Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 4
4 Fö^tudagur 11. desember 1981 helgarpástúrinn NAFN: Markús Á. Einarsson STAÐA: Deildarstjóri veöurspádeildar, Veðurstofu íslands FÆDDUR: 5/3 1939HEIMILI: Þrúðvangur 9,Hafnarfirði FJÖLSKYLDUHAGIR:E\g\nkona Hanna S. Hálfdánardóttir, og eiga þau þrjú börn BIFREIÐ: Peugeot 504 árg. 1978 ÁHUGAMÁL: Tónlist og félagsmál Spái nokkrum staðbundnum útvarps- og sjónvarpsstöðvum Nú i vikunni skilaöi myndbandanefndin svokalla&a áliti sinu og I niburstö&um hennar kom m.a. i ljós að lög hafa veriö margbrotin f sambandi viö videóæðið. En önnur nefnd hefur starfaö i þessu máli um skeið, og sú nefnd hefur það markmið að koma meö tillögur um hvernig á að breyta lögunum sem hvaö verst hafa veriö brotin — útvarpsiögunum. Markús A. Einarsson veðurfræðingur er formaöur út- varpslaganefndar, og situr auk þess i útvarpsráði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er f Yfirheyrslu i dag. — Hver er tilgangur útvarps- lagancfndar? „Tilgangur útvarpslaganefnd- ar er að endurskoða útvarpslög og nefndarmenn lita svo á aö við skoðum allan útvarpsrekstur i landinu, ekki bara á vegum rikis- útvarps. — Ilvenær hóf nefndin störf og hvenær á hún að Ijúka störfum? ,,Við héldum fyrsta fund okkar 9. október ihaust. Við höfum hist 8 sinnum nú þegar, en um það hvenær viðljúkum störfum get ég ekkert sagt. Okkur voru ekki sett nein timamörk en við stefnum aö þvi að vinna reglulega að málinu, þar til niðurstaða er fengin. Eitt er ég þó viss um, og það er að all- ur veturinn fer i þetta”. — Ilverjir eru i nefndinni? „1 nefndinni eru auk min, þeir Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Vilhjálmur Hjálmarsson, for- maöur útvarpsráðs, Ölafur R. Einarsson menntaskólakennari, Kristján J. Gunnarsson fræðslu- stjóri, Benedikt Gröndal alþingis- maður og Ellert B. Schram rit- stjóri”. — Nú hcfur þú að visu góöa reynslu sem sjónvarpsmaður úr veðurfregnum, en hver er ástæðan fyrir þvi að þú ert for- maður nefndar sem þessarar? Ertu sérfræðingur í útvarpslög- um? „Þessu verður þú nú i rauninni að beina til þeirra sem skipa mig i nefndina. Það er varla á minu færi að meta eigin verðleika. Hitt er þaðaðéghef komið nálægt útvarpsmálum, ritað um út- varpsmál, tekið þátt i útvarpi og sjónvarpi með ýmsum hætti, viðar en i veðurfregnum. Hvort það eru einhverjir verð- leikar, eða ekki, það skal ósagt látið. Ég hef verið beðinn um að gera þetta og hef tekið þvi með ánægju”. — Mjög margir nefndarmanna eru eða hafa verið i útvarpsráði og þvi einskonar ritstjórar þeirr- ar stöðvar sem nú mun væntan- lega missa einkarétt sinn. Finnst þér það eðlilegt? ,,Það er rétt. Flestir þessara manna eru eða hafa veriö i út- varpsráði og þeirra á meðal menn sem hafa góða yfirsýn yfir útvarpsrekstur i landinu, sem hingað til hefur reyndar eingöngu veriði höndum rikisútvarpsins og- er raunar erfitt að hugsa sér reynslu af útvarpsrekstri annar- staðar hér innanlands. Skipan nefndarinnar er með þeim hætti að meirihluti nefndar- manna eru skipaðir af þingflokk- um. Þingflokkarnir treysta akkú- rat þessum mönnum til þessara starfa og ég get hiklaust sagt að hér er um ákaflega starfhæfan hóp að ræða”. — Vantar ekki I þennan hóp . fulltrúa hins almenna útvarps- hlustanda? ,,Þá er spurning hvar þú ætlar að finna hann. Ert þú hinn al- menni neytandi? Hver er það? Ég held að erfitt sé að skilgreina það. Ég gæti sjálfsagt nefnt all marga aðila i þjóðfélaginu sem út af fyrir sig gætu átt fulltrúa i þessari nefnd. En nefndir mega nú ekki vera of stórar i fyrsta lagi, og auk þess held ég að þú getir andað ró- lega vegna þess að við munum hafa, og höfum reyndar þegar haft, samband við suma þá aðila sem við vitum aö áhuga hafa á út- varpsrekstri. Til dæmis höfum við boðið samtökum um frjálsan útvarpsrekstur að senda hug- myndir sinar til okkar”. — Er ekki ljóst að þessi nefnd, eins og myndbandanefndin, mun leggja tii að slakað verði á einka- rétti rikisútvarpsins á útvarpi? ,,Ég vil ekki á neinn hátt fara að lýsa áliti nefndarinnar sem er ókomið. Ég get ekki