Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 1
Vinnuveitendur oftast jákvæðir, en — ytri aðstæður andsnúnar „Því miður — það er áreiðanlega útilokað f yrrr f atl- aðamanneskjuað vinna hér...". „Nei — þetta starf er þess eðlis, að það væri ekki hægt fyrir aðra en full- fríska að taka það að sér...". „Já, náttúrlega vildi maður ekkert f rekar en hjálpa, en það er bara þannig, að hér er ekki hægt að koma við hjólastól. Fólk þarf stöðugt að smeygja sér milli borða og svo eru það stigahlaupin..." Hvernig gengur að útvega fötluðu fólki vinnu — hvernig er fötluðum tekið, þegar þeir/þær fara á vinnustaði og spyrjast fyrir um starf? Blaðamaður reyndi að kanna þau mál, og setti sig í samband við nokkra aðila. Af staðan yf irleitt jákvaeð Það er rétt að koma þvi' að strax, að afstaða flestra þeirra sem við höfðum samband við þegar við leituðum eftir starfi handa fatlaðri manneskju, var jákvæð. Vandkvæðin á að veita starfið, virtust yfirleitt vera ut- anaðkomandi og ekki á valdi viðkomandi verkstjóra eða framkvæmdastjóra að breyta neinu þar um. Þessi vandkvæði vorueðli vinnunnar, fyrirkomu- lag á vinnustað og húsakynnin. En það vakti og athygli blaða- manns, að þegar hringt var og beðið um vinnu fyrir fatlaða manneskju, var þvi' of tast slegið fóstu að sú/sá fatlaði, væri i hjólastól og lamaður frá mitti. Aðeins örfáir spurðust nánar fyrir um hvers eðlis fötlunin væri og hvaðsá/sú fatlaða hefði starfað áður, og hve lengi við- komandi hefði verið fatlaður og hvort um vinnuslys væri að ræða ellegar sjúkdóm. Ráðingarstofa Reykjavíkur — deild fyrir fatlaða „Það er töluvert að gera hjá okkur við að finna fötluðum starf", sagði Gunnar Helgason hjá Ráðningarstofu Reykjavik- ur, ,,og ég reikna með að viö ráöum svona fjörutiu til sjöti'u fatlaða i störf á hverju ári. Mér sýnist og vera rfkur skilningur meðal vinnuveitenda á þörfum fatlaðra. Og það er stór hópur fatlaðra — i prósentum talið — sem erutiá vinnumarkaðnum", sagði Gunnar Helgason. En er ekki erfitt að finna vinnustaði sem henta — t.d. fyr- ir þá sem eru i hjólastól? „Vinnuaðstaðan er oft ekki nógu gtíð og ljtíst er, að hjóla- stólafólk á oft ierfiðleikum meö að komast að vinnustöðum og svo hreyfa sig þar innan dyra". Er algengt að fólk verði að söðla um við að fatlast, fái ekki vinnu f eigin fagi eða starfs- grein? „Það er oftast nær hægt að koma fólki að ísinni starfsgrein, hafi það sérmenntun. Og sé fólk vinnufært þrátt fyrir fötlun, þá tekst yfirleitt að Utvega þvi vinnu". Því miður — því miður Það virðist augljóst, að fólk semerlikamlega fatlað, á erfiö- ara um vik að utvega sér vinnu á eigin spýtur og tryggasta leiö- inaðleita til Ráðningarstofunn- ar, sé viðkomandi búandi i Reykjavík.Blaðamaður hringdi eftir nokkrum atvinnuauglýs- ingum úr blööum og kvaðst hringja fyrir vin sinn eöa vin- konu og íeitaöi eftir starfi: „Þvi miður, mér þykir þaö ákaflega leitt", sagði stulka ein sem svaraði fyrir Félagsstofnun stúdenta, en sú stofnun hafði auglýst eftir aðstoðarmanni i eldhús. — Ég hringi fyrir kunningja minn sem er lamaður — sagði blaðamaður. „Þvi miður, þá er starfið þess eðlis. Það þarf að standa hér við afgreiðsluborð og afgreiða mat og svo fara niður i kjallara", sagði stulkan — en spurði ekki hvers eðlis lömunin væri, virtist slá þvl föstu að „sá lamaöi" væri I hjólastdl. Eiginlega búin að ráða Þessu næst hringdum við i söluturn i Breiðholti, en þar hafði verið óskað eftir stúlku til afgreiðslustarfa. Viðmælandi okkar tók i fyrstu liklega i að „vinkona" blaðamanns gæti fengið vinnu. En þegar henni var tjáð, að „vinkonan" væri fótluð, dró Ur áhuganum. Þegar svo söluturnseigandinn frétti, að,,vinkonan" væri með lamaö- an handlegg og ætti erfitt með að tala, missti hún endanlega áhugann og sagðist eiginlega vera búin að ráða, „þaö kemur