Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 13
13 healrjrirpriczti irinn Föstudagur 4. desember 1981 Jólaglöggið komið aftur á Esjuberg Veitingastaöurinn Esjuberg er eins og alltaf áöur veröur margt farinn aö hugsa til jólanna, og um aö vera þar á aöventunni, auk Jólaskreytingarnar sjálfir. sem kaupmenn viö hluta Laugavegs komu upp HLUTI LAUGA- VEGS KOMINN í JÓLABÚNING Eittaf þvi, sem setur jólasvip á borgina, er lengdur opnunartimi verslana, og eins og undanfarin ár verður svo einnig nú. Opnunartimi verslana i desem- ber, umfram hinn heföbundna verslunartima, verður sem hér segir: Laugardaginn 5. desember er öllum verslunum heimilt að hafa opið til kl. 16. Laugardaginn 12. desember er heimilt að hafa opið til kl. 18 og laugardaginn 19. desember til kl. 22. Að venju verðursvo heimilt aðhafa opið til kl. 23á Þorláksmessu. A aðfanga- dag og gamlársdag verða versl- anir opnar til kl. 12 á hádegi. Vegfarendur um miðjan Laugaveg hafa tekið eftir þvi, að nú er búið að hengja jólaskreyt- ingar yfir götuna á svæðinu frá Frakkastig að Vatnsstig. Það eru kaupmenn á þessu svæði, að frumkvæði Arna Jónssonar i Kúnst, sem hafa sjálfir komiö þessum skreytingum upp, en Raf- veitan leggur til rafmagnið i ljös- in endurgjaldslaust. Að sögn Ama Jónssonar er þetta liður i þvi' að lifga upp á gamla bæinn og mynda þar jóla- stemmningu, en þess háttar skreytingar hafa legið niðri i mörg undanfarinár. Sagðist Arni vona, að þetta frumkvæði yrði til þess, að meira yrði gert af þessu á næsta ári, en hann sagðist ekki vita um kaupmenn á öðrum svæðum, sem hefðu i hyggju að koma upp svona ljósaskreyt- ingum. Að þessu sinni er ekkert um greni i þessum skreytingum, heldur er skrautiö úr krossviðs- plötum. Er það gert til þess, aö þau þoli betur veður. „Ég er ákaflega glaöur yfir, aö allir skyldu vera með i þessu á svæðinu”, sagöi Arni. Það er vonandi að fleiri taki þessa kaupmenn sér til fyrir- myndar og setji upp svona skraut, þvi ólikt veröur skemmti- legra að gera jólainnkaupin i allri ljósadýröinni. Það rikti jólastemmning, þegar jóladagskrá Esjubergs var kynnt fréttamönnum. þess sem staöurinn veröur fagur- lega skreyttur. Það, sem helst mun bera þar til tiðinda, er matarkynning frá Sláturfélagi Suðurlands. Hún verður sunnudaginn 6. desember og verða þar kynntir margs konar jólaréttir. Stendur kynningin all- an daginn. Þann dag kemur svo Barnakór Tónlistarskólans i heimsókn og syngur jólalög fyrir gesti. Sunnudaginn 13. desember verður danskt jólakvöld á Esju- bergi, ásamt ostakynningu frá Osta- og smjörsölunni. Þá kemur barnakór úr Kópavogi og syngur jóla- og aðventulög. Ekki má gleyma hinu vinsæla jólaglöggi og piparkökunum, en slikt geta gestir fengiö á hvefjum degi á aðventunni. En það eru ekki bara kórarnir, sem skemmta gestum Esjubergs i jólamánuðinum, þvi Graham Smith fiðlari og Jónas Þórir or- gel- og pianóleikari munu leika þar og i Skálafelli á hverjum sunnudegi, og á 2. dag jóla. Það er ýmislegt annað að ger- ast á Hótel Esju um þessar mund- ir, þvi nú standa yfir miklar breytingar á fyrstu og annarri hæð hótelsins. Austurhluti fyrstu hæðarinnar veröur innréttaður og munu ýmis þjónustufyrirtæki hafa þar aðsetur i framtiðinni, svo sem rakarastofa og smærri versianir. Þá er verið að gera aðra hæðina betur úr garði fyrir samkomu- og ráöstefnuhald. . Loks skal svo geta nýjungar, sem sjálfsagt á eftir að verða mjög vinsæl, en hún er sú, að þau brúðhjón, sem halda veislu sina i Skálafelli,fá ókeypis gistingu i svitu hótelsins á brúðkaupsnótt- ina sjálfa. Er ekki að efa að marga fýsir að gista þar þessa skemmtilegu nótt. Alþýöuleikhúsmenn bregöa sér i jólasveinabúninginn um þessi jói og skemmta börnum og fuilorönum. Alþýðuleikhússjóla- sveinar aftur á kreik Nokkrir félagar úr Alþýöuleik- húsinu hafa undanfarin þrjú ár brugöið á kreik um jólin, i jólasveinabúningum og öörum græjum, og veröur svo enn fyrir þessi jöl. Aö sögn Asu Ragnarsdóttur, sem er i hópnum ásamt Emil Guðmundssyni, Helgu Thorberg og EIvu Gisladóttur, eru þau meö fjörugt og skemmtilegt prógram fyrir hvers konar jólaböll. Efniö sem ja þau sjálf og er verið aö æfa það um þessar mundir. Asa sagði, að þessu hefði verið feykilega vel tekið undanfarin ár, og er ekki að efa að svo verður einnig nú, en ekki vildi Asa segja neittum efni prógrammsins, sem nú er i smiðum. Fyrirtæki og félagasamtök verða bara að panta hópinn og kynnast þvi af eigin raun. t fyrra tók hópurinn upp á þeirri nýbreytni að hafa jóla- sveinana i sauðalitunum, en það reyndist ekki mjög vinsælt hjá börnunum. I ár verða þeir þvi klæddir hinum hefðbundnu jóla- sveinalitum, rauðu og hvitú. Þeir sem hafa áhuga á að fá jólasveina Alþýöuleikhússins á jólaböllin geta náð sambandi við þá i simum 19567, 20050 og 15185. Góða jólaskemmtun. —GB Nýkomið úrval af glæsilegum kjólum, drögtum, buxnadrögtum m/pilsi, kvartjakkar og kápur. Stærðir 42 - 56. í jólahorninu okkar höfum við mikið úrval af jólaskrauti, m.a. ný- tískulega aðventukransa, jólakúlur, ýmisskonar handgert bastskraut og margt, margt fleira. í ullarhorninu er mikið úrval af hvers konar ullarfatnaði svo sem handprjónaðar peysur frá 320.00 kr.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.