Helgarpósturinn - 13.11.1981, Síða 1

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Síða 1
ftnfonn & tmaMiiMmm I Föstudagur 13. nóvember 1981 Blað 2 ifvinnuleit atvinna — atvin, atvinna — atvinna PaHaðir i« lustarf ;t hálfan daginn ki Vnnri Matreiðsk getur komist að hjal "í^atplýsingar hjá yfirmai Kjörbúö Afgreiðs^ hálfan eðl ir sendjsf ast stray antar við grunnskc singar veitir Jón Ei síma 93-8619 c aomri ^ninber stofnun eftir að ráða fulltrúa. ■^bókhaldsmenntun nauðsynleg. skiptafræðimenntun æskileg. Jmsóknir merktar: „Fulltrúi — 8036 SOLUSTJOy Óskum að^8^Á|jg an sölumannBjwfiF y er fólgiö í sölu^^kl (/arclonir ó Pm/L'ioi/íl Við leituf^B*^ menntun ogarí AtWnnafboðj Atvinna i Vinnuveitendur oftast jákvæðir, en — ytri aðstæður andsnúnar „Því miður — það er áreiðanlega útilokað fyrrr fatl- aða manneskju að vinna hér...''. /,Nei — þetta starf er þess eðlis, að það væri ekki hægt fyrir aðra en full- fríska að taka það að sér...”. „Já, náttúrlega vildi maður ekkert f rekar en hjálpa, en það er bara þannig, að hér er ekki hægt að koma við hjólastól. Fólk þarf stöðugt að smeygja sér milli borða og svo eru það stigahlaupin..." Hvernig gengur að útvega fötluðu fólki vinnu — hvernig er fötluðum tekið, þegar þeir/þær fara á vinnustaði og spyrjast fyrir um starf? Blaðamaður reyndi að kanna þau mál, og setti sig í samband við nokkra aðila. Afstaðan yfirleitt jákvæð Það er rétt að koma því að strax, að afstaða flestra þeirra sem við höfðum samband við þegar við leituðum eftir starfi handa fatlaðri manneskju, var jákvæð. Vandkvæðin á að veita starfið, virtust yfirleitt vera ut- anaðkomandi og ekki á valdi viðkomandi verkstjóra eða framkvæmdastjóra að breyta neinu þar um. Þessi vandkvæði voru eðli vinnunnar, f yrirkomu- lag á vinnustað og húsakynnin. En það vakti og athygli blaða- manns, að þegar hringt var og beðið um vinnu fyrir fatlaða manneskju, var því oftast slegið fóstu að sú/sá fatlaði, væri i hjólasttíl og lamaður frá mitti. Aðeins örfáir spurðust nánar fyrir um hvers eðlis fötlunin væri og hvað sá/sú fatlaða hefði starfað áður, og hve lengi við- komandi hefði verið fatlaður og hvort um vinnuslys væri að ræða ellegar sjúkdóm. Ráðingarstofa Reykjavíkur — deild fyrir fatlaða „Það er töluvert að gera hjá okkur við að finna fötluðum starf”, sagði Gunnar Helgason hjá Ráðningarstofu Reykjavik- ur, ,,og ég reikna með að viö ráðum svona fjörutiu til sjöti'u fatlaða i störf á hverju ári. Mér sýnist og vera rikur skilningur meðal vinnuveitenda á þörfum fatlaðra. Og það er stór hópur fatlaðra — i prósentum taliö — sem erútiá vinnumarkaðnum”, sagði Gunnar Helgason. En er ekki erfitt að finna vinnustaðisem henta — t.d. fyr- ir þá sem eru i hjólastól? „Vinnuaðstaðan er oft ekki nógu gtíð og ljtíst er, að hjóla- stólafólk á oft i erfiðleikum meö að komast að vinnustöðum og svo hreyfa sig þar innan dyra”. Er algengt að fólk verði að söðla um við að fatlast, fái ekki vinnu f eigin fagi eða starfs- grein? „Það er oftast nær hægt að koma fólki að isinni starfsgrein, hafi það sérmenntun. Og sé fólk vinnufært þrátt fyrir föthm, þá tekst yfirleitt að útvega þvi vinnu”. Því miður —því miður Það virðist augljóst, að fólk semerlilcamlega fatlað, á erfið- ara um vik aö útvega sér vinnu á eigin spýtur og tryggasta leið- inaðleita til Ráöningarstofunn- ar, sé viðkomandi búandi i Reykjavik. Blaðamaöur hringdi eftir nokkrum atvinnuauglýs- ingum úr blöðum og kvaðst hringja fyrir vin sinn eöa vin- konu og leitaði eftir starfi: „Þvi miður, mér þykir það ákaflega leitt”, sagði stúlka ein sem svaraði fyrir Félagsstofnun stúdenta, en sú stofnun haföi auglýst eftir aðstoðarmanni i eldhús. >, — Ég hringi fyrir kunningja minn sem er lamaður — sagði blaðamaður. „Þvi miður, þá er starfið þess eðlis. Það þarf að standa hér viö afgreiðsluborð og afgreiða mat og svo fara niður i kjallara”, sagði stúlkan — en spuríá ekki hvers eðlis lömunin væri, virtist slá þvi föstu að „sá lamaði” væri I hjólasttíl. Eiginlega búin að ráða Þessu næst hringdum við i söluturn i Breiðholti, en þar hafði verið óskað eftir stúlku til afgreiðskistarfa. Viðmælandi okkar