Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 9
—helgarpOSfurínrL. Föstudagur 18. desember 1981 Jpúrgsr noMrJrrnn. Þannig dansa halti haninn og litla gula hænan íslendingar eru fljotir aö gripa nýjungar. Það sannast enn einu sinni á nýjasta dansinum sem fer rní eins og eldur um sinu jafnt meðal ungra nemenda Idansskól- um og fullorðinna á dansieikjum. Kjúklingadans er hann nefndur — og hefur raunar lika verið nefndur Brautarholts-boogie, dansaður við lag sem nefnist „Dancc Little Bird”. En upprun- inn er ól jós. Við slógum þvi á þráðinn til Heiðars Astvaldssonar danskenn- ara, en i dansskóla hans læra allt niður i fjögurra ára gömul börn þennan nýjadans, og dansa hann af mikilli innlifun — og rjúka mára að segja út á gólfið heima i stofu þegar lagið hljómar i út- varpinu. — Dansinn er upprunninn i Hol- landi og var fyrst kynntur i „partii” fyrir þátttakendur á þingi Intago, þingi þýska dans- kennarasambandsins i Hamborg um páskana þar sem voru staddir 880 danskennarar frá 21 landi m.a. vegna World Cup. En ekki veit ég nánar um hverning hann varðtil néhvar, segir Heiðar Ást- valdson. Þá var lagið „Dance Little Bird” óþekkt og meira að segja nær ómögulegt að fá það á plötu. Þýsk vinkona Heiðars gaf honum það þó, vegna þess hvað hann var kominn langt að. Og Heiðarileist svo vel á dansinn, að hann lét hopinn sem þá hafði tekið svo- . nefnt heimsmerki i dansi sýna hann sem skemmtiatriði á loka- balli dansskólans við Brautar- holt. — Ég stillti hópnum upp i réttar sföður eins ogættiað fara að sýna háalvarlegan dans, og þetta kom áhorfendum skemmtilega á óvart. Ég vissi ekki hvað ég ætti að kalla þennan nýja dans en datt niður á að kalla hann þessu nafni, „kjúklingadans”, vegna þess að einn i hópnum sem sýndi hann þama er kjúklingabóndi. Seinna kenndi ég hann iHollywood, en þá kallaði ég dansinn, .Brautarholts- boogie”. Og það leið ekki á löngu þar til fólk greip dansinn á lofti og fórað dansa hann af miklum ákafa, svipað og jenka og lapostella á sinum tima. — Þetta er i sjálfu sér einfaldur og heldur ómerkilegur dans, og það hvarflaði ekki að mér, að hann yrði svona vinsæll. Og er- lendis er þetta lika mjög vinsælt, bæði á dansleikjum og „partium og söm u sögu er að segja um lag- ið. Þaðættiþvi ekki að vera vand- kvæðum bundið að fá núna, segir Heiðar danskennari. ÞG i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.