Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 11. desember 1981 JielgarpósturinrL. Hollenska veikin berst um löndin Ég hitti eitt sinn enskan blaðamann og rithöfund, afburða- skemmtilegan mann, sem stendur á sjötugu og drekkur léttilega úr bjórkrús. Hann talaði svo fallega um heimabyggð sina, fólkið og landið, að honum sjálfum vöknaði um augun. Hugsið um það. Það tók mig sárt að þurfa að fara aðheiman.sagðihann. Hvers vegna fórstu? spurði ég og langaði á þessari stundu til einskis frekar en taka þann gamla með þessa stóru biðukollu ofan á gráum tweedfötum og hlykkjóttan göngustaf kræktan á handlegg sér — taka hann við hönd mér og fara með hann heim í þetta græna enska þorp, gróöursetja hann aftur á heimaslóð. Hvers vegna? sagði hann — vegna þess að þeir leyfðu fyrir tuttugu árum amerikönum að setja þar niður stóra atómstöð. t þorpinu? spurði ég. Sama sem, sagði hann, það er i svona fjörutiu eða fimmtiu kiló- metra f jarlægð. Ég þorði ekki og þoldi ekki að búa þarna nærri. Sið- an hef ég mest verið á flakki. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Ertu friðarsinni? Ég fór ungur og baröist i siðari heimsstyrjöldinni. Ég held ég hafi gert rétt. Ég held ég myndi fara aftur og berjast ef sömu kringum- stæður væru. En kjarnorkuvopn eða sýklar? Ef það eru þannig tól sem þú ert að tala um, þá er ég friðarsinni. Kjarnorkuvopn eru reyndar gersamlega þýðingarlaus tæki. Það er ekki einu sinni hægt að nota þau sem vörn gegn sjálfum sér. Það er málið. Að nota þau er að eyða sjálfum sér. Kjarnorkuvopn eru hið endanlega tákn barbarisma mannsins og heimsku. Hvað á að gera? Það á að útrýma kjarnorkuvopnum, sagði hann og bað um annan bjór. Um daginn las ég i útlendu blaði (það stendur svo litið um þýð- ingarmikiö mál i islenskum blöðum), að Jósep Luns, gamall skröggur sem er framkvæmdastjóri Natós og Nató er okkar félag, Islendinga — þessi kall sagði, að friöarhreyfing i Evrópu (en það félag er orðiðfeykilega öflugt og öldungis vopnlaust) væri farsótt og hann kallaði hreyfinguna „hollensku veikina”. „Hollenska veikin" fer nú sem farsótt milli landa — allt austur til Rúmeniu og er farin aö stinga sér niöur i Austur-Þýskalandi. Blaðamenn segja, að þessi ummæli Jóseps Luns væru það eina sem nokkur maöur myndi til að hann hefði sagt fleygt. I Evrópu taka æ fleiri veikina. Og það er ekkert undarlegt. Það er nefnilega sagt, að þar um slóðir séu svo margar atómsprengjur, að nægi til að sprengja álfuna þrjátiu sinnum. Hver vill sprengja? Eru vopnin — vopnakapphlaupið — aðeins til þess að stórveldin geti gortað af mætti sinum? Hvað kemur okkur og öðrum Evrópubúum slikt gort viö? Okkar hugsunarháttur er i rauninni allt annar. Við viljum frið. Við viljum öðruvisi heim. Og innst inni vitum við, að það er hægt að breyta hugsunarhætti. Ef við stillum okkur upp eins og gagnslausir soldátar úr tini aftan við annað hvort stórveldið, erum viö að efla hinn neikvæða þankagang hinna tilfinningalausu afla, sem leika sér með útrýmingarvopn. Við tökum þátt i leik, sem virðist ætla að eiga sér ljótan endi. Ég vildi aö hollenska veikin