Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 4. desember 1981 _Jie/garpásturinrL Tvær góðar úr jólaplötuflóðinu Purrkur Pilnikk — Ekki enn Purrkur Pilnikk er óneitan- ur eftir. Og það er ekki litið skrefið sem Purrkurinn hefur tekið á þessum fáu mánuðum á lega eittþað merkilegasta sem fram hefur komið i islenskri ný- bylgju á þessu ári. Undir mott- óinu „málið er ekki að geta, heldur gera” var hljómsveitin, stofnuö ívor af fjórum reynslu- litlum tónlistarmönnum og. innan fárra daga höfðu þeir' hrist frammúr erminni þræl- skemmtilega og frumlega 10 laga smáskifu, Tilf. Á Tilf var það afrakstur reynsluleysisins sem kom mest á óvart, en á nýrri breiöskifu Purrksins, Ekki enn, er fram- fórin þaðfyrsta sem maður tek- milli platnanna, sérstaklega þegar haft er i huga aö hljóm- sveitin var ekki einusinni starf- andi stóran hluta þess tima. Purrkurinn getur vel það sem hann er að gera. Ég býst þó við aö mörgum þyki Ekki enn óaðgengileg, jafnvel fráhrindandi, við fyrstu hlustun. Bæði eru lögin (17) flest stutt og hröö og nokkurn ti'ma tekur að átta sig á textablaöinu, þarsem textarnir eru hljóðrit- aðir i bókstaflegri merkingu þess orðs. En þetta eru þó kannski frekar kostirplötunnar, en ókostir. HUn verður nefnilega æ betri eftir þvi sem oftar er á hana hlustað og karakter hvers lagskemur beturi ljós. Auk þess er textaframburður Einars i flestum tilfellum það skýr að hijóðskriftinætti ekki að vefjast fyrir neinum þegar frammí sækir. Purrkur Pilnikk og Ekki enn verða ofarlega á blaöi þegar nýbylgja ársins verður gerð upp. Mike Pollock — Take Me Back Hér fáum við að kynnast trúbadúrnum Mike Pollock. Af 11 lögum plötunnar eru aðeins þ’jú þarsem fleiri hljóðfæri koma við sögu en kassagitar hans og rödd. Og það er ekki hægt að segja annað en að Mike sé ágætis trúbadúr. Sem söngv- ari kemur hann þægilega á óvart, rödd hans virðist vera sem sniðin fyrir svona tónlist, — það er helst þegar áhrifin frá Mick Jagger koma of sterkt i ljós að maöur er ekki nógu ánægður með hana. Kassagitar- leikurinn er einfaldur eins og vera ber, bakkar röddina vel H>p, en er þó á köflum helsttil flatur fyrir minn smekk. Lögin eru flest nokkuð góð, samt ekki frumleg, — besta lagið þykir mér What’s Real?, sem er reyndar eina rokklagið á plöt- unni. Textarnir eru etv. sterk- asta hlið Mike,hér eru bæði fall- egir ástartextar og beittir ádeilutextar. Athyglisverðasti textinn er Our Song, sem virðist vera uppgjör við Bubba Morthens: „You like to paint, the whole world black/You like to take, without giving back/You like to bathe, in the spotlight/Surrounded by yes men, both day and night// A Juggler with words, void of solutions/Always crying about the shape You’re in/If I try to say my opinion/You say that I’m acting just like a Child”. Andir og Hin örvandi hönd „Það er þó kostur við þessi is- lensku nútimaverk, að þau eru stutt”, sögðu ýmsir tónleika- gestir um Tengsl Atla Heimis og kiarinettkonsert Askels Más- sonar hjá Sinfóniuhljómsveit- inni siðustu tvö skipti, þ.e. 19. og 26. nóv. Þeim hinum sömu óar þá liklega við að sjá Atla hóta þvi óbeint að setja saman e.k. langa sinfóniu úr fjórum verk- um eftir sig skyldum Tengslum. Askell er ekki enn kominn með sama stórveldishroka og lætur sér nægja meöaldrægar flaug- ar. Það er nú svosem auövitað, að við múgamenn þurfum að heyra slungin verk nokkrum sinnum til að vita, hvort okkur muni nokkru sinni finnast nokkuð um þau. Nú hefi ég heyrt Tengsl a.m.k. einu sinni áður ásamt skyldum verkum eftir Atla, og trúið mér: þetta venst. Það er tónskáldinu varla að skapi, þvi að þess dómi þarf músik vist hvorki að vera falleg né skemmtileg. Aðalatriðið er að hendur hún veki viðbrögð, þó ekki væri nema leiðindi, en enn betra er þó að fá baul. Annars er maöur farinn að þekkja Atla úr öðrum nútimaskeranda, og það er reyndar auöheyrt, að hann kann meira fyrir sér tæknilega en As- kell. En þessi verk segja litið um andriki þeirra tveggja, og báðir hafa þeir