta btínusnum. Það er nefnilega miðað við meðalafköst hvers dags." Hún bætir þvi við að allir nöldri yfir þessu, en á f undum þori enginn að mamta ketti, eins og hUn orðar það. ;„Þær eru margar bUnar að fara á taugum þarna siðan nýja kerfið byrjaði," segirhUn. „Þærkeppástmeira viö en þær þola. Ég veit um eina sem hrópar upp Ur svefninum: meiri pönnur, meiri fisk, meiri pönnur, meirif isk! Maöurinn henn- s ar hefur orðiö að sækja næturlækni handa henni." * Kappið elur lika á öfund. ,,ÞU veist, að þegar farið er aö vinna i akkorði þá kem- ur allt annað loftslag—þá sér hver eftir peningunum ofan i aðra, og þær sem eru handseinar verða bitrar og leiðinlegar. Enþegar þær eru að öfundast Ut i mig þá „Skemmtilegar konur og miklar hetjur" — segir Inga Huld Hákonardóttir — Þetta er bara ósköp venjuleg blaðamennska. En mér fannst lif þessara kvenna og sjónarmið þeirra eiga erindi við fleiri en læsu viðtöl við þærí dag- blaði, svo ég ákvað að skrifa frekar bók, segir Inga Huld Hákonardóttir blaðamaður um bók sína „Hélstu að lffið væri svona" sem Helgarpdstur- inn birtir kafla úr i dag. — Þótt mikið sé rætt um kvennamenningu og rétt- indi kvenna er lif kvenna hálfgert tabU. Það er sama hvort maður fletti blöðun- um, hlusti á fréttir i út- varpinu eða horfú' á sjón- varpið, þar er ekkert um lif kvenna. Það er lika óljóst fyrir mörgum, ekki sist konum sjálfum. En ef þetta er skoðað i samhengi við þjöðfélagið kemur i ljós að konur leggja fram óhemju mikið starf, en bera sára- Htiö úr býtum. Margir karlmenn halda, að konan svifi innanum heimilistæki og sófasett með falleg brjóst og biði eftir þvi að maöurinn komi heim fær- andi hendi. En staðreyndin er sU að 70% giftra kvenna vinna uti, og margar þeirra eru aöalfyrirvinnur heimil- anna. Þeir sem starfa við fjöl- miðlana eru flestir karl- menn og óvart sjá þeir ekki I gegnum þessa glans- mynd, hvað lif kvenna er erfitt. Mig langaði til að bæta Urþessu, og li'ka leiða fram konur sem ég hef kynnst vegna þess að þæ.r eru skemmtilegar og ekki siður miklar hetjur. Ég valdi þá feíð að reyna að gera þessi viðtöl skemmtileg fyrst og fremst vegna þess, að þessar kon- ur, sem ég talaði viö eru sjálfar skemmtilegar. En um leið er þetta Uttekt á lifi kvenna sem eru svo gifur- lega stór hluti af þjóðinni — bara I ASI eru m illi 20 og 30 þúsund konur. En þetta er ekki „grimm" bók, það getur verið að tónninn sé of 1 jUfur og ég hefði átt að vera harðari. Það má kannski segja að það sé kvenlegur tónn i viðtölunum — i gamaldags merkingu þess orðs. Samt kemur þarna ýmis- legt ófagurt i ljós. Meðal annars það að ótrUlega margar konur eiga eða Inga Huld Hákonardottir hafa átt eiginmenn sem hreinlega voru bUnir aö vinna sig i hel 45-50 ára og standa einar eftir. Eða þær halda uppi drykkjusjUk- lingum og sjá fyrir heimil- inu. Við slikar aðstæður verða konurnar ódýrt og varnarlaust vinnuafl en þjóðfélaginu ákaflega verðmætar. Það komu upp ótrú- legustu hlutir, þegar ég sat með þessum konum og ræddi við þær. Þará meðal þetta sjónarmið sem kem- ur fram i samtalinu við Eyju Bjarnfreðsdóttur að karlmenn sýna konum oft furðulega fyrirlitningu og tillitsleysi I samskiptum sinum við þær, segir Inga Huld Hákonardóttir blaða- maður. úio vær. svona? segi ég við þær: Hvernig getiö þið látið svona, plkurnar ykkar? Til hvers hafið þið mennina ykkar, ef þið þurfið jafnmik- iðkaupogég? Notiðþiðþábara tilaðsofa hjá þeim eða hvað? Þið fáið meira að segja hálft kaupið ykkar skattfrjálst þvi þið eruð giftar og svo eruð þið aö sjá eftir þvi sem ég fæ, gömul kerlingin. Haldið þið, að ég væri alltaf að vinna áfram, ef mér þætti ekki gaman að vera með ykk- ur?" Blessuð gamla konan segir, að kannski sé ein ástæðan fyrir btínusnum sU, að sumar konurnar hurfu inn á klósettin hér áður fyrr og héngu þar hálfan daginn. „Það segir sig sjáflt, að það vinnur ekki neittá klósettunum.Enþaðeralveg eins hægt að svindla með nýja kerfinu. Þær vinna ekkert meira þótt btínusinn sé. Djöfladansinn er bara svo mikill..." „Geturðu ekki aumkast yfir mig, ég er á götunni með tvö börn?" — heitir viðtal við 24 ára mtíður tveggja barna sem óskar nafnleyndar. t viðtalinu er hún nefnd Guðrún Ásgerður og öðrum nöfnuni og nokkrum Ueiri atriðum er breytt til að vernda fjölskylduna, en allt I frásögninni gerðist f raun og veru. Hér birtast nokkur brot úr viðtalinu sem hefst svona: „Ég var alveg viss um að það væri til eitthvert gott ftílk sem mundí hjálpa mér