Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 27. nóvember 1981 _ ...en nú kem ég úr kafinu Ég hefi ákveöið að koma úr kafinu. Eins og menn hafa eflaust tek- iö eftir, hef ég litið látið á mér bera undanfarið og fátt lagt til hinna áriðandi mála, sem æpa á úrlausn. En nú er nóg komið. Ég grip þvi höndum tveim i laugarbakkann og kem upp úr, læt undan áskorun fjöldans og axla ábyrgð mlna. Mér er það ljóst, að þjóðin stendur ráðvillt frammi fyrir framtið- inniog spyr sjálfa sig i sifellu: Hvað á að taka tilbragðs, hvern á að kjósa? Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Nú kemur svarið: Ég styð Albert fremur en Davið og Davið fremur en Birgi og vel Birgifrekar en Ragnhildi og Ragnhildi tek ég fram yfir Geir og Geir fremur en Ellert og Ellert á undan Friðrik, sem hefur þó marga kosti umfram Albert. Ég vel svo aftur Albert frekar en Ragnhildi og þó Ragnhildi frekar en Pálma úr þvi að Gunnar gefur ekki kost á sér. Þvi er ráð að snúa við blaðinu og velja Jón, þótt eflaust megi deila um kosti hans, séu þeir lagðir að jöfnu við Magnús ellegar Kjartan ellegar Þorstein ellegar Vilhjálm ellegar Steinar ellegar Bessi sem myndi náttúrlega bæta Davið upp það sem vantar á hjá honum. Sömuleiðis er ekki nema sjálfsögð krafa að undirritaður gefi væntanlegum kjósendum innsýn i það sem áratugalöng njósna- starfsemi hefur leitt i ljós, svo sem hentistefnu Lúðviks sem fellur sem geislabaugur um mitti Svavars þegar hann dansar við Guð- mund J. Það er svo margt sem gerist, að venjulegur kafbátur hefur ekki undan að færa allt á skrá, jafnvel þótt astikið gangi allan sól- arhringinn. Það er þess vegna sem ég kveð upp úr i dag og gef tón- inn, vegna ihöndfarandi átaka og vandamála sem biða úrlausnar. Halldór hefur sitthvað til brunns að bera. Þó mega menn ekki láta það villa sig við ákvarðanatöku, þvi hann er vanur að smækka mjög andspænis hinum stóru málum, og þá reikar hugurinn þegar i staö til manna eins og Salóme. Og eigi ég að vera fullkomlega hreinskil- inn, get ég svo sem viðurkennt, að upp i hugann koma menn eins og Vilmundurellegar Garðar ellegar Kjartan ellegar hinn Kjartaninn. Eggert getur aftur staðið fyrir utan þetta — eins og Magnús. Um Jón Baldvin er ekki að tala, þvi að hann starfar i öðru samhengi, þótt éðlilegt sé að hans nafn beri á góma. Eitt er það, sem vekur manni furðu, þegar þessi mál eru rædd, en þaðer.aðsamanlagöurfjöldialþingismanna og starfsmanna þings- ins mun standast á við tölu starfsmanna sovéska sendiráðsins hér á landi (?). Er ekki samhengiö augljóst? Þegar nú úrlausnin stendur fyrir dyrum, kemur mér ekki til hug- ar að ganga hljóðlega framhjá utanrikismálunum, eins og tiðkast hérá landi. t þvisambandi minniégá páfann. Eins og menn vita.er hann pólskrar ættar. Hvers vegna skaut Ronald Reagan á páfann? Það er aftur vitað mál, að Vatikanið er ekki i Nató. Er það skýringin? Eöa var það Lennon sem skaut á Páfann sem reyndi að svara fyrir sig en missti skotsittiReagan? Eða skaut Lennon upphaflega á Reagan sem svo leitaði