Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 5
33 __helgarpósturinn. Föstudagur 13. nóvember 1981 kynntist ég hérna úti. Það er ekki óliklegt aö þar séu hug- myndatengsl þótt við skrifum um ólika hluti. Samgangur- inn við þá hefur verið mjög innspirerandi. Við vorum saman i Bretlandi 1977 þegar pönkið var að byrja. Við erum báðir Rolling Stones og rokkaðdáendur.” Sérðu Island i öðru ljósi, en þegar þú bjóst þar? „Já, eins og ég sagði áðan, þá sér maður hlutina betur ofan frá. Þegar maður er á tslandi, les blöö, hlustar á útvarp, umgengst bara Islendinga og er i close contact við umhverfið, þá skipta ómerkilegir hlutir máli. Það er erfitt að gera mynd af Islandi út frá listrænu sjónarhorni þegar maður er þvældur inn i að hugsa um allt sem er að gerast, ráðherrabila, blaðadeilur, átök milli Alþýðubandalags og KSML, flokksdeilur i Sjálfstæðisflokknum. Það má segja að maður sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Ég hef ekki orðiðfyrir miklum áhrifum frá dönskum litteratúr, tónlist eða pólitik og veit satt að segja litið um allt þetta. Ég hef reyndar litið álit á Dönum og Skandinövum i þessum efnum. Þegar maður er hérna úti sér maður að gamli frasinn um Islendinga sem bókmenntaþjóð er ekki eins galinn og hann hljómar i skálaræðum og við önnur hátiö- leg tækifæri. Hjá Islendingum hefur frásagnarlistin verið meiri tradisjón og þjóðarsport en annars staðar. Það hafa verið gerðar perlur á Islandi sem fyila mann metnaði og innspirasjón. Þaðeru heimsbókmenntirá Islandi, listin að segja sögur. Toppurinn á vestrænum miðaldabók- menntum er islenska sagnaritunin, höfundar Njálu eða Grettissögu eru meðal merkilegustu höfunda á Vestur- löndum á margra alda timabili allt frá Dante til Shakespeare. — Eins má nefna Laxness og Gunnar Gunnarsson, það fyllir mann sjálfsöryggi að skrifa á Islensku. Menn eru ekki dæmdir til að vera þriðja flokks. Enskumælandi menn, Bretar og Kanar, þeir munu alltaf eiga það merkilegasta i rokktónlist, það er þeirra vig- völlur. tslendingar geta hermt eftir Elvis, Rolling Stones og Sex Pistols, en Englendingar og Amerikanar eru partur af sömu fjölskyldu og þessir menn. Þar er metnaður að verða betri eða jafngóðir og þeir.” Sitjandi hugsanir Hvernig eru aðstæður þinar til skrifta? ,,Ég hef ekkert nema gott um minar aðstæður að segja. Að segja að manni gangi illa út af vondum aðstæðum, það er frekar vitnisburður um andlegt ástand en aðstöðuleysi. Að verameðfjölskyldubindur mann,en það kennir manni lika að nota timann. Heimilisstörfin og börnin þrjú taka náttúrlega mikinn tima en þess vegna reynir maður að nýta stundirnar sem eru friar út i ystu æsar. Þegar maður hefur endalausan tima skipta klukkustundirnar sem fara í vitleysu engu máli, þá finnst mér lika tendensinn vera sá að mönnum verður ekkert úr verki. Ég hef lika unnið nokkramánuði á ári og það er mjög gott. Það hefur reynst mér vel að skipta um umhverfi og ég hef snúið tviefldur aftur. Hjá mörgum sem láta ekkert binda sig þrengist sjóndeildarhringurinn. maður sem situr við skrifborð allan ársins hring fer að hugsa eins og maður sem situr við skrifborðið allan ársins hring. Nokkurs konar sitjandi hugsanir.” B'járhagurinn? „Við höfum nú komist af dag frá degi. Þvi minna sem maður á, þvi minna eyðir maður. Það mun sjálfsagt koma að þvi að maður þurfi að stóla eitthvað á rithöfundasjóð- ina og launasjóðina á Islandi en ég ætla að reyna að taka þvi létt og reikna með sem minnstu. Helmingur islenskra höfunda virðist tapa glórunni um tima á hverju ári þegar úthlutað er. Þeirra reynsla ætti að kenna manni aö það er dýrmætara að halda sálarrónni en að fá meira eða minna en einhver annar. Ég held að þeir sem fyrir þessum sjóðum ráða séu upp til hópa fyrirtaksmenn sem vinna I góðri