Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 27. nóvember 1981_Jie/gSrpÓSturínrL- helgSrpÓSturínn Föstudagur 27. nóvember 1981 \ mynð: Jim Smari viOial: Guoiauyur Berymunðsson Eg tivisia pví tkkl cinu slnnl að kellinum" Magnea J. Maiihíasdóiiir r Hdgarpósisvfðtaii .........— Magnea J. Matthíasdóttir rithöfundur sendi fyrirskömmu frá sér nýja skáldsögu, Sætir strákar, og erþaö þriðja saga hennar. Þaö þykir oft viö hæfi aö tala viö höfunda, þegar þannig stendur á, og ekkert endilega um síöasta hugarfóstrið. Þegar menn lesa texta eftir Magneu, hvort sem það eru skáldsögurnar eða pistl- ar hennar i þessu blaði, fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna, aö hún sé kona málgefin, svo auðveldlega virðist textinn renna upp úr henni. Magnea er því fyrst spurð að þessu, þar sem við sitjum inni í stofu. ,,Ég held, að ég sé ekkert voðalega mál- gefin, og þó, það getur verið.” Eftir smá umhugsun, eins og stundum | siöar: ,,Jú, það getur verið gaman að tala. Ég hef gaman af þvi að segja sögur, hryllings- j sögur úr daglega lifinu.” — Hryllingssögur úr daglega lifinu? Hvernig eru þær? „Tildæmis.þaö kom ægilega vont veður i haust, og ég var búin aö hengja þvott út á snúrur. Ég var alltaf að lita út um gluggann og vorkenna konunni, sem átti þvottinn, og velti þvifyrirmér hvortég ættiekki að taka hann inn fyrirhana.Ndtkrum dögum siðar spuröi konan á efstu hæðinni dóttur mina hvort mamma hennar ætti ekki þvottinn. Ég held,að það sé mjög algengt i dagleg- um samræöum fólks að skiptast á sögum, um sjálft sig eða aðra. Til skamms tima var ég ægilega feimin, og þorði aldrei að segja neitt, en þá tók ég sjálfa mig taki, og siðan hef ég kannski kjaftað.” — Enþú hefurekki bara gaman af þvi að segja sögur munnlega? ,,Ég er alltaf að búa til sögur. Það er mjög gaman að vera að vinna að einhverju sérstöku. Þetta er ákaflega spes heimur, sem maður lifir sig inn i. Einhvem tfma var mér sagt, að þetta væri lifsflótti. Það getur meira en verið, en . þá er það ágætt að vera á flótta.” ! — Til hvers ertu að skrifa þessar sögur? „Veistu það, ég veit það ekki. Að ein- hverju leyti er það eflaust exhibitionismi, aö sýna öðrum hvað ég er að gera og hugsa, og aö sumu leyti er það peningagræðgi. Ég hef voðalega gaman af þvi. Þetta er mikil tjáning og útrás. Ég held, að þetta sé mjög nauðsynlegt. Ég hef lika ægilega gaman af að lesa. Þaðer kannski eitthvað f sambandi við ritaö orö.” Messías og móöirín — Þú segir, aö það sé nauðsynlegt fyrir þig að skrifa. Af hverju? ,,Ég held, að það þurfi allir einhvers kon- ar tjáningu. Sumir setja allan sinn kraft í vinnuna, húsverkin eða prjónaskapinn. Ég held, að þetta sé nærtækt. Foreidrar minireru bókafólk og mamma skrifar lika, þannig að þetta lá beint við. Eins og ég sagði áðan, var ég feimin, og það sem ég gat ekki sagt fór á pappír. Þetta er lika uppgjör við timabil ilifi minu og hugmynd- ir, sem ég hef haft. Ég er búin að vera að gera sögur frá því að ég man eftir mér. Þetta er rikur þáttur í minu lífi, og ég get ekki sagt af hverju. Sjáifsagt hefur það eitthvað með stjörnuaf- stöðuna að gera. Svo er náttúrlega alltaf messiasarkoplexinn.” — Hefurðu einn slikan? „Annað hvort messiasar- eða móður- komplex, ég veit ekki hvort er.” — Eiga þessir komplexar eitthvað sam- eiginlegt? ,,Já, að