Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 8
j-heigac pásturinrL- Blað um þjóömál, listir og menningarmál. utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrímur Gestsson. utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Sími 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 - 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Áskrifatarverð á mánuöi kr. 30. Lausasöluverö kr. 10.- Endurskoö- um borgar- skipulagiö Borgarstjórn samþykkti fyrir nokkrum dögum, að hefjast skyldi handa við nýtt deiliskipu- lag ibúðabyggðar norðan Rauða- vatns. Það þýðir, að næstu byggingasvæði Reykvikinga á eftir Selásnum og Artúnsholti, svæði sem byggt verður á árunum 1985 til ’88, færist enn lengra frá miðju borgarinnar, við höldum áfram að byggja upp steinsteypufrumskóg i anda svefnhverfastefnunnar, sem fyrir löngu hefur verið viðurkennd úr- elt. Reykjavikurborg, eins og hún hefur þróast siðustu tvo áratug- ina, er að verða að skipulags- legum óskapnaði — og það sem hefur ýtt undir þá sérkennilegu þróun, þróun hugsunarleysis, er meðal annars sú staðreynd, að þráfaldlega hefur verið gcngið framhjá ráðum sérfróðra skipu- lagsfræðinga. Helgarpósturinn birtir i dag við tal við Þórð Ben. Svcinsson lista- mann, sem stóð fyrir athyglis- verðri sýningu að Kjarvals- stöðum i nóvember s.l. Þórður bendir þar á hversu ókjósanlegra hefði verið að nýta Vatnsmýrina og flugvallars væðið til ibúðabygginga og tengja það svæði siðan Alftanesinu með byggingu brúar. Nú vill svo til, aö skipulags- fræðingar hafa áður bent á þennan möguleika. Helgar- pósturinn birtir jafnframt i dag hringborðsumræður þriggja kunnra arkitekta, en þeir taka allir undir röksemdarf ærslu Þórðar Bcn. og telja, að suður- þróun Reykjavikurbyggðar hefði verið ákjósanlegri en núverandi austurþróun og hin merkilega dreifing byggðar, sem borgar- stjórnarmenn hafa ýtt á undan sér. Við íslendingar höfum verið að byggja upp höfuðborg okkar og bæi. Það er kannski við að búast, að skipulagning og hönnun byggingasvæöa hafi á stundum orðið til eins og i handaskolum eða fyrir gerræðislegar hags- munaaðgerðir stjórnmálamanna, sem sannarlega virðast ekki hafa mikið vit á skipulagsmálum eða hafa rika tilfinningu fyrir fegurð umhverfis. En það er mál að menn vakni til vitundar um skipulagsmálin og hefji hvetjandi umræður um hið tiibúna um- hverfi, sem við nú erum að byggja og ætlum að byggjá næstu áratugi. Það eru mannvirki sem eiga væntanlega eftir að standa um aldir. Við erum f raun ekki að byggja fyrir okkur sjálf, heldur það fólk scm mun búa i þessu landi I framtiðinni. Flugvallarsvæðið hefur áður borið á góma. Þvi er þá jafnan borið við, að vandfundið muni annað flugvallarsvæði hentugra. Þvier til að svara, að innanlands- flugið getur hæglega fært sig um set, t.d. á Keflavikurflugvöll og reyndar full ástæða til að nýta hinn stóra alþjóðaflugvöll betur. Föstudagur 4. desember 198l' helgarpósturínn Skammdegisvæl af héraði er mikið vetrar- riki hér eystra núna. Fjarðarheiðin hefur verið ófær alla vikuna og þegar ég fórað segja einum sam- kennara minum frá því að Seyðfirðingar væru víst orðnir m jólkurlausir, brást ’ inum yfirfjallið og niður á Seyðisfjörð svo að við get- um keyrt á eftir þeim og keypt þær. Þetta er ósköp asnalegt. Og þó er okkur litil vork- unn ef litið er til aðstæðna Norðfirðinga i' þessum efn- um. Þedr þurfa vesgU að .