Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.11.1981, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 06.11.1981, Qupperneq 3
-helgarpnczti irinn Föstuda9ur 6 nóvember 1981 þvi að ræöa opinskáttum þennan sjúkdóm er frekar hægt að hafa hemil á óttanum. Elin segir og að það sé ekki siður mikilvægt fyrir konurnar að hitta og sjá að þær sem hefðu misst brjóst hefði tekist að lifa fullkomlega eðlilegu h'fi eftir aö aðgerðin var fram: kvæmd. „Enda sérð þú að við ólgum af lifi og erum eldhressar” segir Erla og hlær. Það er sannarlega réttjþað er enginn sorgarsvipur á konunum iSamhjálpog greinilegt að þetta starf veitir þeim mikla lifsfyllingu. Ég vil hafa þig einsog þú ert Kona sem misst hafði annað brjóstið fyrir nokkrum árum frétti af þvi að nú væri hægt að fá silikon púða undir húðina i stað gervibrjósts. HUnsegir við eigin- mann sinn eitthvað á þá leið að kannski ætti hún að fara i slika aðgerð. Maðurinn hennar tekur utan um hana og segir: „ég vil hafa þig eins og þú ert.” Ég spyr þær stöllur hvort konur hugsuðu ekki einmitt mikið um það hvernig makinn brygðist við. Þær segja að auðvitað skipti. það þær miklu máli. En ef hjón gætu talað opinskátt um hlutina og þar með stutt hvort annað þá breytti þetta engu. „Ég held að sé hjóna- bandið gott þá styrki þetta bara samheldnina”, svarar Elin og Erla tekur i sama streng. Fordómar og feimnis- mál 1 sumum löndum þar sem svipuð samtök eru starfrækt kynna konurnar sig ekki fyrir hvor annarri. Þar er það einfald- lega J.J. sem kemur að tala við sjúklinginn sem nefnir sig N.N. Það ervegnaþess aðþað má ekki vitnast og alls ekki tala um það opinberlega að konur geta misst brjóst ef illkynjað æxli finnst. Þá eru það sérstaklega karlmenn- irnir sem vilja ekki láta það vitnast að þeir séu giftir konum sem fengið hafa brjóstkrabba- mein. Þær eru þá álitnar hálf- konur eða hvað? „Jú”, segir Elin” þetta er rétt. En við hérna á Norðurlöndum erum sembetur fer laus við slíka fordóma. Þviþessar aðgerðir eru til þess að lækna konur og brjóst skiptir ekki höfuðmáli fyrir lif kvenna.” Fordómar eru til i öllum þjóðfélögum og oftast hefur fólk fordóma gagnvart einhverju sem það ekki þekkir eða ekki skilur. Konurnar i Samhjálp sögðu að einmittmeð þvi að opna umræður um þessi mál úti i þjóð- félaginu hyrfu fordómarnir. Nýverið hefur Samhjálp kvenna fengið aöstöðu fyrir starf- semisina hjá Krabbameinsfélag- inu við Suðurgötu eins og fram- kom hér að framan. Þær hafa þar viðtalstíma annan hvern miðvikudag. Þangað geta konur leitað sem áhuga hafa og enn- fremur veita þær á sans stað ráðleggingar um gervibrjúst og þá sérstöku sundboli sem fást. Þæreru boðnar og búnar til þess að veita alla þá-aðstoð sem þær geta. Ennfremur má geta þess að Tryggingarstofnunin greiðir and- virði gervibrjósta aö fullu. 70 konur á ári Á íslandieru um 70 konur á ári sem fá brjóstakrabbamein. Flestareru þærá aldrinum 40—55 ára, en yngri konur geta lika fengið krabbamein i brjóst. Þess vegna er afar nauðsynlegt að konur séu sjálfar á varöbergi. Þær geta sjálfar best fylgst með öllum breytingum sem á brjóstum þeirra verða. Konum er ráðlagt að skoða sjálfar á sér brjóstin með reglulegu millibili t.d. mánaðarlega. Best er að skoða brjóstin rétt eftir að konan hefur haft tiöir. Þá eru brjóstin mýkst og auðveldast að finna hnútana. Þvi fyrr sem konan kemurtil læknis þeim mun meiri likur eru á að hægt sé aö komast fyrir meiniö. Þetta gerist hratt Konur geta verið vel á sig komnar likamlega og ekki fundið nein önnur einkenni en hnút i brjósti. Þess vegna gefst konum yfirleitt oft ekki timi til þess aö aðlaga sig breyttum aðstæðum fyrr en eftir aögerö. Þær þyrftu þvi á stuðningi annarra að halda og þá ekki sist frá ættingjum. Þetta væri alltaf áfall og eins þyrfti aö venjast útlitsbreyting- unni. Segir það sig sjálft að öllum konum sem fá brjóstakrabba- mein er aðstoð Samhjálpar- kvenna ómetanleg. Þvi þær aöstoða konur andlega til þess að komast igegnum áfalliðog hjálpa þeim við að yfirvinna óttann sem , getur verið verri en krabba- meinið sjálft. „Við sem gerumst sjálfboða- liðar I Samhjálp vitum hvað konan er að hugsa af þvi að viö höfum gengiö i gegnum nákvæm- lega sömu reynslu. I þvi felst okkar styrkur.” Þegar. ég kveð konurnar I Samhjálp finn ég að ég er ekki eins hrædd og ég var þegar aö ég settist niður hjá þeim fyrr um daginn. LANCOM E Snyrtivörur í sérflokki Vertu vióbúinn Hvað framtíðin ber í skauti sér er okkur hulið. Eitt er þó víst, fyrirhyggja er nauðsynleg. Ef þú hefur varasjóð til ráðstöfunar, þá átt þú auðveldara rneð að greiða óvænt útgjöld. Leggirþú ákveðnaupphæð mánaðar- lega inn á sparilánareikning í Landsbankanum, öðlast þú'rétt á spariláni, sem nemur allt að tvöfaldri sparnaðarupphæð þinni. Lántakan er einföld og fljótleg. Engin fasteignaveð.Engir ábyrgðarmenn. Aðeins gagnkvæmt traust. Sparilánabæklingurinn bíðurþín í næstu afgreiðslu Landsbankans. Sjidriíjársöínun tengd rétti til lán • •! Sparnaður þinn eftir Mánaðarleg innborgun hámarksupphæð Sparnaður i lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé þitt * Mánaöarleg endurgreiösla Þú endurgreiöir Landsbankanum 6 mánuöi 2,500,00 15,000,00 15.000,00 31.262,50 2.776,60 6 mánuöum 12 mánuöi 2.500,00 30.000,00 30.000,00 65.075.00 3.028,90 12 mánuðum 18 mánuöi 2.500,00 45.000,00 67.500,00 124.536,75 3.719,60 27 mánuóum 24 mánuöi 2.500,00 60.000,00 120.000,00 201.328,50 4.822,60 48 mánuðum * I tölum þessum er reiknaö meö 34 % vöxtum af innlögöu fé, 37 % vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaöi vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miöað við hvenær sparnaöur hefst. Vaxtakjör sparnaöar og láns eru háö vaxtaákvörðun Seölabanka fslands á hverjum tima. LANDSBANKINN Sparilán-tiyggmg í fiwntíð

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.