Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 4
Í8W » - V'.*.' "'* "I ') i' '• r I ’| ' '■ '■»'< I ' < Föstudagur 27. nóvemb»^gftl ZJL w L 1 r ■i ■ i A hverju ári beinist athygli þjóbarinnar um stund ab sáttasemjara rikisins. Atök á vinnumarkabi fara nú oröiö öll fram undir hans eftirliti i Karphúsinu viö Borgartún i Reykjavik, og eins og allir vita skipta þau átök þjóöina verulegu máli. Ein slik samn- ingalota er á enda núna, og Guölaugur Þorvaldsson fer vonandi aö fá þó ekki væri nema regiulegan svefn á ný. Þó hefur þessi törn veriö heldur létt, eins og kunnugt er. í erfiöum samningaviöræöum reynir mikiö á manninn i miöjunni. Einn fulltrúi vinnu- veitenda f mörgum samningum hefur veriö Davfö Scheving Thorsteinsson. Hann var spuröur hvaö helst einkenndi Guölaug sem sáttasemjara. „Þaö er skipulagshæfileikarnir. En hann er einnig góöum almennum gáfum gæddur, mikill reiknimeistari,fljótur aö átta sig á hlutunum. Auk þess vil ég svo benda á hans góöa og iétta skap, sem oft hjálpar til á erfiöum stundum i samningum”. Fulltrúi iaunþega, sem fyrir nokkrum dögum stóö i erfiöum samningum undir stjórn Guölaugs sagöi: „Hann er ljúflingur úr Grindavfkinni. Mikill indælismaöur. En ég efast um að fulltrúar launþega hafi veriö mjög hrifnir af honum I þessum viðræöum. Hann hélt sig heldur of fast viö 3.25 prósentin i sáttatillögum sinum fyrir okkar smekk. Guðlaugur Þorvaldsson fæddist i Grindavik i vogarmerkinu i október árið 1924, sonur hjónanna Þorvaldar Kiemens- sonar og Stefániu Tómasdóttur. Hann ólst upp þar suður með sjó, en fór svo i Flens- borgarskólann i Hafnarfirði, þar sem hann stundaði nám i þrjá vetur. Þaðan dreif hann sig noröur til Akureyrar, tók þar gagnfræðapróf utanskóla og var þrjá vetur i menntaskólanum. Þá var stúd- entsprófið komið. Eftir stúdentinn var hann einn vetur við kennslu. Það var vestur á Núpi i Dýra- firöi. Hann var þá um tvitugt og eins og Kristján Benjaminsson, góður vinur Guðlaugs i áratugi orðaði það: „Þar kynntist hann námsmeynni Kristinu Kristinsdóttur, sem þá var 17 ára, og þau hafa ekki skiiið siðan”. Þau eignuðust 4 syni, og eru 3 þeirra á lifi. Eftir stúdentsprófið fékk Guðlaugur 4 ára styrk til landafræði- og náttúrufræði- náms i Noregi. „En þá var strið”, sagði Guðlaugur, „og ég varð að afsala mér styrknum. Úr varð að ég fór i viðskipta- fræði i Háskóla Islands.” Þegar Guðlaug- ur er spurður hvers vegna viðskiptafræö- in hefði orðið fyrir vaiinu sagðist hann i rauninni hafa beitt útilokunaraðferðinni. „Éghefalla tiðhaftmeiriáhuga á málum náttúrufræðilegs eðlis”. Kristján Benjaminsson segir þann áhuga ekkert fara framhjá þeim sem hann þekkja, þvi hann sé afskaplega fróð- ur um landafræði, og alla tið hafa þau hjónin ferðast mikið. Aðeins eru þau ef til vill farin aö hægja á núna, en þau eiga fallegan sumarbústað i Skorradal, aust- anverðu við vatnið og þar dvelja þau eins mikið og þau geta á sumrin. Guðlaugur er einnig áhugamaður um iþróttir, og þá sérstaklega badminton. Hann var á timabili formaður TBR og var keppnismaður þegar hann var yngri — þokkalegur á þess tima mælikvarða. Og enn spilar hann reglulega badminton með mönnum sem leikiö hafa saman i áratugi. Eftir viðskiptafræðinámið lá leiðin á Hagstofu Islands og þar var hann i 16 ár, frá 1950 til 