Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 2
2 FöstUdagUr 27. nóvembér 1981 JiQlgarpásturinn__ Er hjónabandið að slitna? Ævintýrin endurspegla oft hugmyndir og þrár manna eftir hinu fullkomna lífi, hvort sem um er að ræða líf einstaklinga eða þjóðfélagsins í heild. Flest ef ekki öll ævintýri enda vel, og þá oftast aðeins á einn máta. Prins- inn, eða fátæki bóndasonurinn, og prinsessan ganga í hjónaband og segir ekki af þeim eftir það, enda lifa þau hamingjusöm til æviloka inanum börn og buru. Hjónabandiö og afsprengi þess, fjölskyldan, hefur alla tið veriö álitiö grundvallareining þjóö- félagsins, þótt margir hafi dregið gildi þessarar einingar i efa á undanförnum árum. A timum örra þjóöfélagsbreytinga fer ekki hjá þvi, aö hjónabandiö taki lika einhverjum breytingum. Um þaö segir Alfheiöur Steinþórsdóttir, sálfræöingur viö foreldraráð- gjöfina á vegum Barnaverndar- ráös, og deildarsálfræöingur hjá Félagsmálastofnun Reykjavikur: „Hjónabandið og heföbundið fjölskylduform er ekki eins stööug eining og áður var. Sam- félagiö hefur breyst mjög hratt á tslandi undanfarna áratugi. Vinnuálag er gifurlegt og fjár- hagsáhyggjur hjá ungum hjónum eru miklar. Fólk er flest að kaupa sér ibúö, byggja og innrétta. Börnin veröa gjarnan mjög erfið, enda er oft Htill timi til aö sinna ööru en brýnustu umönnun viö þessar aöstæöur. Aukin menntun og atvinna kvenna utan heimilis gerir þær bæöi persónulega og fjárhagslega sjálfstæöari en áöur, og þetta ætti aö sjálfsögöu aö hafa góö áhrif á samband hjónanna. Vegna allra ytri aðstæðna, sem ég nefndi áðan, er fjölskyldan þó undir allt of miklu andlegu og likamlegu álagi. Fólk venst á aö láta sér liöa aöeins betur með skammtimaglaöningi, eins og aö reyna aö kaupa eitthvaö fyrir sig og heimiliö, og aö reyna aö slá á stressiö um helgar. Fjölskyldan á tvimælalaust oft erfitt i dag, þvi þrátt fyrir allar utanaðkomandi kröfur á fjölskylduna, eru ennþá gerðar nákvæmlega sömu kröfur til hennar um að leysa helstu likamlegu þarfir og veita öllum í fjölskyldunni andlegan stuöning. Hlutverk kvenna hefur gjarnan verið aö sjá um flestar þessar þarfir, og vernda þau verömæti, sem heimili og umhyggja er. Við i foreldraráög jöfinni höfum undanfarið séö mikla aukningu á skilnaöarmálum, enda sýna tölur frá Hagstofunni, að skilnuðum fer mjög fjölgandi i landinu.” Tölur Hagstofunnar sýna svo ekki veröur um villst, aö lögskiln- uðum hjóna hefur fariö mjög fjölgandi undanfarin tlu ár á sama tima og hjónavigslum hefur fariö fækkandi. Áriö 1974 þegar fjöldi hjónavigslna var mestur á timabilinu 1970—80, var f jöldi lög- skilnaða 19% af fjölda hjóna- vigslna, en um 33% áriö 1980. Sú spurning vaknar þvi óneitanlega hvort vegur hjóna- bandsins hafi fariö hnignandi á undanförnum árum. Þeirri spurningu svarar séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir: „Nei, ég held ekki, aö vegur hjónabandsins hafi fariö hnign- andi. Ég held, aö þaö hafi alltaf veriö og muni alltaf veröa sveifl- ur I afstööu fólks til hjónabandins, en ég held, aö þaö muni vera mikils viröi i sjálfu sér, hvort sem margir eöa fáir aöhyllast þaö.” Um ástæöurnar fyrir fjölgun hjónaskilnaöa segir Auöur Eir, aö ómögulegt sé aö segja til um þaö nema með þvi aö gera umfangs- mikla rannsókn, en hún nefnir þó þrjú atriði, sem tengjast hennar reynslu af hjónaskilnaöarmálum. 