Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 4
Föstudagur 18. desember 1981 HeJcjarpásturinn NAFN: Ketkrókur Grýluson. STARF: Jólasveinn. FÆDDUR: í myrkrí fornöld. HEIMIU: Á ýmsum stöðum til f jalla. HEIMILISHAGIR: Býr einhleypur með bræðrum sínum BIFREIÐ: Wagooner árg. 1982. ÁHUGAMÁL: Þingseta, og að fara í allra kvikinda líki „Ég hef komið auga á að þingmanns- starfið hentar mér prýðisvel" Hvers vegna gerðistu jólasveinn? Þaö er án efa erfitt fyrir nútimafólk að skilja það, en hér á öldum áður.var ekki um að ræða að maður fengiað velja sér starf. Ég fæddist til starfans, er sam- gróinn honum og get ekki hugsað mér annars konar tilveru. Ég játa þó, að á seinni timum, þegar maður horfir upp á allt það val- frelsi sem nutimabörnin standa andspænis, þá flögrar stundum að manni, að það hefði kannski verið gaman að hafa eitthvert annað starf. Að minnsta kosti svona i igripum. Ég gæti helst hugsað mér eitthvert létt hluta- starf til að hvila mig á jólasveins- rútínunni, svo sem eins og að láta kjósa mig á þing. Mörg börn virðast núorðið standa iþeirri trú, að jólasveinn- inn sé góður og göfugur — er ekki miklu nær að lita á þig sem þann hrekkjalóm sem þú litur út fyrir að vera? Fólk má ekki láta útlitið blekkja sig. t raun og veru tek ég mér ýmis gervi, eftir þvi hvernig stendurupp á tiðina. Fyrir mörg- um öldum var ég grámóskulegur og gerði fólki gjarna glennu, sjálfum mér til skemmtunar. En á seinni timum, þegar sumir hafa allt til alls og aðrir þykjast hafa það, þá verð ég var við, að fólkið hefur þörf fyrir einhvern sem gef- ur sig út fyrir að hafa göfugt hjartalag. >að er eins og menn viljihafa jólasveinirin eins og þeir vildu gjarna vera sjálfir. Þú þykist sem sagt góður og göfugur mína? Þykist, já. Mörgum finnst það grátt gam- an og eiga lítið skilt við göfug- mennsku, þetta með að koma á glugga og gefa börnum gott i skó. Þú mismunar börnum með þessu mdti og ert notaður sem Grýla? Mér kippir náttúrlega i' kynið. Ég er sonur Grýlu móður minnar og þvf ekki fjarri að nota mig á gamaldags hátt sem uppalanda. Enhvaðá það að þýða að mis- muna börnum i gjöfum? Fátæk börn, eða þau sem eiga fátæka foreldra,fá óhjákvæmilega minna i skóinn, færri jólapakka en þau ríku. Finnst þér það sjálfsagt? Sko — nií ertu farinn að spyrja eins og út ur einhverri pólitiskri kú. Ég hef ekkert vit á pólitik. Það er satt. Rikir fá meira en fátækir. Þangað vill fé sem fé er fyrir. En skipting auðsins er ekki mitt mál. Ég tilheyri þjóðtrúnni. Hefurðu enga skoðun á skipt- ingu auðsins? Ertu pólitiskt viðrini? Málið erekki svona einfalt. Sko — mérf ellur þungt að horfá upp á Keikrökur sonur Grýiu kom í Yfirheyrslu Helgarpdstsins að þessu sinni. Reyndar höíum vift lengi beðið færis aft ná jolasveini í yfirheyrsiu, en eins og gefur aö skilja, gefa jólas veinar sjaidan færi á sér néma á jólum. Ketkrókur var með crfiðari yfirheyrsluefnum Hcigarpóstsins, lét ýiiisum ilium Iátum á meðan við reyndum að tala við hann, sneri út lir og margt af þvi sem hann lét sér um munn fara við blaðamenn geturekkitalist prenthæft. Svör hans við spurningum okkar reyndust æoi hál, enda eru jóla- sveinar aidir upp við útúrsnúninga ogker ni ogrökrétta hugsun telja þeir sér ekki samboðna. Yfirieitt taldi hann sér fáttm ennskt viðkomandi, en lét þostöðugt 11jós áhuga á að þjóoin kysisig á þing. hvernig mannanna börnum er mismunað, en satt best að segja er ég nokkuð fastur i þessum gamla hugsunarhætti, að hver maður sé fæddur til sins hlut- verks. Ég hafði til dæmis ekkert val. Sjálfur er ég fátækur. En þú gengur írauðum fiitum — bendir það