Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 27.11.1981, Blaðsíða 32
 Föstudagur 27. nóvember 1981-h&lQ3rpOStUrÍnr~L- 0 Sjaldan hefur fæðingu barns borið jafn brátt að og nýja blaðs- ins sem varð til i fyrrinótt við samfarir siðdegisblaðanna Visis og Dagblaðsins. Engu að siður hefur fæðingin átt sinn með- göngutima sem er býsna langur, — lengri en menn almennt grun- ar. Sameining blaðanna bar fyrst á góma um það leyti er ^Þorsteinn Pálsson hvarf úr ritstjorastóli á Visi fyrir tæpum þremur árum. Og hér, sem oft áöur, hefur fyrst gætt fæðingarhriða i smáfrétta- klausum Helgarpóstsins, þvi við höfum margoft sagt frá leynileg- um stefnumótum elskendanna á undanförnum mánuöum, og sið- ast sögðum við frá þessum sam- drættifyrir örfáum vikum. Ævin- lega hafa hjónaleysin borið allt til baka og haldið áfram að skamma hvort annað opinberlega. En nU er staöfestingin komin og ávöxt- urinn hefur litið dagsins ljós. Fæðing hans kemur þess vegna i sjálfu sér ekki á óvart. Það sem kemur á óvart er timasetning hennar og fæðingaraðferðin, þ.e. að helstu aðstandendum barnsins i föður-og móðurætt var gjörsam- lega haldið utan við hana. Fram- koma stjórnenda hlutabréfa og happdrættismiða — þeirra Klst, min, Mán, dag, vikudag. Sjálfvirk dagatalsleiöréttini um mánaðamót. 12 og 24 tima kerfið. Skeiðklukka 1/100 Ur sek og millitima Vekjari með són/lög td. Dixie land. Visaklukka og Töluklukka Hljóðmerki á klukkutima fresti. Annar timi td. London. Niöurteijari með vekjara. Ljóshnappur til aflestrar i myrkri. Vatnsheit, högghelt. Ryðfritt stál. Eins árs ábyrgö og viögeröar- þjónusta. Casio-umboöid Bankastræti 8, simi 27510. tveggja pappirstegunda sem þeir virðast meta meir en blaða- mennskuna sjálfa, — gagnvart blaðamönnum og öðru starfsfólki er meö ólikindum. Hvarvetna i siðuðum löndum myndu t.d. stétt- arfélög blaðamanna hafa gripið til harðra aðgerða til að koma i veg fyrir uppsagnir allt að 25% allra starfsmanna tveggja blaða við slikan samruna. Sameining blaða er ævinlega unnin i náinni samvinnu við alla sem hUn kemur við, starfsfólkið og stéttarfélögin. Þar er erfitt um vik fyrir Blaða- mannafélag Islands. Formaður þess, Ómar Valdimarsson og fréttastjóri Dagblaösins þangað til i fyrrinótt er staddur i Banda- rikjunum til nokkurra vikna dval- ar. Við hann var ekki einu sinni haft samband af hálfu handhafa hlutabréfavaidsins. Það var Helgarpósturinn sem færði hon- um tiðindin i gærdag, en Ómar er geröur aö aðstoðarfréttastjóra hins nýja blaðs að honum for- spurðum. Hvað sem þessar að- farir allar hafa í för með sér fyrir starfsfólk og stéttarfélög er ljóst af fyrsta tölublaöi nýja blaðsins að þótt rauðvfnspressuveggurinn milli ritstjórnarskrifstofa Visis og Dagblaðsins i SiðumUlanum verði felldur niður er talsvert langt I fuilkominn samruna sæðis og eggs. Ekki er einingin betri hjá siamstvibura þeim sem i gær leit dagsins ljós en það, að hið nýja siðdegisblað er með tvær ár- gangsmerkingar, — bæði pabba og mömmu. Hvers á króginn sjálfur að gjalda? A hann engan afmælisdag?... • Mjög alvarleg