Helgarpósturinn - 30.10.1981, Page 18

Helgarpósturinn - 30.10.1981, Page 18
18 Föstudagur 30. október 1981 /i/z>/r^rpr?cr// /mn eftir: Guðlaug Bergmundsson Nú er hann eins og pabbi sinn á þönum daginn út og inn í bankanum f rá 9—5 með stressarann og hattkúf inn handf jatlandi hundraðkalla- knippi en eitt sinn hippi ávalt hippi. Hann sem f rikaði forðum ítjarnarbúð út er nú fastgestur í hollywood mænir á meyjar og video og dreymir um alfa romeo. Svo segir einn texti Spilverks þjóðanna á plötunni „ísland", sem kom út árið 1978. Spilverkir virðast þar hafa hitt naglann á höfuðið, þvi sú reynsla, sem menn urðu fyrir á ,,hippa- skeiðinu" er svo djúpstæð, að hún setur varanleg mörk á hugsunar- hátt og lífsmáta þeirra. Hippahreyf ingin er upprunnin í Bandaríkjunum á 7. árátugnum. Er talið að fyrstu hippakommún- urnar haf i litið dagsins Ijós í árs- byrjun 1966, bæði á vestur- og austurströndinni, og fór hippum sif jölgandi. Hinn 6. október sama ár var svo haldin fyrsta ,,love-in" í Golden Gate Park i San Francisco. Hipparnir voru friðelskandi fólk, ástunduðu náungakærleik og gengu um með blóm i hárinu. Þá heldu þeir, og höfuðpaurar þeirra, mjög á lofti neyslu fíkni- efna, bæði kannabisefna og annarra skynvilluefna, svo sem LSD og meskalíns. Aðalhug- myndaf ræðingur hreyfingar- innar, Dr. Timoty Leary, fyrrum kennari við Harvard-háskóla, byggði hugmyndakerf i sitt mikið upp á austrænni speki. En Adam var ekki lengi í Paradís, því nákvæmlega ári eft- ir fyrstu „love-in", leystist hreyfingin upp opinberlega, er hippar í San Francisco fóru út á götur og brenndu allt, sem þeim áður hafði verið kærast, háls- festar, blómaföt, myndir af Timoty Leary o.f I. Upp úr hippa- hreyfingunni fæddust margar aðrar hreyfingar og voru sumar þeirra mun pólitískari en hafði áður verið. Angar af hippahreyf ingunni bárust hingað til lands, eins og til annarra Evrópuland, og blómatími íslenskra hippa var á árunum 1970—1972. Hvað hef ur svo orðið um þetta fólk? Helgarpósturinn hafði samband við þrjá fyrrverandi hippa og ræddi við þá um þennan gamla góða tíma. myndir: Jim Smart Eitt sinn hippi - ávallt hippi? „Sé ekki fyrir endann á því” — segir Þröstur Haraldsson um áhrif hippaskeiðsins á hann Þröstur Haraldsson er „fjölskyldufaðir og útlitsteiknari á dagblaðinu Vísi”, eins og hann orðar það sja'lfur. Hér áður fyrr taldist hann til hippanna og var spurður að þvi hvað það hafi verið að vera einn slikur. „Ég veit ekki hvort maður velti þvi mikið fyrir sér hvað það var að vera hippi. Þá sveif fyrir hugskotssjónum manns fólkið i San Francisco og Hyde Park með blóm i siðu hárinu, og sem predikaði frið. Ég li'tfrekar á þetta sem nafn á kynslóð en einhverjum samstæðum hópi. Fólk kom inn i þennan hóp úr ýmsum áttum, með ýmsar skoðanir. Sumir féllu fyrir tónlistinni.aðrirkomu i gegnum dópið og enn aðririgegnum uppreisnir i skólum og á heimilunum. Svo voru aðrir, eins og ég, sem komu i gegnum pólitikina. Ég hafði verið pólitiskt aktivur frá 15—16 ára aldri og var aidrei hrifinn af þeim algera friöarboðskap, sem var rikj- andi h já bandarisku hippunum . Það var erfittað vera friðarsinni, þegar Vietnam striðið geysaði. Þá leit maður á þetta sem baráttu tveggja þjóðfélagskerfa. Ég leit svo á, að friðarsinnar væru þeir, sem vildu vera stikkfri i þeirri baráttu.” — Er þetta eins og þú litur á þetta núna? „Þetta er sú merking, sem maður leggur i það eftirá. Þegar maður er i ein- hverju ástandi, leggur maður ekki höfuðáherslu á að skilgreina það og setja á þaö stimpil. Höfuðáherslán er á að lifa það, og pæla i þvi eftirá.” — Hvað gerðu menn á þessum árum? „Ég var i' menntaskóla fram til vors 1971, og þar byrjaði þetta með þeim árgangi, sem ég fylgdi. Það byrjaði fyrst og fremst með þvi, að við fórum að setja 1 spurningarmerki við kennsluhætti og átoritet. Það er „átoritet”, sem er lykil- orð þessara ára. Við höfðum ýmugust á þvi að láta segja okkur fyrir verkum, t.d. hvernig við ættum að vera klædd. Það er með minum árgangi, sem menn fara að kiæða sig öðru visi, karlmenn gera uppreisn gegn staka jakkanum og bindinu og hermannajakkar og indverskar mussur verða vinsæl. Það er erfitt að segja hvernig maður lifði lifinu i' sjálfu sér. Af þvi að við vorum að dunda okkur við að reykja hass, lentum við á mörkum þess löglega, sem var einn partur af uppreisninni gegn átoritetinu. ” — Lifðir þú eftir ákveðinni heimspeki? „Hún var ákaflega brotakennd hvað snertirlifiðdags daglega. Ég varpólitiskt innstillturog fór fljótlega aðreyna að búa mér til teoriu i sambandi við daglega hegðan,sem var vonlaust i þvi umhverfi, sem maður lifði i á þessum árum. Islensku hippakynslóðinni tókst aldrei að búa tii alternatift líf. Kommúnulifnaður komst aldrei á laggirnar, en hann var viða erlendis lykilþáttur i að hafna þeim skorðum sem borgaralegt þjóðfélag setur lifiþegnanna. Fyrir bragðið voru þetta máttiausar tilraunir til að vera öðruvisi.” Um það hvort menn hættu einhvern tima að vera hippar, ef þeir hefðu einu sinni verið það, sagði Þröstur,að það væri erfittað segja til um það; menn legðu svo ólikan skilning i orðið. Þetta áhyggju- lausa lif, sem hipparnir boðuðu, hefði hentað fólki, sem var á einhverju fram- færi, foreldra eða á námslánum, og sem þurftiekki að sjá fyrir neinum. Algengust hefðu þó endalokin orðið, þegar það varð feður og mæður. „Alla vega hafði þetta áhrif á hugsunarhátt minn og annarra, og það af- gerandi,aðég sé ekki fyrir endann á þvi, ég á t.d. m jög erfitt með að tolla i pólitisk- um flokki.” — Skemmtilegt timabil? „Já, það var það, að mörgu leyti. Þetta var áhyggjulaust lif. Heimurinn var dálit- ið svart-hvitur, það voru vondu karlarnir og lifið sjálft”, sagði Þröstur Haraldsson. Þröstur Haraldsson hefur ekki mikið breyst á þessum myndum, sem teknar eru með margra ára millibili.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.