Helgarpósturinn - 18.12.1981, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Qupperneq 13
helgarpáSturínn Föstuda9ur 18. desember 1981 13 eins og herópi án allrar upp- fræóslu og kynningar, er engu öðru að kenna en heldur staðnaðri dagskrá hljóðvarps og sjónvarps. Fyndist fólki útvarpið veita þvi þá þjónustu og ánægju sem það væntir af þessum fjölmiðli, myndi það örugglega ekki láta blekkjast af þeim yfirborðslega áróðri sem rekinn hefur verið fyrir frjálsu útvarpi og íhuga málið betur. NU blasir hinsvegar sú staðreynd við að fólk er einfaldlega orðið leitt á tilbreytingarlausri og sviplitilli dagskrá og sér þvi ekkert þvi til fyrirstöðu að aðrir fái að spreyta sig en opinberir embættismenn. Hins vegar virðist fáum hafa dottið i hug að stöðnun útvarpsins eigi sér tilteknar orsakir, orsakir sem unnt sé að skilgreina og jafn- vel fjarlægja að einhverju leyti. Væri þó ólikt hyggilegra að huga svolitið betur að þeirri hlið málsins, áður en flanað er stefnu- laust út f forað sem er alls ekki vist að við eigum eftir að komast upp úr heilu og höldnu. Kynni min af Rikisútvarpinu hafa sannfært mig um að það sé einkum tvennt sem hái vexti þess og viðgangi. I fyrsta lagi langvinn þreyta æviráöinna embættis- manna og i öðru lagi linnulaus af- skipti stjórnmálamanna sem þurfa hvorki að eiga frumkvæði né taka á sig ábyrgö af starfsemi miðilsins. Á það skal lögð skýr áhersla að i þessu efni er ekki að sakast við einstaka menn, heldur skipulagið sjálft, hefðir þess og það hugarfar sem þær viðhalda. Mér er fullkunnugt af eigin raun og kynnum að yfirmenn Rikisút- varpsins eru hinir mætustu menn og að þvi er ég best veit — fullir skilnings á vanda stofnunarinnar. Eins og mér er til efs að i útvarps- ráði hafi setiö i annan tima jafn miklir og góðir áhugamenn umf jöl- miðlun og nú er. Hjá þvi verður þó ekki horft að þessir menn eru skipaðir i' æðstu stjórn stofnunar- innar af flokkavaldinu i landinu i þeim tilgangi að tryggja tök þess á f jölmiðlinum. Best kemur þetta vitaskuld i' ljós þegar ráðið er að skipta sér af starfsmannahaldi, en þá kemur iðulega fyrir að póli- tiskur litur eða svipaðir verð- leikar séu teknir fram yfir starfs- hæfni þeirra sem um störf sækja. Skyldi maður þó ætla að yfir- menn stof nunarinnar séu færastir um að meta umsækjendur og þurfi til þess litla hjálp manna sem engar áhyggjur þurfa að hafa af hinu daglega amstri. Sjálfsagt eru ýmis dæmi um að útvarpsráð hafi tekið fullt tillit til meðmæla yfirmanna, — að þvi er ég frekast veit er þeirra þó ekki beinlinis óskað — en hitt hefur einnig gerst að útvarpsráðsmenn og yfirmenn hafa mælt með sitt hvorum umsækjanda. Er raunar skemmst að minnast fjaðra- foksins sem varð þegar Andrés Björnsson útvarpsstjóri rauf ára- tuga langa hefð undirlægju- háttarins og réð fréttamenn sam- kvæmt meðmælum fréttastjóra hljóðvarps, en ekki samkvæmt tilskipun útvarpsráðsfulltrúa. Reynslan hefur sýnt að ákvörðun útvarpsstjóra var hið mesta heillaráð og að fréttastofunni bættust þarna mjög nýtir starfs- menn. Bein afskipti útvarpsráðs af dagskránni sjálfri hygg ég geti almennt verið jákvæðari, þó að einnig i’ þvi tilviki megi spyrja þess hvað veiti þeim rétt til að hlutast til um hana. Undirrót meinsins Og svarið við þeirri spurningu þekkja allir: útvarpið er svo áhrifamikill fjölmiðill að i þvi verður að rikja jafnvægi á milli andstæðra stjórnmálaskoðana. Hlutverk ráðsins er þó öðru fremur að gæta þess að þar séu ekki framin hlutleysisbrot og að starfsmenn stofnunarinnar — einkum og sér ilagi fréttamenn — misnoti ekki aðstöðu si'na til að reka dulbúinn áróðuraf einhverju tagi. Nú er ég alls ekki þeirrar skoðunar að ekki þurfi að vera eftirlit óvilhallra manna með svo öflugum f jölmiðlum sem útvarp - og sjónvarp óneitaniega eru. Lendi þeir i höndum háskalegra afla af einhverju tagi, er auðvelt að misbeita þeim á hinn herfi- legasta hátt og ættiað vera nóg aö benda á austantjaldsrikin i' þvi sambandi. Spurningin er bara sú hvort stjómmálaflokkarnir og VETTVANGUR pólitiskir fulltrúar þeirra séu besta dómsvaldið i þeim efnum. bað er jafnvel ekki laust við að manni finnist sú tilhögun bera nokkurn keim af þeirri skoðun að útvarp sé fremur valda- og áróðurstæki en menningar- og þjónustustofnun. Hvað sem þvi liður er vlst að á fimmtíu ára löngum ferliRikisútvarpsins hafa fulltrúar hins pólitiska valds komist