Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 8
j-heigac— pásturinn._ Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Drei f ingarst jóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 - 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrifatarverð á mánuði kr. 30. Lausasöluverð kr. 10.- Gerum málstað fatlaðra að okkar Á þessu ári hafa fatlaðir og samtök þeirra unnið mikið starf og oft minnt eftirminnilega á stöðu sina i samféiaginu. Það kom fljótlega i Ijós, að ekki var vanþörf á sérstöku baráttuári til að minna þá^em heilbrigðir eru, og oft gleyma sér í önn dagsins, á að fatlaðir eru ekki og eiga ekki aö vera hornreka i þessu sam- félagi, sem á góðum stundum kennir sig við lýðræöi og velferð. Keyndar er þaö sérkennilegt, að á okkar dögum skuli þurfa að tala sérstaklega um réttinda- baráttu, þegar fatlaöir eiga f hlut. Það er haft fyrir satt, að fatlaöir menn séu einn af hverjum tiu. Það er ekki lágt hlutfall, og þvi undarlegt, að þessi fjöldi skuli þurfa aö „berjast” til þess að þeir heilbrigðu muni eftir þvi, aö fatlaðir menn þurfa að ferðast um götur og torg, að þeir þurfa að vinna eftir getu og vilja, að þeir þurfa þjáifun og endurhæfingu og jafna mögulcika til mennta. Af einhverjum ástæðum hættir þeim sem heilbrigöir teljast til að draga fatiaöa saman f einn dilk, rétt eins og sá fjölmenni hópur eigi allt sameiginlegt — séu ekki sjálfstæðir einstaklingar nema að litlu leyti. Það er talað um bústaði fyrir fatlaða og reiknað meö þvi, að fatlað fólk kjósi helst að búa saman i einu fjölbýlishúsi. Það er talað um listiökun fatlaðra, eins og á ferðinni sé einhver ný list- grein. Á ári fatiaðra hefur komið i Ijós, að þaö var sannarlega þörf á aö minna á tilvist og mannréttindi stórs hluta þjóðarinnar. Nú, þegar liður að lokum þessa baráttuárs fatlaðra, efna samtök þeirra, eða Alfa-nefndin, til menningarvöku sem standa mun vikuna 28. nóvember til fjórða desember. Þar munu fatlaöir koma fram og flutt verða verk eftir ýmsa höfunda, erlenda sem innlenda. Helgarpósturinn vill hvetja þá sem tækifæri hafa, að heimsækja þessa menningar- vöku. Þar verður á boðstólum margvislegur fróðieikur um málefni fatlaðra. t formála sýningarskrár menn- ingarvökunnar segir Bragi Asgeirsson listmálari m.a.: ,,Sé skapandi kennd mikilvæg fyrir hinn ófatlaða er hún lífs- nauösynlegur miðill til tjáskipta fyrir hinn fatlaða og stundum hinn eini, er hann ræður yfir. Mikilvægum árangri verður oft einungis náö með aöstoð umbúða- lausra, skapandi kennda og þvi meir, sem þær fá blómstrað, þvi nánari veröur snerting gerandans við umhverfi sitt”. Ef við viljum vera ábyrgir þegnar i upplýstu lýöræðisriki, skulum viö styðja fatlaöa til sjálfsbjargar — við skulum gera málstað þeirra að okkar málstað. Með glöðu geði? Það er langt siöan Ami sagöi mér að hafa póstinn kláran, en dugði ekki til. Þaö er þriðjudagskvöld og allti' jámum að koma póst- inum suöur og maður endar með þvi að vera uppá flugmannastéttina kominn. beir eru alltaf af- skaplega liðlegir aö skella tsafirði, berst meö kvöld- kulinu inn um gluggannhjá mér sjávarlyktin blandin diselstybbu af fiskbllunum I Noröurtanganum. Linu- bátarnir eru nefnilega komnir að, og þeir voru með 50 tonn af rigaþorski i kvöld. Og það er verið aö umslaginu i' kompanistösk- una og henda þvi á deskinn i afgreiðslunni syöra. En einhvern veginn