Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 8
36 Föstudagur 13. nóvember 1981 —helgSrpOSturinri— STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU Björt mey og hrein — Helgarpósturinn birtir kafla úr nýrri skáldsögu Guðbergs Aðalsteinssonar, sem út kemur hjá nýstofnuðum bókaklúbbi Arnar og Örlygs Hulda var ekki tilbúin. — Biddu i tvær minútur, sagði hún og fötin hreinlega fuku af henni likt og galdrar væru með i spilinu. Einn sokkur lenti undir rúminu, annar á fuglabúrinu oggallabuxurhreiðruðu notalega um sig i hægindastólnum ásamt brjóstahaldara. Siðan réðst allskonar fatnaður á hana og beit sig fastan á likama hennar. Ljósblár kjóll, bláir sokkar, hvit slæða og hvitir skór með ógnvekjandi mjóum hælum. — Skitt með hælinn bara ef táin glansar sagði hún og kimdi yfir eigin speki um leið og hún tók undir handlegginn á mér. Skodinn setti upp sparisvipinn og virtist njóta þess að spretta úr spori með þetta prúðbúna fólk. Sjálfum leið mér hálfundarlega i stif- pressuðum buxunum og fannst skraut- klæðnaðurinn i hrópandi ósamræmi við rifin sætin og rykugt mælaborðið. —• Það er innrætið sem gildir, sagði ég stundarhátt við sjálfan mig og Hulda leit undrandi upp úr litlum spegli sem lá i kjöltu hennar. — Ha? sagði hún og þetta „ha” hristist og valtum bilinn það sem eftir var af leiö- inni. Ormurinn langi var mættur við dyr skemmtistaðarins og við lögðum okkar af mörkum til þess að gera hann ennþá lengri. Annað veifiö voru dyrnar opnaðar og þreytulegir, uppblásnir menn með rauða sixpensara á kollunum kipptu þeim sem fremst stóðu inn i húsið áður en þeir skelltu dyrunum aftur. Burstaklipptur unglingur um fimmtugt stytti okkur stundir með hávisindalegum fyrirlestri um þá skoðun sina að mannkynið ætti tafarlaust að taka upp á þvi að ala upp ánamaðka til manneldis. Hann var kom- inn að mismunandi vaxtarhraöa og timg- un ólikra tegunda miðaö viö rakastig moldar og stöðu sólar, þegar skyndilega var gripið i okkur og við fengum hraðferð inn i hlyjuna. Hulda gaf mér ákveðna skipun um að finna laust borð en hvarf siðan inn á kvennaklósettið. Ég sá mér þann kost vænstan að gera eins og fyrir mig var lagt og hóf leitina. 1 fyrstu lét ég mér nægja að renna aug- unum yfirsalinn án þess að hreyfa mig úr staö en þegar það bar engan árangur dró ég til min stól og klifraöi upp á hann. Ot- sýnið var mun betra ofan af stólnum og svo til samstundis kom ég auga á litið borð sem eins og beið eftir félagsskap stutt frá dansgólfinu. Ég hraðaði mér yfir aö borðinu settist niður og breiddi valds- mannslega úrmérþannigaöþaöfæri ekki fram hjá neinum að borðið væri upptekið. Við næsta borð sat lágvaxinn þrekinn maður um fertugt og það sem vakti at- hygli mina á honum voru grá liflaus aug- un sem voru eins og á floti. — Sko þig! Ég leit upp og horfði inn i brosandi augu Huldu sem hafði greitt sér og snyrt með undraverðum hraða. — Þó svo ég setjist hjá þér skaltu ekki gera þér neinar vonir, sagði hún og setti stút á munninn. — Ef mér likar vel við þig leyfi ég þér kannskiaö kyssa mig seinna þegar enginn sér til. — Takk, sagöi ég og ætlaði að draga stól undan borðinu handa henni en