hingað stulka I viðtal eftir há- degið og ég hafði eiginlega ákveðið að ráða hana". Okkur fannst þaö skiljanlegt. Eðli starfsins Nú er það eflaust ákaflega ó- sanngjarnt, að hringja í vinnu- veitendur og kanna hvort þeir geti hugsað sér að ráða fatlaða manneskju. Aöstæður á vinnu- stöðum eru oft ekki beint á þeirra valdi og öllum er ljóst, að það hcntar t.d. ekki manni i hjólastól, aö vinna viö að bera timbur I timburverslun eða beygja járn i húsgrunni. En þaö var feykilegur munur á afstöðu þeirra sem viö töluðum við. Sumir lögðu heilann I bleyti, sögðust vilja reyna að finna smugu og þótt ekkert starf hent- aði lömuðum hjá þeim núna, þa væri aldrei að vita hvað fram- tiðin bæri I skauti sér. Sjóklæðagerðin auglýsti eftir saumakonum og við töluðum við verkstjóra þar. Blaðamaður sagöi að „vinkona" sin væri málhölt og þar að auki með máttlitinn handlegg. „Málhelti kemur ekki að sök", sagði verk- stjórinn þar, „en hafi hún mátt- lltinn handlegg, getur starfið reynst henni ofviða. Hvor hand- leggurinn er það?" Sá vinstri? „Þá er þetta eiginlega útilok- að, þvi að konurnar hér verða aö nota vinstri hendina til að Iyfta þungum dúk að saumavélinni. Það er slæmt að handleggurinn skuli vera svona, annars hefði þetta verið athugandi. Það er t.d. hér heyrnarlaus manneskja og það kemur ekki aö sök". Verkstjórinn hjá Sjóklæða- gerðinni hafði samt áhuga á að „vinkona" blaðamannsins gæfi upplýsingar um hvar hún hefði unnið áður, og vildi ekki missa samband við hana, þótt ekki yröi af ráöningu aö þessu sinni. Að átta sig á starfsget- unni Forsvarsmaður verkstæðis i Hafnarfirði, sem auglýst haföi eftir vélvirkjum og vélstjórum, hafði hug á að hitta „kunn- ingja" blaðamanns og kanna starfsgetu hans. Reyndar var starfið fólgiö i þvi að rlfa vélar- hluta úr skipum og þvl mikið um klifur og klöngur við erfiöar aö- stæður um borð I skipum. Við spuröum þá hvort ekki væri um einhvers konar verkstæðisvinnu aö ræöa, þvi að „kunningi" okk- ar væri með lamaöan handlegg, og reyndar málhaltur að auki og hefði fatlast svona við vinnuslys — en hann er vélvirki, sögðum viö. „Það er unniö í vélaskrölti og miklum hávaða", sagði við- mælandi okkar þá," og riður á að starfsmennirnir geti gert sig skiljanlega. Þessi þægilegri störf hérna eru óveruleg og leyst jafnóðum. En það er sjálf- sagt að hugsa málið, átta sig á starfsgetunni og manninum. Kannski finnur maður eitthvað handa honum seinna". Vinnustaðakönnun Þetta árið hefur fariö fram vinnustaðakönnun, sem unnin er af sérstakri samstarfsnefnd, sem starfar á vegum rikisins. Ætlunarverk þeirrar nefndar, er m.a. að gera úttckt á vinnu- stöðum með þarfir fatlaðra I huga. Þegar fötluð manneskja fer út á vinnumarkaö, þarf að mörgu að hyggja. Fyrsti aðil- inn, sem flestir snúa sér til, er Endurhæfingarráð, sem undan- farin ár hefur haft með vinnu- miðlun, eða öllu heldur aðlögun fatlaðra að þjóífélaginu að gera. Og það er rétt að taka fram hér, að með fötlun, er ekki aðeins átt viö Hkamlega fötlun, heldur einnig geðræna sjúk- dóma eða andlega fötlun. A þeim átta árum sem Endurhæf- ingarráð hefur starfað, hafa áttahundruð nlutlu og fimm ein- staklingar leitað til þess ráðs. Ráðið hefur lækni og sálfræðing á slnum snærum og svo aðgang að þeim vernduðu vinnustöðum, sem eru fyrsti viðkomustaður hins fatlaða á leiðinni út I at- vinnullfið. Verkefni Endurhæf- ingarráðs er þannig viðamikið og flókiö — að vlsa fólki til starfs eða náms, eins og fram- kvæmdastjóri ráðsins, Karl Brand, sagði blaðamanni og benti jafnframt á, að likamlega fatlaður maður væri liklegur til aö bjarga sér sjálfur, en miklu meira mál væri aö hjálpa and- lega fötluðum til að lagast aftur að þjóöfélaginu. Um þau mál verður fjallað I siðari grein um mál fatlaðra.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.