Helgarpósturinn - 13.11.1981, Side 13

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Side 13
holrj^rpn^tl irinn Föstudagur 13. nóvember 1981 13 Arni Samúelsson fyrir framan nýja kvikmyndahúsiö Dallas i Breiðholtinu. Dallas opnar i mars: John Travolta væntan legur næsta sumar ,,Við stefnum að þvi að opna húsið 2. m ars og við vonum að það takist, því að við þurfum að fara ab koma þeim myndum, sem við eigum á lager, i gagnið”, sagði Arni Samúelsson, þegar Helgar- posturinn forvitnaðist um nýja kvikmyndahúsið, Dallas, sem hann er að reisa i Breiðholtinu. Arni sagði, að framkvæmdir væru nú i fullum gangi og væri húsið að verða fokhelt Fullbúið hýsir hið nýja kvikmyndahús fjóra sali, mismunandi að stærð, en aDs munu þeir rúma um niu hundruð áhorfendur. Innréttingum hússins verður hagað á svipaðan hátt og i kvik- myndahúsum, sem byggi hafa verið upp á siðkastið erlendis. Veggirnir verða klæddir með nýju efni, sem nefnist Soundfold, enþað er i' senn hljóðeinangrandi og brunavörn, stólar eru af nýrri bandariskri gerð og sýningarvél- amar fjórar eru af italskri gerð, sem eru einhverjar þær full- komnustu sem völ er á i heimin- um i dag. Vélar þessar eru að miklu leyti sjálfvirkar, og sem dæmi um það má nefna, að þær stöðva sig sjálfar, þegar hlé er gert á sýningu myndarinnar og sjá um að kveikja ljós i sölunum. Það eina, sem sýningarmaðurinn þarf að gera, er að þræða þær i upphafi sýningar. Arni sagði, að i húsinu yrði starfrækt fullkomin videóverslun, sem meiningin væri að hafa opna frá kl.10-22, og verða þar seldar og leigðar spólur með kvikmynd- um, bæði myndum, sem húsið hefur sýnt og einnig öörum, sem þegar hefur verið samið um videórétt á. I videóbúðinni verður einnig hægt aö sjá sýnishom af þeim kvikmyndum, sem húsið er að sýna. Einnig er hugsanlegt, að hægt verði að sjá sömu sýnishom á skermum utan á húsinu og á diskótekinu, sem verður í kjall- ara hússins. Ihúsinuer einnig að- staða fyrir ýmiss konar aðstöðu aðra og er ekki útilokað, að upp verði komið alls kyns leiktækjum og grillstað. Ami var að þvi' spurður hvort hann téldi að grundvöllur væri fyrir svona stór t kvikmyndahús i Reykjavik. ,,Ég heldþað”, sagðihann. ,,Ég held, að það eigi heimtingu á sér þarna uppfrá, þvi þarna er jú bíó- liðið,eins og maður segir. Ef það gengur ekki þarna, þá gengur það hvergi, en svo fer þetta lika eftir myndunum.” Aðspurður um hvaða myndir yrðu sýndar fyrstar i hinu nýja húsi, sagði Arni, að það kæmu margar til greina, eins og Being there, með Peter Sellers, Fort Apache — The Bronx, með Paul Newman, Endless Love og Blow Out, nýjasta mynd Brian De- Palma með John Travolta i aðal- hlutverkinu. Árni sagði að það væri i bi'gerð að bjóða hingað heimsfrægum leikurum öðru hvoru í tilefni frumsýninga á myndum þeirra. Verður stefnan að þeir komi hing- að á tveggja til þriggja mánaða fresti. Þannig mun það vera nokkuð öruggt, að John Travolta komi hingað i tilefni frumsýning- ar á Blow Out ogþá verðurDavid Carradine væntanlega viðstaddur frumsýningu á Americana næsta haust. ^LIÐAR€ND| v Klassískt N tönlistarkvöld Gudrún Á Simonar söngkona Arni lilj'ar umlirleikari sunnudagskvöld Borðapantanir frá kl. 2 í sima 1169(L, Sw Opið fra kl. 18.00. Hlíðarendi: Klassi yfir klass- isku kvöldunum Klassi’sku kvöldin I Hlfðarenda halda áfram að njóta vinsælda. Um siöustu helgi söng Magnús Jónsson óperusöngvari. A næst- unni koma þar fram listamenn eins og Guðrún A, Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari ásamt Glsla Magnússyni, Sigurður Björnsson óperusöngvariog kona hans Sieg- linde Kahman og Einar Jó- hannesson, auk þess skólakór Garð abæjar. — Ég var ekki meira en svo trúaður á þetta fyrst þegar ég var beðinn um að syngja þarna. En mér fannst þetta bara gaman, og ég fann, aö fólk hlustaði á mig af athygli, segir Magnús Jónsson ó- perusöngvari við Helgarpóstinn. — Mérfinnst mjög gott af þeim i Hliðarenda að leggja út i hluti eins og þetta, þetta er menning- arauki, og ég vona að þeir haldi þessu áfram. Magnús söng fyrir gesti itölsk og islensk Iög, bæöi létt og ljóð- ræn. Auk þess tók hann Sólskins- nætur eftir Schröeder viö texta Tómasar Guðmundssonar og Jeg elsker deg eftir norska tónskáldið Grieg. Ólafur Reynisson i Hliðarenda er að vonum ánægður með hvern- ig hefur tekist til með klassisku kvöldin og segir við Helgarpóst- inn, að reksturinn hafi gengið á- gætlega þetta tæplega hálfa ann- að ár, sem staðurinn hefur verið rekinn. — En að minu mati er markað- urinn mettaður, það er bara spurning hvenær staðimir fara i innbyrðis strið, og það er þegar kominn smjörþefur af verðstrfði, segir Ólafur. En hann ætlar ekki að láta deig- an si'ga og vera með ýmsar uppá- komur i'vetur, fyrir utan klassik- ina. Þar má nefna óvænt kvöld, leynigest og ýmsa tilbreytingu i mat. ÞG Magnús Jónsson óperusöngvari syngur fyrir matargesti aö Hliðarenda. Frankfurt George Town/C lo Bay/Jamaica Belém/Brasilia ÆVINTÝRA- SIGLING 24.jan~14.feb ■ ^C^ctqgena/Kolumbia t Sto. Tomas/Vi-^w^ St Qeorge’s/Grenada \ ^ 0»oW^enS^;rArld9e,OWn/Ba,badOS *Gua\ra' Recife/Brasilia Vegna sérstakra samninga getum við nú boðið uppá eina glæsilegustu ferð sem íslendingum hefur gefist kostur á. Flogið verðurtil Frankfurt, Vestur Þýskalandi og þaðan með breiðþotu í beinu leiguflugi til Montego Bay, Jamaica. Þar verður stigið um borð í lúxusskipið Berlin, sem búið er öllum hugsanlegum þægindum. Siglingin með viðkomum tekur 20 daga og verður efnt til skoðunarferða á öllum viðkomustöðum. Að lokinni siglingu, verðurflogið frá Recife Brasiliu um Frankfurt til íslands. íslenskurfararstjóri verðurmeð hópinn allan tímann. FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarbúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.