1966. Jafnframt starfi sinu þar vann hann i lausamennsku við vikublaðið Fálkann, — var reyndar byrjaður þar þegar hann var ennþá i námi. Svo bætti hann við sig stundakennslu i verslunar- skólanum. „Það gerði ég eiginlega á morgnana milli klukkan 8 og 9, áður en ég fór i vinnuna, og i hádeginu. Svo áriö 1956 byrja ég i stundakennslu við Háskólann”. Eftir nokkurra ára stundakennslu var Guðlaugur settur prófessor, en hann sagði þvi starfi fljótt aftur af sér. Svo var hann skipaður aftur veturinn 1966 til 67 og prófessor var hann þar til hann var kjör- inn rektor. Árið áður hafði hann hinsveg- ar gegnt stöðu ráðuneytisstjóra i fjár- málaráðuneytinu, en bara i eitt ár. Guðlaugur var ekki bara prófessor viö háskóiann. Hann hefur vist alltaf verið dálitill prófessor i hinni merkingu orðsins. Hann á það semsagt til að vera afskap- lega utan við sig. Félagi hans úr badmin- ton, sem hann stundar reglulega, segir t.d. að það iiði varla sá æfingatimi að hann gleymi ekki iþróttaskónum, bolnum eða handklæðinu eða einhverju svoleiðis. „Það sem ég er eiginlega mest hissa á er að hann skuli ekki vera stöðugt að týna billyklunum, eða bara sjálfum bilnum”. Meðal vina og ættingja eru til nokkrar sögur af prófessornum Guðlaugi. Ein ágæt er á þá leið að hann og fjölskylda hans var einu sinni sem oftar á leið i veislu hjá kunningjafólki hér i borg. Veisl- an var i fjölbýlishúsi, og á leiðinni inn varð Guðlaugur viðskila við hina fjöl- skyldumeðlimina. Hann þurfti að læsa bilnum eða eitthvað þessháttar. Svo geng- ur hann inn, upp stigann og opnar hurðina að ibúðinni. Hann þekkti húsráðendur vel, svo tók hann af sér yfirhöfnina i mestu makindum og setti hana i fatahengið. Svo gengur hann til stofu. Þá hrekkur hann i kút, þvi að i stofunni sátu ókunnug hjón. Guðlaugur hafði farið ibúðavillt. Hjónun- um brá ekki siður en honum, en eftir venjulegar afsakanir og þvi sem svona aðstæöum fylgir, fór Guölaugur upp á næstu hæð fyrir ofan, þar sem fólkið var farið að undrast um hann. Varð af tals- verð kæti þegar fólkið heyrði sögu hans, og ekki minnkaði hún þegar i ljós kom að eiginmaðurinn á neðri hæðinni var sjó- maður, sem aðeins nokkrum klukku- stundum áður hafði komið i land eftir hálfsmánaðar útivist. Leiddu menn að þvi getum að eiginkonunni hafi reynst erfitt að skýra út fyrir honum heimilislega framkomu þessa ókunna manns. Guðlaugur þótti góður kennari. Hann hafði góð tök á nemendum sinum, þó ekki væri hörkunni fyrir að fara, og sem fræði- maður i viðskiptafræði þótti hann einnig vel yfir meðallagi. Einn gamall nemandi hans úr viðskiptafræðinni sagði: „Hann var vel liðinn sem kennari, enda var hann ekki siður þægilegur maður þá en nú”. Eftir sex ár i prófessorsembætti varð hann rektor Háskólans. Það er það starf sem hann segir sjálfur hafa fengið hvað mesta ánægju útúr. „Mér hefur i rauninni allstaðar liðið vel. En ef til vill hef ég notið min einna best i rektorsstöðunni”. Honum vannst þó ekki mikill timi til að sinna þvi starfi. Eftir nokkur ár var hann orðinn sáttasemjari rikisins. Guðlaugur hafði verið i sáttanefnd frá 1971 og aðstoð- armaður Torfa Hjartarsonar, sem þá var sáttasemjari. 