fjárhagsvand- ræði eru nU sögð steðja að Há- skóla Islands. Eru rekstrarfjár- erfiðleikarnir svo miklir að Guð- mundur Magnússon, rektor mun hafa látið þau orð falla að ef til vill væri ekki annað ráð tiltækt en að loka einfaldlega skólanum. Fundir eru ráðgerðir i öllum félögum innan háskólans um þetta mál á næstu dögum... • Viö verðum að rifa okkur Ut Ur þvi vanafari sem efnahagsað- gerðir okkar eru i, hafa ráðherrar sagt undanfarið. Og eftir helgina veröur gripið til alveg nýrra efna- hagsráðstafana: Brennivin og tó- bak veröur hækkað i veröi. Hækk- un hefur veriö frestaö til þess aö foröa þvi að hUnlendi innii þeirri visitöluhækkun sem verður 1. desember. Af þvi fólk er alls óvant slikum aögeröum bendir Helgarpósturinn lesendum sinum sem nota þessar vörur á að fjár- festa i þeim i dag. Liklegt má telja að hækkunin veröi um 10%... • Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, er ekki alltaf öf- undsverður af ráðherrastól sin- um, ekki sist þegar þess er gætt að hann á ekki alltaf auðvelt með að taka ákvarðanir. En hann er varla bUinn að gera upp hug sinn um næsta virkjunarvalkost og komast að þeirri niðurstöðu að það verði Blanda sem verði fyrir valinu, — kominn langleiðina með aðsætta striðandi sjónarmið þar i héraði, þegar upp ris nýr ágrein- ingur, sem hann kemur til með að þurfa að leysa. Rafmagnsveitur rikisins og Landsvirkjun munu nefnilega vera komnar í hár sam- an um það hvort fyrirtækið eigi siðan að fá að virkja Blöndu þeg- ar þar að kemur og er nU aftur Ur vöndu að ráða fyrir Hjörleif... 0 Margir einkaframtaksmenn- irnir lita nokkrum öfundaraugum á ýmsa snilldartakta Samvinnu- hreyfingarinnar i viðskiptum hennar viö opinbera sjóöi ’og þá einkum byggðasjóð og segja ekki að furða þótt sambandsfyrirtæki getiekki farið á hausinn.Nýjasta dæmið sem við höfum heyrt um þetta er björgun Hraðfrystihúss Keflavlkur Ur gjaldþrotaháska þeim, sem yfir fyrirtækinu hefur vofað um nokkurt skeið. Aðstand- endur fyrirtækisins sóttu sem kunnugt er um 500 millj. gkr. lán Ur byggðasjóði til að rétta Ur kUtnum. Byggðasjóður afgreiddi beiðnina með þvi að veita fyrir- tækinu 300 millj. króna lán en setti það skilyrði fyrir láninu að hlutafé i hraðfrystihUsinu yrði aukið um 200 milljónir. NU var Ur vöndu að ráða. Aðalhluthafinn i hraðfrystihUsinu, Kaupfélag Suð- urnesja.átti ekkert slikt fé hand- bært, enda að reisa glæsilegan stórmarkað i Keflavik um þessar mundir. Reynt var þá að slá lán i Samvinnubankanum en bankinn varð að neita um slika fyrir- greiðslu. Og þá duttu menn niður á snjalla lausn. Kaupfélagið sótti um 200 milljón kr. lán til byggða- sjóðs til að byggja stórmarkaðinn og fékk lánið undanbragðalaust. Þar með gat kaupfélagið aukið hlutafé í frystihUsinu um þessar 200 millj. eins og að drekka vatn og uppfyllt skilyrðin fyrir 300 millj. króna láninu til frystihUss- ins frí byggðasjóði , allt á kostnaö þess sama sjóðs og á 28% vöxtum, hagstæðustu vaxtakjör- um á lánamarkaðinum i dag... Ný verslun Garðastræti 6 marimekko Vefnaðarvara -Veggfóður o.fI. epol Simi 28044 • Áþekka sögu