Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 3
3 helaamósfuhnh Föstudag ur n. desember 1981 Gunnar G. Schram: Stjórnarskráin var sett af Danakonungi fyrir rúmlega 100 árum, en raunar aldrei samþykkt af ísiendingum. kjarninn i öllu skólakerfi okkar, en orðalagið er óneitanlega forn- fálegt. Eins og ég sagði áðan eru meginbreytingarnar á stjórnar- skránni tvennskonar, og siðast var henni verulega breytt 1944 og 1959. Engu að siöur hefur þótt rétt að færa sitthvaö i henni til nútimahorfs — bæta við hana og breyta. Þessvegna hafa setið endurskoðunarnefndir sú fyrri kosin af Alþingi árið 1972, en hafði ekki lokið endanlega störfum, þegar þingið kaus nýja nefnd 1978, sem hefur starfað siðan. 1 henni eiga sæti niu menn, fulltrú- ar stjórnmálaflokkanna. Þessi nefnd skilaði 2 skýrslum á seinni hluta ársins 1980, og var önnur um kosningafyrirkomulagið og hin um önnur atriði stjórnar- skrárinnar. Þessar skýrslur hafa þingflokk- arnir athugað og allir látið upp álit sitt á þeim. Nefndin hefur sið- an haldið áfram störfum i sam- ráði við þingflokkana, og mjög mikill hluti starfsins hefur farið i að ræða kjördæmaskipanina. Nú eru allt aðrar aðstæður i landinu en þegar núverandi grein stjórnarskrárinnar um kjör- dæmaskipan var samin, 1959, þannig að verulegt kosninga- réttarmisrétti er orðið i landinu. Kosningaréttur fólksins hér i þéttbýlinu er ekki nema um fjórði eða fimmti hluti af þeim rétti sem menn hafa i fámennustu kjör- dæmunum. Þetta hefur vakið óánægju og er raunar harla litið lýðræði. Þessar breytingar hafa orðið á siðustu 20 árum. Og vegna þess að vitanlega er ekki hægt að visa fólkinu aftur út á land, verður að breyta kerfinu. Það er grund- vallaratriði sem lýtur að kjarna lýðræðisins. Fjölgun þingmanna —Hvaða leiðir eru vænlegastar i þvi efni? „Fjölgun þingmanna i þéttbýl- inu er sú leið sem helst hefur ver- ið rætt um. Það er erfitt að fækka þingmönnum úti á landi. Annað sem um hefur verið rætt er að breyta reglunum um uppbótar- þingsæti, þannig að þau gagnist meira þéttbýlinu.” —Hvað með önnur atriði? „Það hefur verið rætt um að af- nema núverandi deildarskiptingu á alþingi, þannig að framvegis yrði þingið ein heild. Ég held að nokkuð almennt séu þingmenn þvi hlynntir. Einnig hefur verið talað um að lækka kosningaaldurinn niður i 18 ár úr 20 árum. Það hefur einnig almennt fylgi. Nefndin hefur fjallað um hvort heimila eigi þjóðaratkvæða- greiðslu um ákveðin mál ef t.d. einn þriðji þingmanna fer framá það, eða ákveðinn fjöldi kjósenda. Vald forsetans hefur komið til umræðu, en það er all- sérstakt að þvi leyti að hann getur neitað að skrifa undir lög, en þau taka samt gildi, þó þjóðarat- kvæðagreiðsla fylgi á eftir. Þingrof er umdeilt atriði, og spurning hvort eðlilegt sé ekki að meirihluta alþingis þurfi til að rjúfa þing. Nú er það á valdi for- sætisráðherra, sem jafnvel gæti verið búinn að missa meirihlut- ann. Úreltur Segja má að eini úrelti kafli stjórnarskrárinnar sé kaflinn um dómsmálin. I stjórnarskránni er fjallað um Landsdóminn, en hann hefur aldrei komið saman frá þvi aö lög voru fyrst um hann sett 1905. I kaflanum er hinsvegar ekki minnst á Hæstarétt. Það stafar af þvi að hann er ekki stofnaður fyrr en 1920, eða löngu eftir að kaflinn er saminn. Þar eru þvi engin ákvæði um æðsta dómstól lands- ins, né rikissaksóknara, og það er auðvitað bagalegt. Dómsvaldið er einn af hornsteinun lýðræðisins og grundvöllur þess þarf að