Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 3
ho/jarpógfr irinrt Fðstudagur 18. desember 1W1_ Jakob Jónasson gedlæknir: Hættulegir geðsjúklingar heyra til undantekninga aldrinum 15-21 árs, annarsvegar þeim sem hafa lent i málum þar sem ákæru heíur verið frestað, sem oftast gerist eftir fyrsta brot, hinsvegar þeim sem hafa hlotið skilorðsbundna reynslulausn úr fangelsum. Þriðja verkefniö er að hafa eftirlit með þeim sem hafa hlotið skilorðsbundna dóma, en vegna skorts á mannafla hefur þvi litið sem ekkert verið sinnt til þessa. ,,Ef skilorðið er haldiö er máliö þar með úr heiminum, En gerist fólk brotlegt aftur á skilorðstim- anum má búast viö að málið verði tekið upp á ný, eða dæmt i nýja málinu með tilliti til að búið var aðfresta ákæru áður. Þá er gang- urinn oft sá, að i stað þess að fresta kærunni er hún send dóm- ara ásamt refsikröíu, og ol'tast er næsta skref hjá honum að dæma, en fresta fullnustu,á skilorði. Þar næst kemur venjulega skilorðs- bundinn dómur”, segir Axel Kvaran. Kúmlega 300 ungmenni ai' öllu landinu eru undir eftirliti Skil- orðseftirlitsins. Þar af eru um 200 sem haia fengið ákæru frestaö og eru undir eftirliti Erlendar. Axel hefur sjálfur eftirlit með 115-120 unglingum sem hafa fengið skil- orðsbundna reynslulausn. Spurningunni um það hverjir eiga að vera i fangelsunum og hverjir ekki er erfitt að svara. Frá þvi ungmenni hefja afbrota- feril sinn fá þeir sifellda „sjensa”. Það má telja réttlætan- legt gagnvart þeim sem bæta ráð sitt, en fyrirfram er erfitt að segja hverjir verða sibrotamenn og hverjir ekki. Og jafnvel þeir sem að sumra mati eru hættulegir eiga sin mannréttindi. Hvar mundi það enda, ef lögreglan mætti hand- taka fólk l'yrir það eitt, að það gæti hugsanlega skaðað aðra? Sumir þessara manna kunna að vera geðveikir, en sem stendur eru aðeins tveir fangar á Litla- Hrauni, sem likur úrskurður hef- ur verið felldur yfir. Eigi að kanna geðheilsu annarra þarf að fara lögfræðilegar leiðir til að það verði gert. Geðveiki og glæpir fara oft saman i hugum fólks og glæpa- menn gjarna umsvifaiaust stimplaðir geðveikir. Að mati geðlækna er þessu þó alls ekki svo farið. Fæstir glæpamenn eru raunar geðveikir sam- kvæmt reynslu þeirra, og geð- veikt fólk meira að segja sist hættulegra en svokallað heil- brigt fólk. En oft þykir þó ástæða til að kanna geðheilbrigði glæpa- manna, og það gera geðlæknar með svonefndri geðrannsókn. „Það er algengur misskiln- ingur hjá fólki að rugla saman hreinni geðveiki, psykosis, og skapgerðargöllum, svoköll- uðum psykopatiskum persónu- leikum. Þeir sem eru haldnir þvi siðarnefnda virðast ekki geta virt þau lög sem samfélag- ið setur og læra ekki af reynsl- unni. Það er þetta sem hrjáir stóran hluta hinna svonefndu si- brotamanna. En þeir eru ekki geðveikir, segir Jakob Jónasson geðlæknir á Kleppi við Helgar- póstinn. Jakob hefur framkvæmt margar geðrannsóknir, sem alltaf fara fram að beiðni full- trúa dómsvaldsins. Slikar rann- sóknir eru gerðar til að komast að þvi hvort viðkomandi er sak- hæfur eða ekki, samkvæmt skil- greiningu refsilaga frá 1940. í 15. grein þeirra segir: „Þeim mönnum skal eigi refsað sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tima sem þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sinum”. Þessi lagagrein setur ákaf- lega þröngar skorður. 1 sumum nágrannalöndum okkar er látið nægja að viðkomandi sé geð- veikur — hér verða menn að vera „alls ófærir um að stjórna gerðum sinum þegar verkn- aðurinn er framinn”. Það er þetta sem er erfiðast i þessum rannsóknum, þótt stundum geti það legið ljóst fyrir, ef mað- urinn er algjörlega „truflaður”, segir Jakob Jónasson. Geðrannsókn er fólgin i sam- tölum sjúklings og geðlæknis. Hún getur tekið mjög langan tima, en það fer eftir þvi hvað sjúklingurinn á auðvelt með að tjá sig, og hversu auðvelt er að komast i samband við hann. Auk þess leggja sálfræðingar fyrir hann sálfræðipróf, m.a. gáfna- og persónuleikapróf. Þá er grafist fyrir um æviferil sjúk- lingsins, en ýmis atriði i honum geta varpað ljósi á sálarástand hans. En hver eru einkenni geð- veiki? „1 fyrsta lagi eru þau sérstakt ástand sem er frábrugðið venju- legu sálarástandi að þvi leyti, að það felur i sér afbrigðilega hegðun.Kjarninn i þvi er sá, að raunveruleikaskyn