Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 10
10 G ætið ykkar á glögginu... Nú held ég veröldin sé endanlega komin á haus. Hingað til hefur maður þógetað gengið aö vissum staðreyndum visum, svo sem eins og innihaldi orðanna „hægri” og „vinstri”, „strið” og „friður”, „langur” og „mjór” o.s.frv. Nú er það ekki lengur hægt. Hugsið um þetta. Hér um daginn kom einhver úr pólitikinniog hélt þvi fram opinber- Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni lega, aö það að vera ihald, væri að vera vinstra megin i stjórnmál- um, en róttækir væru þeir sem væru hægra megin og gott ef ekki lika þessir sem eru i kratinu. Nú segja nokkrir úr hópi hinna vel upplýstu og greindu stjórnmála- ritstjóra.aðþegarhundruð þúsunda manna iEvrópu fara út og efna til funda um friðinn, heimta frið og niðurfellingu kjarnavopna, þá sé það i raun að æsa til ófriðar og kalla á Rússann. Ég vissi reyndar að Rússagrila er máttug og henni leggst margt til. En friðargöngur? Er ekki reglan einföld? Maður fer út á stræti og torg með skoðana- bræðrum og vekur athygli á brýnum málstað? Merkir það i rauninni eitthvað allt annað? Nú á dögum eru verkföll góð og gild, ef þau eru i Póllandi, en óþjóö- holl, já hættuleg í flestu tilliti, ef þau eru á Islandi. Ég held ég fari og fái mér jólaglögg. Þetta glögg, sem fólk er farið að drekka ótæpilega allan desember- mánuð fram til jóla, er drykkur gerður úr hituðu rauövini ásamt ýmsu kryddi og ávöxtum. Ég viðurkenni, að það er hressandi i skammdegismyrkri og kuldum, að fá sér svo sem eitt staup. En ég erekki viss um að drykkurinn efli skilning á heimspólitik. Glöggdrykkja er skandinaviskur siöur, sem allt i einu hefur skotið hér rótum. Hugsið um það. Sænska mafian er sistarfandi og leiöir hennar eru órannsakanlegar. Ég fer ekki lengra út i þetta — aðrir og mér snjallari fréttaskýr- endur ættu samt að rannsaka þetta mál. Tveir kafbátar fyrir austan land? Þaö er greinilega ekki tekið út með sitjandi sældinni að vinna hjá Varnarliöinu. Hvernig skyldu þeir annars vita að þeir eru rússneskir? Er ekki hugsanlegt aö þeir séu sænskir? Föstudagur 4. desember 1981 Skákþraut Svo hefur veriö ráð fyrir gert aö eftirleiöis veröi skákþættir i blaðinu aðra hverja viku, en skákþrautir hina vikuna, handa lesendum aö spreyta sig á. Af þeim sökum er ekki úr vegi að ræða svolltið um skákþrautir. Margir skákmenn fara alveg á mis við skákþrautir, telja þær of ólikar tefldu tafli til þess aö gaman sé að þeim eða hafa af einhverri ástæðu eöa hreinlega ástæðuleysi aldrei byrjað á þvi að glima við taflþrautir — og svipt sjálfa sig margri ánægju- stund á þann hátt. Viö skulum þvi reyna að brúa bilið yfir til skákþrautanna. Upphafið Enginn efi er á þvi aö skák- þrautir eiga rætur sinar til tefldra skáka að rekja. Menn hafa geymt i minni falleg eða sérkennileg tafllok, hafa skrifað þau niður og þá stundum snyrt þau i leiöinni, sleppt þeim mönnum er ekki komu beinlínis við sögu. Elstu ritaðar skákþrautir eru ævagamlar. Við skulum lita eina arabiska. Heimild min tel- ur hana tiu alda gamla. Þótt við trúum þvi varlega, er vist að hún er ævaforn. Hvitur á leik og krafan er að hann vinni. t raun getur hann mátað i fimmta leik: 1. Hh7+ Kg8 2. Rf6+ Kf8 3. e7+ Rxe7 4. Hf7+ Rxf7 5. Re6 mát. Litum aðeins á lokastöðuna á annarri mynd: Þetta er eftirminnileg staða: riddararnir fjórir i hnapp og kóngurinn mát! Þessi staða ber ýmis einkenni fyrstu skákþrautanna: svartur hefur ofurefli liðs og hvitur er i svo mikilli neyð aö ekki dugar minna en kylfuhögg i hverjum leik, ella verður hann mát. Reyndar hættir þeim sem eru að byrja að fást við skákþrauta- samningu til hins sama enn i dag. En af þessum sökum myndi þessi þraut ekki fá háa einkunn hjá dómurum á vorum dögum. Lausnin myndi þykja full harkaleg: hvit er nauöugur einn kostur að skáka i hverjum leik vegna þess að mátið vofir yfir honum, en svartur á aðeins eitt svar hverju sinni. Hér kemur svo önnur þraut litlu yngri en miklu nær nútimanum aö allri gerð. Hér á