Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 6
Föstudagur 11. desember 1981 iKvennaframboðið: he/garpósturinrL Unnið af kappi viðaö koma aöalstöövum hinnar nýju hreyfingar f viöunandi horf. aö gera. t>aö veröur aö aflétta vinnu- þrælkun karla og kvenna. Þaö veröur aö gefa körlum tækifæri til aö sinna heimil- um sinum og barnauppeldi Öðruvísi pólítík HP: En þaö sem þiö nefniö — útrýmingu vinnuþrælkunar, raunverulegt jafnrétti kynjanna — eru þetta ekki kröfur sem eru á kreiki innan gömlu flokkanna? MAGDALENA: Þegar viö tölum um okk- ar stefnumál okkar á milli, þá eru rökin persónuleg, manneskjuleg. Fólki finnst þetta ekki pólitiskt eins og það á að venj- ast. Reyndar virðast margir halda, að okkar tal sé ekki pólitik. Það stafar af þvi, aö viö viljum nýjar áherslur inn i stjórn- málin. Við viljum breyta forgangsröðinni. HELGA: Stjórnmálamenn tala svo langt fyrir ofan höfuöin á fólki. Þeir eru talandi ár út og ár inn um virkjun fallvatna og efl- ingu stóriðju. Við viljum gera póiitikina raunverulega og lifiö bærilegt með þvi að fjalla um skipulagsmál, skólamál, upp- eldismál. Þverpólitísk samtök? HP: Hafið þið áhyggjur af að ykkur gangi illa aö bræöa saman stefnumið svo margra ólikra kvenna — þið hljótið að koma úr mörgum áttum — minnið iö sig fram. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Það er sprottin fram ný hreyfing og það merkilega er, að hug- myndafræðin var þegar tilbúin, hún var einfaldlega til úti i bæ. HP: Getið þið lýst þeirri hugmyndafræði nánar? MAGDALENA: Okkar baráttumál eru t.d. skólamálin. Við viljum taka fyrir skipulag skólanna og þá er ekki bara átt við timaskiptinguna, heldur lika náms- efniö. Skólamál hafa verið útundan hjá okkur eins og svo margt sem lýtur að upp- eldi barna. Það er t.d. dæmigert, að barnakennarar og fóstrur eru illa launað fólk. Hér þekkjast varla einsetnir skólar. Þegar léttir á skólahúsnæðinu og fer að brydda á einsetningu, eru strax komnir pólitikusar sem fara að tala um „nýtingu skólahúsnæðis”. Viö viljum fjalla um skipulagsmál. Það er áriðandi að það umhverfi sem við bú- um við, þjóni fólki en sé þvi ekki andsnúið. Við viljum að ibúar i einstökum hverfum hafi eitthvað að segja um t.d. akstur á götum og þ.h. — virkara lýðræði. Við viljum fjalla um launajafnrétti — að sjálfsögðu — og svo umhverfismál. Við viljum einfaldlega aðlaga þjóðfélagið þeim þörfum sem blasa við okkur núna. Við viljum búa til borg fyrir fólkið sem i henni býr. Við viljum losna undan þessum tæknisjónarmiðum sem eru alls ráðandi. HP: Eruð þið ekkert hræddar við gamla flokkakarpið — að æfðir áróðursmeistar- ar og atvinnupólitikusar fari illa með ykk- ur? Við höfum ekki tíma til að bíða Hvað veldur þvi, aö mörg hundruö konur á tslandi hafa ákveðið að mynda nýja stjórnmálahreyfingu og bjóða fram við bæja- og sveitarstjórnarkosningarnar á vori komanda? Á Akureyri og i Reykjavik hafa sprottið fram hreyfingar sem tala samhljóða um misrétti kynjanna og þau pólitisku rangindi, sem konur eru beittar. Það vill til, að ekkert samband er á milli þessara hreyfinga norðanlands og sunnan og þær spruttu fram svo að segja samtimis. Það er iöngu vitað að hlutur kvenna i íslenskri pólitik er ákaflega litill. Það