samið gullfalleg smáverk, sem unun er á að hlýða. En þviumlikt fullnægir vist ekki þeirra innra metnaði einsog áöur sagði. Einar Jóhannesson lék frá- bærlega á klarinettið hvað sem ööru leið. Askell tileinkar verkið foreldrum sinum. Mér kom þó föðuramma hans meir i hug, þegar dálitill gusugangur var i stykkinu. Mikið var hún reið við mig, blessunin, þegar ég kom heim frá Tékkó haustið 1968 og fór að tala illa um Rússa. Aðrar hendur A fyrri tónleikunum lék auk þess Michael Ponti 3. pianókon- sert Prókofféffs. Þetta er glannalega skemmtinn konsert einsog við er að búast frá þeim ágæta Sergei, sem virðist fyrir- munað að geta komið nokkru leiðinlegu frá sér og hefur kannski aldrei ætlaö að ástunda það. Og Ponti er sannkallaður eldglæringamaður, sem á sér varla marga lika nú um stundir. Meðferö hans á aukalaginu La Campanelia eftir Paganini- Liszt gerði ekki annað en stað- festa það álit. —Loks lék hljóm- sveitin undir stjórn Reinhards Schwarz Rinarsinfóniuna (nr. 3) eftir Robert Schumann.Þetta fallega verk var vel spilað, en verkaði næstum þvi sem vöggu- visa eftir lætin i Atla og Micha- el. Seinni tónleikunum stýrði Gabriel Chmura frá Póllandi— Israel. Það var góð stjórn og betri en i báðum þeim löndum. Tragiski forleikurinn eftir Brahmsbar nafn með rentu og komst ágætavel til skila. Ekki var sveitin siöri á töltinu i Inn- gangi og tilbrigöum Rossinis, þar sem Einar Jóhannesson lék aftur einleik. Það gerði hann að visu meö prýði og réð þó naum- ast við allt tónaflúrið. 1) Rossini er einn þeirra, sem likist tærri uppsprettu, sem músikin virðist streyma frá án afláts, eðlilega og átakalitið. Það er eitthvað annað hjá sumum. Hem, hem, þa best a sei ekki meira (Þór- bergur, Sálmurinn). Siöust var italska sinfónian eftir Felix Mendelsoha Sagt er, að þegar aðrir foreldrar þóttust góðir að geta gefið börnum sin- um einhverja hljóðpipu, hvað þá slaghörpu, þá gaf faöir Felixar Einar — „lék frábærlega á klari- nettiö” honum heila hljómsveit til að leika sér að. En Felix fór ekki illa með sitt pund, og hér sam- einuöust þessir tveir menn af húsi og kynþætti Daviðs, tón- skáldið og stjórnandinn, i eftir- minnilegum flutningi. Forhönd Loks er að geta tveggja Há- skólatónleika 20. og 27. nóv. A hinum fyrri spilaði blásara- kvintett verk eftir Rússann Yiktor E vald og Kanadamann- inn Morley Calvert. Blásarar voru Lárus Sveinsson og Jón Sigurösson á trompett, Josehp Ognibene á horn,William Ger- gory á básúnu og Bjarni Guö- mundsson á túbu. Bæði höfund- ar og verk eru okkur harla ó- kunn, en bæði voru þau og flutn- ingurinn hin ánægjulegasta há- degisafþreying. Enn meira gaman var þó að heyra Helgu Ingólfsdóttur spila Andlát og útför Jakobs eftir Jo- hann Kuhnauá sembalinn sinn. Kuhnau þessi var uppi um 1700, lögfræðingur og rithöfundur einsog menn voru stundum á þeirri öld, en auk þess tónskáld og forhönd J.S. Bachs sem kant- or við Tómasarkirkjuna i Leip- zig. Hann hefur vissulega staðið heldur betur i skugga eftir- manns sins, en er engu aö siður merkur brautryðjandi. Hann mun vera fyrsti maður, sem semur einleikssónötur fyrir hljómborð. Þær eru 6 talsins og fjalla um atburði i Heilagri Ritningu. Þetta er þvi jafnframt einhver elsta prógrammmúsik, sem til er. Maður gæti þvi búiast við, að þetta væru fálmkenndar tilraunir og léttvægar, og þann- ig sjást þær einatt afgreiddar i tónlistarsögubókum. En þetta reyndist vera hin yndislegasta tónlist, og Helga spillti henni á- reiðaniega ekki hiö minnsta, nema siður væri. Það er lika hollt að gera sér Ijóst, aö áslátt- arhljóðfæri þess tima gáfu ekki tæknilegt færi á mjög kraft- miklum tilþrifum. 