ekki til að þú sért hlið- holiur vinstristefnu? Hjartað i' mér slær vinstra megin, það er satt og rétt — en rauðiliturinn þykir aðeins hátið- legur og táknar ekki byltingu þegar ég ber hann. Siður en svo. Ég er rauður eins og sunnudag- arnir á dagatalinu. Það er allt og sumt. Hvaða skýringu kanntu á þvi, aft grunnhyggnir menn og fljót- færireru oftkallaðir jólasveinar? Skýringin er einfaldlega sii, aö fólk telur mig og aðra jólasveina grunnhyggna og fljótfæra. Það merkir aftur að mér og bræðrum minum hefur heppnast. Það er eitt af hlutverkum jólasveins i nútima þjóðfélagi að leika á fólk. Koma fram i dulargervi. Það er ekki allt sem sýnist, þegar við bræður erum annars vegar. ÞU þykist barnavinur — ert stöðugt lofandi gjöfum og gotti. En í raun ertu notaður sem vönd- ur, ekki satt? Nei. Nei hvað? Égerekki „barnavinur". Ég er aðeins vinur góðra barna. Góð börn fá gott i skóinn. Hin — ekkert. Sum börn vakna upp við hálf- étna kexköku eða gamla kartöfiu f sfnum skó — varst þú þar að verki? Ég held nú það. Hvers vegna leikurðu þér þann- ig að tilfinningum barna? Börn eru ekki heilagir englar fyrir mér. Ef þau hafa verið óþæg, þá fá þau ekkert eða eitt- hvað ómerkilegt. Það er fullkom- lega eölilegt að striða börnum, þau eru oft argvitans óþekktar- ormar sjálf. Þú þykist vera nutimalegur öðrum þræði — það er hætt við að þcssi grái leikur við vansæl börn samrýmist ekki mannúðarhug- myndum mitimans, hvað þá að þessar hrekkjalómshugmyndir þinar finni stuðning i sálar- eða uppeldisfræði? Aldrei hef ég fræðimaður verið. Maður hefur nú bara leikið sér með lifið svona eftir hendinni. Þú ert i raun og veru ekkert annað en handbendi glingursala, þeirra sem græða á jólunum. Þú ertnotaður til að bregða glassúri á helgiblæ jólanna og hjálpar kaupmönnum tilað sclja mcira af óþarfa, ekki satt? Alveg hárrétt. Og þú hlærð að þvi? Ég hlæ að þvi. Sko — hvað sem hver segir, þá er ég lifandi kom- inn beint út úr þjóðtrúnni, þjóðar- sálinni.Ef þú endilega vilt.þáget ég romsað uppúr mér sögum og kvæöum og blandað öllu saman við pólitiska önnuli'su eða hvað hún heitir. Staðreyndin er sú, að ég er rótfastur i íslenskum fjöll- um og þar með islensku þjóð- félagi eins og það er á hverjum tima.Ef kaupmenn notamig sem tálbeitu eða vörumerki, þá er það þeirra mál og viðskiptavinanna, ekki mitt. Þeir gætu alveg eins sett mynd af Esjunni eða Geysi og Gullf ossi á jólaumbúðimar — það kemur mér raunverulega ekkert við. Þií ert saklaus? Fullkomlega. En samt gengurðu erinda neyslu- og misréttisþjóðfélagsins meft þvi aft gefa ríkum börnum ríkulega og fátækum börnum fátæklega? Ég er enginn sérstakur jafn- aðarmaður. Láttu þér ekki detta það i hug. Ef þið hér i byggðum viljiö hafa misréttisþjóðfélag, þá er það ekki mitt mál. Ég er náttiírlega partur af þessu' þjóðfélagi, stærri partur en flest- ir, en ég samdi elcki stjornar- skrána, ég sem ekki um kaup og kjör. Þú ert þá algerlega ábyrgðarlaus? Fullkomlega. En hefur samt áhuga á að komast á þing? Hvað kemur það ábyrgð við? Þessi skrautlegi búningur þinn rauð föt, rauð topphúfa, hjarn- hvítt skegg — er þetta ekki inn- flutt miíndering og f hæsta máta óþjóðleg? Jú. Hvers vegna klæðistu ekki á þjóðlegan máta í vaftmál og sauft- skinn og móraufta ull? Gerðu það sjálfur. Ég er ekki jólasveinn — þú sagðist áðan vera stokkinn beint út úr þjóðarsálinni en ert klæddur einsog útlendingur — erekki nær að kalla þig santa Klás? Þjóðarsálin speglast án efa i mér, alveg eins og hún speglast i þér og mörgum öðrum en þó einkanlega i' þingmönnum. Reyndar var það ekki ég sem valdi á mig þennan alklæðnað, heldur