nægir að lita á framboðslista gömlu flokkanna og gægjast inn á Alþingi til að kynna sér þá leiðu staðreynd. En hvaða málefni eru það, sem lfða fyrir sakir áhrifaleysi; kvenna — hverju vilja þær breyta þessar konur sem nú ætla sér að bjóða fram sinn eigin lista? Reiði og óánægja Hin nýja kvennahreyfing i Reykjavik hefur þegar hafist handa. Þær hafa tekiö Hótel Vik á leigu og vinna þar öllum stundum við aö koma lagi á niðurnidd húsakynnin. Viö fengum þær Kristínu Astgeirsdóttur, Magdalenu Schram og Helgu Thorberg til aö skýra þær hug- mvndir sem aö baki framboðinu liggja. KRISTÍN: Þessi framboðshugmynd kom fram i nokkurra kvenna hópi, en ekkert var gert fyrr en s.l. vor, að þrjár konur settust niður og skrifuöu nokkur nöfn á blað. Þessar sem þannig fóru fyrst af stað, héldu svo fund i júni. Þá var Akur- eyrarframboðið komið i gang og það — aö þetta skuli koma fram á tveimur stöðum á landinu samtimis — sýnir reiði og óánægju kvenna. í sumar ræddum við svo hugmynda- fræði þessa lista, drög að umræðugrund- velli og sá umræðugrundvöllur var svo kynntur á fundi á Borginni þann 14. nóv. s.l. HP: En hvers vegna veljið þið þessa framboðsleið? KRISTiN: Okkur er mörgum ljóst, að við verðum að gera eitthvað sjálfar. Eina leiðin til þess að aðhafast eitthvað sem skiptir máli, er að fara inn i valdakerfið, vegna þess að konur eru valdalausar i þessu samfélagi okkar. HELGA: Það blasa svo vfða við okkur brýn viðfangsefni. Þaö rikir i raun neyð- arástand á svo mörgum sviðum. Það er i rauninni þörf fyrir nýja stjórnmálahreyf- ingu og við viljum mynda þá hreyfingu. HELGA: Þegar þetla orð, kvennafram- boð, fór að berast, þá gáfu sig fram konur og karlar, ótrúlegasta fólk. Okkur er löngu ljóst, að þaö ólgar undir niðri — þaö er mikil þörf fyrir þessa hreyfingu. KRISTIN: Aherslan i kvennabaráttunni hefur breyst. Sú vakning, sem hefur átt sér stað undanfarin ár, hefur kennt kon- um, að jafnréttið felst ekki i að hugsa og breyta eins og karl — heldur i þvi aö öðl- ast þennan rétt — að fá aö vera kona. Þaö verður að veita konum rétt til að vera uppalendur og mæður. Það verður að af- létta þeirri vinnuþrælkun sem konum er boðið upp á.Við teljum aö bygging barna- heimila af skynsamlegri stærð sé brýnt mál. Börnin okkar eru á köldum klaka. Og við ætlum okkur að taka á þvi máli. MAGDALENA: Karlmenn hljóta lika að njóta góðs af þessari baráttu. Enginn tími til að bíða Þeir sem fylgst hafa með umræðu um jafnrétti kynjanna og svo núna kvenna- framboðið, vita að innan hinna hefð- bundnu flokka eru margar konur sem vilja leggja lóð á vogarskál réttindabar- áttunnar. En fólk greinir á um leiðir. ' Það er talað um virkari þátttöku kvenna — að vandinn sé að nokkru Ieyti þeim sjálfum að kenna, þar sem þær sitja heima, frekar en að fara á fundi og verða virkar I starfi flokkanna. viö teljum að gömlu flokkarnir séu galiaðir — ekki aö konur séu gallaðar. KRISTÍN: Þessir flokkar eru nitjándu aldar fyrirbæri. Við höfum engan tima til að biða eftir þeim. Það er ljóst, að þessi barátta mun lenda á þessari kynslóð, sem nú er á aldrinum þrjátiu til fjörutiu ára og við verðum strax að fara að sinna þessum málum. Það er svo óskaplega margt eftir Kristin Astgeirsdóttir — þetta sýnir reiði og óánægju kvenna... kannski á „grænu” flokkana, um- hverfisverndarmenn i Evrópu víða? KRISTiN: Það hefur þegar sýnt sig, að við erum sammála um svo margt, að samstaðan verður tæpast vandamál. Og þær konur sem komnar eru til starfa, eru auk þess litið tengdar gömlu flokkunum. Það getur verið að okkar hreyfing minni aö einhverju leyti á þessa umhverfis- verndarmenn — en það stafar þá af þvi, að hér á landi lendir það á kvennahreyf- ingu að berjast fyrir málum sem þessir flokkar i Evrópu hafa tekið upp. Jafnrétt- ismálin eru miklu skemmra kojnin hér en i nágrannalöndunum flestum. Viöbrögöin HP: Hvernig finnst ykkur viðbrögðin hafa verið? IIELGA: Við erum að minnsta kosti á hvers manns vörum. Nú — viöbrögðin eru náttúrlega á ýmsa lund. Það er talað um að við séum bara klofningur út úr Alþýðu- bandalaginu. Fæstar kvennanna eru bundnar i gömlu flokkun- um. Fólk bregst við eftir sinum fordóm- um. Fordómar eru afarsterkt afl i okkar þjóöfélagi. Fjölmiðlarnir fara strax að piskra um hverjar verði efstar á lista. Þaö er talað um „fjölmiðlapæjur” o.s.frv. HP: Eruð þið ekkert hræddar við þennan slag sem fyrir dyrum er? HELGA: Nei, viö erum sko ekki hræddar. Viö erum ekki hræddar viö það valdakerfi sem fyrir er, enda er það nú bara gert af mannahöndum og ekki frá guði komið. MAGDALENA: Það sem við höfum gert -hingað til, er þegar sigur. Það getum við t.d. merkt af viðbrögðum allra þeirra karla og kvenna, sem hafa talað við okk- ur. Það er óliklegasta fólk, sem hefur gef- Helga Thorberg — það rlkir neyðarástand á svo mörgum sviðum... eftir Gunnar Gunnarsscn KRISTtN: Við tökum einfaldlega ekki þátt i þvi — leiðum það hjá okkur. HELGA: En ef þurfa þykir, þá þurfa pólitikusarnir ekki að Imynda sér annað en að þeim verði svarað. Skipulag hreyfingarinnar Nú þegar er komið skipulag á þessa nýju hreyfingu i islenskum stjórnmálum. Fyrir hálfum mánuði var kosin fram- kvæmdanefnd, og jafnframt fjáröflunar- nefnd og kynningarnefnd. Það er ljóst, að innra skipulag þessarar hreyfingar verð- ur hvergi i likingu viö gömlu flokkana og að konurnar verða i raun talsmenn hver fyrir sig — það er ekki að búast við bústn- um formanni með bólgnar kinnar. Við spuröum um fjármálin. MAGDALENA: Þau leysast einhvern veginn. Þvi er ekki að neita, að við stönd- um verr að vigi en hópur karla sem tekur saman og ætlar sér eitthvað. Við höfum t.d. ekkert i likingu við það fjármagn, sem nokkrir karlar i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins eyddu i kynningar nú um dag- inn. HP: Eruð þið ekki hræddar við að verða undir I áróðri? HELGA: Nei, siður en svo. Það erum við sem allir tala um. Hótel Vík Hótel Vik i Veltusundi (við Hallæris- planið) hefur þannig forframast á efri ár- um og er orðið aðalbækistöð hinnar nýju hreyfingar. Þar stendur nú yfir mikil málningarvinna og hótelið veröur eftir- leiðis opið gestum og gangandi eftir klukkan 16 hvern dag og eru áhugamenn, konur og karlar, velkomin. Þar verður bráðlega komið skipulag á ýmsa hluti, svo sem barnagæslu. Og það verður heitt á könnunni. myndir: Jim Smart Magdalcna Schram — Karlmenn hljóta lika að njóta góðs af þessari baráttu...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.