1 þvi starfi þótti hann úr- ræðagóður og naut virðingar beggja aðila. Hann átti til dæmis, ef til vill ásamt fleir- um, hugmyndina að þvi að leysa sérkröf- urnar með þvi að meta þær i prósentum. Þessi sérkröfumál voru að verða nánast óleysanleg, og lausnin þótti mjög snjöll á sinum tima. Það var þó langt frá þvi að Guðlaugur tæki embætti rikissáttasemjara fegins hendi. Staðreyndin er sú að hann tók sér langan umhugsunartima, eftir að Gunnar Thoroddsen, þáverandi félagsmálaráð- herra bað hann um að taka það að sér. Hann kunni vel við sig I rektorsstarfinu eins og fram kom hér áðan, og sáttasemj- arastarfið er ekki eintómur dans á rósum. En Guðlaugur var nánast eini maðurinn sem báðir aðilar gátu sætt sig við og að lokum sló hann til. Hann fékk siðan leyfi frá störfum sáttasemjara um leið og hann tók við starfinu, enda þurfti að setja nýjan mann i rektorsembættið og nokkur timi leið þar til sá var kosinn. Almennt er Guðlaugur vel liðinn sem sáttasemjari, eins og i öllu öðru sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „I upphafi voru einhverjar efasemdir um að hann væri nógu sterkur til að taka af skarið þegar á reyndi, en reynslan hefur sýnt að þær voru ástæðulausar. Ekki sist eftir þessa siðustu samningalotu. Það ganga auðvitað sögusagnir um að þessir samn- ingar hafi verið búnir til af rikisstjórninni og svo framvegis, en það breytir ekki þvi að allir sem komið hafa nálægt samning- um i ár, tala um hve harður og ákveðinn sáttasemjari hafi verið”, segir maður sem reynslu hefur af samningum. Það er svolitið sérstakt andrúmsloft i Karphúsinu þegar hörku fundir standa þar yfir. Loft er lævi blandið, spenningur er mikill og milli samningsaðila er ein- kennilegt „love and hate” samband. Und- irritaðursat i samninganefnd fyrir blaða- menn i erfiðri lotu i fyrra — i samningana þá fór vika, og eiginlega allan timann sátum við i Karphúsinu. Og allan timann sat Guðlaugur yfir okkur. Þetta var eins og i skátaútilegu, og Guðlaugur var tjald-. búðastjórinn. A milli þess sem málin voru rædd I alvöru liðu oft margar klukku- stundir og þá var hann hrókur alls fagn- aðar. Hann kenndi ráð til að halda sér vakandi (kaffi og vindlar), einu sinni sauð hann egg i allan mannskapinn, og eitt sinn þegar samninganefnd blaða- mannanna kom úr matarhléi skellti hann á okkur visu: Engir vilja sættir sjá sérhver annan platar. Koma mettir matstað frá margir blaðasnatar. Svona er alvaran stundum mikil eftir sólarhrings samningafundi. Skömmu áð- ur en blaðamenn voru i Karphúsinu höfðu þjónar setið þar. Skyndilega kom tals- verður leki i þakið á herbergi þeirra. Þá skellti Guðlaugur þessari visu á þá: Þakiðer lekt og þjónarnir blautir þeir fá nú blandið i drykkinn sinn stefnir nú allt á bakkusarbrautir og biðstöðu langa með samninginn. Varla verður Guðlaugur mér þakklátur fyrir að birta þessar visur, en þær sýna að hann er ágætur hagyrðingur, eins og flest- ir vina hans benda reyndar á. Hann er mikill gleðimaður, og sleppir sjaldnast tækifæri til að lyfta sér upp. A slikum stundum fljúga visurnar. Gunnar Peter- sen orti til Guðlaugs á fimmtugsafmæli hans 1974, þegar hann var ennþá rektor: Góðan daginn Grindvíkingur gaman er hjá þér i dag. Gamlir vinir glösum lyfta gleðjast yfir þinum hag þú ert enn að vaxa i verki verði öll þin framtið góð. Góðhjartaði gleðimaður gæfa fyrir okkar þjóð. “ Fimmtugurertframamaður falur engum, laus við prett. Vigður