Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 5
__helgarpósturinn- Föstudagur 6. nóvember Galdurinn r\ prýöilegir, einkum |23/ Ragnhei&ur \Z/ Steindórsdóttir og r Tinna Gunn- laugsdóttir. En i aukahlut- verkum er semsagt æöi misjafn sauöur. Galdurinn Þaö sem skiptir sköpum um hvort kvikmynd tekst eöa mis- tekst, er að áhorfandi gleymi stund og staö og festi trú á þaö lifsem honum ersýnt á tjaldinu. Þetta kallar Bretinn „suspen- sion of disbelief”. Og þetta tekst Útlaganum. Ágústi og félögum hefur i heildina tekist að um- mynda Gfsla sögu Súrssonar i iifandi myndir, eins og leik- stjórinn orðaði þaö i viðtali viö Helgarpóstinn um sfðustu helgi, meö þeim hætti að áhorfandi trúirá þessa sögu, trúir á þetta fólk. Hér leggst margt á eitt. Agústi tekst gegnumsneitt að búa til lifanditalmál handa fólki sinu og Jóni Þórissyni að búa þvíhibýliog fatnað sem maður trúir að það lifi f. Inniatriði f stúdiói með einatt takmarkaðri lýsingu lánast þeim Ágústi, Jóni og Sigurði Sverri Pálssyni, okkar reyndasta kvikmyndara, að gera lifrænnijmeira „ekta” en við höfum hingað til vanist i því efni. Sigurður Sverrir hefur náð fuDum tökum á þeim epék- lýriska, súllilega myndstil sem hann hefur verið aö þröa. Útiat- riðin mörg hver eru afar vel uppbyggö kvikmyndalega. Þar er umhverfi, landslag, veður, litirog hljóð notuð sem leikrænn þáttur og taka, klipping og tón- list fallast i faðma i sönnum filmugaldri. Sem dæmi um önnur velheppnuð atriði frá kvikmyndalegu sjónarmiði má nefna martröðina þar sem sverðin sækja að Gísla og loks sjálft vi'g hans, að frádreginni slælegri framgöngu vigamanna framanaf. Hvaö sem m enn segja og deila um einstök atriði, þá verður ekki fram hjá þvi komist að þessi fyrsta islenska miðalda- mynd hittir á réttan tón. Það verður ekki ljóst fyrr en siðar hvort sá tónn finnur hljómgrunn meðal erlendra biógesta. Fjár- hagslega áhættan sem getið var um i upphafi felst i þvi, að Ot- laginn stendur ekki undir sér hér innanlands. Sem kvikmynd erhún samti minum huga jafn- fætis þeim myndum sem ég hef bestar séð úr vestrænni kvik- myndagerð á þessu ári. Útlaginn er mynd sem býr yfir frumkrafti. Sumum finnst hún kannskiof hæg og öðrum of hröð. En hún iðar í huganum og syngur i eyrum löngu eftir að hún er horfin af tjaldinu. Áhorf- andi stendur sig aö þvi að endursýna hana á augnalok- unum i vídeói minnisins æ ofan i æ. 1 AUKUM ÖRYGGI 1 VETRARAKSTRI 1 NOTUM ÖKULJÓSIN ALLAN SÓLARHRINGINN Um NÓV. FEBR — •: |JuyFEROAR r... = = ___ HITACHI______ MYNDSEGULBANDST ÆKI 5 Mjög fullkomin VHS myndtæki VIDEÓMYNDAVÉLAR VT-8000E verð kr. 17.900 VT-8500E verð kr. 21 .500 VT6500E verð kr. 21 .900 VK-C 800E verð kr. 1 9.200 VK-C 600E verð kr. 14.200 Ljósnæmleiki 100.000 til 7 5 LUX Ljósnæmi 1 00.000 til 50 LUX VILBEKr. X ÞOKSTEIXlY RADIOSTOFA LAUGAVEGI 80 REYKJAVÍK SÍMAR 10259. 15386 Líkams- og heilsuræktarstöð 1 íl/AMCDfTI/TIU BJ E- Laugavegi 59 (kjallara Kjörgarös) Innifalið í mánaöargjaldi okkar er eftirfarandi: Líkamsrækt. Gufubað. Ljósabekkir. Vatnsnudd. Megrunarkúrar fyrir karla og konur með sérunnum matseðlum. Sérhannaðar æfingaskrár fyrir hvern og einn. Gættu heitsu þinnar og hún gætir þin Glæsileg salarkynni Opnunartímar fyrir bæöi kynin: Mánudaga til föstudaga kl. 07 til 22.00. Laugardaga kl. 10.00 til 17.00. Lokaðsunnudaga. Leiðbeinendur ávallt til staðar. Aðalleiðbeinendur: Gústaf Agnarsson og Finnur Karlsson. CELLUHTE /,fundið"með því að þrýsta saman f ingr- unum. Sérstaklega fyrir konur Cellulite (staðbundin fita) sérhann- aðir kúrar til að losna við cellUilite. Ábyrgjumst árangur Komið og skoðið staðinn og látið skrá ykkur. 011 handlóð og stangir eru frá hinu heimsþekkta f yrir- tæki Weider. Umboðsaðili er Heimaval, sími 44440.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.