fengum við lika að heyra um byggðasjóð vegna lánveitinga til DjUpavogs sem i kerfinu mun ganga undir nafninu Betlihem um þessar mundir. Þangað hafa runnið ótaldar milljónirnar Ur byggðasjóði að undanförnu til að byggja alltof stórt frystihUs, of stóra höfn og fiskiskipastól, sem fyrirsjáanlegt er að muni þó aldrei getað aflað þess hráefnis sem frystihUsið get- ur afkastað. DjUpavogsbUar sóttu lika um lán Ur byggðasjóði til allra þessara framkvæmda fyrir um það bil tveimur árum að fjár- hæð um 160—70 gmilljónir. Þessi beiðni hefur legið óafgreidd hjá byggðasjóði til skamms tima en á sama tima hefur átt sér stað eignauppfærsla á DjUpavogi i samræmi við verðbólgu um tvenn áramót og allur kostnaöur flogið upp á við. Einhver innanhUsregla mun vera hjá byggðasjóði um að binda lánveitingar byggðasjóðs við um 20% af kostnaði, en á fundi nýlega var ákveðið að lækka þetta hlutfall niður i 17%, jafn- framt þvi sem ákveðið var að verða við beiðni DjUpavogsbUa um lánafyrirgreiðslu. En þeir fengu þá ekki 160 milljónir heldur 480 milljónir, allt vegna eigna- breytinga sem átt höfðu sér stað meðan beiðnin lá óafgreidd hjá byggðasjóði... • UndirbUningur fyrir ára- mótaskaup sjónvarpsins er nU i fullum gangi og eru þrir valin- kunnir grinistar að semja skaup- iö. Það eru Gisli Rúnar Jónsson, sem einnig verður leikstjóri, Randver Þoriáksson og Sigurður Sigurjónsson, en þeir eru allir að- standendur kabarettkvöldanna sem fylla ÞjóðleikhUskjallarann nU um hverja helgi. Upptöku- stjóri veröur hins vegar Egill Eð- varðsson... • Svo gæti farið aö öll kennsla við öldungadeildir landsins legg- ist niður eftir áramótin. Kennar- ar við deildirnar segast ekki vilja kenna eftir þeim samningi sem gerður hefur verið af samninga- nefnd kennara og fjármálaráö- neytinu þvi hann feli i sér hreina launalækkun. Er i bigerð að leggja niöur störf um áramót. Ljóst er að Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra og fyrrum menntamálaráðherra, verður að höggva á þennan hnUt ef hann vill ekki að fullorðinsmenntun I land- inu leggist niður... ' • Ekki verður ófeigum I hel komið. Þetta sannaðist áþreifan- lega hér á dögunum, þegar miö- stöövarkerfiö I félagsheimilinu á Hofsósi sprakk i loft upp og hUs- vörðurinn slapp naumlega. Rétt áður en sprengingin varð hélt hUsvörðurinn tii félagsheimilisins til þess að lækka á miðstöðinni fyrir nóttina. Þegar hann kom að hUsinu ætlaði hann að gripa til lykilsins i vasa sinum, en fann hann ekki. Hann var þó viss um að hann væri meö lykilinn og sneri þvi viö öllu þvi sem i vösum hans var og þreifaði fyrir sér. Loksins uppgötvaði hann að lyk- illinn var kominn inn i fóörið á vasanum, en ekkert fann hann gatiö. Loks uppgötvaði hann saumsprettu efst á vasanum og eftir langa mæðu tókst honum að fiska lykilinn upp. Þetta hafði taf- ið hUsvörðinn talsvert, þvi flýtti hann sér aö opna og gekk siðan rakleitt i áttina aö kyndiklefan- um. Þegar hann átti spölkorn eft- ir ófarið dundi ógæfan yfir. En þar sem lykilleitin hafði tafið hUs- vöröinn slapp hann með skrekk- inn. Það er mál