Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 6. nóvember 1981 h&lrjFirpn<=rf/ irínn „Mér leiOist aidrei” Jónas Jönasson f helgarpöslsviðiail Útvarpsmaöurinn Jónas Jónasson, hefur veriö ýmislegt annaö en útvarpsmaöur. Hann hefur föndraö viö flesta þætti Is- lenskrar menningar á undanförnum ára- tugum. Hann hefur unniö viö nánast öll störf I leikhúsunum, við kvikmyndir og siö- ast en ekki slst hefur hann skrifað. Nú er aö konta út eftir hann ný skáldsaga — hans fyrsta ef undan er skilin barnabók sem hann skrifaði fyrir tæpum 20 árum — hjá bókaútgáfunni Vöku, sem heitir þvl táknræna nafni: Einbjörn Hanson. Sú bók er um einstakling og ,,er skrifuö I anda Ein- björns, og hann kann ekki aö skrifa skáld- sögu”, segir Jónas. ,,Þaö er enginn hasar I þessari bók.” Viötal viö Jónas Jónasson hlýtur aö hefj- ast á svolitlum vandræöagangi. Maöurinn hefur sjálfur haft þaö fyrir atvinnu árum og áratugum samanaötaka viötöi, og kann því þá hliö málsins. Hann segist hinsvegar fyll- ast skelfingu viö tilhugsunina um aö skipta um hlutverk aö svara. ,,Ég er afskaplega feiminn”, segir hann. ,,Það tók mig mörg ár aö hætta aö biöjast afsökunar á þvi aö vera til”. Jónas veit eins og aörir sem reynslu hafa af þvi aö taka vibtöl, aö tokaöir menn og feimnir eru erfiöir viömælendur: Þess vegna skelfingin. En hún var ástæöulaus, áöur en varir er Jónas farinn aö tala. Hann situr afslappaöur og sólbrúnn I hægindastól heima hjá sér og þessi rödd, sem flcstir ís- lendingar þekkja, er alveg eins og hún er I utvarpinu. Róandi. Sem er ágætt náttúr- lega, þvl aö taka viötal viö mann eins og Jónas, er eins og aö smiöa stól viö hliöina á þaulvönum húsgagnasmiö. Maöur fer aö velta fyrir sér hvernig hann fari sjálfur aö. ,,Ég geri mér enga grein fyrir þvi, aö mér takist að opna mina viðmælendur”, segir Jónas, „Ef það er rétt, þá er það eitt- hvað sem komiö hefur með árunum. En ég hef haft tvennt að leiðarljósi i samskiptum við viðmælendur mina. 1 fyrsta lagi ber ég viröingu fyrir þeim. í öðru lagi ber ég enga spurningu upp, semmifj langar ekki aö vita svarið við. Og áöur en ég hef hið eiginlega viðtal þá tala ég við fólkið og reyni þá aö gefa þvi svolitiö af sjálfum mér. Ég held aö fólki finnist að mig langi ekki til að finna á þvi höggstað, að setja það i klemmu. Ég er alltaf að reyna að gera viðmælendur mina stærri en þeir eru. Þar aö auki er ég dæmalaus héri að eðlis- fari. Litill I mér. Ég fæ alveg hrikalegu til- finningu þegar ég kem inn i veislu. En kannski er fullt af svoleiöis fólki, þó það vilji ekki viðurkenna það. Þaö er kannski þetta sem gerir þaö að verkum að mér gengur yfirleitt vel að fá fólk til að tala. Fólk finnur að ég kem ekki að þvi með gassagangi. Það finnur að ég er kannski likur þvi. Ég held, að ég virki ekki skelfandi á fólk.” Trmainöiapáliur Jónas segir frá því hvernig hann hagar sér á feröum sinum um landið. Hann segist til dæmis hafa verið i viku á Klaustri, og tvo fyrstu dagana, eða svo hafi hann ekki talað við nokkurn mann. Hann bara var á staðn- um og reyndi að drekka i sig umhverfið og andrúmsloftið. Þegar það var búið þá dró hann fram segulbandið og fór aö spyrja fólkiö sem þar á heima. Þetta segir hann v.era þá aöferð sem gefist honum best viö gerð spjallþátta sem þessara. Og hann tal- ar af verulegri reynslu. Jónas Jónasson er sonur Jónasar Þor- bergssonar útvarpsstjóra og konu hans Sig- urlaugar Jónasdóttur. Hann er þvi nánast fæddur inn i stofnunina. Hann byrjaði aö vinna þar sem sendill, en réöst siðan á fréttastofuna 1948. Tvisvar hefur hann gert tilraunir til að hætta á Utvarpinu, en þær hafa báðar mistekist. Nú segist hann vera hættur þvi að reyna að hætta. Hann viður- kennir þvi aö hafa veriö ansi lengi hjá út- varpinu, hinsvegar reynir hann að vera ekki lengi með sömu þættina. „Núna var ég að byrja með þátt, sem aö vissu leyti er timamótaþáttur hjá útvarp- inu. Og ég var kviöinn, eins og jafnan þegar ég er að byrja á einhverju nýju. Þetta er eiginlega fyrsta tilraun rikisútvarpsins til