Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 10
„Ég var bíllinh, bílstjórinn, fangavörðurinn og fangelsið” Jón á Veðrará tekinn tali á tveimur ágætum heímilum, Deildartungu og siðan á Kaðal- stööum, þá fer ég til Reykjavikur og ec þar til 1967 eða þar til við fluttum hingað vestur á Veðrará. Hvað varðar uppeldi mitt á Kirkjubóli, var þaö kannski frá- brugðið að þvi leyti að Kirkju- bólsheimiliö hélt i fammislenska siði lengur en mörg önnur heimili á landinu. Viö erum afskaplega fá á minum aldri sem getum sagt það með sanni, að hafa lifað það að hafa setið hjá kviarám. Ég byrjaði að sjtja hjá með öðrum 6 ára gamall 1940. Ég hafði þennan starfa að sitjahjá kviaránum i 10 ár.1' er einsog opnist önnur veröld. Þarna sat ég hjá margan sumar- daginn, þarna smalaðiég og þetta var minn héimur. En heimurinn hafði breyst ansi mikið, ansi mikið, þegar ég kom aftur vestiflr eftir 16 ár. Ég var bilinn að fara viða um landiö, og þá fannst mér fjörðurinn ekki jafn stór*einsog migiminnti hann væri og árnar ?kki eins vatns- miklar einsos þær voru i huga minum. Þessi hrikaleiki hér i fjöllum sem mér fannst nií alltaf vera i minningunni, hann var al- veg kominn Ur huga mér af þvi ég * hafði verið við Vestur-Grænland eitt sumar á saltfiski, og vest- firsku fjöllin þau minnkuðu mikið við að sjá grænlensku fjöllin.” , Talið er, aö vart verði sam- koma haldin með gleðibrag i V- Isafjarðarsýslu öðru visi en Jón á ^ Veðrará sé til'staðar. Hvort sem það eru héraðsmðt ungmennafé- laga, hestamót, bindindismót, ell- egar þá drykkjumót, þykif- verða litið úr mótshaldi sé Veðrarár- bóndinn ekki nálægur og gildir þá einu hvort hann var sívilklæddur eða i lögreglujúniforminu, þvi fram undir þetta var Jdn .á Veðr- ará- héraðslögreglumaður með bevisfrá sýslumanni frá J>vi herr- ans ári 1872. Þetta skýristsiðar. 1 eldhússkotinu á Veðrará rabba ég við Jón bónda Guðjónsson, það er tekið að skyggja og ,niikilúðlegt andlit bónda orðið að ikuggaspili. ,,Hjörð rekur handar vanur” „Þegar ég fer að heiman 17 ára gamallUt i lifið og ætla aðfara að vinna fyrir mér einsog aðrir, þá kem ég eftir nokkrar vikur með hönd i fatla.og þaðer litið að gera með 17ára mann meðhönd i fatla og saumaða fingur. Ég fékk það tækifæri að verða að liði þannig þessar þr jár vikur að rölta fram á Dal og reka kviarær heim. Ég tel mig alla tið hafa notið þess að vera með sauðkindum fram á dalnum þarna heima sem ég kalla alltafheima, og ég fer oft og tiðum heim, og þegar ég er kom- inn fram fyrir Sel i Bjarnardal þá ,,Áttum ekki að taka fyrsta sopann” Fóstrun á bindindisheimili íeiðir taliÖ4»óhjákvæmilega að bindindismálum og ungmennafé- lagshreyfingu: ,,Ég mun hafa gengið i ung- mennafélag 12ára gamall og eitt af*þvi sem maður öðlaðist þar, var að læra að koma fyrir sig orði og þess nýtur maður enn þann dag i dag. Þau voru kannski ekki mörg orðin sem maður sagði, en maðurfékk að standa upp og það var li'fsreynsla út af fyrir sig að fá að læra að tala frammi fyrir öðr- um." Nú voru unnin bindindisheit i þann tið þegar menn gengu i ung- mennafélag. Hvernig var afstað- an til þeirra sem drukku? „Þess má kannski geta fyrst, að þegar ég gekk i ungmennafé- lagið Bifröstyiér i önundarfirði, þá hafði enginn félagann^ neytt .