hvítur yfirburði og hlýt- ur að geta mátað fljótlega, en krafan er að hann geri þaö I öðr- um leik. Sem stendur getur svartur borið riddarann fyrir, hvorum megin sem hvitur skák- ar. Einfalt er að máta i 3. leik, t.d. 1. Hh8+ Re8 2. Hf8 Kc8 (honum er nauðugur einn kost- ur) og 3. Hxe8 mát. Grófari leið aðsama marki er 1. Had7+ Ke8 (eða c8) 2. Hxd6 og Hd8 mát. En i öðrum leik? Lausnin er 1. Hhg7 sem er laglegur leikur frá sjónarmiði fagurfræðinnar, hrókarnir eru nú samhverfir um miölinuna sem kóngarnir og riddarinn standa á. Nú á svartur tiu leiki, en hvitur getur alltaf mátað i næsta leik. Ég eftirlæt mönnum að rekja þetta sjálfir, nefni að- eins 1. - Rf7 2. Hg8 mát, sem sýnir hvers vegna hrókurinn þurfti að flytja sig um set. Hvitur á að máta i öðrum leik. Skákdæmiog tafllok Skákþrautir greinast i tvo að- alflokka: skákdæmi og tafllok. 1 skákdæmi er þess krafist að mátaö sé i tilteknum leikja- fjölda, oftast I 2. eða 3. leik, en stundum eru leikirnir fleiri. 1 tafllokum er krafan annað- hvort: hvitur vinnur eða hvitur heldur jafntefli. Alltaf er gert ráð fyrir að hvitur eigi leik. Tvær frumkröfur til þessara þrauta eru að eigi sé nema ein leið til lausnar og að staðan hafi getað komið fram I tefldri skák. Auk þess má gera ráð fyrir aö ekki séu fleiri menn á borði en nauðsynlegt er: hver maður hafi ákveðnu hlutverki aö gegna. Það þykir kostur aö lausnin sé ekki auðfundin. I skákdæmi kemur sjaldan fyrir að lausnarleikurinn sé leikur sem manni dytti i hug að leika i tefldri skák, til dæmis er ólik- legt að hún hefjist á þvi að mað- ur sé drepinn eða kóngi skákað, þótt aö visu séu til undantekn- ingar frá þessu. Enda er það svo aö þegar menn finna ótrúlegar leiðir til jafnteflis eða vinnings I tefldu tafli eru leikirnir oft kall- aöir próblem-leikir, skákdæma- leikir. Skákdæmin hafa smám saman fjarlægst teflt tafl og lúta sinni eigin fagurfræöi, en þó eru ýmsar hugmyndir þar komnar beina leið úr tefldu tafli. . Tafllokin liggja nær tefldu tafli. Þar er ekki alltaf vist aö fyrsti leikur lausnarinnar sé erfiður, stundum hefst lausnin á eðlilegan hátt, en siöar kemur einhver snúningur sem erfitt er aö koma auga á. Ýmsir kunnir taflmeistarar hafa fengist við samningu skák- dæma, en þó er hitt algengara aö þeir fáist við gerð taflloka og mjög margir glima við þau til þess að æfa sig i endatafli. Enda þótt upphafsstöður i skákdæmum séu stundum all- fjarri þvi sem liklegt er að komi fram i tefldu tafli og fæli þannig suma skákmenn frá, er hitt lika algengt að staðan sé eðlileg. Viö skulum lita á eitt dæmi um það. Mát I öðrum leik. Weenink Hér er lausnarleikurinn ofur eðlilegur: 1. Dc4. Hvitur hótar nú máti i næsta leik: 2. Dxc7 mát. Svartur þarf aö verjast þvi. Hann á þrjá möguleika: a) 1. - Bc6. En nú stendur biskup- inn i vegi fyrir peöinu og hvitur getur mátað með 2. Db4. b) 1. - c7-c6. Nú stendur peðið i vegi fyrir biskupnum og hvitur getur mátað með 2. Dd4 c) 1. c7-c5. Nú tekur peðið reit frá kóngnum og hvitur mátar með 2. De6 Tvö fyrri mátin eru hrein: hver grannreitur kóngsins er valdaður einu sinni en ekki oft- ar. Þau eru lika sparneytin: all- ir menn hvits eiga hlut að þeim. Slik mát eru kölluö módeimát. Dæmið er i heild ágætt dæmi um sparneytni, höfundur notar ekki fleiri menn en nauðsynlegt er. Spilaþraut helgarinnar S AG4 HKD74 T AK84 L G2 S KD10973 S 8652 H 92 H 6 T 7 T 10953 L A1085 L D976 S----- H AG10853 T DG62 L K43 Suöur spilar sex hjörtu. Vest- ur byrjaði sögn á einum spaða. Hann lét Ut spaða kóng. Ráðning: 'uinpuiiq j uu;iejje3 BQeds i ddn epds qb uueq jnQjaA go uuisp ejne[ 9 uui Qejids iA(j jo uinuoR nn 8o nSuiuuojp eQeds pues? se ejnei egio uniu Jojsoa isoS ejnej So eQeds i isoS So s? njo nuiQjoq i uiijds pf j(j njsnQis nui -Qjoq i tuui bqjoa qb ssoö[ jpæS So iSeis[n8ji ejpfj ubqis ‘unijqrq I[o jm(a} ‘uui3e[s ja<J jeduiojj uubr 'iunjnei uiioaj umi|0[ qb uueq jedej qcj ‘ijne[ nsm[ So uinus? qoui jnQns iijex — Friðrik Dungal.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.