sagt eitt ein- asta orö i nafni hennar. Hitt er það, að það er mjög til umræðu i útvarpslaganefnd að leggja það til að fleirum verði veittur réttur til útvarps en rikisútvarpinu. En þá skulum við lika undirstrika það að það verður aö uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem er af- ar flókið mál og margþætt og mun taka mikinn tima. — Hver er þin persónulega skoðun á þessu? ,,Ég hef ekki farið dult með þá skoðun min að það beri að rýmka einkarétt útvarps. Breytt viðhorf og breytt tækni bjóöa uppá fjöl- breyttari útvarpsrekstur. Það hefur hinsvegar alltaf verið min skoðun að útvarpsrekstur einka- aðila verður að fara eftir ákveðn- um reglum, og yrði að haga með þeim hætti að ekki væri skemmt fyrir fjárhagsgrundvelli rikisút- varpsins, sem ég tel að muni um ókomna framtið veröa megin fjölmiðillinn. Þvi ber skylda til að veita öllum landsmönnum fjöl- breytilegt útvarps- og sjónvarps- efni. En ég vil undirstrika að ég hef ekki neinar áhyggjur af þvi að útvarpsrekstur annarra aðila sé rikisútvarpinu hættulegur hvaö varðar samkeppni i dagskrár- gerð. Slikt er einungis af hinu góða”. — Er þetta skoðun sem hefur hljómgrunn i Framsóknarflokkn- um? ,,Ég get ekki sagt til um neina opinbera skoöun Framsóknar- flokksins á þessum málum, vegna þess að ég man ekki eftir neinni formlegri ályktun, beinlinis um þetta atriði. Enég hygg sjálfur að talsverður hljómgrunnur sé meðal framsóknarmanna fyrir þessu. Þeir vilja þó fara varlega, vegna þess að framsóknarmenn eru mjög miklir og góðir stuðningsmenn rikisútvarpsins. Þú hefur einnig eflaust heyrt það á menntamálaráðherra að und- anförnu að hann litur svo á að ill- mögulegt sé annað en einhver rýmkun eigi sér stað. — Þessi „ákveðnu skilyrði” eru afar vitt hugtak. I hvaða átt er liklegt að þau gangi? ,,A þessu stigi vil ég sem minnst um það segja. Engin af- staða hefur verið tekin til þess i nefndinni. En það gefur auga leið að það þarf að setja skilyrði um búnað svo þetta uppfylli ákveðnar gæðakröfur og trufli ekki annað. Ýmsir tæknilegir hlutir skapa strax ákveðin skilyrði. Siðan eru mörg önnur atriði sem taka þarf tillit til svo þetta falli inni þær al- mennu reglur sem um fjölmiðlun af þessu tagi gilda”. — En ef ég spyr þig þá persónu- lega. Ef við lítum i kringum okk- ur, fyrst til hinna óteljandi frjálsu stöðva i Bandarikjunum, svo til Bretlands, þar sem frelsið er verulegum takmörkunum háð og til Noregs, þar sem nánast er um að ræða landshlutaútvarp rikisút- varpsins — hvert þessara stiga ætti helst við hér á landi? „Ég vil ekki að við hengjum okkur á neitt kerfi sem fyrir er. Og varðandi norðurlandaþjóðir, þú nefnir Noreg, þá getum við þvi miður ekki mjög mikið lært af þeim ennþá. Það er eins með þær og okkur að mikil umræða á sér stað þar. Sumstaðar er tilrauna- starfsemi i gangi, eins og Nær- radio i Sviþjóð. Hvergi er komið heildarskipulag á málin. En ég get séð fyrir mér nokkrar vandaðar útvarpsstöövar ef til villeinstaka sjónvarpsstöðvar, ef einkaaðilar ráða við slikt, sem starfa myndarlega við hlið öflugs rikisútvarps”. — Ef einkaaðilar ráða við slikt , segirðu. Yrði það á færi margra aðila aö reka slikar stöðvar, eöa örfárra fjársterkra aöila eins og t.d. SÍS? „Sem betur fer tel ég að unnt sé að koma á útvarpssendingum án þessaðþará bakvið þurfi að vera mjög fjársterkir aöilar. Það er auk þess min persónulega skoðun að hæpiö sé að leyfa aðilum sem tengjast stjórnmálaflokkum eða stórum viöskiptaaðilum almenn- an útvarpsrekstur”. — Breytir þaö ekki talsveröu ef hér verður eftir nokkur ár hægt með aðstoð gervihnatta að horfa á sjónvarpsdagskrár margra þjóða annarra en islendinga? „Jú. Og þegar svo er komið þá á það áreiðanlega eftir að breyta mjög þeim viðhorfum sem eru ofarlega á baugi i dag, t.d. hvað varðar videóvæðingu. Ég óttast þetta ekkert. Ég hef trú á að hægt verði að taka á móti öllum þessum tækninýjungum með þeim hætti að það verði allt jákvætt og okkur til gagns og ánægju”. — En er það ekki staðreynd að það er að miklu leyti þröngsýnu útvarpsráði að kenna að svona er komið. Horfði