Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 06.11.1981, Blaðsíða 28
Fostudagur 6. nóvember 1981 helgarpn^ÍLirÍnrí BLABLABLA nefna BARA-flokkinn, Bubba og Þey. Hilmar I Þey er mjög skemmtilegur á sviöi. Þaö er eitthvaö annaö en viö. I fyrsta skipti sem viö spiluöum vorum viö svo strekktir aö viö stóöum kyrrir allan tlmann og hárin risu á hausunum á okkur. Þetta var fyrir austan en þar spiluöum viö meö BARA-flokknum sem nokk- urs konar upphitunarhljómsveit. Næst þegar viö komum fram ætl- um viö aö vera örlitiö liflegri. En þaö veröur einmitt um þessa helgi i Dynheimum ásamt hljóm- sveitinni Coma frá Dalvik. Meö tæknitremma í stúdíói BARA-flokkurinn i iörum jaröar. BARA-flokkurinn frá Akureyri hefur haft sig litiö frammi uppá siökastiö, en æft þeim mun meira i kyrrþey. — Eöa þannig. Frést hefur aö tónlistin hafi tekiö aöra stefnu, þá helst i futi’riska átt. (Þið vitiö synthesizerár og tölv- ur). Anæstunni munu Islendingar vitt og breitt um landiö fá aö njóta tónlistar BARA-flokksins, þeir hyggja nú á tónleikahald og veröa fyrstu tónleikarnir á Akureyri 19. nóvember, ásamt hljómsveitinni EGÖ. Slðan munu þeir BARA-flokksmenn heimsækja Reykvikinga og halda tónleika i ^dúbbi NEFS og I framhaldsskól- unum. — Þaö veröur án efa spennandi aö heyra hvernig hljómsveitin hefur þróast. Aö þessari ferö lokinni hefst undir- búningur fyrir næstu plötu þeirra félaga. Þeir félagar eru nú aö ihuga aö setjast aö I Reykjavik meö vorinu en þaö segir sig sjálft aö ekki eru sérlega hagstæö skil- yröi fyrir nýbylgjuhljómsveit á Akureyri.... Stuöarinn hefur hleraö aö nokkrir ungir og hressir menn sem kalla sig Den Thorvaldsens Trio Band geri nú garðinn frægan úti i hinni viöáttumiklu Astralíu hvar þeir munu vera I tónleika- ferö og kynni sig ennfremur sem: The Male Liberation Front (Karl- frelsisframvöröurinn I hrárri þýðingu). Þá hefur Stuöarinn ennfremur frétt af þvi aö annar framvöröur nefnilega The Female Liberation Front: (Kven- frelsisframvóröurinn) hyggist mæta þeim er þeir stiga hér á isa- kalt land og kveöa þá i kútinn á tilvonandi tónleikum, sem veröa auglýstir nánar siöar. Hafi þaö fariö framhjá ein- hverjum, stendur nú yfir kvik- myndahátið fyrir bcfrn og ung- linga i Norræna húsinu og Regn- boganum. Hátiöin stendur yfir til 31. nóvember og ef aö likum lætur má finna ýmsar áhugaveröar kvikmyndir frá Noröurlöndunum, en þaö eru Samtök vinafélaga á Noröurlöndum sem standa fyrir hátiðinni. 1 Regnboganum veröa sýningar á hverjum degi en i Norræna húsinu veröa sýningar á fimmtudögum og sunnudögum kl. 17. Rithöfundar, skáld, mynd- listarmenn og -konur, ljósmynd- arar og aðrir sem eiga helling af andlegum afuröum læstum niöri skúffum vitt og breitt um landiö og miöin!!!!!! Hér er tækifæriö sem þiö hafiö beöiö eftir. Viö bjóöum ykkur hjartanlega velkomin á sfðurnar. Þaö er bara aö hringja eöa skrifa og svo kemur þaö. Þeir sem vilja tjá sig um bækur eöa plötur eöa hvaö