þeir aðilar i þjóðfélaginu sem telja sér hag i að fá mig i heimsókn. Ef þjóðin vill setja mig i vaðmál, þá get ég svo sem f arið i það en ég tek fram að vaðmál er fjandanum óþægilegra að bera utan um skrokkinn. Menn mega lika kalla mig santa Klás ef þeir vilja. Það skiptir mig engu. Hefurðu engar a'hyggjur af svona amerikaniseríngu? No sir. En þetta þingsetutal þitt — ertu haldinn þráiátri 'og ófullnægðri þingsetuf ikn? Það er engin f ikn. Það er bara skynsemi. Ég hef komið auga á að þingmannsstarfið hentar mér prýðisvel. Há laun, löng fri og ótal forréttindi — hver hefur ekki áhuga á þvi? Nú skilst mér að eigi að fara að fjólga þingmönnum, og þá hlýt eg að koma til greina eins oghverannar. Ég hef reyndarlit- ið þarna inn og mér sýnist vera þarna margt skemmtilegra manna og á margan hátt með svipuð áhugamál og ég hef sjálf- ur. Hver er svo kominn til með að segja að jólasveinar nútimans eigi alla tlð aö veraáf jöllum? Er ekki alveg eins hægt að halda þvi fram að Karvelog Guðmundur J. og Steingrimur og Stefán V. og reyndar allir hinir lika eigi að vera á fjöllum. Margir þessara þingmanna virðastlika ofteins og þeir séu að koma af fjöllum. Ertu ekki hræddur um að þing- seta myndi truf la þig i þinu raun- verulega starfi? Siður en svo. Friin eru löng og mitt aðalstarf iþyngir mér ekki nema rétt um jólin og þá eru þingmenn bara if járlögum og svo ifrii. Þingsetuáhugi þinn ber nú vitni um þjóðmálaáhuga þinn — og ef þú vilt endilega i pólitfk hlýturðu að hafa einhverjar hugmyndir um skiptingu þegnanna i rika og fátæka? Hefur þingseta eitthvað með pólitiskar hugmyndir að gera? Ertu nokkuð annaö en venjulegur hræsnari? Ég held að ég sé mjög óvenjulegur hræsnari — en hræsnari er ég sjálfsagt. ÍJlfur i sauðargæru? Það voru ekki min orð. Nú hefur maður grun um að greind börn trúi ekki beiniinis að þú sért til — þau halda að þú sért bara venjulegur maður sem hefur limt á sig skegg — hvaö segirðu um það? Það er náttúrlega alrangt. Ég hef nákvæma ættartölu að leggja fram, félagsskirteini i ótilgreindu félagi, ökusklrteini gefiö tit af sýslumanninum á Blönduósi og ég er formaöur I félagi sem hefur það að markmiöi að fá stjórnvöld til að láta undan fyrir kröfum um frjálsari markað. Ég er ekkert plat. En mörg börn eru hálft um hálft blendin i trúnni.Þeim finnst gaman aft þykjast trúa á þig, vilja nú heidur aft þú sért ekki til — finnst þér erfitt að búa við að fólk almennt trúi naumast að þú sért til? Þaö veldur mér miklum von- brigðum aö heyra þetta. Ég hef svo sannarlega lagt trúnað á að fólk tæki mig nokkuð alvarlega. Það eru sungnir um mig söngvar. Það er tekið við mér á jólatrés- skemmtunum. Ég fæ að hafa bil- próf og aka um bæinn og manni er att á allar hugsanlegar glugga- kistur að setja eitthvað gott eða eitthvað litið og ljótt i skó smá- barnanna. Ég skil ekki svona tal. Hvernig lýsirðu sjálfum þér? Ég er eins og menn vilja hafa mig. Ég get verið hávaxinn, lág- vaxinn, skeggjaður, rakaður, kátur, byrstur, heimskur, gáfað- ur, heiðarlegur, svikull, feitur, mjór. Ég birtist i byggðum i svartasta skemmdeginu og bregð á leik til að stytta fólki stundir, færa þvi gjafir og hræra upp i mannlifinu Ég geng rauðklæddur núorðið, á svört stigvél og rauða topphUfu, en ef menn endilega vilja.get ég klættmigeins og ein- hver gamaldags mýra-móri og verið grár i mínu gamni. Hver er uppáhaldsm aturinn þinn? Ég vil gratfneraða snigla i for- rétt, nautalundir i vinsósu i aðal- rétt og bananasplitt á eftir. Ertu raunverulega til? Yes Kid. eftir Gunnar Gunnarsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.