„róO Austf jarðapóstur f rá Dagnýju Kristjánsdóttur hann hinn versti við og sagðist gjarna vilja skipta við Seyðfiröinga á hvitvin- inu þeirra og mjólkinni okkar. Og i raun er það fáránlegt að vera að bora Rikinu niður á Seyðisfjörð i staöinn fyrir að hafa það hér uppfrá. Héðan liggja vegir til allra átta og birgð- irnar eru meira að segja keyrðar héðan af flugvell- keyra yfir Oddsskarð, gegnum Eskifjörð og Reyðarfjörö, yfir Fagra- dal, hjá Egilsstöðum og yf- ir hinn fræga Alkóhól — ef þeirviljafá sér neðan iþvi. Og auðvitað vilja þeir það. Mérvarsögö saga af dauð- þyrstum Norðfirðingum sem horfðu eitt sinni þung- bUnir uppá kolófært Odds- skarðið annars vegar og fjallið sem skilur þá frá Seyðisfirði hins vegar. en það fjall er þannig að eng- inn kemst yfir það nema fuglinn fljúgandi. NU voru góð ráð dýr. Loks varð það að ráði aö fara bara sjó- leiðina til Seyðisfjarðar — á gUmmibát (!) — og láta það ekki á sig fá þó að veð- ur væru öll válynd. Brenni- vinið yrði hin ákjósanleg- asta ballest i bátinn og ferðin var farin — en ég hef ekki heyrtum að þetta hafi verið leikið eftir þessari fræknu áhöfn á gúmmi- bátnum. \/ib erum nú ekki svona þyrst hér uppi á Hér- aði þó að manni veitti svo- sem ekki af einhverri brjóstbirtu i' öllu þessu myrkri, stórhriðum og kulda. Af kuldanum höfum við þó alla vega nóg. Við höfum nefnilega „kulda- veitu” hér á Egilsstöðum. HUn hefur verið leidd inni flesthUsog vatnið Ur henni kælir vendlega niður ofn- ana i húsunum hér i þrop- inu. Nei — þetta voru nú ýkjur hjá mér,en hitt er alveg satt að hitaveitu- vatnið okkar er varla nógu heitt tifað þvo upp leirtauið með því. Og það er voða- lega kalt í hUsum hér. Þetta venst samt furðan- lega og i hvert skipti sem ég kem suður finnst mér ofsalega heitt heima hjá vinum minum. Og i hvert skipti má heyra ámátleg org innan af klósetti þegar ég ætla að þvo mér uppúr sömu blöndu af heitu og köldu og ég er vön hér eystra og skaðbrenni mig. 0 liklur fg það er ekki von á mikTum Urbótum. Mér skilst að holurnar sem volga vatnið okkar kemur úr séu frekar að kólna en hitt og fyrir þetta borgum við mun hærri f járhæðir en Reykvikingar. t verðlagn- ingu hitaveitunnar hér er sko engin hálfvelgja. Og enn er þó fullt af fólki á svæðinusem verður að hita hús sin með oliu. Það fólk . vinnur ekki fyrir öðru á meðan — og það eru engar ýkjur. Þaðeru þvi margir hérá svæðinu sem hugsa óbliö- lega til ákveðins ráðherra og er hvorki skilningur né umburðarlyndi efst i huga. Manni getur hitnað i hamsi þegar maður hugsar um pólitfskar refskákir og hrossakaup — en það er skammgóður vermir. Enn- þá hafa pólitisk loforð hvorki hitað hús manna né veitt þeim atvinnu. Það min hins vegar Austur- landsvirkjunin gera þegar og ef hún kemst einhvem tima á