skjóls á bak við páfann? Nei, þannig er þessu ekki varið. Hér er nefnilega um miklu viðtækara mál að ræða og ég læt duga að minna á öryggi Nató. Lennon skaut á páfann vegna þess að Reagan hafði áður skotið á Lennon vegna þess að páfinn hafði byrjað með þvi að skjóta á Reag- an sem hafði reiknað með skoti frá Lennon. Hugsið um þetta. Mig dreymdi þessa lausn um daginn, þegar ég gisti eina nótt um borði flugvélamóðurskipi. Við fengum að liggja þar i flatsæng; Eið- ur, Karl Steinar, einhver sem ég man ekki hvað heitir og svo ég. Ég minnist þess ekki að hafa séð Baldur þarna, enda er hann ekki með i minum útreikningum og kemur þvi ekki til tals. En ég hef ákveðið að gefa kost á mér. ... Oí*h'ft. k+AfA &kc-t ^ éc- Oítrtv^ orrmLefruíi. Sjötugt undrabarn Skákin á það sameiginlegt tónlistinni að þar koma stöku sinnum fram undrabörn. Stund- um veröur hljótt um þessi börn aftur, þau komast á visst þroskastig og staðna svo. En ist vestur til Bandarikjanna með fjölskyldu sinni og tefldi þar, meðal annars tókst honum að sigra kunnan skákmeistara Janovskí og varð þá jafn ofsa- kátur og hann hafði verið skákmaður, þótt hann sé ofur- liði borinn í þetta sinn. Landau varð eitt af fórnarlömbum nas- ista i heimsstyrjöldinni siðari. Ég styðstviðskýringar Reub- ens Fine. LANDAU-RESHEVSKf ÞEGIÐ DROTTNINGAR- BRAGÐ önnur halda áfram að þroskast og geta þá náð ótrúlega langt, allir þekkjaMozartog frá okkar tið má nefna Jascha Heifetz og Yehudi Menuhin. 1 skákinni má nefna Paul Morphy (f. 1837) sem tefldi tólf ára gamall við frægan meistara og hélt sinum hlut, og Capa- blanca sem lærði fjögra ára að tefla á þvi einu að horfa á föður sinn tefla við frænda sinn og var orðinn skákmeistari Kúbu tólf ára gamall. En hvorki þessir tveir né aðrir er nefna mætti jafnastá viðSamúel Reshevsky er tefldi fjölskákir átta ára gamall, svo smár vexti að hann náði með naumindum upp á taflborðið. Reshevsky varð sið- ar frægur taflmeistari og teflir enn þótt hann verði sjötugur á þessu ári, hann er fæddur 26. nóv. 1911. Það var i lok heimsstyrjald- arinnar fyrri að fréttir fóru að berast af ungum pólskum gyð- ingadreng, nafnið var þá staf- sett Rzeschewski, er tefldi betur en flestirfullorðnir menn. Hann var ekki nema átta ára en vann fyrir sér og fátækri fjölskyldu sinni með þvi að tefla. Menn þyrptustá fjölskákir hjá honum til þess að sjá þetta furðuverk sem þeirtrúöu naumast án þess að þreifa áþvi. Vidmarsegir frá þvi i minningum sinum þegar Reshevsky kom til Wien vorið 1917 i fylgd með föður sinum. Hann tefldi við félagsmenn i skákfélagi borgarinnar og lagði þá hvern á fætur öðrum. Fyrst þótti mönnum þetta furðulegt, ótrúlegt og skemmtilegt, en svo fór gamanið að grána þegar jafnvel reyndustu skákmenn stóðust drengnum ekki snúning. Menn leituðu til Reginald Wolfs sem var einn af fremstu meist- urum þessarar miklu borgar - en það fór á sömu leið. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var tii ann- arra fremstu meistara borgar- innar, en þeir reyndust tregir. Menn leituðu þá til Vidmars sembjó iWien um þettaleytiog hafði getið sér talsverðrar frægðar sem upprennandi stór- meistari, hann lét ekki ganga lengi eftir sér og nú er best að gefa honum oröið: „Það var sjálfgert að ég lét unga drengnum eftir að hafa hvitt, hitt var aftur á móti ekki jafn klókt af mér að tefla byrj- unina án mikillar umhugsunar. Ég komst nefnilega fljótt að þvi að drengurinn hafði krafta i kögglum, hann þjarmaði að mér, fastar og fastar. Mér varð ljóst að hér varð ég að beita allri orku og úr þessu varö regluleg kappskák. Hvort hún stóð tvær eða þrjár stundir man ég ekki lengur. Hitt man ég glöggt aö hún var tefld afmikilli orku og með þungum vopnum. Að lokum tókst mér að brjótast i gegn á kóngsarmi og ljúka skákinni með erfiðri leikfléttu. Drengurinn ungi hafði teflt eins og hetja, vel og fallega, nú lagði hann kónginn niður sem merki þess að hann gæfi skák- ina, en jafnskjótt lagöist hann fram á borðiö og hágrét. Mér leið illa, þvi fór fjarri að ég nyti sigursins. Ahorfendahópurinn sem stóð þétt umhverfis borðið i margföldum hring var þögull og hrærður. Faöir drengsins tók i höndina á honum og leiddi hann burt, en nokkrir fylgdu þeim út ánþess aö vita hvað þeirættu að segja. Ég laumaðist á brott, ó- ánægður meö sjálfan mig. En hvað átti ég að gera? Atti ég að neita aðtefla við drenginn? Atti ég aö leyfa honum að vinna mig?” Drengurinn hélt sigurgöngu sinni áfram um Evrópu, en svo hljóðnuöu fréttirnar, hann flutt- hryggur þegar hann tapaði fyrir Vidmar. Þessi skák var að vísu ekkertheilsteypt listaverk, Jan- ovski'hafði náð vinningsstöðu en sleppt tökunum, drengurinn sneri sig Ut úr erfiðleikunum og tókst að lokum að snúa ósigri i sigur i sextiu leikja harðri bar- áttu. Eftir þetta var sem betur fer hætt að nota Samúel sem sýn- ingargrip. Hann var sendur i góðan sköla og hætti að mestu að tefla um sinn. Raunar voru gerðar á honum sálfræðilegar prófanir, en þar kom fátt mark- vert í ljós nema óvenjulegt minni á tölur. Skákgáfan virtist einangruð i einhverju hólfi sem vfsindin náðu ekki til. Reshevski lauk bókhaldara- prófi og hefur starfað við bók- hald ásamt skákinni. Reshevskí kom aftur fram á sjónarsviöið rúmlega tvitugur rétt upp Ur 1930 og var eftir það um áratuga skeið fremsti tafl- meistari Bandarikjanna og ein- hver fremsti taflmeistari hins vestræna heims. Hann tók oft þátt i heimsmeistarakeppninni og komst langt en þó aldrei al- veg nógu langt. Hér er ekki rúm til að rekja skákferil hans ná- kvæmlega, en hann hefur unnið marga sigra á skákmótum og á skákstíll hans þó enn betur við einvi’gi. Auk þess að sigra flesta helstu meistara Bandarikjanna i einvigum (Horovitz, Kashdan, Lombardi, Bisquier og D. Byrne) hefur hann sigrað Naj- dorf (tvivegis, heildarúrslit +13 -8 = 15) og Gligoric (+2-1 =7). Einvigi hans við Fischer olli miklu fjaðrafoki, en þegar upp úr slitnaði (þvi var aldrei lokið sökum ágreinings) stóðu leikar svo: +2 -2 =7. Besta árangri sinum i heimsmeistarakeppn- inni náði hann i Zurich, en þar lenti hann i' 2.