bærist hingað. Flýttu þér hægt Þú situr i sæti suðurs og ert orðinn sagnhafi i sex spöðum. Vestur spilar hjarta kóngnum. Spilin eru þessi: S 7 H A732 T D9432 L G104 að gefa einn slag i trompi og svo eru laufin tvö á eigin hendi sem við verðum að losna við. Þess- vegna tökum við ekki á ásinn en látum við gosann i borðinu og nú tökum við á hjarta ásinn. Láti vestur hjarta þá tökum við á ásinn, hendum laufi og tökum á S G95 H KD108 T 876 L D87 S DIO H G9654 T G105 L 963 eftir Friórik Dungal S AK86432 H----- T AK L AK52 Freistingin er mikil að taka strax á hjarta ásinn. Við nánari athugun sjáum við að það megum við ekki gera. Reikna veröur meö þvi, að við þurfum trompum heima. Spilum siðan ás og kóngi i trompi. Þá ás og kóngi i' tfgli og siðan trompi og setjum vestur inn. Nú er sama hvaðhann gerir. Spili hann laufi tigul drottninguna og losnum við hitt laufið. Spilið i höfn og áhyggjum af- létt. Þú svindlar! Þú spilar ekki á spilin sem ég gaf þér. Skákþraut helgarinnar Hellmut Goritz Wemer Speckmann á .....14 W. Wí». Mát i 3. leik Lausn á bls. 31 Mát i 3. leik b) sama ef allir mennirnir eru fluttir einum reit ofar. „Strið er friður” 8 friðarrannsóknastofnunum viða um heim og ýmsum alþjóðasamtökum einsog til dæmis Alkirkjuráðinu, sem varla verður vænt um að draga taum valdsherr- anna i austri. Er gleöilegt til þess að vita að þjónar islensku kirkjunnar eru nú loks að vakna til vitundar um þá köllun sina að þjóna friðarhöfðingjanum og for- dæma þá þjónkun við And- skotann sem vigbúnaður er, i hvaða mynd sem hann birtist. Á atómöld hljómar það einsog frumstæð töfra- þula að kristnum mönnum beri skylda til aö verja með vopnavaldi heimili sin, fjölskyldur og föðurlönd. Héðanifrá eru valkostirnir einungis tveir: tortiming menningar og mikils meirihluta mannkyns eða hugarfar friöarsinna sem telja flest eða allt i sölurnar leggjandi fyrir á- framhaldandi lií á jörðinni, vegna þess einfaldlega að fái lifið að þróast i friði muni þaö brjóta á bak aftur öll kenningakerfi og önnur helsi sem á það kunna að verða lögð. EEitt uppörvandi dæmi um vakandi meövitund Evrópubúa er nýafstaðinn fundur alþjóðlegrar við- ræðunefndar um kjarn- orkuvopn og afvopnun sem haldinn var i Amsterdam á vegum Alkirkjuráðsins 23. til 27. nóvember. Olof Palme, sem er formaður ó- háðrar nefndar um öryggismál, setti fundinn i Amsterdam sem sóttur var af kirkjuleiðtogum og stjórnmálamönnum hvaðanæva úr heiminum, ekki sist frá vanþróuöum löndum. Þessi fundur er einn angi þeirrar viðtæku friðar- hreyfingar sem loks fer eldi um Evrópu og skýtur leiðtogum i austri óg vestri slikan skelk i bringu að þeir fá feigðarskjálfta i hvert sinn sem orðið friður eöa friðarsinni ber á góma. Þeir vita nefnilega sem er, að þegar þeir geta ekki lengur notað striðshættuna sem grýlu, muni þegnarnir lita sér nær og koma auga á ráðleysiðog óstjórnina sem einkennt hefur valdaferil allra ráðandi afla i heimin- um siðustu áratugi. Og hvað gerist þegar uppvist verður um dugleysi allra þeirra mikillátu leiðtoga sem fjölmiðlarnir hafa keppst við að vegsama sem útverði friðarins i