framkvæmdastig. Þangað til verðum við að trúa þvi að það sé „þjóð- hagslega hagkvæmt” að sökkva strax sem mestu af góðu beitarlandi fyrir norð- an i' óþökk heimamanna. Það hafi algeran forgang. Dagný „Það var Dyr-hó-la-gaaat” UM PÓLITÍSKA FÍKNIEFNANEYSLU F ■ réttastofa rikis- Utvarpsins hefur að undan- förnu hvað eftir annað sætt ámæli fyrir óvönduð vinnu- brögð i fréttaflutningi og verið staðin að verki við rangfærslur á erlendum fréttum. Eitt nýlegt dæmi var rangfærsla á Reuters- frétt. Reutersfréttastofan haföi það eftir Reagan Spurningin var aðeins þessi: Var þetta hagræðing á sannleikanum af yfir- lögðu ráði, þ.e. dæmigerð pólitisk hlutdrægni, eða stafaði þessi rangfærsla af kunnáttuleysi frétta- manna? þ ■ egar ritstjóri Alþýðu- blaðsins leiðrétti þessa Hringborðið skrifa: Heimir Pálsson — Hraf n Gunnlaugsson — Jón Baldvin Hanni- balsson Jónas Jónasson — AAagnea J. AAatthíasdóttir — Sigurður A. AAagnússon — ÞráinaBertelsson Hringborðið Bandarikjaforseta og Josef Luns, aðalritara Atlanzhafsbandalagsins, að þeir hefðu áhyggjur af þvi sem þeir kölluðu vaxandi stuðning við ein- hliða afvopnun og hlut- leysisstefnu i Vestur- Evrópu. Erlendur frétta- skýrandi sjónvarpsins, ögmundur Jónasson, þýddi umrædda frétt rétt. En fréttastofa rikisútvarpsins afbakaði hana rækilega. HUn gerði umræddum valdamönnum upp þá skoöun, að þeir hefðu áhyggjur af vaxandi stuðn- ingi við „málstaö friðar” i V-Evrópu. I Reutersfrétt- inni var ekki stafkrók að finna um „málstað friðar”. „Pacifistar” eru menn sem neita að bera vopn. „Paci- fist sentiment” er stuðn- ingur við afvopnun. Hvort einhliða afvopnun telst stuðla að friði, eða þvert á móti, draga Ur friðar- horfum, er vægast sagt umdeilanlegt, enda snýst öryggismálaumræðan I okkar heimshluta ekki hvað sist um það. En Reutersfréttin lagði að sjálfsögðu engan dóm á það. Það gerði hins vegar fréttastofa rikisútvarpsins. Það er mál Ut af fyrir sig, ef fréttastofa rikisútvarps- ins er þeirrar skoðunar, að rikisstjórnir Vesturveld- anna samanstandi af striösæsingaseggjum — mönnum sem hafa áhyggjur af vaxandi friðarhorfum. En hitt, að bera þessa nafngreindu menn fyrir þviliku sjálfs- mati, —■ það er ekki aðeins fréttafölsun heldur hunda- logik. rangfærslu, gerði hann að sjálfsögðu ráð fyrir þvi, að hér væri um mistök að ræða, — þýðingarvillu. En nU er honum ekki lengur stætt á þeirri skoðun. Fréttastofa rikisútvarpsins brást þeirri skyldu sinni, að leiðrétta mistökin. Og fréttastjóri rikisútvarpsins bætir gráu ofan á svart með þvi að fuliyrða i Helgarpóstsviðtali, að sýnt hafi verið fram á, að þetta hafi verið „ágæt þýðing”. Að sjálfsögðu hefur hvergi verið sýnt fram á það, enda er það ekki á nokkurs manns færi. Svo klykkir hinn vammlausi embættismaður Ut meö barnalegum skætingi um þann, sem til vamms segir — með orðbragði sem minnir einna helzt á þing- fréttaritara Þjóðviljans. f þessu „sómaviötali” við Helgarpóstinn segist Margrét Indriðadóttir hafa verið svo sómakær ,,I gamla daga,” að hún hafi oft gert „hlé á upptökum til þess að leiðrétta fólk eftir þörfum”. Og hún