Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 7
--helgarposturinn- Föstudagur 27. nóvember 1981 7 lyilborg og Kristján .y'Kristján i kaffi, og þetta smá þróaðist. En ég var oft búin að sjá hann”, sagði hún, og bætti þvi við, að Kristján hafi verið afskaplega barngóður. Þegar hjón eru gefin saman, er þeim uppálagt, að þau eigi að elska hvort annað i bliðu og stripu, uns dauðinn aðskilji þau. Trúðu Kristján og Vilborg á þetta? „Ég held, að ég hafi ekkert hugsað um það þá”, sagði Kristján. „Maður felurþað allt guði, hvað við eigum að vera lengi saman. Við ætluðum ekki að gifta okkur til að skilja. Það er annar, sem ræður þvi,” svaraði Vilborg. — Hvernig hafið þið farið að þvi að láta hjónabandið endast svona lengi? „Þvi get ég ekki svarað”, sagði Vilborg. „Ef fólk ætlar að vera saman, verður það að laga sig hvort eftir öðru og vera þannig saman, að það sé ekki þeim og öðrum til vandræða.” Ekki sögðust þau muna eftir neinni umtalsverðri misklið milli þeirra og töldu sig hafa verið hamingjusöm i sinu hjónabandi. Orþvi þeim hefur vegnað svo vel i hjónabandinu, hafa þau þá ekki einhverjar ráðleggingar til þeirra, sem eru að hefja sinn búskap? „Ég held, að það fari okkur illa að setja reglur um það. Það verður hver og einn að finna það fyrir sig. Maður hefur heyrt svo mikið um ráðleggingar, en það er litið farið eftir þeim,” sagði Vilborg. — Ungt fólk hefur i æ rikara mæli farið að draga gildi hjóna- bandsins i efa, hvaðá skoöun hafið þið á þvi? „Ég vil ekkert segja um það. Ég held, að heimilið sé; sú kjöl- festa, sem þjóðfélagið byggir á, þegar allt kemur til alls”, sagði Vilborg. Jón og Sigríður hefðu farið að þvi að láta hjóna- bandið endast svona lengi, sagði Sigriður, aö það væri ekki nokkur vandi. Þegar annar makinn væri illur, ætti hinn að láta sem hann heyrði ekki, og allt félli i ijúfa löð á eftir. — Hefur ekki einhvern tíma komið upp misklið á milli ykkar? „Jú, maður rifst, og lætur það svo búið, en það hefur ekki veriö neitt alvarlegt. Maður segir bara sina meiningu”, sagði Sigriður. Hún sagði, að Jóni hefði þótt gaman af að fara á böll, en sér heföi aftur á móti ekki fundist það gaman. „Mér fannst ekkert of gott, að hann fengi aft fara á sin böll, þvi hann var ekki svo mikið heima,” sagöi hún. Þegar þau voru beðin um að koma meö ráðleggingar til ungs fólks, sem er að hefja búskap, voru þau bæði sammála um það, að menn ættu ekki að láta skrifa hjá sér, aldrei að skulda neitt. „Unga fólkiö þykist ekki geta farið að búa, nema það eigi allt. Það fer að skulda til að geta átt. Ég gæti aldrei gengiö i flik, sem ég heföi ekki borgaö”, sagði Sigriöur. Ef upp úr slettist, ætti fólk að velta málinu fyrir sér, frá báðum hliöum, þvi aldrei veldur einn þá tveir deila. „Þó að eitthvað sé sagt i bræði, á ekki að erfa þaö,” sagði hún. „Nú er orðið móðins að gifta sig á morgun og skilja daginn eftir”, bætti Jón við. Fráskilin vill fara að vinna úti, og vill skella á hann svuntu. En þetta er kvenmann- inum lika erfitt. Það er ekki alltaf einfalt f yrir nútimakonur, að karlmaðurinn skelli á sig svuntu, eða fari aö skúra gólf, þvi að þá þarf hún að ‘breyta sinni karlimynd, þvi hún var ekki vön að sjá föður sinn skúra.” — Ertu þeirrar