Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 11
_Jie/garpósturinn_ Föstudagur 11. desember 1981 hefur veriö i 37 ár, þótt eigandinn hafi elst á þeim tima. — Konni er sá sami og hann hefur alltaf verið. Það hefur reyndar verið skipt um haus á honum, en hann er sami karakterinn, þótt prógrammið verði að vera i takt viö timann, i bland við þetta gamla. Börnunum þótti gaman að þvi þá, hvers vegna skyldu þau ekki hafa gam- an af þvi núna? Ég hef reynt að skipta um briíðu, en ekki komist isamband við þær. Annars er orðið ómögulegt að fá svona brúður núna. Ég fékk Konna hjásérfræðingiiEnglandi, 11 þessu við. Það var ekki með þvi augnamiði að fara útiþetta aftur, segir hann. Meðan Konni lá i dái fengu landsmenn að kynnast frænda hans ameriskum i Löðri, sem ætti enn að vera flestum f fersku minni. Var frændinn með brúð- una ekta búktalari, eða var þetta „blöff’? — Þetta er tvimælalaust mjög góður búktalari. Ég sé undireins hvort um er að ræða kvikmynda- blöff eða ekki. Búktalarar verða alltaf svo undarlegir i andlitinu! Raunverulegur búktalari verð- ur eiginlega að vera tvær persón- Baldur og Konni Baldur Georgs er búinn að taka gamla félaga sinn, hann Konna, upp á ný, hefur dustað af honum rykið og býður fram þjónustu þeirra félaga til að halda uppi fjörinu á barnajólaskemmtunum. „Við erum enn i fullu fjöri”, auglýsa þeir um þessar mundir. — Það skiptir mig ekki máli, þótt enginn svari auglýsingunni. Ég fór að gera þetta aftur að gamni minu, fyrst og fremst sjálfum mér til ánægju, segir Baldur við Helgarpóstinn. Þaðvoru fá börn á Islandisem ekki þekktu Baldur og Konna þar til fyrir svosem tiu árum. Þá hurfu þeir af sjónarsviðinu eftir að hafa verið ,,útum allar trissur i 30 ár”, eins og Baldur Georgs segir sjálfur. En áður en hann lagði Konna á hilluna skellti Baldur sér i stúdentspróf. Það var árið 1961, þegar hann var 33 ára gamall, og hann lauk prófinu á hálfu öðru ári. Eftir það fór hann i Háskólann þar sem hann lagði stund á ensku, og nú kennir hann það tungumál við málaskól- ann Mimi. — Svo gerðist það, að ég skrif- aði þetta leikrit, ,,1 galdralandi”, fyrir þremur árum. Það var fyrst sett upp hjá Leikfélagi Akureyr- ar, siðan hjá Garðaleikhúsinu, og sjónvarpið sýndi kafla úr þvi. En það var algjör skyndiákvörðun hjá mér að koma fram i þessu leikriti sjálfur. — Ég ætlaði mér ekki af alvöru út i þetta, kannske svona i róleg- heitunum. Mér hefur alltaf fund- istgaman að skemmta börnum — og svo eru peningarnir svosem ágætir lika, segir Baldur. Og Konni er samur við sig. Hann er enn 16 ára, eins og hann en hann ér dáinn og ég hef ekki fundið neinn annan, segir Baldur. Og eins og albr vita er það búk- tal sem er galdurinn við Baldur ogKonna, og slikt krefst mikillar þjálfunar. Baldur segist aldrei hafa látið dag falla úr við æfingar allanþennan tima, ekki einu sinni meðan hann kom ekki fram opin- berlega. — Ég hef heldur ekki hætt að æfa töfrabrögðin, sem hefur alltaf verið partur af þessu hjá mér. Þetta er svo mikill hluti af lifi minu, að ég hef orðið að halda ifullufjöri ur, hann verður að þróa sig upp i það, að brúðan sé raunveruleg persóna, og það getur jafnvel gengið svo langt að brúðan gripur frammi fyrir manni. Það hef ég sjálfur reynt með Konna, segir Baldur Georgs. Svo biðum við, sem vorum krakkar fyrir 30 árum og seinna (þar til fyrir tiu árum) bara eftir þvi að sjá Baidur og Konna á ný, hressa og skemmtilega eins og i gamla daga. þq Konni er ennþá 16ára eins og hann hefur veriðþau 37 ár sem eru liöin siöan hann kom fyrst fram á sjónarsviöiö. Baldur er hinsvegar 37 árum eldri (mynd: Jim Smart).

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.