1 fyrsta lagi hefur fólk ekki gætt þess hvaö þaö var aö ganga út i. 1 ööru lagi hefur þaö ekki gefið sér þann aðlögunartima, sem þarf i kynnum fólks, og einkum i jafn vandasömu starfi og hjónabandiö er. 1 þriöja lagi hefur fólk gripið svo auöveldlega til þeirrar lausn- ar, sem hjónaskilnaöur er, án þess aöhafa þrautreynt eöa viljaö þrautreyna þær lausnir aörar, sem eru hugsanlegar. Bæöi Auður Eir og Alfheiöur eru sammála um þaö, aö hjóna- bandiö sem stofnun eigi rétt á sér i nútimasamfélagi, og að þaö eigi framtiö fyrir sér. En hvernig ber þá að snúa viö þeirri þróun, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, og fækka hjónaskilnuöum og þeim erfiöleikum, sem þvi fylgja? Þvi svarar fyrst séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir: ,,Ég held, aö þaö ætti aö koma til meiri fræösla og hjálp um samskipti fólks i hjónabandi, bæöi fyrir hjónaband og I hinu hversdagslega lifi þess, og Hka þegar til skilnaöar kemur.” Alfheiöur Steinþórsdóttir segir, aö öll sambönd þurfi aö rækta og þaö sé nauösynlegt aö gefa sér tima hvort með ööru. Síðan segir hún: „Lifið er erfiöara en fólk oft heldur og það vill gjarnan fá hlutina strax, eins og þegar hægt er að kaupa þaö, sem vantar. Hjónaband er vinna. Mér finnst nokkuð algengt, aö tilfinningar séu vanmetnar og ýtt til hliöar. Siöan rifast hjónin út af smá- munum, ásakanir ganga á báöa bóga og oft er erfitt að sjá hvað er á bak viö þetta allt. Hér kemur margt til, ólíkar hugmyndir um mikilvæga hluti, mismunandi bakgrunnur svo eitthvaö sé nefnt. Það er alltof algengt, aö fólk geri ekkert i málinu fyrr en svo seint, aö þaö er þurrausiö af kröftum og algjörlega fast. Þá er stutt I aö gefast alveg upp. Fólk þyrfti aö geta leitaö aðstoðar miklu fyrr, þvi mjög oft er hægt aö veita aöstoö og komast út úr vitahring.n.um.” Þetta segja „sérfræöingarnir”, ef svo má að orði komast, sem fást kannski viö vandamál hjóna- bandsins i sinu daglega starfi. En hvaö segja þeir, sem máliö snýst um. Til þess aö kanna viðhorf fólks til hjónabandsins leitaði Helgarpósturinn til tvennra hjóna, sem hafa verið gift i ára- tugi, til nýgiftra hjóna og einnar fráskilinnar konu, og birtast viö- horf þeirra hér á eftir. eftir Guðlaug Bergmundsson myndir: Jim Smart Ása og Július: „Ef eitthvaöbjátar á, verður aö tala um þaö.” „Til að þroska sjálfan sig og fylgjast með öðrum og höföu þau þá þekkst i um þaö bil eitt og hálft ár. Þegar þau Asa Asgrimsdóttir og Július voru spurö hvort þaö mætti þá Elliöason gengu i hjónaband ekki gang° út frá þvi sem vísu, þann 26. september siöastliöinn, aö Þeim fyndist hjónabandiö Sigriöur og Jón á Hrafnistu: „Nú er oröiö móöins aö gifta sig á morgun og skilja daginn eftir.” „Ætli að við förum nokk uð að skilja úr þessu” Jón Guðmundsson og Sigriöur brúðkaupsafmæli þann 1. Guömundsdóttir áttu 57 ára nóvember siðastliöinn. Jón var Vilborgog Kristján: „Fer okkurilla aösetja reglur.” „Fólk verður að laga sig hvort eftir öðruv Kristján Þorsteinsson og Vil- borg Þjóðbjarnardóttir gengu i hjónaband þann 20. nóvember 1937, eða fyrir nákvæmlega 44 árum. Það var séra Friðrik Friðriksson, sem gaf þau saman á Akranesi, en þar var séra Friðrik fyrir séra Þorstein Briem, sem þá var á þingi. Kristján og Viíborg eignuðust

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.