minnist þess ekki að neinn hafi van- þakkað það. Minnug þessara orða hefði henni nú veriö ráðlegast að þakka fyrir vinsamlega ábend- ingu. „Abyrgð fréttamanns er ekki sist i þvi fólgin, að allur þorri manna trúi þvi, að fréttastofan fari með rétt mál...” Hefur Eiður Guðnason eftir núv. frétta- stjóra af öðru tilefni. Og fréttastjórinn heldur áfram: „...Yrði frétta- stofan uppvis að röngum fréttaflutningi, væri ekki lengur neinn aðili i landinu er fólk gæti treyst til óhlut- drægs fréttaflutnings,— en Utvarp eða hljóðvarp er þó sU stofnun, sem nær til flestra landsmanna.” Einmitt. Um það snýst heila málið. Þetta hefði fréttastjórinn átt að leggja sér á minni, áður en hann svaraði rökstuddri og rétt- mætri gagnrýni með þessum kostulega blend- ingi af skætingi og emb- ættishroka H. I dag skrifar: Jón Baldvin Hannibalsson Ivaða þýðingarvilla?” — spyr fréttastjórinn. Sem ég er að festa þessi orð á blað, berst mér upp i hendur eintak af brezka vikuritinu „Economist”. Þar er fréttafrásögn, af viðræðum þeirra Mitter- rands Frakklandsforseta og Reagans Bandarikja- forseta (ein stórfréttin sem fréttastofa rikisútvarpsins sá ekki ástæðu til að koma á framfæri við hlustendur sina) og um afstöðu frönsku rikisstjórnarinnar til öryggismála V-Evrópu og „friðarhreyfinganna”. Þarsegir t.d. orðrétt: „Mr. Mitterrand’s defense policy goes against the prevailing Left-wing grain in Europe these days, and it demonstrates the president’s worry about the spread of pacifism in Western Europe”. — NU vitum við skv. fordæmi, hvernig fréttastofa rfkis- Utvarpsins mundi koma þessari frétt til skila á islenzku: HUn mundi fræöa hlustendur sína um áhyggjur Mitterrands af auknum stuðningi við „málstað friðar” i Evrópu. Þar með væri Mitterrand kominn i hinn friða flokk striösæsingaseggja frétta- stofunnar. Og það væri svo sem eftir öðru um fréttaflutninginn af stefnu franskra jafnaöarmanna á liönu sumri. Eftir valdatöku Mitterrands láðist frétta- stofunni nefnilega að skýra rétt frá staðreyndum um afstöðu hinnar nýju rikis- stjórnar til utanrikis- og varnarmála. Til stuðnings þessari fullyrðingu voru á sinum tima nefnd mörg óvefengjanlegdæmi.Það er hægt að falsa fréttir með öðrum hætti en þeim að rangþýða og rangtúlka fréttaskeyti. Það er lika hægt að stinga fréttum undir stól. Það er eftir- lætisaðferð hinnar „sósial- realisku” ritskoðunar i Austur-Evrópu. Frétta- stofan hefur gert hvort tveggja. Mat fréttastof- unnar á þvi, hvað henni virtist fréttnæmt af orðum og athöfnum hinnar nýju rikisstjórnar jafnaðar- manna á Frakklandi, var i stóru sem smáu hið sama og Þjóðviljans. Fréttamat Þjóðviljans er rammhlut- drægt. En það vita allir menn, og eru þess vegna fyrir fram varaðir við. Sá er munurinn, að fréttastofa rikisútvarpsins gerir tilkall til þess að vera treyst sem óhlutdrægum fjölmiðli. í trausti þess hefur al- mannavaldið i landinu falið henni einkaleyfi — ein- okunarvald. Þegar þvl er ekki lengur að treysta, þar sem fréttastofan er itrekað uppvís að röngum frétta- flutningi, þá er fokið i flest skjól, eins og fréttastjóri