skoðunar, að hjónabandið sé úrelt fyrirbæri nútima þjóðfélagi? ,,Nei,ég hefekkifundið ihuga mér neitt betra form til aö ala upp nýja einstaklinga, þ.e. börnin, og ég held, að fjölskyld- an verði áfram kjaminn. Hins vegar held ég, að það geti orðið breyting á fjölskyldunni. Við sjáum þetta t.d. hjá mörgum stjórnmálaflokkum, að nú setja margir þeirra fjölskylduna á oddinn. Fólk hefur haldið, að hún stæðist alla hluti, en hún gerir það ekki. Við verðum að vernda hana. Það er eitt næstum öruggt öll- um þjóðfélagsþegnum, að þeir giftast, ala upp afkvæmi og lifa kvnlifi. Hvers vegna er ekki kennt meira iskólunum um fjöl- skyldulif, barnsfæðingar og kynlif, þar sem þetta er mikil- vægasti þátturinn i lifi okkar og hamingju? Það er hægt að ganga i gegnum allt mennta- kerfið án þess, að minnst sé á þennan þáttlifsins. Maður getur orðið doktorfrá Háskóla tslands ánþessaö heyra minnstá þessa hluti.” — Þú talaðir um að breyta fjölskyldunni, hvemig viltú að hún breytist? „Ég mundi vilja, að hún breyttist á þann máta, að við reyndum að rjúfa einangrun kjarnafjölskyldunnar, þar sem hjón með tvö börn eru múruð inni i ákveðnum fermetrum. Ég myndi kjósa ákveðin form af sambýli, þó ekki kommdnu heldur sambýli kynslóðanna. Það kæmi þannig, að við byggð- um öðruvisi, húsnæði þar sem afi og amma, pabbi og mam ma og börnin gætu búið, en þannig, að hver og einn gæti lokað si'n- um eigin dyrum. Það væri þó ákveðin samstaða i eldhúsi, þannig að það yrðu færri salt- fiskpottarnir, sem syði undir á fdstudögum. Ef þú litur á allar þessar ein- stæðu mæður, sem sitja öll kvöld heima hjá börnunum sin- um. Af hverju ekki að standa saman, þannig, að ein gæti passað svoönnur kæmist út. Ég er ekki að tala um að fórna einkalifinu, heldur að tala um samvinnu um nauðsynleg dag- leg störf svo fólk sem er eitt eða fráskilið, geti notið lifsins i nú- timasamfélagi, komist á bar eða i bió.” — ÞU talar um að fráskilið fólk eigi að geta notið lifsins með þvi að komast út. Er það ekki svo, að menn eru alltaf að leita að öðrum maka i staðinn fyrir þann, sem ekki er lengur til staðar? ,,Jú, ég held, að fólk geri það ósjálfrátt. Það er bæði þörfin fyrir náinn félagsskap við aðra persónu, jafnframt þeirri skoð- un samfélagsins, að maður á heist að vera giftur. Það er það eðlilega. I sjálfu sér er það eðlilegt að fólk langi ifélagsskap, en það er hætta á, að það sigli i sam a far- ið. nema það hafi endurskoðað sjálft sig og spurt: Hvers vegna mistókst þetta? Vorum við ein- mittsvo ómögulegar manneskj- ur, að við gátum ekki búið sam- an, eöa var það eitthvað annað? Ef fólki hefur tekist að end- urskoða sig á þessum timamót- um, er von til þess, að næsta hjónaband verði gæfurikara. En ef fólk veður bara áfram, og heldur að hjónabandið sé ein- tómt love-me-tender-love-me-- true, þá er hætt við að sagan endurtaki sig. — Hvernig var það, að þurfa allt i einu að standa ein fyrir heimilinu? „Ég hef eiginlega aldrei haft á tilfinningunni, að ég væri ein, þvi að ég fór úr foreldrahúsum beint i hjónabandið. En núna stend ég ein i fyrsta sinn á æv- inni og ég uppgötvaði það bara fyrir nokkrum dögum. Mérfinnstþaöekkierfitt. Mér finnst það að sumu leytigott, en hitt er annað mdl, að fólk