tákni Sprengjunnar? Þaö má hamingjan vita! Eitt áhrifarikasta og á- takanlegasta atriði fundar- ins i Háskólabiói 1. desem- ber var túlkun þriggja ungra leikara frá Alþýöu- leikhúsinu á þvi sem gerðist i Japan fyrir hálfum fjórða áratug, þegar mannkynið fékk ör- litla nasasjón af þvi hvað það á i vændum i fylling timans ef áfram verður haldið að þeysa eftir hel- vegi stórveldanna. SAM 2f>H 2b)háttar skaöabótamál i uppsigl- ingu. Auk þess er liklegt, að fjár- málaráðuneytiðláti nú reyna á þá staðreynd, að útitafliö góða er að hluta til á lóð Gimlis, sem borgin fékk aldrei leyfi fjármálaráðu- neytisins til þess aö nýta* Auk þess er algjörlega eftir að semja við eigendur lóöanna þar sem taflið stendur — rikið — um notk- un þess, og gæti farið svo, að borgin yrði að greiöa stórfé i leigu fyrir afnot af þvi... • Auglýsingadeild útvarpsins verður einatt að aðhlátursefni vegna ritskoðunartilburða, sem virðastfara eftir geðþóttaákvörð- unum en ekki föstum reglum. En auðvitað er þetta þó ekki gaman- mál, heldur alvöru.og nýverið kom það til umf jöllunar útvarps- ráðs, m.a. vegna gagnrýni Helgar-Timans á stjóm þessara mála, en það blað, ekki siður en Helgarpósturinn, hefur lent i þessari makalausu hakkavél með auglýsingar sinar. Fór Eiður Guðnason, útvarpsráðsmaður fram á það við útvarpsstjóra að þessi mál yrðu tekin til endur- skoðun^r. Ekki hefur það nú borið árangur enn sem komið er a.m.k. Og nú eru það Flugleiðir sem lenda uppá kant við auglýsinga- deildina. Þannig var að ferða skrifstofan Otsýn opnaði nýlega útibú áAkureyri. Flugleiðir vildu gratúlera stóran viðskiptavin sinn og sendu svohljóðandi aug- lýsingu til útvarpsins: Flugleiðir óska Otsýn til hamingju með úti- búiö á Akureyri. — En nei, þetta fór yfir strikiö hjá hæstvirtri deild. Hvers vegna, er spuming sem starfsfólk Flugleiða veltir fyrir sér um þessar mundir... • Kvikmyndahúsin eru nú sem óðast að ákveða jólamyndir sin- ar. Við höfum áður sagt frá nokkrum þeirra, en hér bætast tvær i hópinn. Tónabió ætlar að sýna nýlega mynd um teikni- myndahetjuna Hvell-Geira (Flash Gordon)eftir leikstjórann Michael Hodges. 1 aðalhlutverk- unum eru Sam Jones, Ornella Mutiog Max von Sydow. Stjörnu- bió tekur til sýninga myndina Góðir dagar gleymast ei (Seems like old Times) með þeim Goldie Hawnog Chevy Chase i aðalhlut- verkunum. Og ekki má gleyma Robert Guillaume, þeim hinum sama og leikur Benson i Lööri. Höfundur handritsins er hinn bráðsnjalli Neil Simon.sem kitlar manna best hláturtaugar bió- gesta.... Lausn síðustu krossgátu 8 5 F 5 H 'fl r Þ y J< / 5 r V £ R B /< K £ 5 5 R r R R fí £ - R R U 5 fí V K ú B f) N N 4 V fí N n r T u R 5 r R / K fí R L f) r R y 5 / N N B N N fí 5 r /í- R N fí R R r r fí R 0 R K B N r fí R / N U N fí <5 R n 5 O r R fí R f) L / N R fí U M 1 R E K R h N /< fí N N fí R Ú R / 5 m / N S o m £ K K fí K £ y R Ð / N fí Ð R fí Ú -r 5 a u M B 6 E l< K 5 3 'fí r fí R V R R / r n R fí ’F) fí R fl K T fl U r 6 £ r R R / ’O /y o 7 ú R R fí r 5 'o £ u r n N /? 'Ö m n V fí r? H R fl r R 5 K fí R fí N 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.