Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 13
13 _JielgarpóstúriftrL_ Föstúdagúr 27. nóvember 1981 JjcruBr pojj'urfnn. skal það vera Um þaö bil tiu milljónir eöa einn gamlan milljarö kostar Broadway, nýi skemmtistaöurinn hans ólafs Laufdal i Mjóddinni. Þaö eru engir smápeningar, enda er þetta enginn smá skemmti- staöur. Ilann mun taka milli tóif og þrettán hundruö manns, og iburöurinn er áreiöanlega meiri en I nokkrum öörum skemmtistaö islenskum — og þó viöar væri leitaö. Saga Ólafs Laufdal i skemmtanaheiminum hefur verið ævintýri likust. Hann hóf feril sinn sem þjónn, og starfaði meðal annars um árabil i Glaumbæ sál- uga. Seinna réðist hann til óðals og varð þar skemmtanastjóri, eins og embættið er kallað i dag. Eftir nokkurra ára veigengni i þvi starfi keypti hann afdankaðan skemmtistað við Armúlann, Ses- ar, og með þvi að breyta um nafn og laga litillega til innréttingar gerði Ólafur hann að vinsælasta dansstað landsins — Hollywood. Timasetningin var rétt — diskó- æöið var um það bil að fara af stað, auk þess sem ólafur hefur löngum haft lag á að laða að sér rétta fólkið til samstarfs. Broadway Og nú eftir um fjögurra ára velgengni i Hollywood ætlar hann að stækka við sig svo um rnunar. Nýi staðurinn verður um þrisvar sinnum stærri en Hollywood. ,,Ég mun að sjálfsögðu reyna aö höfða til annars fólks en þess semhefur verið fastagestir i Hollywood”, sagöi Ólafur. ,,Ég ætla ekki i samkeppni viö sjálfan mig”. f samræmi við þessa stefnu eigandans verður aldurs- takmarkið i Broadway 21 ár. Engir yngri en 21 árs fá inngöngu. Og þar sem langstærstur hluti Hollywood-gesta er einmitt und- ir þeim aldri ætti „skörunin” ekki að verða mjög mikil. Onnur regla verður einnig i Broadway sem ekki er i Hollywood. Enginn fer i gallabuxum eða strigaskóm þar Mikiöer boriðí allar innréttingari hinuin nýja skenuntislaö. inn. 1 Broadway verður ætlast til að menn mæti i betri fötunum. „Við verðum ekki með neina for- dóma”, sagði Ólafur i samtali við Helgarpóstinn. „Við förum til dæmis ekki fram á að karlmenn verði með bindi eöa að þeir séu i jakka. En viö viljum aö fólk klæði sig svolitið upp þegar það kemur hingað”. 700 í mat Ólafur Laufdal sagði að Broad- way yrði opið til almenns dans- leikjahalds á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Hin fullkomna aðstaða i húsinu biður hinsvegar, að sögn ölafs, uppá alllskonar ráðstefnuhald tónleika og fleira i þeim dúr. „Hér verður mjög full- kominn ljósabúnaður og hljóm- kerfi fyrir lifandi hljómlistar- flutning, þannig að hljómsveitir þurfa ekki að hafa neitt slikt meðferðis”. Fullkomið eldhús veröur að sjálfsögðu i Broadway, og þar geta sjö hundruö manns borðað i einu (þ.e. i salnum, ekki eldhús- inu). Broadway er einn stór salur og annar litill, og sá minni er setu- stofa undir upphækkuðu dans- gólfinu I þeim stærri. Stóri salur- inn er brotinn upp á skemmti- legan hátt með pöllum, á þann hátt að allir sem sitja við borð geta séð það sem fram fer á sviðinu. Auk þess eru svalir og ýmisskonar skot og horn — hvar hægt verður að komast út úr mesta skarkalanum. Broadway verður opið i fyrsta sinn um þessa helgi. Svona var umhorfs i Broadway þegar Jim Smart ieit þar inn núna í vikunni. Um 40 iönaðarmenn unnu þá nótt og dag viö aö koma húsnæðinu i lag fyrir heigina. Þessi mynd er af svölunum og búri diskótekarans og vænlanlega sést i litla skonsu undir svölunum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.