Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 9
hnlrjarpri^tl irinn Föstudagur 4. desember 1981 9 ÚR HEIMI VÍSINDANNA Umsjón: Þór Jakobsson Aveitur — fornleifar í Arizona Vatnið setur svip sinn á jörð- ina. Það þekur þrjá fjórðu af yfirborði jarðarinnar og mynd- ar úthöfin. Það skiptir um ham og svifur langt eða skammt um himinhvolfin i gervi ósýnilegrar vatnsgufu, breytist i dropa, ský og regn. Sumt af þvi tekur sér aldalangar hvildir í jöklunum uns það skriður i sjó fram og skilar sér heim til úthafanna á ný: hátignarlegur borgarisjak- inn brotnar í mola og bráðnað vatnið heldur af stað í aðra ferð, einn hringinn enn. Vatnið er alls staðar, það fossar, streymir, kyrrist, gufar upp og fellur, færist i ýmsar áttir, ilt og suður, upp og niður, hátt yfir höfðum oWcar, langt niðrf dimmum djúpum. Vatnið gerir gagn á ótal vegu. Við eigum þvflifið að launa. Lif- ið, örverur, plöntur, dýr og menn; öllþurfúm viðvatnog er- ummeira að segja vatn að vissu marki. Og vatnið ræður meiru um menningu og lifshætti en valdamenn þjóðanna allir til samans. Veðurfar, lifsskilyrði dýra i sjó og á þurru landi, vel- liðan mannanna fer eftir vatn- inu. Er það kalt eða heitt, nóg, of eða van? Já, of eða van. Það er nefni- lega ekki rétt, að vatnið sé alls staðar. Sums staðar háttar svo til, að litið sem ekkert regn fell- ur til jarðarað jafnaði, landið er þurrt og eyðimerkur myndast og haldast við. Gróður er af skornum skammti og dýrálif fáskriiðugt. Lengi, lengi hafa slik lands- svæði ekki þótt girnileg til bú- setu. Svalandi vatnið för i far- vegum um sólbrennd löndin á leið sinni frá regnsælum upp- tökum viðs fjarri. Menn sóttu vatn i lækinn, báru það burt i ilátum, smáum og stórum. Þeir báru það langt eða skammt, þeirskiptu þvi með sér i sáttog samlyndi eða börðust um það með hnúum og hnefum. Smám saman tóku menn að veita vatni viðar en það rann af „sjálfu sér”. Jörðin huldist gróðri og menning tók að blómstra þar, sem áður var ólift. Forn-Egyptar notfærðu sér árstiðabundin flóðin i Níl, en annars staðar var vatninu fleytt áfram án slikrar hjálpar af náttiirunnar hendi. Fyrir meira en fjögur þúsund árum höfðu menn grafið áveituskurN, byggt stiflur og jafnvel litil stöðuvötn. Reglur um vatnsmiðlun má finnaílögbók Hammúrabis frá þvi um árið 2000 f.Kr. Vatns- veitur voru gerðar i Perú fyrir daga Inkaveldisins. Þannig mætti lengi telja. Hohokam-vatnsveitan: Ixing og langlíf Nýlega hafa bandariskir forn- leifafræðingar greint frá stór- merkilegum fornleifagreftri i Arizona i Bandarikjunum. Upp- gröfturinn fór fram á vegum þjóðminjasafns Arizona-rikis á árunum 1973 til 1978. Viöáttu- mikið áveitukerfi Indiánaþjóðar að nafni Hohokam var grafið upp og kannað. Vatnsveita þessi var byggð á timabilinu 850 til 1450 (e.Kr.) en vitaðerum aðr- ar miklu eldri. A loftmyndum frá ýmsum timum undanfarin 50 ár mótar greinilega fyrir hundruðum áveituskurða,þar á meðal nokkr um . þeirra, sem nú hafa verið grafnirupp. Rannsóknir þessar bregöa ljósi á áveitutækni og þjóðfélag Hohokam-indiánanna. Með framkvæmdum nýrri tima, byggingu húsa og vega, háhýsa og hraðbrauta, hefur mikið af þessum dýrmætu menjum eyði- lagst, en enn má finna óskemmda skika sem bera vitni um blómlega fortíð staöarins. Hohokam-þjóðin bjó um mið- bik Arizona frá þvi um 300 f. Kr. til 1450 e. Kr. Alllengihafa menn vitað um leifar frá fyrri tímum á þessum slóðum og fyrir tæp- um 100 árum var gerð fræðileg rannsókn á staðnum. Við svo- nefnda Saltá mátti greina leifar af skurðum um þveran og endi- langan dalinn. Skurðir af stærra tagi voru samtals um 500 km á lengd og minni skurðir um það bil 1600 km („hringvegurinn” er 1450 km). Nú er mest af verksummerkjum þessara heillandi mannvirkja horfið. Aðeins 10 km hafa lifað af upp- bygginguna umhverfis Phoenix, höfuðborg Arizona.og jarðrask á stórbúum nútfmans. Stjórnleysi: Vatnið þornar Skurðir þeir, sem fornleifa- fræðingar gátu rannsakað