1 dag kl. 12.30 leikur svo Hall dór Haraidsson i Norræna hús- inu pianóverk eftir þann mikla ungverska meistara Béla Bar tók. 1) Þetta er lygi. Eg heyrði i útvarpinu, að hann réð við allt- saman. Ég hafði bara ekki heyrl það uppi á 19. bekk. kvöldlokkur Bd\«kovvNky ■ Dvorak STREICHERSERENADEN STRING SERENADES Berkier R#íamxnler • Hert>ert vörrfCif' il rT^ Innilegar Pjotr Tsjaikovsky (1840-93): Serenata fyrir strengjasveit I C- dúr, op. 48 Antonfn Dvorák (1841-1904): Serenata fyrir strengjasveit í E- dúr, op. 22 Flytjendur: Filharmóniuhljóm- sveitin f Berlin Stjómandi: Herbert von Karaj- an (Jtgefandi: Deutsche Grammo- phon, 2532 012 (digital), 1981 Þessi fádæma vinsælu verk eru nú fáanleg i spánnýrri digi- tal-upptöku. Báðar eru þessar serenötur meðal bestu tónsmiöa sinnar tegundar, á 19. öld. Að- eins serenötur Brahms geta talist jafnokar, en hann mun hafa samið tvær slikar. Aðeins fimm ár skilja að þessar tvær serenötur og virðist fyrirmynd beggja tónverkanna vera 18. öldin, sú öld sem skóp hina klassísku serenötu, kvöldlokk- una sem leikin var undir berum himni. Báðir gera þeir Tsjaikovsky og Dvorák sér far um að ná fram þeim blæ og stil, sem ein- kennt hafði slik tónverk á dög- um Mozarts. 1 byrjun 19. aldar var serenatan orðin nokkuð af- dönkuð og einkum leikin sem „salon-tónlist”, enda virðist formið henta illa rómantikinni á fyrsta skeiði þeirrar stefnu. Þá voru serenötur Beethovens fyrst og fremst kammertón- verk. Þótt bæði þessi verk séu undir sterkum áhrifum 18. aldar ser- enötunnar, og geti talist til glað- legri verka tónskáldanna, er reginmunur á þeim og verkum Mozarts. Dramatiskur þungi er aldrei langt undan i verkum Tsjaikovskys og Dvoráks. Slav- nesk áhrif auka mjög á róman- tiskan tón og gera verkin þjóð- leg. Allt þess háttar er viðs fjarri I verkum Mozarts og gerir gæfumuninn, að rokókóstill 18. aldar er bæði hlutlægur og al- þjóölegur. Það er t.d. erfitt að gera sér I hugarlund, jafn fjarlæga heima og þá sem birtast i Menúett Dvoráks (2. kafliáeftir Moder- ato-innganginum), og menuett upplysingarinnar. Menúett Dvoráks er miklu nær þvf að vera vals. Þó er greinilegt að tónskáldiö reynir aö viðhalda leikandi og dansrænu eldri ser- enata og still verksins er svita, allt frá hinu stutta Moderato (sem kemur i stað Allegros, sem er vanalegur inngangur), til Larghetto og Finale-kaflans. Þótt Tsjaikovsky sé sá af þeim tveimur, sem meira dýrk- aði 18. öldina, verður að telja Serenötu hans i C-dúr enn fjar- lægari þeim tima en tónsmið Dvoráks. Hún er fyrst og fremst symfónfsk og kaflamir eru að- eins fjórir, í stað þeirra fimm, sem byggja upp serenötu Dvor- áks. Þó er verk Tsjaikovskys greinilega i anda hljómsveitar- svitu, sem hann samdi og skipt var í einstök stykki eftir Mozart og raðað saman f hljómsveitar- búning („Mozartiana” no. 4). Tsjaikovsky var sjálfur mjög ánægður með þessa serenötu sina og hældi henni á kostnað „hins hávaðasama 1812 For- leiks”, sem hann taldi mislukk- að og leiðinlegt verk. Serenatan hefst á Sonatinu, sem er mikil- vægasti kaflinn. Annars ein- kennir verkið, skiptingin milli sterkra og veikra kafla. Þetta gerirserenötu Tsjaikovskys svo ólika hinni jöfnu tónlist Dvor- áks. Þó verð ég að játa, að mér finnsthún tilþrifameira verk.en þar hefur melódían kannski meira að segja en formið. Karajan gerir þessum verk- um prýðileg skil. Einkum er hann næmur fyrir tempóinu og tekst að laða fram allan þann innileik, sem felst i þessari tón- list. Lfkt og á fyrri digital-upp- tökum, finnur maður aukna ná- lægð og meiri nákvæmnii'hljdð- setningu. Það er ekki svo d- merkilegt atriði, þegar hlustað er á verk, þar sem strengirnir spila jafn stóra rullu. Eins og ég hef áður getið, er það svo með þessa nýju upptökutækni, að maður greinir betur sérstöðu hvers hljóðfæris, jafnvel þegar þau leika mörg saman i einu heildarhljómfalli. Það er þó fyrst og fremst hugsun Karajans, sem gefur þessari útgáfu gildi og færir hlustandann nær þessum tveim- ur tónskáldum. Þótt ég hafi stundum bölvað þessum frá- bæra stjórnanda fyrir þjösna- skap og þótt ég sé fremur litill aðdáandi slavneskrar tónlistar, verð ég að játa það, að þessi plata lætur mig ekki ósnortinn og hún vex eftir hverja hlustun. 1^1 Hljómplö tur-klassík ettir Halldór öjörn Runólfsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.