sem er, eru hvattir til þess aö gripa nú simtól eða penna sér I hönd. Og sjá! Vér munum veröa til viðtals (sérstak- lega á mánudögum milli 11—4). Annars hefur okkar tónlist ver- iö spiluö i Dynheimum af kassettu sem viö tókum upp i Stúdió Bimbó i september sl. Þaö var mikil lifs- reynsla aö vinna i stúdiói. Viö fengum algjöran tæknitremma þegar viö komum inn I stúdióiö. T.d. höföum viö alltaf kallað „reverb” „langtiburtusánd.” og annaö eftir þvi. En þetta bjargaö- ist allt meö hjálp góöra manna. Strákarnir i BARA-flokknum aö- stoöuöu okkur og Bimbó reyndist okkur mjög vel. Viö eigum BARA-flokknum annars mikiö aö þakka, þeir hafa lánaö okkur tæki og þar fram eftir götunum. Stelpur, hestar, pylsur — Er ekki annars ágætt aö búa á Akureyri? „Þaö er rosaiega gaman aö búa hérna. En rokkiö á erfitt upp- dráttar. Annars er sama sagan hér og annars staöar. 16—18 ára unglingar hafa engan samastað. Viö höfum svo sem nóg af áhuga- málum, eins og teriuna, bóka- safniö Zion, skólann og sjoppurn- ar. Uppáhaldssjoppufóöriö okkar t pásum bregöa þeir sveinarsér oft lítá leikvöllinn. Við erum á móti Útsendari Stuöarans var á Ak- ureyri nú á dögunum og haföi spurnir af ungri (aldur 14—17 ára) og efniiegri hljómsveit sem nefnir sig 1/2 7. Stuöarinn, sem er i leynifélagsskapnum — „Popp út um allt land” sá strax aö þarna voru réttu mennirnir I viötal. Þaö reyndist auösótt mál af hálfu 1/2 7 manna og blm. og ljós- myndari héldu til fundar viö þá, þar sem þeir æfa I innbænum á Akureyri, nánar tiltekiö f Ieik- vallarskúr sunnan undir Túlinius- arhúsi. — Hverjir eruö þiö og hver spil- ar á hvaö? Drengirnir vita greinilega hvaö þeir heita og svörin dynja á blm.: „Kolbeinn Gislason, söngur og gitar, G. Ómar Pétursson, gitar, Jóhann Ingvarsson, synthesizer, Jón Haukur Brynjólfsson bassi og Sigfús Óttarsson, trommur”. — Hvers vegna skirðuð þiö hljómsveitina 1/2 7.? „No comment. Þaö er alltof langt mál aö útskýra þaö.” Með gulrót í staðinn fyrir bindi. — Hvenær byrjuðuö þiö aö spila saman? „Flestir okkar voru i Chrom- dalsbræörum (bros) sem var tiu manna söngsveit. Sveitin sú haföi nokkuö sérstæöa sviösframkomu, klæddist náttfötum, meö bindi um hálsinn og hjálma á hausnum. Einn okkar haföi reyndar gulrót i staöinn fyrir bindi. Chromdals- bræður komu þó aöeins þrisvar fram. Fötunum var stoliö og þar meö var hljómsveitin fyrir bi. Seinna fundust þau þó upp viö Skiöahótel. Þess má geta að BARA-flokkurinn spilaöi undir* hjá Chromdalsbræörum. Þaö var liklega i fyrsta skipti sem þeir komu fram. 1/2 7 hefur svo starf- aö i fjóra mánuöi. Viö byrjuðum fjórir og fyrir mánuöi siöan bætt- ist Jóhann i hópinn”. Ekki ég — Er tónlistin frumsamin? „Já, viö semjum allt sjálfir.” „Ekki ég” skýtur trommarinn inn i. „Þaö er kannski ekki alveg rétt. Lögin þróast á æfingum, einn kemur meö hugmynd og siö- an vinnum viö sameiginlega aö framhaldinu. Viö getum skil- greint stefnuna sem rokk meö ný- bylgju