spyr maður sig þeirrar spurningar á stundum þegar sest er niður við póstagerðina hvað fólk eiginlega varöi um yfir- leitt. Fremur að þjóöarbtiið varðaði um það eða gjald- eyrisstöðuna jafnvel vöru- skiptajöfnuðinn. Ensem ég sithér á fjórðu hæð á Norðurtanganum á keyra fiskinn i móttökuna i Norðurtanganum h.f. betta eru bláir Leylandbflar, af- skaplega snyrtilegir, og sturta fiskinum i kör sem raðaö erfyriraftan þá fyrir innan dyrnar. bá taka þeir við fiskinum sem slægja hann og morguninn eftir er hann kominn upp á aöra hæð og unninn. Bjössi mats- maður sagöi aö þetta væri fyrsta flokks fiskur, orma- laus og finn og innan um voru þessir lika aular og Föstudagur 27. nðvember 1981 helgarpÓStl irínH öngullinn í kjaftinum á þeim sumum. WÆaður hefur þaö á til- finningunni, að meöan Ley- landbilarnir i Norðurtang- anum sturta þeim gula i körin fyrir innan þá komi ekki kreppa og þaö er góö tilfinning að vita af þeim þarna hinum megin viö götuna og það er gott að finna stybbuna af þeim blandast sjávarloftinu sem kemur innum gluggann til manns. Og ég held menn sem eru við fiskinn finni þetta lika á sér, þótt þeir séu önugir þá eru þeir ekki geðillir, menn sem fást við fisk eru yfirleitt ekki svo geöillir, ekki til dæmis einsog menn sem fást við að gera við blla, eða eru eitthvað i kringum bila að stiíssa, þeir eru oft alveg svakalega geðillir. Bilar virðast ekki hafa góð áhrif á menn og setjir þú bilinn þinn einhvers staðar i við- gerð, þá tekur bilaviö- gerðamaðurinn bílinn að sérfyrir náð og miskunn og útilokað fyrir ókunnuga að sjá að þetta sé lifibrauð hjá manninum, sem tekur aö sér að gera við. Og billinn þinn erævinlega sú tegund sem verst er að gera við, verst að fá eitthvað i og náttúrlega verst aö komast að öllu einsog það heitir. p«*egar ég átti Toyotabíl þá var aldrei hægt að fá á hann alminlega hand- bremsu, Merkúriblllinn bjó við sæmilega handbremsu, afturámóti var þaö erfið- ara með hinar brems- urnar. Renóblllinn var ekki bill og sumir bllaviö- gerðarmenn tóku að sér að gera við hann, ef ég segði engum frá því og allt þar fram eftir götunum. En hvað um þaö, ég var að viðra vöruskiptajöfnuð- inn og þjóðarbúið og meira að segja gjaldeyrisjöfnuð- inn, en allt hlýtur þetta aö eiga einhverja uppsprettu sem endar I hagfræöilegum klisjum sem mér og þér á- samt þeim i móttökunni þarna yfir i Noröurtangan- um er ekki ætlaö aö skilja, og heyra i hæsta lagi minnst á I hádegisfréttun- um, gjaldeyrisstaðan fer versnandi og vöruskipta- jöfnuðurinn verður óhag- stæðari i öfugu hlutfalli við þorskhlössin sem Leyland- bilarnir sturta inn fyrir dyrnar og jafnframt er mannskapnum með gogg- inn og sveöjurnar talin trú um að hann lifi sifellt um efni fram af þvi hann heimtar þá hlutdeild i gróðanum sem nemur þvi að eiga þak yfir höfuöið og bilskrjóö til að hökta á i vinnuna. Hnattstaðan gerir nefnilega kröfu til þess að menn eigi vatnshelt og vindhelt hæli fyrir sig og sina, vegna þess að útivera og tölum nú ekki um skógartúrar hafa ekki tiðkast hér frá þvi fyrir tertíer, enda var þjóðin brjóstveik fram undir þetta. En hvað um það press- an er af tur komin i gang og ekki tjóir að dvelja við um langar hugleiðingar þegar handrit eiga meö réttu að vera komin i prentverkið og, tölum nú ekki um vestan af ísafirði. Kosningar á kosningar ofan Nú eru bæjarstjórnar- kosningar vart