manna, að heföi það ekki verið vegna lykilleitar- innar hefði húsvörðurinn ekki þurft aö kemba hærurnar. Þessu til viðbótar má geta þess, að þeg- ar miðstöðvarketillinn var á sln- um tima settur á sinn stað þurfti að fara með hann inn um glugga á kyndiklefanum. En vegna þess hvað ketillinn var stór þurfti aö brjóta Ur veggnum fyrir neðan gluggann. Gert var við gatið með timbri til bráðabirgða, en fullnað- arviðgerö hafði ekki farið fram. Þetta varð til þess að draga veru- lega Ur þeim krafti frá sprenging- unni sem þeytti hurðinni á mið- stöövarklefanum i áttina til hús- varðarins... • Lista- og skemmtideild sjón- varpsins, mun nú i tvigang hafa óskað eftir þvi að setja á dagskrá nýja myndaflokka án þess að Ut- varpsráð hafi áður haft tækifæri til að kynna sér þá.,Ástæðan var sögð sU, að vegna efnishraks þyrfti að setja þættina strax á dagskrá og ekki gæfist timi til að sýna Utvarpsráði þá áður. 1 öðru tilfelli reyndist hins vegar nýi framhaldsmyndaflokkurinn ekki fáanlegur, þegar á reyndi. út- varpsráð á að hafa gert athuga- semdir við þessa málsmeðferð. Þá á LSD einnig að hafa óskað eftir þvi að fá að fella niður end- ursýningu á biómyndinni þar- næsta laugardag og sýna fræðslu- mynd þar í staðinn vegna þess að ekki væri fyrir hendi gömul bió- mynd til endursýningar. út- varpsráð mun hafa itrekað að það ætlaðist íil að það yrði gömul bió- mynd til þessarar endursýningar eins og ákveðið hefði verið... • Þessi timabæra limra barst inná ritstjórn Helgarpóstsins I vikunni en höfundur vill ekki láta nafns sins getið: 1 tilefni af Video-umræðu á Alþingi 19. nóv. 1981: Þó vitlaust sé þetta Video-son verri er samt Ingvar Gíslason en vitleysan getur versnaö enn betur þvi versturer Friðjón Þórðarson. • Enn fréttist ekkert af viðræð- um Arnarflugs og Iscargó en þó er ljóst að af kaupum Arnarflugs á Iscargó verður, ef Arnarflug ætlar á annað borð að halda i nýju áætlunarleyfin sem það hefur fengið. Astæðan er sU, að Steingrimur Hcrmannsson til- greindi engar borgir i leyfisveit- ingunni til Arnarflugs og hefur hannmeðóformlegum hætti gefið þeim Arnarflugsmönnum það til kynna aö hið endanlega leyfi fái félagið ekki fyrr en það hafi keypt Kristin Finnbogason Ut Ur Is- cargó. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess vegna klausu i sið- asta blaði, að þar var hlutur Oliu- félagsins i Arnarflugi gerður of hár þvi að hann er 17% en ekki 33% og er þvi þriðji stærsti hlut- hafinn á eftir Flugleiðum og starfsmönnum... • HéraðsbUar hafa fengið nýja brU yfir Grimsá. En þegar gamla bogabrúin með krappri beygju og brattri brekku öðru megin og S-beygju hinum megin var loks- ins leyst af hólmi eftir aö nýrrar brúar hafði verið beðiö áratugum saman gekk það ekki andskota- laust. Smiði brúarinnar tól: að visu stuttan tima, hún var hafin i vor og henni lauk i haust. En veg- urinn að brúnni olli dálitlum höfuðverk. 1 fyrsta lagi kom nefni- £ HÚSGAGNA- SíSumúla 4 Sími 31900 y m uivuiuuiu í v_/ii iii v/u Síðumúla 30 Sími 86822 SYNING UM HELGINA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.