hún var þegar sest. Stór feitlaginn maður með englasvip, klæddur ljósbrúnum jakkafötum rakst litillega utan i borðiö um leið og hann gekk framhjá, og honum virtist bregða mjög við óhappið. A meðan við hlustuðum á hann biðjast afsökunar með háværum lýsingarorðum tók ég eftir þvi að gráeygði maðurinn viö næsta borö horfði látlaust á Huldu og af svipnum mátti auðveldlega ráða um hvað hugsanir hans snerust. Þegar englasvipnum fannst óhappið nægilega afsakaö lagði hann á ný af stað út á góifið en gleymdi að lita fram fyrir sig. Afleiðingin var: Reiöur maður með ljóst túberað hár, blaut jakkaföt og tómt glas. — Þú felldir glasið mitt! hrópaði hann með grátklökkva i rómnum. Andartak virtist hann vera á báðum áttum hvort hann ætti að leggjast i gólfið og gráta i eða lúskra á skaðvaldinum. Hann valdi seinni kostinn og fyrr en varði voru fimm eða sex dyraverðir mættír á staðinn og sestir ofan á hann. Ung, ljós- hærð stúlka með blá fljótandi augu staldraði viö hjá hrúgunni og hristi höfuð- ið hneyksluð á svipinn. — Hvaö eruð þiö að gera eiginlega? Sjúga úr honum blóð, eða hvað? Þetta er viðbjóðslegt. Það ætti einhver að skrifa um þetta i blöðin. Einn og einn rauður sixpensari flaug út i buskann en að öðru leyti var ekki hægt að merkja hreyfingu á hrúgunni. Útundan mér sá ég að gráeygði maður- inn stóð upp frá borðinu sinu og gekk i átt- ina til okkar. Ökyrrð komst á miðaldra par sem hafði staðið við barinn og fylgst fullt áhuga með þvi sem var að gerast. Snarpar hvislingar áttu ser stað og karl- kynshluti parsins lagði hikandi af stað út á gólfið að hrúgunni. — Afsakið að ég skuli trufla, en daman vill fá að vita.. ég meina... Hann ræksti sig og rauður litur færðist upp eftir andlitinu á honum. — Afsakið en daman vill fá að vita ... hún spyr hvort við megum ekki vera með? Ég meina, hérna, við höfum aldrei tekið þátt i svona, þið vitið. Það komst hreyfing á hrúguna, hún færðist fram eftirganginum en hvarf loks inn i hliðarherbergi. — Góða kvöldið. Röddin var lágvær en samt áberandi ákveðin og ég þurfti ekki að lita upp til þess að vita hver væri eigandi raddarinn- ar en samt leit ég upp. Grá, liflaus augun horfðu stift framhjá mér og reyndu aö negla Huldu niður. — Viltu dansa? spurði hann og hallaði sér yfir borðið á áttina til hennar. Hún lét sem hún sæi hann ekki en dró sigarettureykinn djúpt að sér um leið og hún leit eins og af tilviljun yfir til min. Hann brosti sjálfsöruggu brosi, rétti úr sér og gekk aftur yfir að borðinu sinu. — Þú getur alveg dansað min vegna, sagði ég og teygði úr fótleggjunum undir borðinu. Hún gretti sig. — Mér finnst ekkert gaman að dansa. Ég leit yfir öxl mér á gráeygða mann- inn sem horföi iátlaust á Huldu sem krosslagöi fótleggina þannig að blái kjóll- inn dróst litillega upp um hana. Skyndilega laust niður i huga minn mynd af Hrafni þar sem hann stóð eins og illa gerður hlutur i stigaganginum og horfði á Huldu gæla við bakið á mér um leiö og við gengum framhjá honum. Var ég tekinn við hlutverki Hrafns? Þvert gegn viija minum fann ég hvernig afbrýðisemin náði tökum á mér og ég færðimig til þannig, aðsá gráeygði missti útsýnið en augnaráð