-4. sæti ásamt Ker- es og Bronstein. 1968 var hann með i kandidataeinvigjunum, en féll þá út eftir fyrstu umferð er hann tapaði fyrir Kortsnoj (Kortsnoj 3, ReshevskiO, 5 jafn- tefli), enda var Reshevsky þá 57 ára gamall. Ekki er auðvelt að lýsa skák- stil Reshevskis. Skákir hans eru oft langar og flóknar, hann stendur ósjaldan ver að vigi og oft lendir hann i æðislegu tima- hraki - en ótrúlega oft vinnur hann að lokum. Hann hefur ekki lagt margt nýtt af mörk- um i byrjanafræöi né skáklegri hugsun almennt. En hann er ó- trúlegur keppnismaður, sigur- viljiog seigla eru einkenni hans -og svo erhann feiknalega takt- iskur, er ákaflega fundvi's á smábrögð og brellur sem reyn- ast honum notadrjúg, ekki sist I timaþrönginni. Nú skulum við lita lauslega á eina af skákum Reshevskís frá þvi aö hann var undrabarn. Um stað og stund veit ég ekki, held- ur ekki andstæðing, það er einn af þessum N.N. sem hafa syo margri skákinni tapað. En hér kemur skákin, Samúel hefur hvitt. 01. f4-e6 02. Rf3-d5 03. g3-Rf6 04. Bg2-Bd6 05. d4-Rc6? 06. Re5-Re7 07. Be3-c6 08. a3-h6 09. Rd2-Rd7 10. c+b6 11. b+f6 12. Rxc6-Rxc6 13. cxd5-exd5 14. Bxd5-Bb7 15. Dc2-Hc8 16. Dg6 + -Kf8 17. Df7— mát. Hér kemur svo önnur skák frá fullorðinsárum Reshevskis, nokkuð gott dæmi um tafl- mennsku hans og stil, þóttekki sé hún löng. Hún er tefld á skák- þingi i Kemeri 1937, en þar vann Reshevski einn af sínum bestu sigrum. Mótleikari hans er ann- ar gyðingur, snarpur og snjall 01. d4-d5 02. c4-dxc4 03. RÍ3-RÍ6 04. e3-a6 05. Bxc4-e6 06. 0-0-C5 07. De2-b5 08. Bd3-cxd4 09. exd4-Bb7 ABCDEFGH Landau var mikill sóknar- maður og Reshevski hefur á- reiðanlega ekkert á móti þvi að teygja hann til atlögu. 10. a4-b4 11. Rbd2-Be7 12. Rc4-a5 Til þess að hvitur leiki ekki sjálfur a5. 13. Bf+0-0 14. Hfdl-Rc6 15. Be5 Landau er hugkvæmur og hon- um tekst að mynda sér hættuleg sóknarfæri sem gera skákina spennandi. 15. ...-Rd5 16. De4-g6 17. Dg4 Skýin hrannast upp, svartur verður að tefla mjög varlega. 17. ...-Rf6 18. Df4-Rh5? Býður drottningunni heim á h6, hvað vakirfyrirhonum? Athug- um málið: 19. Dh6-Rxe5. 20. dxe5-Bxf3. 21. Bxg6-fxg6. 22. Hxd8-Haxd8. 23. gxf3-Rf4. Nú er drottningin lokuð inni á h6 og svartur getur sótthana með Hf5 og Bg5. 19. De3 Landau lætur ekki flekast, hann á enn vænlega sóknarstöðu. 19. ...-Hc8 20. Hacl-Rxe5 21. dxe5-Bc5 22. Dh6-De7 23. Rg5? Loks stenst hvitur ekki freist- inguna. Hann gat leikið Be2 og stendur þá vel að vigi. 23. ...-f6 24. exf6 ABCDEFGH En nú sfx’ingur járðsprengjan. 24. ...-Bxf2+!! Allt i einu er allt i uppnámi i herbúðum hvits. Leiki hann nú 25. Khl kemur 25. -Hxf6 26. Rxa5-Hxcl 27. Hxcl-Be3 og svartur á að vinna. 25. Kxf2-Dxf6 + 26. Rf3 Ekki er betra 26. Kgl-Df2 og mátar á g2. 26. ...-Bxf3 27. gxf3-Dxf3+ 28. Kgl-Hf4 ! 29. Dxf4 Um annað er ekki að ræða vilji hann ekki gefast upp, svartur hótaði Hg4+ 29. ...-Rxf4 30. Bfl-Hc5 Hxc4 var kannski glæsilegri leikur en sist sterkari. 31. Hc8+-Kg7 32. Hd7 +-Kh6 og hvitur gafst upp.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.