næturútvarps. Þátturinn er á föstudags- kvöldum milli klukkan ellefu og eitt. Ég fæ kvöldgesti til að koma og mala við mig og leika með mér músik. Og þaö er minn draumur að þessi þáttur geti orðiö einskon- ar andsvar við öllum þessum vandamálum sem dynja yfir þjóðina alla daga. Ég vona bara aö þeir sem eru heima þiggi að fá svona gesti i heimsókn. En það verður að ráðast eins og annað.” vcllíðan — Hver útvarpsþátta þinna hefur setið lengst I þér? „Þættirnir sem ég gerði i Belfast á Irlandi á sinum tima. Ég hef eiginlega aldrei náð mér siöan. Kannski vegna þess að þá skildi ég i fyrsta skipti af hverju hægt er að fá menn til að fara i strið. Sjáðu, — óttinn lamar þig um tima. A meðan þú ert að átta þig á því safnast adrenalinið fyrir og svo tekur það öll völd. Þá geturðu gengið út, verið til i allt, og jafnvel fundiö vissa nautn i þvi aö hafa óttann i liði með þér. Ég var þarna i 17 daga, og er stoltur af þvi að hafa þorað það. Ég er héri, eins og ég sagði þér. Mitt lifsmottó er að rekast ekki á neinn”. Viltu mandarinu?” Jónas kemur með mandarinur úr is- skápnum handa mér, — hann hafði sjálfur veriö að borða ein slika þegar ég kom. Ég spyr hann hvort hann sé alltaf eins, hvort hann sé raunverulega þessi afslappaða og yfirvegaöa týpa sem hlustendur útvarpsins þekkja? „Ég er afskaplega langsóttur og sein- þreyttur til vandræða, held ég. Ég er naut. Þetta á vist við þau. Þá sjaldan ég reiöist, þá verð ég lika alveg galinn. Þá reiðist ég alveg heiftarlega. Það gerist bara svo voðalega sjaldan. Það liða ár á milli. Ann- ars get ég orðið hávær eins og aörir, en ég reyni að temja mér að virka rólega á fólk. Það er kannski bara frontur og að allt sjóði og bulli undir niöri? Nei, ég held ekki. Ég hef einhverja þörf fyrir að skilja eftir þægi- legheit og velliöan hjá fólki”. SporlDfll — En hvað er þessi rósemismaöur að gera á sportbil? „Það er eflaust vegna þess að ég er fimmtugur! Nei, ég elska hraöann lika. Ég heföi vel getað hugsað mér að vera kapp- akstursmaður. Núna er ég farinn að draga i land talsvert. Ég get engan veginn talist glanni, þó billinn gefi ef til vill tækifæri til þess”. Jónas segir sögu af þvi þegar hann fékk tækifæri i vinnunni til að glannast svo- litið. Þá stýrði hann sakamálaleikriti um hetjuna Paul Temple fyrir útvarpið, og eitt atriðanna gerðist einmitt i sportbil. Glæpa- menn voru i kappakstri viö lögguna, og á æsilegu augnabliki rennir annar bill upp að hlið sportbilsins og skothrið og annar gauragangur hefst. Þetta var svolitið erfitt atriði I útvarpsleikriti, og það endaði með þvi að Jónasi datt i huga að taka atriðið hreinlega upp i sportbil á fleygiferð. „Ég átti sportbilinn og fékk leyfi til að fara út á flugbraut hérna á Reykjavikurflugvelli. Tæknimaðurinn sat við hliðina á mér, og leikararnir tveir aftur i. Svo ók ég eins og hryllingur. Þetta þótti mér óskaplega skemmtilegt. Leikararnir voru alveg náföl- ir.” Jónas segist vera hættur að aka mjög hratt og tekur fram aö hann hafi alárei verið stoppaður á sportbilnum. Þar kemur hann upp um sig, kappinn, þvi hann gefur óbeint i skyn aö hann hafi verið tekinn á öörum bi'lum. Ekki meira um það. „Ég ek á sportbil af sömu ástæðum og fólk nýtur þess að boröa góðan mat. En þó er ekki laust við aö ég vorkenni þvi fólki sem fer i hópferðum til útlanda aö fá sér að éta. Sjálfur kann ég hinsvegar afskaplega vel viö mig einn i ókunnugri borg.” Tðnnlnn — Hvað geriröu þegar þú ert einn i ókunnugri borg ? „Ég fer i leikhús, á tónleika, söfn. Ég reika um. I New York fer i t.d. oft i Metro- politan safnið. Eöa þá ég rölti um göturnar og reyni að lesa i fólk. Ég safna fólki. Þaö er nokkuð sem ég uppgötvaði ekki fyrr en talsvert var liðið á ævina. Það er eiginlega hluti af vinnunni. En það er sama hvort ég er á ferð i erindum útvarpsins hér heima, eöa i einkaerindum i útlöndum, ég reyni aö fara á bakvið. Ef ég fer til Spánar á sólarströnd, þá fer ég gjarnan bakvið þar sem fólkiö býr. Svo nota

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.