hans boraðist inn i hnakkann á mér. — Það er ekki sérlega fjölmennt, sagði ég til þess að segja eitthvað þvi ég vildi losna við þessar hugsanir sem fyrst. — Fámennt en góðmennt, sagði Hulda og drap i sigarettunni. Ég trommaði með fingurgómunum á borðplötuna og imyndaði mér að ég gæfi tónlistinni aukinn kraft og jafnvel nýja vidd en Hulda kveikti sér i annarri siga- rettu. Einhvernveginn fannst mér staðurinn ekki eins áhugaverður og oft áður og yfir- borðsmennskan of augljós til þess að ég gæti skemmt mér sem skyldi. — Eigum við ekki bara að skella okkur heim? spurði ég og strauk hendinni um hnakkann. — Við erum rétt nýkomin, sagði Hulda og af röddinni mátti ráða að hún var ekk- ert allt of hrifin af hugmyndinni. — Hlustaðu á tónlistina og reyndu að slappa af. Horfðu á fólkið eða eitthvað. — Horfa á fólkið? — Já, eins og maðurinn við næsta borð til dæmis. Eg sneri mér hægt við. Jú, gráeygði maðurinn var þarna ennþá, en hann hafði fært sig um set þannig að ég var ekki lengur á milli hans og Huldu. Þegar hann varð var við athyglina sem hann vakti, stóð hann upp og gekk rólegum skrefum yfir til okkar. Sem fyrr horfði hann beint i gegnum mig á Huldu. — Viltu dansa? spurði hann og hneigði höfuðið lltillega að sið enskra aöals- manna. — Ég kann ekki að dansa, sagði Hulda og röddin var köld og fráhrindandi. — Þvi neita ég að trúa.sagöi hann og dauft bros lék um varirnar. — Jafnfögur stúlka og þú hlýtur að hafa fengið danskunnáttu i vöggugjöf rétt eins og persónutöfra og kynþokka. Komdu þér i burtu og leiktu þér viö jafnaldra þina, hugsaði ég en þagði þunnu hljóði. Það var eins og ég væri að horfa á ieik- sýningu þar sem áhorfandanum er ekki ætlað að taka þátt i leiknum. — Það er naumast þú reitir af þér gull- hamrana, sagði Hulda og kuldinn var horfinn úr röddinni. Hann hneigði sig aft- ur og mér flaug i hug að ef til vill væri þetta kækur. — Einn dans er allt sem ég bið um. Að honum loknum mun ég halda heimleiðis hamingjusamur maður. Hulda hló glaðlega og leit á mig. — Nennirðu að biða ef ég dansa einn dans? Ég kinkaði kolli og sá gráeygði hneigði sig einu sinni i viðbót áður en hann rétti henni arminn. Þau gengu tiguleg i fasi út á dansgólfið og von og bráðar voru þau horfin inn i iðandi mannhafið. Ég lokaði augunum og reyndi að hlusta á tónlistina en hávaðinn og skarkalinn var það mikill að ég gat ekki notið hennar. Þegar ég opnaði augun aftur sá ég mér til undrunar að ég sat ekki lengur einn við borðið. Á móti mér sat i mestu makindum ung stúlka meðsittdökkthár, og þykkar rauð- ar varir. — Hver leyfði þér að sitja við þetta borð? spurði hún og strekkti á hálsvöðv- unum þegar hún talaði. — Þetta er mitt borð, hélt hún áfram. — Égá þetta borð. Berðuenga virðingu fyrir eigum annarra? — Þitt... sagði ég en komst ekki lengra þvi hún greip strax fram i fyrir mér. — Það nær auðvitað engri átt að hver sem er hlussi sér hérna niður þótt ég skreppi frá til þess að gera mig fallega. Eða hvað finnst þér? Ég var nógu einfaldur til þess að halda að hún byggist við svari svo ég opnaði munninn en hún stoppaði mig strax af með þvi að veifa hendinni ögrandi fyrir framan andlitið