er brenglað, viðkomandi upplifir hinn svo- kallaða raunveruleika á annan hátt en venjulegt fólk, og sjúk- dómurinn veldur breytingum á öllum persónuleikanum. Það er algengt fyrirbæri, að geðveikir heyri raddir sem segja þeim að gera ákveðna hluti, gera ekki ákveðna hluti, tala illa um þá, — eða vel. Annað einkenni er að þeir fá allskonar hugmyndir um að Jakob Jónasson geðiæknir verið sé að ofsækja þá, tala um þá. Það er algengt að það sé sjónvarpið, útvarpið eða bíöðin sem þeir álita að standi fyrir þessu. Margir upplifa likama sinn á annan hátt en aðrir. Þeim finnst þeir vera undir áhrifum geisla utan úr geimnum, eða dá- leiðslu. Það merkilega er, að þeir geta stutt þetta algjörlega haldbærum rökum, nema hvað raunverulegar forsendur vantar”, segir Jakob, og hann bætir þvi við, að það sé mesti misskilningur að allir geðveikir menn séu hættulegir — þvert á móti heyri hættulegir geðsjúk- lingar til undantekninga. Algengustu tegundir eru geð- klofi og þunglyndi/oflæti. Þeir sem þjást af þunglyndi fá oftast þann sjúkdóm eftir þritugt, en batahorfur eru góðar. Geðklofa fá menn hinsvegar helst á aldr- inum 15—25 ára, og sagt er að þriðjungur þeirra fái lækningu, þriðjungur náí þvi að teljast félagslega hæfur en þriðjungur sé ólæknandi. — Er til einhver dæmigerð lýsing á geðveikum glæpa- manni? „Nei. En fremji menn með geðveiki á háu stigi glæp, er hann i flestum tilfellum tilvilj- anakenndur og óúthugsaður og kemur oft niður á nánum ætt- ingjum. Það má segja að slikir glæpir séu „hvatvislegir”. Fjórir geðsjúkir gíæpamenn i haldi á ísíandi — Hver er munurinn á hreinni geðveiki og psykopat- iskum persónueinkennum? „Það má segja, að meirihluti geðsjúklinga fái lækningu, en meðan sjúkdómurinn varir er hann hættulegur sjúklingnum. Þá sem haldnir eru varanlegum skapgerðargalla, psykopatisk- um einkennum, er hinsvegar ekki hægt að lækna. Slikt ástand varir alla ævi, þótt slikir menn spekist að visu með aldrinum. Þeir eru hinsvegar hættulegri þjóðfélaginu en geðveikir”. A hverju ári er talsvert um geðrannsóknir, þótt ekki séu handbærar tölur yfir það. Flest- ir sem rannsakaðir eru reynast sakhæfir, en nokkrir reynast ósakhæfir að mati geðlækna. Það er hinsvegar dómara að ' ákveða það endanlega, geð- læknarnir leggja einungis mat á andlegt heilbrigði viðkomandi. Astandið hér er þannig nú, að fjórir menn eru álitnir ósak- hæfir sökum geðveiki. Tveir þeirra eru undir sérstakri gæslu á Litla-Hrauni, einn er erlendis og sá fjórði á Kópavogshæli. Sem kunnugt er hefur Klepps- spitali ekki viljað taka við geð- veikum afbrotamönnum á þeirri forsendu, að þar séu að- stæður til gæslu sliks fólks ekki nógu góðar. Á það hefur hinsvegar verið bent, að geðdeild við fangelsi þurfi ekki að vera stærri en að þar komist fyrir sex rúm. Það mundi fullnægja þörfinni hér á landi, og mikið mundi sparast við að hafa rekstur slikrar deildar og fangelsis að nokkru leyti sameiginlegan. Sverrir mafn Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur er ógleymanlegur öllum þeim sem höfðu kynni af honum, stórbrotinn og skemmti- legur persónuleiki, lífslistamaður, sögu- maður, fræðimaður - og ritsnillingur. Nú er komið út fyrsta bindi ritsafns Sverris og hefur að geyma ritgerðir um íslandssögu fram til aldamótanna 1900. Þetta er það tímabil sem Sverri hefur verið einna hug- stæðast. Um það hefur hann skrifað ýmsar af veigamestu ritgerðum sínum og helstu grundvallarrannsóknir hans eru unnar á því sviði. Ritsafnið er áformað í fjórum bindum. í næsta bindi verða ritgerðir um íslenska menn og málefni þessarar aldar. Þriðja bindið á að geyma ritgerðir um almenna sögu og í því fjórða verða ritgerðir um bók- menntir og dægurmál auk ritaskrár Sverris Kristjánssonar. Einnig munu fylgja bókun- um ritgerðir um höfundinn, viðfangsefni hans og efnistök. Þetta ritsafn í fjórum vænum bindum er fjarri því að vera heildarsafn. Æviverk Sverris Kristjánssonar hefði fyllt tólf slík bindi að minnsta kosti. En þegar safnið er komið út ætti öllum helstu áhugasviðum Sverris og höfundarsérkennum að hafa verið gerð góð skil. Um leið verður tiltækt í handhægri útgáfu sýnishorn þess sem einna best hefur verið skrifað á íslensku á þessari öld. |jj| Mál IMI og menning

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.