máliö ekki allt öðruvisi við nú ef hér væri rás 2. og landshlutaútvarp? ,,Ég skil ekki almennilega við hvaðþú átt þegar þú segir „svona er komið”. — Að nú allt i einu virðist það vilji almennings i landinu að út- varp verði gefið frjálst. „Það er svolitið erfitt aö svara þessari spurningu svo vel sé. í fyrsta lagi er það þin staöhæfing að útvarpsráð sé þröngsýnt. Ég tel satt að segja að útvarpsráð sé að vissu leyti þverskurður af al- menningi og reyni að miða dag- skrá rikisútvarpsins við það að hún geti haft eitthvað fyrir alla. Ég vil lika skjóta inni, af þvi þú nefnir frjálst útvarp, að ég er ákaflega óánægður með það hug- tak. Þegar einkaréttur verður kannski afnuminn þá er ég nefni- lega sannfærður um að þá verður rikisútvarpið það frjálsasta ef hægt er að nota það orð, vegna þess að þvi mun bera skylda til að láta öll sjónarmið koma fram. Ég vil tala um einkarekstur útvarps fremur en frjálst útvarp. Það'er dálitið ósanngjarnt að kenna út- varpsráði um að ekki skuli vera hér rás tvö eða landshlutaútvarp, vegna þess að útvarpsráð hefur unnið að þvi að reyna að koma fram ýmsum endurbótum og nýjungum, m.a. hvað varðar dag- skrá 2. En það er nú einu sinni svo að útvarpsráð hefur ekkert fjár- málalegt vald i þessari stofnun, og það er undir stjórnvöldum komið hver verbur framgangur slikra mála. Það slær mig lika aöeins að spurningin er svolitið neikvæð þegar þú segir að svona sé komið, þ.e. að almenningur vilji aukna fjölbreytni. Mér finnst þau við- horf almennings satt að segja ekki neikvæð. Nú er ákveðin þró- un, bæöi i fjölmiðlun og annarri tækni,og hún hefur kallaö þetta fram smám saman. Ég vil ekki taka undir að það sé neikvæð þró- un”. — Það sem ég átti við var að þaö sé kannski ekki þessi tækni- breyting sem veldur þvi að fólk vill nú frjálst útvarp, heldur lé- legt rikisútvarp. „Ég er nú nokkuð ánægður að þú kemur inná þetta. Það er satt að segja landlægt að gagnrýna út- varp og sjónvarp. Sjaldan er þó um að ræða efnislega gagnrýni, heldur er oftast að sjá i fjöl- miðlunum gagnrýni þar sem menn lýsa óánægju sinni með að of litið sé af þessu, eða of mikið af öðru. Þetta er að minu mati oft ósanngjörn gagnrýniá meðan við höfum t.d. aðeins eina rás i út- varpi, en eigum jafnframt að sjá til þess aðdagskráin sé f jölbreytt. Það er skylda okkar að sjá til þess. Með þessu er ég ekki að segja að gagnrýni sé af hinu illa, ef hún er efnisleg. Þá er hún auðvitað leiðbeinandi og það eru hreinar linur að dagskrá 2 mundi auka á fjölbreytni dagskrár og auka á léttari hlutann i dagskránni. En mér fyndist þörfin á einkareknu útvarpi ekki mikil ef fólk sætti sig við aðra rás, sem lausn á málinu og annað ekki. Eigum við ekki heldur að lita þannig á, að menn vilji gjarnan með þvi að afnema einkaréttinn, athuga hvort ekki sé hægt að leiða fram ný viðhorf nýja tækni og aukna fjölbreytni. Mér finnst ósanngjarnt að leggja málin þannig upp að það sé rikis- útvarpinu að kenna að fleiri vilji stunda útvarpsrekstur. Gæti það ekki alveg eins verið starfsemi rikisútvarpsins að bakka?” — Nú ert þú atvinnumaður i spámennsku. Hvernig séröu fyrir þér ástandið i útvarps- og sjón-' varpsfjölmiðlun eftir svona tiu ár? „Eftir svo sem tiu ár, á ég von á þvi að sjá rikisútvarpið i nýju húsi, tæknilega vel vætt, með fjöl- breytta og góða dagskrá fyrir alla landsmenn. Auk þess vonast ég eftir að sjá nokkrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, staðbundnar sem auki á fjölbreytnina og gæðin með góðu efni. Þarna verði heil- brigð og góð samkeppni og væntanlega einnig samstarf. Skemmtilegast af öllu væri ef við ættum þá kost á að ná ef við vild- um, dagskrám frá nágrönnum okkar i austri og vestri, til þess enn að auka fjölbreytnina. Þá ættum við að vera ákaflega vel sett. Hvað verður þá um videóið? Verður áhersla á það ekki oröin meiri en nú er? Ég hygg að fram- þróun i þessu öllu verði nokkuð hraðfara og að þau viðhorf sem nú rikja eigi margoft eftir að breytast á næstu tiu árum”. eftir Guðjón Arngrimsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.