áfengiseða tóbaks, og ég vilsegja fyrir mi'na parta, að þetta heit hélt ég, meðan ég var hér á Kirkjubóli, en svo skolaðist þetta nú út, en það var einkennilegt, að i þvi eina ungmennafélagi sem ég gekk" i á Suðurlandi, þá sneru hlutirnir öðru visi við, það voru sárafáir sem. héldu þetta gamla ungmennafélagsíeit. Hvað varð- aði afstöðuna tiT víns og vin- drykkju, þá man ég nú ekki eftir öðru boðorði en þvi að menn ættu ekki að taka fyrsta sopann, búið. Ég man ekki eftir þvi að hafa heyrt þetta öðruvisi útfært þarna, en i hita kappræðna milli manna kom margt fleira i ljós en þetta boðorð, en ég held menn hafi ekki þótt öalandi eða óferjandi þótt *þeir smökkuðu vin.” — En aldarandinn hefur breyst, Jón, hefur bindindisheitinu al- gjörlega verið varpað fyrir róða? „Það var reynt að aðlagastnii- timanum, lögunum var breytt og þannig að linað var á bindindis- heitinu og nú eigum við að leið- beina unglingum hvaða áhrif og afleiðingar vindrykkjan hefur i för með sér. Við stóðum frammi fyrir þvi, að aðeins 10% af þess- um 20 þúsund félögum i landinu héldu bindindisheitið. Mér finnst hart til þessa að hugsa, að það skijli ekki v^fa fleiri sem geta staðið sig.” — En nú hefur maður það fyrir augunum,aðá skemmtunum sem haldnar eru á vegum ungmenna- félaga bæði hér vestra og viðar, að þar bókstaflega flæðir áfengið og héreinnig um að ræða böm oni 12 ára al.dur semef til vill fá far- arleyfi vegna þess að ungmenna- félagshreyfingin hefur haft bind- indi að leiðarljósi, hvað um þetta? „Þvi miður hefur þetta verið svona og við höfum stundum ver- ið með upp i tólf lögregluþjóna til þessað Utiloka áfengi á stöðunum og manni þykir það hart, þegar i lögum héraðssambandsins hér i vestursýslunni er algjörlega baqnað á öllum samkomum að neyta vins, að það skuli vera fé- lagarnir sjálfir sem þverbrjóta þetta boðorð og við sem erum i stjórn sambandsins stöndum agndofa frammi fyrir þessu. Það virðist ekki vera möguleiki á þvi, að koma fólki i skilning um það, að þessar hátiðir, þeas. héraðs- mótin, eru fjölskylduhátiðar og fólk á að geta komið þarna með sinar fjölskyldur og verið þarna á staðnum. En reynslan er allt önn- ur Foreldrar hafa ekki komið, þeirsenda krakkana eftirlitslaus, og bindindishreyfingin hér á Vestfjörðúm hefur ekki rétt okkur litlafingur til stuðnings.” — Ég átta mig ekki á þvi? „Bindindisfélögin, þau eru kannski dauð, en það eru áfengis- Enda þótt Jón á Veðrará sé ekki aldinn að árum er hann samt tengiliður við hið fonra bænda- samfélag... „Þegar móðir min dó 1937, var mér komið fyrir á Kirkjubóli i Bjarnardal hér i önundarfirði hjá Bessabe Halldórsdóttur, móður Guðmundar Inga og þeirra syst- kina. Þar var ég þar til ég varð 17 ára gamall. Þá fer ég suður og er svona hingað og þangað við ýmis störf. Byrjaði á sildarbát héðan frá Bolungarvik með Guðmundi Jakobssyni sem er núna meö Æg- isútgáfuna. Hann var þá með Faxa gamla úr Garðinum. Siðan fer ég upp i Borgarf jörð og er þar myndir og texti: Finnbogi Hermannsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.