Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 13
helgarpóstiirinn F6studa9ur "■ desember wsi 13 Náttúrufæði og listauppákomur Nú geta ná ttúruf æðim enn andaö léttar. Veitingahúsa- byltingin er farin aö ná til þeirra. Ekki er langt siöan Náttúru- lækningafélagiö opnaöi á ný mat- sölu sina á Laugavegi 20, og nú hafa þeir hjá Ananda Marga opnaö matarklúbb fyrir jurtaætur á efri hæö hússins aö Aðalstræti 14. Að visu er þar ekki um að ræða fullkominn matsölustaö, heldur klúbb, og menn þurfa að greiða félagsgjald,sem er þó ekki nema 20 krónur á manninn i eitt skipti fyrir öll. Siðan má fá keypt matarkort, ýmist fimm saman og fá þá máltiðina á 30 krónur,eða stök kort, en þá kostar máltiðin 36 krónur. Að sögn Sigmars Arnórssonar, eins af aðstandendum klúbbsins, hafa þeir hjá Ananda Marga rek- ið um hrið klúbb fyrir áhang- endur sina, og þá hafa menn mat- reitt hver fyrir annan. En nú getur hver sem er fengið jurta- fæði að borða. — Þetta er nokkurskonar heilsufæði, mikið úr grjónum og baunum og allskonar salöt, ýmist heitir pottréttir eða ofnréttir eða þá pizzur, að sjálfsögðu ekki með kjöti,og indverskir réttir, segir Sigmar við Helgarpóstinn. Það er Bryndis Björnsdóttir sem sér um matseldina, en hún var um árabil i Bandarikjunum og er að sögn mjög fær við til- búning jurtafæðis. Sér til að- stoðar hefur hUn Italann Kosmos. Matarklúbburinn er opinn frá 12 á daginn til fimm, og þar er einungis hægt að fá hádegismat; eftir tvö er aðeins selt kaffi og meðlæti. En matarklúbburinn er ekki aðalatriðið i starfsemi Ananda Marga að Aðalstræti 14. Annan Laugarásbíó fyrst af stað: Myndbanda- leiga í anddyrinu Laugarásbfó var á slnum tíma fyrst með Todd-AO, segultón og dolby. Nu er Laugarásbfó fyrst kvikmyndahúsanna til aö hefja útleigu á myndböndum. Starfsemin hófst þegar á mið- vikudaginn, en þá var farið að leigja Ut myndbönd i anddyri biósins á timabilinu kl. 16—20 á hverjum degi. En það liður ekki á löngu þar til hin bióin slást i hópinn, og þá er hugmyndin að opnuð verði sameiginleg af- greiðsla. í fyrstunni verða ekki leigðarUt myndir með íslenskum texta vegna vandkvæða á að fá myndir textaðar. Þó er von á fyrstu text- uðu myndunum fyrir jól, aðallega barnaefni. Laugarásbió hefur þegar 140 titla og 400 eintök til leigu. Megin uppistaðan eru spólur með tveim- ur myndum, mest gamlar og vin- sælar myndir, þará meðalmynd- ir með John Wayne, Chaplin, Abbot og Costello, Allan Ladd, Joan Crawford. Til að byrja með verða bönd eingöngu leigð á höfuðborgar- svæðið, en seinnihluta janúar verða væntanlega komin fleiri bönd þannig að hægt verði að leigja þau Ut um allt land, og væntanlega verða það kvik- myndahUsin sem sjá um leiguna úti á landsbyggðinni. Þau bönd sem leiga er nU hafin á eru öll á VHS-kerfi, en bönd á öllum hinum kerfunum, BETA og 2000 eru væntanleg fljótlega, og þau verða meö dönskum texta. Gjaldið er 35 krónur á sólarhring, nema 40 krónur fyrir tveggja mynda spólurnar. 1 framtiðinni er ætlunin að leigja Ut allar þær myndir, sem teknar eru til sýninga i Laugarás- bíói eftir að þær eru sýndar i bióinu. Þg hvern laugardagseftirmiðdag er hugmyndin að hafa einskonar listai^pákomur, það sem nefnist „Work Shop” á enskri tungu. — Þetta myndlistarfyrirbæri er eiginlega aðal málið, ekki veitingastofan. Við bjóðum alla velkomna til að koma og vinna og framkvæma þá list sem þeim dettur i hug, segir Tryggvi Han- sen um þennan hátt starf- sem in nar. Hugmyndin að baki þessum uppákomumerfyrstog fremstað útrýma stéttarfarshugmyndinni sem skipar mönnum á bása; segir að einn sé listamaður, annar t.d. leigubilstjóri eða læknir. — Viö viljum reyna aö auka tengsl milli fólks og sýna fram á, að allir séu listamenn, allir séu frjálsir að tilveru sinni. Spurningin um gæði kemur að- eins upp þegar spurt er að þvi hvað höfðar til hvers og eins. Menn eru ekki vélar, þaðer alltaf eitthvað nýtt að gerast. Listin er takmarkalaus og þekkir engin landamæri. Það getur t.d. verið list hvernig leigubilstjóri velur leiðir. Hann getur valið stystu leið, hann getur ekið hratt eða hægt — og hvað með augnaráðið? segir Tryggvi Hansen og bætir þvivið,að eitthvað af áhöldum og efni verði til staðar, en auðvitað sé gott að fólk komi með blað og blýant meö sér. Afuröimar verða si'ðan sýndar næstu tvo laugardaga eftir hverja uppákomu. ÞG Sigmar Arnórsson eys úr pottum Marga-hreyfingarinnar aö Aöalstræti 14. matarklúbbs Ananda 100% 00100% SKYLDÖSPARNAÐURDiN I Vísitölutrygglngin er reiknuð út mánaðarlega og hœkkunin » Skylduspamaðaríé er skattírjálst með öllu. . Vextir nema 2% á ári. A þessum kjömm hœkkuðu t.d.kr. 3.930,-íkr. 5.932,-írá júlímánuði 1980 til sama tíma 1981. Hœkkun: 50.94%. Skyldusparnaður í Byggingasjóði ríkisins er ein hagstœðasta spariíjár sem ungt íólk á! Því skal það hvatt til að: 1. 2. brýn nauðsyn krefji,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.