sjálfeögðu. Þetta með að bjarga fólki frá sjálfu sér, bjarga heiminum og öll- um, vernda fólk, sem á bágt og guð má vita hvað. Að hugsa um alla vesalingana, sem geta ekki hugsað um sig sjálfir.” — Eins og þú sagðir áðan, er móðir þin rithöfundur, hefur það haft áhrif á það, að þú fórst aö skrifa? „Auövitað hefur bað sitt að segja. Þegar maður er vanur að sjá móöur sína við rit- vélina, er það nærtækt. Þegar það er mikiö af bókum ikringum mann.er nærtækara að spá i þetta en aö fara aðmála. Annars þarf það ekki að vera, en ég held samt, aö það hafi þó nokkur áhrif.” — Ef viö snúum okkur að skáldsögunum þinum þrem, eiga þær eitthvað sameigin- legt hvað varðar efni? „Ja, þaö er þá helst það,að þar koma við sogu utangarðsmenn, samfélagslegir smælingjar, sem eru ekki viöurkenndir. Það er útjaðarinn á þjóðfélaginu, hippar, ungrónar, hommar, fólk, sem ekki er jafn gjaldgengt og ungi lögfræðingurinn á framabrautinni. Fólk, sem skapar pinlega þögn i fjölskylduboðunum ef minnst er á það.” — Hvers vegna er þetta fólk þér hugleik- ið? „Meðal annars vegna þess,aðþað er ekki viðurkennt. Það er manneskjur eins og hvað annað fólk. Sleggjudómar fara i taugarnar á mér. Að afgreiða manneskju með þvi að segja t.d., aö hann sé hommifer i taugarnar á mér og það er afstaða, sem þarf að breytpst. Mig langar til að leggja eitthvað af mörkum til að breyta þessari afstöðu, sýna fólki, aö við erum öll mannleg, og hijfum öll okkar til- finningar og hugmyndir.” — Stafar þessi áhugi af messiasar- komplexinum, sem þú minntistá áðan, eða stafar hann af eigin reynslu? Sumir slunóum aö nalnínu lil „Sjálfsagt hvoru tveggja. Þegar ég bjó i Kaupmannahöfn, bjó ég i gömlu hverfi, sem átti aö rifa. Þar bjuggu mellur, djönk- ar, alkar, erlendir verkamenn, námsfólk, sem hafði ekki efni á dýrara húsnæði og var þetta mikil upplifun fyrir borgaralegan stúdent af íslandi.Þarna sá maðurhliðar á þjóðfélaginu, sem maður þekkti ekki, kom- in úr vernduðu umhverfi hér heima. Mað- ur vissi, að þetta var til, en það var bóka- lærdómur. Maður hafði aldrei upplifað þetta fólk fyrr en þarna. SiTian lifði ég dálit- ið i útkantinum á samfélaginu, og það má segja, að það sé reynsla þar.” — Var þetta allt öðru visi en hér heima? „Það var þessi agalegi idealismi. Haust- ið, sem ég flyst til Kaupmannahafnar, kemst Stina á laggimar, og þaö var búið að ganga á ýmsu. Maður var vinstrisinnaöur og líberal, auk þess að daöra við hippahug- myndina. Þaöerufallegar hugsjónir, ást og friður. Þaöer bara pirrandi, aö það er farið að kalla okkur gömlu hippana.” — Hvemig var lífið í Kaupmannahöfn á þessum árum? ,,Við bjuggum inokkurs konar kollektivi f ægilega litilli ibúð og það var stundum þröngt. Stundum vorum við iskóla, sum að nafninu til, og sumir unnu svolitið stundum. Við gerðumst grænmetisætur vegna þess, að það var ódýrara, og vegna þess, að allar agressjónirnar, sem fylgdu kjötinu,sam- ræmdust ekki hugsjóninni. Ég held, að við höfum aðallega lifað frá degi til dags.” — Var þetta spennandi lif? „Já, já.” Hún segir þetta nokkuö dræmt. — Ekkert voðalega spennandi? ,,Ég held,að maður hafi ekkert pælt i þvi. Það var spennandi að vera fyrir utan sam- félagið. Ég held, að við höfum imyndað okkur, að við værum fyrir utan það, en ég áttaðimig áþvisiðar,að svo var ekki.” — ??? „Tildæmis