réttilega hefur viðurkennt. Þess vegna m.a. ræða menn það i alvöru, að timi sé til kominn að svipta þessa einokunarstofnun einkaleyfi sinu á Utvarps- rekstri. Meirihluti þjóðar- innar er þegar á þeirri skoðun, að svo skuli gert. I^rákelkni fréttastjórans og embættishrokinn sem orð hennar fá ekki dulið, á sér að visu fræg fordæmi Ur sögu islenzkrar blaða- mennsku. Eitt frægasta dæmið er deila Sunnanfara og Þjóðólfs, um Stapagat eða Dyrhólagat, aldamóta- árið, sællar minningar. Sagan er I sem skemmstu máli á þá leið, að Björn i ísafold birti mynd á forsiðu blaðs sins og myndatexta með þar sem sagði að þetta náttúruundur væri Dyrhóla- gat. Myndin reyndist að vísu við nánari skoöun vera af Gatkletti á Stapa. Mistök af þessu tagi geta hent á beztu bæjum, og gaf ekki tilefni til annars en leið- réttingar, hávaöalaust, i næsta tölublaði. En i milli- tíöinni notaöi Þjóðólfur tækifærið til að klekkja á keppinaut sinum og væna þá Sunnanfara um vöntun á landafræðikunnáttu og þjóðrækni. Eftir blaða- mannsvenju þeirrar tiðar (og okkar, að þvi er viröist!) kaus ísafoldar- Björn að forherðast i vit- leysunni: Dyrhólagat skyldi það heita upp frá þvi, hvað sem tautaði og raulaði. Og klögumálin gengu á vixl um „naut- heimsku” og „meðfædda rætni”, (á máli frétta- stjórans núna heitir þetta „ófulinægð þing- setufi'kn” — e.k. pólitisk fikniefnaneysla, eða hvað?) unz almenningi tók að leiðast þófið. Þá var gripið til þess ráðs að leiða fram vitni: Skipstjórar vitnuðu um það á vixl, allt eftir þvi hvar þeir stóðu i pólitik, að myndin væri af Stapagati, — nú eða Dyrhólagati, og sóru við siglingareynslu sína og sjómannsheiður. Loks kom að þvi að „sæmilega virtur en nokkuð grannvitur og montinn skipstjóri” bar staðfastlega vitni um það i Þjóðölfi að myndin væri sannanlega af Stapagati. Skömmu seinna álpaðist kallinn til að hafa vista- skipti i pólitikinni og vitnaði þá gegn sjálfum sér i ísafold um að vist væri myndin af Dyrhólagati. Upp frá þvi breyttu deil- urnar um farveg og snerust eftir það að mestu um greindarstig og mannorð hins „grannvitra skipstjórnarmanns”. — Sá eftirmáli fylgdi sögunni að 12 árum siðar festi Guð- brandur Jónsson kaup á myndamótasafni ísa- foldar-Björns, um það leyti sem hann var að byrja búskap i blaðamennsku. Varð þá fyrir honum myndin fræga. Hann lyfti henni upp og missti Ut Ur sér með brosi á vör: „Þarna er hún þá, þessi margfræga Stapagats- mynd”. Björn i Isafold tókst allur á loft af geðs- hræringu, baröi sig utan og hreytti Ut Ur sér: „Það var Dyr—hó—la—gaaaat” ^Jr þvi sem komið er verður þvi ekki breytt, að þýðingarvilla fréttastof- unnar veröur eins konar dyrhólagat á blaðamanns- ferli fréttastjórans. Burt séö frá öllum staðreyndum mun hann áreiðanlega, 12 árum héðan i frá, segja eins og Isafoldar-Björn forðum: „Hvaða þýðingar- villa?” — þrátt fyrir allt blaðrið um _ f jölmiðlabylt- inguna hljo'ta menn aö beygja sig fyrir lifsreglu hinnar þjóðlegu lyndisein- kunnar, sem náð hefur æðstu fullkomnun i þrjózku sauðkindarinnar. —JBH

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.