tók i fyrstu liklega I að „vinkona” blaðamanns gæti fengið vinnu. En þegar henni var tjáö, aö „vinkonan” væri fótluð, dró úr áhuganum. Þegar svo söluturnseigandinn frétti, að „vinkonan” væri með lamað- an handlegg og ætti erfitt með að tala, missti hún endanlega áhugann og sagðist eiginlega vera búin að ráða, „það kemur hingað stúlka i viðtal eftir há- degið og ég hafði eiginlega ákveðiö að ráða hana”. Okkur fannst það skiljanlegt. Eðli starfsins Nú er það eflaust ákaflega ó- sanngjarnt, að hringja i vinnu- veitendur og kanna hvort þeir geti hugsað sér aö ráöa fatlaða manneskju. Aöstæður á vinnu- stöðum eru oft ekki beint á þeirra valdi og öllum er ljóst, aö það hentar t.d. ekki manni i hjólastól, að vinna við aö bera timbur i timburverslun eða beygja járn i húsgrunni. En það var feykilegur munur á afstöðu þeirra sem viö töluðum við. Sumir lögðu heilann I bleyti, sögðust vilja reyna að finna smugu og þótt ekkert starf hent- aði lömuðum hjá þeim núna, þá væri aldrei að vita hvað fram- tiðin bæri i skauti sér. Sjóklæðageröin auglýsti eftir saumakonum og við töluðum við verkstjóra þar. Blaðamaður sagöi að „vinkona” sin væri málhölt og þar aö auki meö máttlítinn handlegg. „Málhelti kemur ekki að sök”, sagði verk- stjórinn þar, „en hafi hún mátt- litinn handlegg, getur starfið reynst henni ofviöa. Hvor hand- leggurinn er það?” Sá vinstri? „Þá er þetta eiginlega útilok- að, þvi að konurnar hér verða aö nota vinstri hendina til að lyfta þungum dúk að saumavélinni. Það er slæmt að handleggurinn skuli vera svona, annars hefði þetta verið athugandi. Það er t.d. hér heyrnarlaus manneskja og það kemur ekki aö sök”. Verkstjórinn hjá Sjóklæða- gerðinni hafði samt áhuga á aö „vinkona” blaðamannsins gæfi upplýsingar um hvar hún hefði unniö áður, og vildi ekki missa samband við hana, þótt ekki yröi af ráðningu aö þessu sinni. Að átta sig á starfsget- unni Forsvarsmaöur verkstæðis I Hafnarfirði, sem auglýst hafði eftir vélvirkjum og vélstjórum, hafði hug á að hitta „kunn- ingja” blaðamanns og kanna starfsgetu hans. Reyndar var starfiö fólgiö i þvi að rifa vélar- hluta úr skipum og þvi mikiö um klifur og klöngur við erfiðar aö- stæður um borð i skipum. Við spurðum þá hvort ekki væri um einhvers konar verkstæðisvinnu aö ræða, þvi að „kunningi” okk- ar væri með lamaðan handlegg, og reyndar málhaltur að auki og hefði fatlast svona við vinnuslys — en hann er vélvirki, sögöum viö. „Það er unniö i vélaskrölti og miklum hávaða”, sagði við- mælandi okkar þá,” og riöur á að starfsmennirnir geti gert sig skiljanlega. Þessi þægilegri störf hérna eru óveruleg og leyst jafnóðum. En það er sjálf- sagt að hugsa málið, átta sig á starfsgetunni og manninum. Kannski finnur maður eitthvað handa honum seinna”. Vinnustaðakönnun Þetta áriö hefur fariö fram vinnustaðakönnun, sem unnin er af sérstakri samstarfsnefnd, sem starfar á vegum rikisins. Ætlunarverk þeirrar nefndar, er m.a. að gera úttekt á vinnu- stöðum með þarfir fatlaöra i huga. Þegar fötluö manneskja fer út á vinnumarkaö, þarf að mörgu aö hyggja. Fyrsti aöil- inn, sem flestir snúa sér til, er Endurhæfingarráö, sem undan- farin ár hefur haft með vinnu- miðlun, eða öllu heldur aölögun fatlaöra aö þjóbfélaginu aö gera. Og það er rétt að taka fram hér, að með fötlun, er ekki aðeins átt viö likamlega fötlun, heldur einnig geðræna sjúk- dóma eða andlega fötlun. A þeim átta árum sem Endurhæf- ingarráð hefur starfað, hafa áttahundruö niutiu og fimm ein- staklingar leitaö til þess ráðs. Ráðið hefur lækni og sálfræðing á sinum snærum og svo aögang aö þeim vernduðu vinnustöðum, sem eru fyrsti viökomustaður hins fatlaða á leiðinni út i at- vinnulifið. Verkefni Endurhæf- ingarráðs er þannig viðamikið og flókiö — aö visa fólki til starfs eða náms, eins og fram- kvæmdastjóri ráðsins, Karl Brand, sagði blaðamanni og benti jafnframt á, að likamlega fatlaöur maður væri liklegur til að bjarga sér sjálfur, en miklu meira mál væri aö hjálpa and- lega fötluðum til að lagast aftur að þjóðfélaginu. Um þau mál veröur fjallað i siðari grein um mál fatlaöra. i

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.