fengum við námslán, en við vorum vissulega á útjaðrinum. Við vorum í leiguhúsnæði, sem þýddi, að við þurftum að borga einhverjum leigusala mánaöarlega, við þurftum að kaupa oliu. Þaö er i raun ekki hægt að segja, að maður sé utan sam- félagsins nema maður sé i algerri einangr- un og geti lifað af eigin vinnu, t.d. ræktað landskika einhvers staðar.” — Hvenær komstu að þessu? „Ég komst að þessu löngu seinna. Mér fannst ég vera algerlega li'bó, voðalega frjáls.” — Hafa hugmyndir þinar breyst frá þessum árum? „Sjálfsagt hafa þær gert það, en ekkert að ráði, sem er furðulegt ef maður hugsar út i það. Nú á ég krakka og börn verða aö hafa visst öryggi. Það er erfitt að vera á þvælingi með þau og vita ekkert hvar mað- ur fær að éta. Maður getur boðið sjálfum sér upp á margt, en ekki börnunum sin- um.” — Hefirðu gefist upp fyrir borgaralegu samfélagi? „Bæði og.” Meira vill hún ekki tjá sig um það. Viö jaröarlarir og brúöhaup — Var erfitt að koma heim eftir veruna i Kaupm annahöf n? ,,Þaö gekk tiltölulega sársaukalaust fyrir sig. Ég var komin með voðalega heimþrá. Ég er hrifin af tslandi og mér liður vel í Reykjavi'k, og það hefur haft talsvert að. segja i þessum heimflutningi. Maður er smám saman að komast inn i kerfið, eitt skref hér og annað þar.” — Var eitthvað sérstakt sem pirraði þig kannski? „Það er mikið meira stress hér. Fólk hef- ur svo lftinn tfma til samskipta. Það er að keppast við að eignast hluti. Heilu fjöl- skyldumar hittast ekki nema við stór- atburði, eins og jarðarfarir og brúðkaup. Maðurinn er metinn meira eftir þvi sem hann vinnur meira. Þú ert ekki maður með mönnura nema þú sért f tveim störfum í einu og að byggja á nóttunni. Það er ekki nýtur þjóðfélagsþegn nema sá, sem sefur tvo tima á sólarhring. Þetta væri svo sem gott og blessað, ef það væri eitthvert vit í þvi. Viðsönkum að okkur hlutum, sem við höfum ekkert við að gera og getum auð- veldlega komist af án.” — Nú ert þú sjálf að kaupa ibúð? „Það er af illri nauðsyn, þvi að það er ómögulegt að vera i leiguhúsnæði. Það er svo mikið öryggisleysi, þvi að eigandinn getur komið hvenær sem er og sagt þér upp húsnæðinu. Maður er algerlega öryggislaus og var réttlaus. Það hefur þó breyst til batnaðar, en aðeins á pappirunum, ekki i framkvæmd. Auk þess er erfitt að finna leiguhúsnæði og það eru miklir peningar, sem þarf að leggja fram . Það er alveg eins gott að fara að kaupa eða byggja og borga undir sjálfan sig.” Andleg hreinsun —■ Mig langar til aö fara aðeins aftur á bak. Þú sagðir áðan, að bækur þinar væru uppgjör. Geturðu sagt mér i hverju það er fólgið? „Nei, það get ég i rauninni ekki. Þaö eru bæði hugmyndir og timabil i minu lifi. Fyrsta bókin er uppgjör við Kaupmanna- hafnarárin og hippahreyfinguna. Þetta er einhvers konar andleg hreinsun, hlutir, sem ég hef verið að hugsa um lengi og þurfa hreinlega að komast á blað. Það eru svo margir þættir, sem fléttast saman.” — Ætlarðu að halda þessu uppgjöri áfram? „Það er ómögulegt að segja. Ég er ekki forspá.” — Á þetta við um allar bækurnar? „Ekkert frekar. Ég fæ hugmynd út frá einhverju, sem ég hef verið að velta fyrir mér, og svo hleður það utan á sig. Það koma persónur til sögunnar. Ég er lika að segja sögu, lýsa fólki, en ég er ekki að skrifa sjálfsævisögu. Uppgjörið kemur lika við