trú en samt virðist það ganga illa að láta þessa sjóði gegna hlutverki sinu, sem á náttúrlega fyrst og fremst að vera að sjá til þess að sköpunargáfa og vilji fari ekki til spillis vegna peningaleysis. Þess vegna ættu þeir helst að fá sem illmögulega geta skrifað án þess, þeir sem eru að byrja, eru með fjölskyldu, búa i leiguhúsnæði os.frv. En ekki eins og reynslan hefur oftast verið að höfundar hafa fyrst verið styrktir þegar þeir hafa litið með þaö að gera lengur, jafnvel komnir á eftirlaun eftir að hafa stritað við launavinnu alla ævi. En ég ætla sem sagt ekki að reikna með miklu, þá verð ég heldur ekki fyrir von- brigðum. Góður höfundur sem ég þekki vel sagði mér einu sinni að hann væri búinn að gera samning við konuna sina: þann dag sem hann fer að væla i blöðin eða að safna undirskriftum vegna þess að hann hafi ekki fengiö nógu mikið úthlutað, þá á hún að hringja á sjúkrabil og láta flytja hann i spennitreyju á spitala.” Hefur danska „sósialkerfið” reynst þér vel? „Við höfum ekkert haft að þvi að segja.” c ENDURBÆTT HUSNÆÐI BETRI ÞJÓNUSTA LÍTIÐ VIÐ I Dúkur frá Yfir fjörutiu ára sérhæfing i sölu veggfóðurs og gólfdúka tryggir viðskiptavinum vorum holl ráð og fuilkomna þjónustu. x Úrval af munstrum, litum og tegundum auk allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til dúklagninga. Einar, dóttirin Hildur Edda og Gög og Gokke: „Heimilis- störfin og börnin þrjú taka náttúrlega sinn tfma, en það kennir manni lika að nota timann...” Hæfileikarnir og karrierismi En hvernig er þá með ungu rithöfundakynslóðina I dag? „Þótt það hljómi kjánaiega þegar ég segi það, þá er sægur af efnilegum rithöfundum á Islandi I dag (og ég ér ekki nema i mesta lagi einn af þeim). Guðbergur og Steinar Sigurjónsson hafa náð að skapa litteratúr á sama plani og heimsbókmenntir. Af þeim sem hafa verið að byrja siðustu tiu árin hef ég mesta trú á Óla Gunn. og Pétri Gunn. Margir rithöfundar virðast hafa meiri metnað til að skapa sér nafn, verða áhrifamenn i pólitik og menningar- umræðu á íslandi, en að fást við skapandi listrænt starf. Keppikefli sumra er að vera titlaður „rithöfundur” i simaskránni. Karrierismi af þessu tagi held ég að eyði- ieggi fyrir mönnum hæfileikana. SjáðuSigurð A. Magnús- son. 1 tuttugu ár var hann dæmigerð menningarfigúra, rit- stjóri Samvinnunnar, formaður Rithöfundasambandsins, skrifandi blaðagreinar, haldandi ræður, nefndarstússari, en sem rithöfundur gerði hann ekkert afgerandi fyrr en hann dregursig tilbaka,flytur til útlanda og fer að skrifa. Og þá kemur frá honum vinsælasta og mest lesna bók seinni ára. Það er ekki merkilegt að skapa sér nafn, það eina sem á að skipta rithöfunda máli er að reyna að skrifa betur en allir aðrir. Ég tel mér hafa heppnast þegar ég verð farinn að skrifa eins vel og menn eins og Joseph Heller, Gabriel Garcia Márquez og Giinther Grass svo ég nefni núlifandi rithöfunda. Nú ef ekki, þá sættir maður sig við það upp úr sextugu.” Finnst þér þú hafa orðið fyrir áhrifum frá einhverjum sérstökum rithöfundum? „Þú meinar hvort ég eigi uppáhaldsrithöfunda. Það er erfitt að segja það, það fer allt eftir þvi hvað maður hefur veriðað lesa siðast. 1 fyrra hefði ég sagt eitthvað annað en núna, og eitthvað enn annað i hitteðfyrra. I augnablikinu eru það Knut Hamsun, Reymond Chandler og James Joyce. Mér dytti aldrei i hug að segja að þeir hafi haft áhrif á mig, þá þyrfti ég að skrifa miklu betur en ég geri núna.” Hvað með danska höfunda? Hærværk eftir Tom Kristensen er einbesta bók sem ég hef lesið, öðruman ég ekkieftir i svipinn.” Heimilið verður fallegra með veggfóðrinu viðurkennda nP&rósnflniNN’ W Hverfisgötu 34 - Reykjavík Sími 14484 - 13150 Úrval af málningu og málningar* vörum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.