og sýru i bland”. — En textarnir? „Okkar textar eru allir á ensku. Okkur finnst rokk á fslensku 1/2 asnalegt. Aö visu eru textarnir hans Bubba góöir. Hjá okkur kemur músikin á undan textun- um.” — Einhver boöskapur? „Viö erum t.d. á móti hassi. Einnig þessari sukkuöu poppara- imynd”. „Ekki ég’% tautar Sigfús trommari. — Hvaöa músik hlustiöi helst á? „Af erlendum hljómsveitum hlustum viö mikiö á Police, Cure, Siouxie and the Banshees og Kill- ing Joke.” „Ekki ég”, þaö er trommarinn sem andmælir enn. „Ég er Heavy Metal aödáandi. Uppáhalds- hljómsveitir minar eru AC/DC/ Judas, Priest og Scorpions.” „Trommarar eru nú alveg sér á ' báti” heyrist i 1/2 hljóöum. Barnapíur í hjáverkum „Reyndar hlustum viö obbolitiö á klassfk, eins og Liszt og Beet- hoven. Þegar viö erum aö passa, hlustum viö mikiö á John Willli- ams, en barnapiustörf er hobbi hjá okkur. Af islensku rokki má — segir hljóm- sveitin 1/2 7 frá Akureyri, en hún leikur i Dynheimum um þessa helgi er tvær pylsur I einu brauöi mei litlu sinnepi. „Ég hef óhuggulegan áhuga £ stelpum og brenniv... Nei, ann ars, afi gæti veriö aö lesa..” segii Jón Haukur bassaleikari. „Vor um viö annars búnir aö segja fr£ umboðsmanninum okkar? Hest inum Salla Bjarna? Hann er okk ar sérlegi tegeröarmaöur og drekkur sykurlaust pepsi.” Hest urinn gerir sig liklegan til aí hneggja, en strákarnir þagga snarlega niður i honum og gefa honum sykurmola. Stuöarinn tek ur hatt sinn og staf og snarast úl til vinstri. 'PÓSTUR OG SÍM Jæja Stuöari Svo að nú vantar þig diskara I viötal. Þaö ætti eiginlega ekki aö vera erfitt aö ná I rassgatiö á einum slikum. Þaö er allt morandi af þessum ófögnuöi. Ég veit um einn pottþéttan diskara. Allt hvitt og gult og vinsældarlistinn troöfullur af I Ottowan, Hands Up og hvaö þetta allt heitir. Hann er úr Kópavoginum, heitir Gummi diskófrik og siminn er .... Hann , er örugglega til I aö kjafta um þetta diskódrasl sitt á margar , biaösíöur og endilega helling af myndum meö. Ó kei Stuðari. Taktu þetta til greina (AUt er hey I harðindum) Margblessaöur! Karólina Kinks aödáaridií Utanáskriftin er - Stuðarinn c/o Helgarpósturinn Síðumúla 11 105 Reykjavik Sími: 81866 Kæra Karólina Kinks aödáandi! Bestu þakkir fyrir bréfið og ábendinguna. Aö sjálfsögöu brugöumst viö skjótt og vel viö. Hringdum i simanúmeriö sem viö ætlum þó ekki aö birta af til- litssemi viö Gumma sem gæti fengiö yfir sig flóögáttir hótana, aödáenda eöa fjárkúgara. En hvaö um þaö Gummi kom I sim- ann og varö allhvumsa viö er viö bárum upp erindiö. Hann frábaö sér alla viöloöun viö diskara og sagöist heldur ekki vera pönkari, vildi ekki einu sinni koma i viðtal um hvaö sem er. Svo Karlólina Kinks aödáandi! Þú skalt sko ekkf vera meö neina stæla. Viö viljum ekta diskara og engar refjar — ef þú vilt striöa vinum þinum eöa óvinum geturðu sjálf gripiö i tóliö og gert þin eigin simaöt. Og hana nú!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.