upp með mikla og óeðli- lega íhlutunarsemi gagnvart stofnuninni. Skilst mér þó á gamalreyndum útvarpsmönnum að ástandið hafi jafnvel oft verið verra en nú, t.d. á dögum kalda striðsins þegar tortryggni gegn stjórnmálaandstæðingum gekk fjöllunum hærra. Ég er ekki viss um að utanhús- fólk geti gertsér fullkomna grein fyrir þeim óviðfelldnu starfsskil- yrðum sem þetta ástand veldur. Æðsta stjóm fjölmiöilsins kemur einkum fram sem pólitiskur eftir- litsmaður meö litasamsetningu dagskrárinnar. Yfirmennirnir kikna smám saman undan þrýst- ingnum að ofan og glata, þrátt fyrir góðan vilja og rikan skiln- ing, allri löngun til að stuðla að úrbótum. Undirmenn verða sjaldnast varir við neina viður- kenningu frá æðri stöðum og hafa jafnvel á tilfinningunni að þeir séu undir ströngu eftirliti, nánast einsog sakamenn. Yfir allt færist deyfð og dmngi og á bestu starfs- menn sigur værðarlegt mók, þar sem þeir vita sig örugga i stólum sinum til elliára. Ekkert knýr þá beinlinis til að fitja upp á nýmæl- um i dagskránni sem staðnar i fóstum skorðum og enginn sér að lokum ástæðu til að mgga við. Ofaná þetta bætast svo starfsaðstæður og ytri aðbúnaður sem eru fyrir neðan allar hellur og nægðu vist ein til að drepa niður áhugann. Þetta er býsna dökk mynd og auðvitað nokkuð einfölduð, enda er sem betur fer, hægt að lýsa hana nokkuð. A þeim sex árum sem ég hef verið með annan fótinn á hljóðvarpinu hef ég tekið eftir ýmsum jákvæðum umskiptum sem almennir hlust- endur hafa sannarlega einnig orðið varir viö. Nægir i þvi sam- bandi að benda á þær hressilegu breytingar sem hafa orðið á fréttaflutningi hljóðvarpsins á til- tölulega skömmum tima. Eiga þær sér eflaust margvislegar orsakir og skiptir þá kannski mestu að veruleg endurnýjun hefur orðið á starfsliði frétta- stofu, ungt og áhugasamt fólk komið til starfa og starfsandinn um leið batnað stórlega. Ýmsir aðrir liðir dagskrdrinnar eru þó enn i klakaböndum Ihaldssem- innarog erleiklistarflutningurinn eitt sorglegasta dæmið um það. Engu að siður hefur þróun siðustu ára staðfest svo að ekki verður um villst að hljóðvarpið er fært um að taka framförum og þvi kunna vel að vera framundan víð- tækari nýjungar i dagskránni en við getum séð fyrir nú. Það væri hörmulegt ef skammsýnar og vanhugsaðar lagasetningar yrðu á einhvern hátt til að hamla gegn þeirri þróun sem nú virðist hafin og bæði yfir- og undirmenn standa einhuga að. A útvarpsmálum okkar íslend- inga er þvi' aðeins ein raunhæf lausn. Hún er að efla Rikisút- varpið, gera þvi kleift að hrista af sér doðann og verða að lifandi mesiningarstofnun. Fámenn og fátæk þjóð eins og við gerir ekki betur en risa undir einni útvarps- stöð, eigi hún að vera fær um að fullnægja ströngustu kröfum um fagmannleg vinnubrögð. Hljóð- varpið þarf að fá eina rás til við- bótar og þar ættí rikisvaldið ekki að telja eftir sér að hlaupa undir bagga, þó ekki væri nema með þvi að láta stofnuninni eftir þau gjöld sem hún greiðir i rikissjóð. Frumskilyrði allra úrbóta er þó að óbreyttum starfsmönnum út- varpsins, fastráðnum jafnt sem lausamönnum, sé sýnt meira traust en nú er gert og þeir hvatt- irtil virkrarog ábyrgrar þátttöku i allri stefnumótiun á sinu starfs- sviði. Þá myndi örugglega kvikna þar sköpunargleði sem fæddi af sér f jölbreyttari, fróðlegri, skemmtilegri og menningarlegri dagskrá. Viö Islendingar erum litil þjóð með sérkennilega arfleifð. A okkur hvilir sú skylda ofaröðrum skyldum aö halda lifi i tungu okkar og menningu, auðga hana með áhrifum utan frá en glata þó aldrei tengslum við rætumar sjálfar. I hálfa öld hefur Rikisút- varpið gegnt margháttuðu hlut- verki í islensku samfélagi, lifgaö upp á fásinnið, treyst öryggi manna og kannski sameinað sundraða og einangraða þjóð betur en við skiljum sjálf. Það væri mikið glapræði að fóma svo áhrifamiklu tæki fyrir útlend tiskufyrirbæri sem er allsendis óvist að muni henta okkur hér. Við lifum á timum þar sem mikl- ar ógnir steðja að litlum þjóðum sem streitast við að halda i' sér- kenni sin og lif okkar getur legiö við ef við sofnum á verðinum. Það er vafasamt aö nokkur einstök menningarstofnun sé i betri að- stöðu en Rikisútvarpið til að vernda það besta sem þjóðin hefur ræktað meö sér og i þvi hlutverki er tilveruréttur þess fólginn. —JVJ •••••••• a • r| 1 \ lolaborðið TUBORG

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.