sl. áratug voru mældir og gerð hafa verið kort yfir áveitu- kerfið. Þverskurður skurðanna er ýmist U-laga eða V-laga. Skurðirnir eru misbreiðir, frá þvi um metri á breidd og allt að 10 metrum á breidd. Einnig eru þeir misdjúpir, sumir hafa að- eins verið um hálfan metra á dýpt, en þeir dýpstu um þrir og hálfur mrtri. Kerfið var þvi mismunandi þéttriðið net ólikra skurða. En margsinnis hefur 'vatnsveitan skemmstaf ýmsum ástæðum og verið endurbyggð stundum með öðru sniði. Við sjáum fyrir okk- ur iðnar hendur Hohokam- mannanna við mokstur og hleðslu. Við imyndum okkur skeggræður um skipulagið. Þaö er stritað og glaðst að loknu verki. Mikil flóð verða stundum i landinu þau hrifa allt laust með sér, rifa upp leir og mold og fylla skuröina. Það er hafist handa á ný. Kynslóðir koma og fara,forfeðumir gleymast flest- ir, en sögur um vatn og veitur eru sagðar mann fram af manni i þúsund ár — þar til nú að allt er gleymt. Talið er að áveitumenning þessi hafi liðið undir lok vegna þess að slakaö var á heildar- stjórn á vatnsmiðlun i héraðinu. Vatnsdreifingin varð ójöfn og gróðurinn tók að skrælna. Landið lagðist i eyði. VETTVANGUR r I grein um Innhverfa fhugun, sem birtist i siðasta Helgarpósti eru tilvitnanir i viðtal sem Þor- grimur Gestsson blaðamaður átti við mig. Sumsstaðar leggur hann mér heilar setningar I munn, aðrar mistúlkar hann. Hér á eftir fer leiðrétting á þvi meinlegasta. 1) 1 greininni stendur og á að vera eftir mér haft: „Það hefur verið sannað að klukkustundar ihugun jafngikii sex tima venjulegum svefni”. Þessi orð hef ég aldrei mælt, enda eru þau út i hött. Að minnsta kosti án frekari skýr- inga. 2) „Heimspekin sem liggur að baki Innhverfri ihugun á uppruna sinn í indverskri heimspeki, sem var gleymd i þiísundir ára þar til Maharishi Mahesh, indverskur yogi,endurvakti hana og aðlagaði að einhverju leyti vestrænni heimspeki og hugsunarhætti”. Sú heimspeki, sem „liggur að baki” Innhverfri ihugun er vedisk heimspeki (sem ég forðaðist að nefna svo þvi blaðamaðurinn hafði aldrei heyrt það orð nefnt.) Réttara væri þó að segja að Innhverf fhugun sé hagnýtur þáttur vediskra fræða. Ofan- greind setning er túlkun blaða- mannsins á eftirfarandi stað- reyndum : a) að uppruni vediskra fræða er forsögulegur. íhugun b) að Maharishi er einn af túlkendum vediskra fræða. c) að túlkun hans er gerð i ljósi vestræns hugsunarháttar. 3) 1 myndatexta eru mér lögð þessi orð i munn „Innhverf ihug- un er skemmtilegasta heimspeki sem ég hef kynnst”. Það ætti nú að vera ljóst af greininni að Innhverf ihugun er ekki heimspeki. Þessi ummæli eiga hins vegar við um túlkun Mahirishi á vediskri heimspeki. Frekar vildi ég þó segja að sú tUlkun sé makalaus. Að lokum er það ósk min að umræða um Innhverfa ihugun og vedisk fræði snUistfrá þviað vera yfirboröskennt tal um „flug”, „bitlajóga” eða „patentlausn” uppi það að vera raunhæf um- ræða um þann kost á þekkingu á manninum og möguleikum hans, sem vedisk fræði kynnu að veita. Reynsla min af þeirritækni, sem gengur undir nafninu Innhverf ihugun— Siddhi er mér einföld og látlaus afsönnun á þeim sjálf- gefna veruleika sem samtima menning ætlar okkur aö kyngja. Þegjandi. Ari Halldórsson. Athugasemd bladamanns Ari Halldórsson las umrædda grein um innhverfa ihugun i handritiog fórfram á að nokkrar breytingaryrðu gerðar á ummæi- um sem voru eftir honum höfð. Auk þess benti hann á nokkur atriði sem ekki voru höfð eftir honum en að hans mati væru rangtúlkanir eða villandi. Blaða- maður fór eftir öllum þessum óskum og ábendingum, og Ari samþykkti breytingarnar. Sé umrædd grein enn yfirborðs- leg er það eingöngu um að kenna yfirborðslegum upplýsingum Ara. Og sé eitthvað það lagt hon- um i munn sem hann hefur aldrei sagt hafði hann fulla möguleika á að leiðrétta það timanlega. Asökunum Ara Guðmunds- sonar er þvi visað á bug i heild sinni. Enn um Innhverfa

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.