ef ég auglýsti, að ég væri á götunni með tvö börn", segir Guðrún Asgerður, kölluð Dudda. HUn er Reykjavikurstulka með slétt ljósthárog djúpblá augu,sem stund- um eru glöð, stundum fjarska alvarleg. Dúdda er lengi bUin að leita að hUsnæði fyrirsig og telpurnar sinar tvær, tveggja og fjögra ára. Einu svörin sem hUn hefur fengið hafa verið frá fölki, sem vildi leigja örfáa mánuði gegn svimhárri leigu eða þá frá karlmönnum, sem leituöu sér að elda- busku og hjásvæfu. Frásögn hennar gæti verið skrifuö af Auði Haralds, sem umsvifalaust mundi flokka viðbrögð karlmannanna undir „ddnaleg tilboð." „Einn karlinn hringdi og sagðist eiga IbUð i Gnoðarvogi, sem ég hugsanlega gæti fengið," segir GuðrUn Asgerður. „Hann sagðist gjarha vilja Hta á mig, áður en hann leigði mér. Hann ætlar að gá hvað ég er heiðarleg I andlitinu, hugsaði ég. Svo birtist hann, akfeitur og ekki kyssilegur, á aldrinum milli fertugs og fimmtugs. Eitthvað þóttist hann þurfa WUNN Kápumynd bókarinnar er eftir Hildi Há- konardottur. að hugsa sig um, og næstu daga hélt hann me'r volgri með simhringingum öðru hvoru, þangaö til hann loks mannaði sig upp i að segja: „ÞU getur fengið ibUðina ódýrt, en það er dálitið sem ég vilfá i staðinn." Ég beið. „Ég á nefnilega svo leiðinlega kell- ingu," hélt hann áfram, ,,og það er allt oröið steindautt á milli okkar. HUn býr með krakkana i öörum endanum á húsinu, en" eg i' hinum. En hUn hefur ekki hug- mynd um, að ég á þessa ibúð og nú vil ég leigja hana einhverri konu sem vill leyfa mér aö koma til sin einstöku sinnum." Ég varð bálvond. „Farðu bara i Glæsibæ," hreytti ég Ut Ur mér, „þar er nóg af þeim. „Nei, þær vil ég ekki", sagði kallinn. „Þær eru svo miklar druslur. Ég vil lambakjöt og ef þú vilt taka á móti mér öðru hvoru þarftu ekkert aö borga fyr- irfram." Ég fann vonbrigðin læsast um mig. „Er tímögulegt að fá hana leigða með öðrum skilmálum?" kveinaði ég. „Get- urðu ekki aumkast yfir mig? Ég er á götunni með tvö litil börn og get borgað' hálft ár fyrirfram." Þá peninga hefði ég getað fengið láhaða hjá félagsmálastofnun borgarinnar. „Þetta er ekki peningaspursmál," sifraöi sá feiti. „Ég vil fá konu sem ég get heimsótt og mér list vel & þig" Þá gafst ég upp og skellti á." Guðrún Asgerður horfir dapurlega fram fyrir sig og styöur olnbogunum á borðið. HUn fær nUna að vera hjá vinkonu sinni með börnin, en vinkonan á þrjU börn og er sist of vel sett sjálf. „Ég get ekki nibst á henni öliu lengur," segir GuðrUn, eða DUdda, eins og hUn er oftast kölluð. „Og systkini mln eiga öll nóg með sig." HUn á sjö systkini, er f jórða yngst. Faðir hennar var bensinafgreiöslu- maður.enþótthann ynnifrá klukkan átta á morgnana til tiu ellefu á kvöldin dugði kaupið ekki fyrir almennilegu hUsnæöi, stundum ekki eir.u sinni fyrir matnum, handa þessari sttíru fjölskyldu. Fjölskyldan hraktist Ur einum staö i annan..... Já, hann pabbi minn dró aldrei af sér. Hann þoldi ekki bensinguiurnar, sem hann stóð ialla daga. Hann fékk ýmis eit- ureinkenni, en hafði megnustu ótrú á læknum. Kannski hefur honum þótt ókarl- mannlegt að leita þeirra. Einn morguninn snarleið yfir hann. Hann var keyrður á sjukrahus og þá upp- götvaðist, að þaö var komið æxli við heilann á honum. Siðan hefur hann verið algjörlega á spitölum — hann var fjöru- tiuogfimmára, þegar þetta geröist. Læknar gerðu allt sem þeir gátu til að bjarga honum og tvisvar eða þrisvar var hánn sendur i uppskurð til Utlanda — en allt kom fyrir ekki. Veikindin ágerðust og i dag er heilinn að mestu leyti lamaður, hann segir varla nema já eða nei, og er 100% óryrki. Mamma skildi við hann, fékk IbUÖ i Breiðholtinu og fór að vinna i fiski, en hvernig sem á pvi stendur er eins og við krakkarnir séum henni minna virði eftir að þetta gerðist. MérfinnsthUn aðallega hugsa um karl- mennogböll. Kannskier það af þviaðhUn kynntist pabba svo ung.var ekki nema átján ára þegar hún fór að eignast okkur systkinin og lokaðist alveg inni. Ég veit það ekki, mér finnst voða erfitt að tala við hana. „Það hefur allaf verið minn heitasti draumur að ciga heimili, þar sem ég gæti hlúð almennilega að börnunum mfnum", segir Dúdda. Fimmtán ára hélthún aðþessi draumur væri að rætast. HUn varð ástf angin af ein- um aðaltöffara bæjarins. „Hann var sautjan ára, ofsalega sætur," segir hUn og ljómar upp. „En hann drakk alltof mikið og kvennamálin hjá honum voru i algjöru rugli, eg hugsa 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.