hefur misjafnar forsendur til að geta látið sér finnast það gott. Ég hefði t.d. ekki viljað vera ein- stæð fráskilin móðir með þrjú börn tiltölumenntunarlítil, miðað við þær kröfur, sem eru gerðar. Það held ég að sé erfitt. Það, sem hefur bjargaö mörg- um konum eins og mér, er að ég hef starfsmenntun og reynslu á vinnumarkaðinum, þannig að það var mérekkert áfall. Ég dá- ist að sumu kvenfólki sem geng- ur í gegnum skilnað og fer Ut að vinna fyrir litlu kaupi, hvernig það getur staðið undir þessu án þess að kikna.” Ása cg Július — 1 ljósi þess, aö hjónaskiln- uðum fer fjölgandi hvað gerir ykkur sannfærð um, að ykkar hjónaband muni heppnast? „Persónurnar og viðhorf þeirra,” sagði Július. Asa var á sama máli og sagði, að þetta væri persónubundið. Þau Asa og Július voru bæði spurð að þvi hvort hjónabandið heföi einhverja augljósa kosti fram yfir önnur sambúðarform, eins og t.d. óvigöa sambúð. Asa sagði, að þau heföu verið stutt i sambúð áður en þau giftu sig, en það væri öðru visi, hjóna- bandinu fylgdi meiri ábyrgðar- tilfinning. — Mæliö þið með þvi aö fólk gangi i hjónaband? „Já”, sögðu þau bæði. „Ég mæli ekki með langri óvigðri sambúð”, 'sagði Július. „Ef fólk býr lengi saman, getur það alveg eins gift sig”, sagði Asa. Endurskinsmerki á allarbíUuirðir HAND ENNTA ^SKOLINN ^VELTUSUNDI 3- 101 REYKJAVfK VIÐ AUGLÝSUM rNÝTT HEIMILISFANG : VELTUSUND 3 OG NÝTT SfMANOMER : 91 / 2 76 44 ,VERIÐ VELKOMIN í HEIMSÖKN/ ER KOMIÐ. SENDUM MEÐ < POSTKROFU UM ALLT LAND. - NEMENDUR, GANGA FYRIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. pLAFÖI^DIUÐ OSTKRÖFU UN Sk^UT LURNAR ERU KOMNAR. SENDUM ÞÆR i SOMULEIÐIS MEÐ POSTKRÖFU HVERT A LAND ,SEM ER. NEMENDUR GANGA FYRIR. ORÐSENmNG^^F^OG_OMMU : GEFIÐ BARNABÖRNUNUM ÞROSKANDI JOLA- GJÖF.SEM HIN GEYSIVINSÆLU BARNANÁM- SKEIÐ OKKAR ERU. ÞAU INNIHALDA 55 MIS- MUNANDI KENNSLUEININGAR fTEIKNUN OG FÖNDRI. JOLAPAKKARNIR VERÐA AÐ BERAST FRAM EFTIR ÖLLU ÁRINU 1982/ FÁIÐ SENT HEIM RIT SKOLANS OG FYRSTA TÖLUBLAÐ SKÖLABLAÐSINS:NEMBLU, SEM KYNNINGU A STARFSEMI OKKAR. KOMIÐ f HEIMSOKN AÐ VELTUSUNDI 3 REYKJAVfK EÐA HRINGIÐ fSfMA 2 76 44 MILLI 14-17 ALLA VIRKA DAGA. (SiSiSS^ skolastiori 4H8K Þvottavélin ALDA þvær og purrkar vel Þetta er þvottavél sem hentar íslenskum heimilum, hefur innbyggöan þurrkara og tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Verðið er mjög hagkvæmt, hringdu í síma 32107 og kynntu þér verðið, við borgum símtalið. Þvottakerfin eru 16 og mjðg mismunandi. með þeim er hægt að sjóða. skola og vinda, leggja í bleyti, þvo viðkvæman þvott og blanda mýkingarefni i þvott eða skolun. Þvottavélin tekur 4-5 kg af þurrum þvotti, tromlan srrýst fram og til baka og hurðin er með öryggislæsingu. Vinduhraði allt að 800 snúningarámín. Þurrkarann erhægtaðstilla á mikinn eða litinn híta og kaldur blástur er á siðustu min. til að minnka krumpur. Með einu handtaki er hjólum hleypt undir vélina sem auðveldar allan flutning. ÞVNGO 78 kg HÆÐ 85 CM BREIDO 60 CM DÝPT 54 CM ÞVOTTAMAQN 4-5 KG ÞURRKMAGN 2-2.5 KG VATNSMAGN 15/18 I OG 19/25 I VINDA 450-800 SNÚN. MÍN. RAFMAGN 220 VA. C. 13 AMP. MAX/ELEMENT 1350 VÖTT ÞURRKMÓTOR 50 VÖTT RAFTÆKJADEILD - SIMI86117

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.