á mér. — Trúirðu mér kannski ekki? Heldurðu að ég sé að búa þetta til? Viltu sannanir, vottorð kannski? Staðfest og stimplað af fógeta? Lit ég ekki út fyrir að vera trú- verðug manneskja? Hún lagðist fram á borðið, einblindi á mig og bjóst augsýnilega við svari eða svörum, en ég þagðiog sat hreyfingarlaus i stólnum. Ég gerði mér fulla grein fyrir þvi að ef til vill þyrfti ég að stökkva i burtu eða jafnvel verja hendur minar ef i hart færi. Eftir langa, taugastrekkjandi þögn stóð hún skyndilega upp frá borðinu og blés mæðulega. — Ég tala við yfirþjóninn, sagði hún og af svipnum mátti ráða að hún vorkenndi mér vegna þeirra óskapa sem ég ætti eftir að ganga i gegnum. — Það er ekki hægt að þegja yfir þessu, sagði hún og gekk hnakkakerrt i burtu. — Ertu orðinn leiður á að biða? spurði Hulda og hún hafði roðnað i andliti við dansinn. Ég hristi höfuðið. — Eigum við ekki að koma okkur heim? Ég hef það á tilfinningunni að okkur sé ekki til setunnar boðið við þetta borð. Hún leit undrandi á mig. — Á tilfinningunni? Ég kinkaði kolli og út undan mér sá ég hvar marglýstur eigandi borðsins kom stormandi i gegnum mannþröngina með vandræðalegan þjón i eftirdragi og ég stóð snöggt upp frá borðinu. Hulda fylgdi augnaráði minu eftir og hún samþykkti strax uppástungu um virðulegt undanhald og við hröðuðum okkur I gagnstæða átt. Þegar viö höföum gengið um húsakynnin um nokkurt skeið lýsti Hulda þvi yfir að hún vildi fara heim. — Ég er dottin úr stuði, bætti hún við stuttu seinna og útgöngudyrnar opnuðust eins og af sjálfsdáðun þegar við nálguð- umst þær. Þegar við komum að Skodanum tók hún um handlegginn á mér og horföi hugsi niður fyrir sig. — Ég vil vera ein i nótt, sagði hún lág- mælt. — Þú skilur mig, er það ekki? — Auðvitað, sagði ég en meinti i raun og veru að ég þráði að vera hjá henni um nóttina. Ég kem henni á óvart, hugsaöi ég um leið og ég settist undir stýrið. Kannski kaupi ég handa henni blóm og færi henni þau i morgunsárið. Já, ég kem henni á óvart. Byrjaði að skrifa í sjónvarpsleysinu „Það eru tvö og hálft ár siðan ég byrjaði að skrifa þessa bók”, sagði Guð- bergur Aðalsteinsson, raf- virki og r'thöfundur, en fyrsta skáldsaga hans er nú komin ðt- ,,Ég byrjaði að skrifa i fristundum minum fyrir fjórum árum. Þá byrjaði ég á að þreifa mig áfram við ritstörfin, reyndi að komast inn i skáldsöguna”. — Hvað olli þvi, aö þú byrjaðir að skrifa? ,,Ég byrjaði þegar ég flutti til Reykjavikur af Vatnsleysuströndinni. Ég haföi ekkert sjónvarp og þannig þróaöist þessi fri- stundaiðja min. Ég skrifa jafnan á kvöldin og annars, þegar ég hef tima”. Eru skriftir ekki erfið tómstundaiðja? „Þær voru það i fyrstu. Núorðiö finnst mér bara auðvelt að skrifa”. Þessi fyrsta skáldsaga Guðbergs Aðalsteinssonar heitir „Björtmey og hrein” og sýnishorn af henni birt- ist hér á siðunni. Guð- bergur tjáði okkur aö hann væri tuttugu og átta ára gamall — kornungur maöur — og hann væri þegar kominn af stað með næstu sögu sina — og bætti 'við, að sjónvarpsleysið hefði leitt hann á staö I af- skaplega skemmtilegri iöju. —GG Guöbergur Aðalsteinsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.