afstaðnar I Danmörku fyrr en fólk þarf að taka ákvörðun fyrir þingkosningar sem fram fara I byrjun desembcr- mánaðar. Itikisstjórnin var nefnilega hefðinni trú og sprakk eftir tveggja ára harðllfi. Staðan breyttist töluvert i þessum bæjarstjórnar- kosningum. Hér i Kaup- mannahöfn fengu kratar og kommar mikinn rassskell fyrir óvinsæla samvinnu sina og óx fylgi sósialiska þjóðarflokkSins og vinstri sósialista I samræmi viö það. Kauði þráðurinn var húsnæöi. Stefna krata i húsnæðismálum hefur not- iö ákaflega iitiila vinsælda hjá almenningi sem hjá öðrum flokkum. I^agvistunarheimili eru lika sorglegt eiliföarmál en siðustu vikur hefði mátt halda að Guð heföi tekiö fram I fyrir hendur svartra örlaga og væri aö kippa öllu i lag. Félagsmálaborgar- stjórinn óvinsæli og svip- ljóti Pelle Jarmer var ljós- myndaður þar sem hann tók i hendur verkamanna sem voru að leggja grunn að vöggustofu. Það er nú sök sér aö sósialdemókrat- inn sjálfur hristi hramm- ana á verkalýðnum en það sem meira var, Pelle brosti viö þetta tækifæri, meira aö segja út aö eyrum. Hverfisblöðin hafa verið yfirfull af risastórum ljós- myndum af hýrum stjórn- málamönnum. Meira að segja sá ég eina af lands- fööurnum sjálfum, Anker Jörgensen þar sem hann gaut bliðlegum augum að lesandanum og gaf góð ráð. En kosningarnar snerust auövitað ekki um málefni eingöngu. Persónurnar skiptu miklu máli og er mikill bragðbætir ef viö- komandi hafa flækst i hneykslismál. Nokkurs konar Glistrup-komplex, en fyrir þá sem ekki muna þá er Glistrup sá sem fylkti um sig „næst stærsta verkamannaflokki lands- ins” fyrir að hafa auglýst skattsvik sin. í Alaborg er rannsókn hafin á hneykslismáli. Grunur leikur á að Marius borgar- stjóri hafi þegið bað- herbergisinnréttingu aö gjöf frá verktaka sem siðan falsaöi reikninginn. Marius brást kampakátur við og sýndi i sjónvarpsviðtali ýmsar aðrar gjafir sem hann hafði þegiö og sagöist ekki skammast sín fyrir þær. A öðrum stað sagðist hann oft sitja undir einka- ritara sinum og heföi konan hans ekkert á móti þvi. Gamanið fór þó að kárna þegar lögreglan komst i spilið og Mariusi var vikið af framboöslista krata i Alaborg. Hann tók sig þá til og stofnaði eigin lista, svo- kaliaðan Alaborgarlista og tókst að ræna þriöjung at- kvæöa krataflokksins, alls fékk hann sex menn kjörna. Eftir situr Sóslal- demókrataflokkurinn i heiðarleika sinum og hreinlyndi og strýkur sárt enniö. Fokksbróðir Mariusar, Hyllested borgarstjóri i A- rósum var ekki þekktur fyrir að þiggja gjafir. En afrek hans I borgarstjóra- stólnum hafa fengiö slæm- an hljómgrunn og undir- tektir og sumuin fannnst komið nóg. Hyllested gaf ekki kost á sér til end- urkjörs en þá tók hópur manna sig til, skrifaöi und- ir á lista og tróðu honum i framboö. Kosningalög I Danmörku gera þetta kleift og getur fórnarlambiö lltiö gert. Þeir sem stóðu fyrir framboöi Hyllested sögöu að þeim fyndist að hann gæti ekki horfið svo hljóða- laust, hann skyldi sitja áfram I sviðsljósinu og taka afleiöingum gerða sinna. Nú fóru lygilegir hlutir að gerast. A meðan kratar sem aðrir blikkuðu almenning og reyndu að benda á ágæti sitt og flokks sins, gekk Hyllested um með spenntar greipar og bað fólk i guöanna bænum um að kjósa sig ekki. Hyllested varðað ósk sinni. r A ^^Frederiksberg var efst á lista krata Helle Virkner leikkona en hún er eflaust þekktust