sögu, en ekki nauðsynlega. Þetta er svo ógurlega margslungið. t raun og veru er ég mest að skrifa af þvi að ég þarf að skrifa. Mér liður illa ef ég get ekki skrifað.” — Ertuað veröa borgaralegri i skrifun- um? „Það held ég ekki.” — Mundirðu skrifa um ungu lögfræöing- ana á framabrautinni, sem þú nefndir áð- an? „Þeir eru ekkert verra viðfangsefni en hvað annaö. Meir að segja ungir lögfræö- ingar á framabraut hafa tilfinningar, hug- myndir og sögu. Ég hef voðalega gaman af að spekúlera i fólki og það þurfa ekki aö vera utangarðsmenn. Það er mjög borg- aralegt fólk i Sætum strákum. Þar eru þrjár útivinnandi konur; ein ógift, ein gift og ein einstæð mdðir, og þar er lika mjög borgaralegt skáld. Og reyndar fleira fólk, sem er borgaralegt. Allt i bland.” — Færþetta fólk þá sömu meðferð og ut- an garðs menn irnir ? „Já, já. Jafnrétti, jafnrétti.” Public ennemies — Það leiðir að hinni klassi'sku spurningu I um það, sem efst er á baugi núna, um ] kvennabaráttuna. Hvað finnst þér? „Ég veit ekki. Mér finnst sjálfsagt, aðl það riki jafnrétti alls staðar, að fólk gangi jafnt til leiks, fái sömu laun fyrir sömu vinnu,hvort sem þaöeru konur eða karlar, svart, hvitteða gult, en það fer i minar fin- ustu taugar, ef einhver vænir mig um að vera aö skrifa kvennabókmenntir. Það er | eitur I mi'num beinum. Ef jafnrétti er takmark kvennabarátt- unnar, nær hún þvi aldrei, þvi að hún ýtir I undir misrétti kynjanna. Það er gott að benda á misrétti þar sem það er, en mér | finnst þetta svo heimskulegt. Kvennafram- boð þarna, og konur skuli ganga fyrir i| störf. Þarna er verið að ýta undir þennan mismun kynjanna i staðinn fyrir að grynnka á honum. Ég sé það þannig, að ég bið bara eftir þvi, að Rauðsokkahreyfingin setji mig ofarlega á iista yfir public | ennemies. Samt var ég á stofníundi Rauð- sokkahreyfingarinnar.” — Varstu sömu skoöunar þá? „Já, ég held að ég hafi haft þessar skoð-1 anir lengi. Ég er hlynnt jafnrétti, en mér finnst þetta ekki vera jafnrétti. Ég er hlynnt þvi, að konur stofni með sér samtök | til að fá sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu, en mér finnst margt idjótiskt i kvennabaráttunni. Mér finnst sjálfsagt, aö hin ýmsu kvennamál hætti aö vera feimnis- mál. Mér finnst sjálfsagt, að það komi fram, að konur eigi sitt kynlif, en séu ekki tilfinningalausar dúkkur. En það er erfitt að finna þennan gullna meðalveg, eins og viðar. Ég vil ekki kvenréttindi eða karlréttindi, heldur mannréttindi, að við fáum að vera til og vera manneskjur, en ekki dæmd eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum skala.” SósíalrealísKur bömmer — Hvað er þér efst i huga þessa stund- ina? „Það er nú það. Náttúrlega þvotturinn, sem ég á eftir að þvo, og þessi almennu | blankheit. Ég veitekki, það er svona hitt og þetta.” — Ertu með nýja bók i smiðum? „Já, já, og tvær frekar en eina, en ég er ekki alveg meðá hreinuhvor verður ofan á. Annarri byrjaði ég áfyrirlöngu,en sá fyrir, að hún yrði einn sósialrealiski bömmerinn i viðbót, og lagði hana á hilluna. En hún lofar góðu núna. Hin er nýlegri.” — Um hvað eru þær? „Það segi ég ekki. Þú bara lest það, þeg- ar þar að kemur. Ég hvisla þvi' ekki einu sinni aö kettinum, enda er hún svo vitlaus, að hún mundi ekki skilja það.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.