vera vel tryggður. Þá er ástæða til að gera mann- réttindakaflann Itarlegri og fyllri, bæði hvað varðar frelsi einstaklingsins og einnig félags- legan rétt hans, svo sem til menntunar og almannatrygg- inga. Nefndin hefur einnig rætt m.a. eitt atriði i sambandi við eignar- réttinn. Nú er það þannig að menn eiga að fá fullt verð fyrir eignir sinar, séu þær teknar til al- mannanota. Sumstaðar annars- staðar er talað um sanngjarnt verð. Þetta á t.d. við um land i út- jaðri byggðar, sem hefur ákveðið verðgildi sem bújörð, en þegar taka þarf landið undir byggingar, þá margfaldast verðið. Spurning- in er hvort taka á tillit til þess að eigandinn hefur sjálfur ekki lagt neitt fram til að auka verðgildið. Þetta hefur nú þegar orðið ágreiningsefni, t.d. i sambandi við hverasvæði.” Áþekk Norðurlanda- stjórnarskrám —En hvað með ný ákvæði i stjórnarskrána? „Þar er t.d. talað um auðlindir landsins og hver skuli fara með eignarrétt yfir þeim. Semsagt ákvæði um almannaeign. Það er einnig spurning hvort ákvæði ættu að vera um umhverfismál i stjórnarskrá. Og einnig hefur það verið rætt hvort ekki væri eðlilegt að hafa þar ákvæði um starfsemi stjórnmálaflokka og aðila vinnu- markaðarins, sem nú eru orðnir mjög valdamiklir aðilar i þjóð- félaginu.” —Hvernig er svo nýrri stjórnarskrá komið i gildi? „Það er all viðamikið verk. Fyrst þarf alþingi að samþykkja breytinguna i báöum deildum. Þá þarf alþingi að samþykkja breyt- inguna i báðum deildum. Þá þarf að rjúfa þing og kjósa. Svo þarf nýja þingiö að samþykkja breyt- inguna samhljóða. Þetta hefur þann galla að i kosningum er hætt viö aðverið sé að fjalla um margt annað en stjórnarskrána”. —Hvernig er okkar stjórnar- skrá, miðað við þær i nágranna- löndunum? —Hún er mjög áþekk Norður- landastjórnarskránum. Og raun- ar upphaflega af sama meiði og sú danska. Þær byggja allar á frönsku stjórnarskránni eftir byltinguna og þeirri belgisku frá þvi um miðja 19. öld, en þær eru all áþekkar. Þó eru náttúrlega ýmsir hlutir sem eru frábrugðnir. 1 Danmörku er t.d. þjóöaratkvæöi, i Noregi ekkert þingrof, og Sviar sviptu konung sinn öllum völdum með nýrri stjórnarskrá 1975”. Ofsögum sagt OFSÖGUM SAGT eftir Þórarin Eldjárn. Hver á element í Bestfrend ef umboöið er ekki til? Getur hákarl drepið íslenska menn- ingu? Hvað áforvörður aðforverja? Getur son- ur Gauja X Þresti hafið sjálfstæðisbaráttu á White Star og Reykjavíkurbar? Hvaða líf er i tuskum? Hver var hinn dularfulli Tilbury sem s/cóp 'ýsfirsk örlög? Eru töskumál yðar X lagi? Þetta eru aðeins örfáar af þeim ótalmörgu spumingum sem hér er varpað fram í tíu smá- sögum eftir Þórarin Eldjám. Þetta em áleitnar spurningar, en þó em svörin enn áleitnari, segja þeir sem hafa þau. Emð þér einn af þeim? Það er ekki ofsögum sagt af Þórarni Eldjárn Hann er ekki einungis mest lesna og vin- sælasta Ijóðskáld sem nú yrkir, revíuskáld, rímnaskáld og hver veit hvað, heldur hefur hann nú samið óvenjuskemmtilegt smásagna- safn. Hér sýnir hann.á sér nýja hlið, enfyndn- in og skopið er samt við sig. Það er sama hvort hann segirfráferð með KFUM X Vatnaskóg eða rannsóknaræfingu hjá Xslenskufræðingum, Upplausninni Miklu X Ýsufirði eða orðræðum kúnna á þrettándanótt. Aldrei bregst honum það að geta búið til bráðskemmtilega og beitta sögu. Það er ekki OFSÖGUM SAGT af þvX. Ljóðabækur Þórarins, Kvæði, Disneyrímur og Erindi em allar fáanlegar — ennþá.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.