á Islandi fyrir að hafa verið gift Jens Otto Krag fyrrv. forsætisráö- herra (sbr. á eiginmönnun- um skuluö þiö þekkja þær). Mikiil öldugangur hófst út af ummælum karlmanns úr sósialiska þjóöarflokknum er hann sagði að Helle væri ósköp sæt og yndæl en ónot- hæf sem borgarstjóri. Biti þessi stóð i mörgum ekki sist konum, en sósialiski karlmaðurinn getur eflaust andað léttar nú þvi Helle náði ekki nógu miklum at- kvæðum heim svo karl- maöur úr Ihaldssama al- þýðuflokknum (konserva- tiv folkeparti) situr enn i borgarstjórasætinu og er vonandi langt frá þvi aö vera sætur og indæll. l^ratarnir fóru sem sagt illa út úr þessum kosning- um og kommúnistarnir með þeim. Aöalástæöan er náttúrulega afstaða þess- ara flokka i húsnæðismál- um en þeir hafa lika unnið sér til saka að hafa ekki hlustað á óskir almennings. Vinsældir kommúnista voru miklar á Nörrebro en Hin sæta og indæla Helle Virkner. Pelle Jarmer félagsmála- borgarstjóri tekur I hönd trésmiðs sem vinnur við að byggja vöggustofu á öster- bro. eftir bardagann um Bygg- eren I fyrra dvinuðu vin- sældir þeirra aö mun og virtist hlýjan I Ráðhúsinu fá þá til aö gleyma vanda- málum þeirra sem sitja i köldum ibúðum Kaup- mannahafnar. Vinstri Sósialistar flugu upp vin- sældalistann en meöal þeirra sem hlutu kosningu var erlendur verkamaður, en I fyrsta skipti höföu allir útlendingar sem búið hafa hér I minnsta lagi þrjú ár kosningarétt i bæjarstjórn- arkosningum (ekki i þing- kosningum). Fjöldinn allur af íslendingum setti kross á seöil og hafa flestir sem ég hef rætt viö kosið sama- flokkinn. Nokkrir kusu þó Kristjaniulistann en hann missti þann eina fulltrúa Meira að segja Egon Weidekamp sjálfur yfir- borgarstjórinn er laus viö yggldan svip. Halda mætti að sonur hans heföi tekiö myndina, svo föðurlegt, á- byrgðarfullt og hlýlegt er augnaráð þaö sem mætir Ijósmyndalinsunni. sem hann átti fyrir i borg- arstjórn Kaupmannahafn- ar. Algjör andstæða þess lista er hinn svokallaði ev- rópski verkamannaflokk- ur, en það er undarlegur hópur ungra jakkaklæddra manna sem hafa aö slag- orði slnu: „Leysið sorp- vandamál Danmerkur, lokið Kristjaniu”. Að sögn Ekstrabladets hefur þessi flokkur eða hópur lagt drög að aðgerð þeirri sem á að loka himnaríkinu I Krist- jánshöfn. Enginn veit hvaðan þessi hópur kemur, sumir vilja meina að hann njóti fjárstuðnings CIA, alla vega er þetta dular- fullur hópur. Nafniö er enn óskiljanlegra og veit ég að einn útlendingur kaus hann i trú um að þetta væri hinn eini sanni verkamanna- flokkur. Nú er bara að biða spenntur eftir hvernig nýju borgarstjórninni tekst að halda á málum Kaup- mannahafnarbúa, hvort æskan fær sitt æskulýðshús og litlu systkin þeirra fái inni á nýjum og betri dag- vistunarstofnunum. Þing- kosningaslagurinn er byrj- aður og verður spennandi að fylgjast með þvi hvaða áhrif dómur Hæstaréttar i skattsvikamáli Glistrups hefur. Nú þegar hann hefur ver- ið sekur fundinn og dæmd- ur tilfangelsisvistar verður þingið að taka afstööu til þess hvort sakamaöur fái að sitja á þingi og hvernig sem þau mál fara er vist aö Glistrup tekst að snúa þvi i sinn hag, með sinum ótrú- lega talanda og sannfær- ingu um aö hann sé fórnar- lamb möppudýranna og sósialismans. SOCIALDEMOKRATERNE Anker gefur Ilnuna. (Mér finnst textinn mega koma fram).

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.