sjálfu vogamerki vegur mál og breytir rétt. Menntun andans mikið sinnir margfróðui; um efni slik. Meturkannskimeira flestu menninguna iGrindavik. Nóg um kveðskapinn. Eftir stuttan feril iembættisáttasemjara kom enn hreyfing á Guðlaug. Forsetaembættið var laust. Varla er þörf á þviað rekja þá sögu I smá- atriðum. Guðlaugur bauð sig fram, eftir vandlega umhugsun.og skellti sér i kosn- ingaslaginn á fullu. Hann var sigur- stranglegur allan timann — en tapaði. Þórður Sverrisson var kosningastjóri Guðlaugs: „Það var með ólikindum hvað maður- inn hafði mikið starfsþrek. Hann bókstaf- lega stoppaði ekki i tvo eða þrjá mánuði og eftir kosningalotuna fór hann beint til starfa við sáttasemjaraembættið. Þar tók við geysilega erfið samningalota. Okkur cdatt ekki i hug annað en að hann mundi taka sér gott fri eftir kosningar, en hann var strax mættur til vinnu. Hann hefur óhemju vinnuþrek, maðurinn.” Þórður segir eins og vinir Guðlaugs að ósigurinnhafiekki tekið svo mjög á hann. „Þetta var hörð keppni og allan timann lá i loftinu að hann gæti sigrað. Það voru þvi auðvitað vonbrigði fyrir hann að tapa. En. égheldaðhannhafi tekið þessu alveg sér- staklega vel”. Kristján Benjaminsson hefur svipaða. sögu að segja: „Hann hringdi i mig strax morguninn eftir og var þá léttur eins og ,hann á vanda til. Hann er ekki maður sem felur tilfinningar sinar með yfirborðskæti, svo það var greinilegt að hann tók ósigrin- um ekki illa”. Þegar vinir Guðlaugs og samstarfs- menn eru spurðir um hvað helst einkenni hann sem manneksju kemur alltaf upp sama orðið: Hann er einstakt ljúfmenni. Kristján Benjaminsson segir: „Guðlaug- ur er maður með glæsilega námsbraut og starfferil að baki. Hann er eftirsóttur til margvislegra starfa. En hann er þess- háttar manngerð að hann veit ekki af svona hlutum. Hann kemur fram við alla eins og jafningja”. Annað sem allir eru sammála um: Guð- laugur er mikillgleðimaður. Og það segir hann reyndar sjálfur að hann sé. Kristján Benjaminsson sagði hann hafa fjarska- lega gaman af þvi að rifa sig útúr amstri hversdagsins og gera sér og vinum sinum eitthvað til gleðskapar. „En hann er hófs- maöur i gleði sinni. Hann er enginn sukk- ari. En hann, og þau hjónin, gera mikið af þvi að skemmta sér og hafa t.d. sérstak- lega gaman af þvi að dansa.” Ljúfmenni, gleðimaður, skemmtilega uppstökkur, en fljótur niður aftur, léttlyndur og indæll, segja vinirnir. En hvað segir Guðlaugur sjálfur? „Ég var talinn feiminn og óframfærinn i æsku, og hef reyndar aldrei verið mikið fyrir að hafa mig i frammi, þó örlögin hafi hagað þvi svo að það er ég stundum. Ég held að þetta hafi einkennt mig lengi. Ég er rólyndismaður. Ef til vill má segja að ég sé of skaplitill, en með árunum hefur sú hlið á mér komist i meira jafnvægi. Það er náttúrlega i seinna lagi”. Þegar vinir Guðlaugs og samstarfs- menn eru spurðir um galla á manninum verður oftast fátt um svör. En einn þeirra benti á að i harðri kosningabaráttu kæmi ýmislegt fram sem annars væri látið liggja milli hluta. Og i þeirra baráttu bentu andstæðingar Guðlaugs einkum á að Guðlaugur væri ekki skörungur, og jafnvel að hann væri litlaus. „Hann er enginn dýrlingur”, sagði Kristján Benja- minsson. _eftir Guðjón Arngrímsson_

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.