Helgarpósturinn - 18.12.1981, Síða 14

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Síða 14
14 §Pað var einn dimman, kaldan morgun nú á aðventunni. Manuela Wiesier lauk upp dyrum á litlu húsi slnu I Grjótaþorpinu. Undirritaður, ögn daufur yfir skammdeg- inu og myrkrinu, þrátt fyrir ævilanga þjálf- un f átökum við árstíðimar, spurði hvort skammdegið ætti ekki illa við útlenda lista- konu... ^kammdegið?— nei ails ekki. Það hefur litil áhrif á mig. Ég held minum daglegu- venjum. En ég finn að fólk lokast, finn það stundum á vinum minum. En svo opnast þeir aftur með hækkandi sól. Þaö er kannski undarlegt, að það skuli ekki hafa' áhrif á mig, en mér er sagt aö giiman verði erfiöari eftir þvl sem hún lengist. Kannski hefur það eitthvað að segja, að ég fæddist inni I dimmum frumskógi i Brasillu... Vi. fluttum heim, heim til Vlnarborgar þegar ég varaðeins tveggja ára, þannig að ég man nú ekkert eftir Brasili'u. Ég ólst upp i Vin og þar fór ég i tónlistarnám. Ég tók einleikarapróf sextán ára og fór svo til Parisar og var þar einn vetur og svo aftur til Vfnar. Þá lauk ég stiidentsprófi gifti mig og fór til Islands og hef verið búsett hér siðan. Það var áriö 1973. Ég fæddist 1955 — þú sagðist vilja vita allt um mig... Sfðustu þrjú árin hef ég sótt tíma hjá James Galway í Sviss og hjá Aurele Nico- let. Ég hef farið út á mánaðar eða tveggja mánaða fresti — reyndar ekki nUna i næst- um eitt ár. Dýr skóli? — Nei, ég læt það vera, mér finnst það ekki ofborgað, — svonalagað er ekki hægt að meta i pening- um. Ég hef lært svo mikið. Þetta hefur hjálpaö mér ómetanlega. Ég var i rauninni stórkostlega heppin að komast til þessara kennara. Þeirbuðu mérþetta og jafnframt var þessi háttur eina leiðin fyrir mig. Þess- ir menn taka yfirleitt ekki fólk i einka- tima... (lalway lét mig eiginlega byrja frá byrj- un. Ég þurftiað skipta um hljóðfæri. Skipta um stil.Nicoletlétmig líka taka skref aftur á bak. Það er undarlegt — þegar maður hefur talið sig fullgildan og fullnuma lista- * mann að þurfa að læra aftur hverja nótu fyrir sig eins og barn. En ég hef lært. Það hefur skapast nánara samband milli min og hljóðfærisins. Nú gengur mér betur en áður. Allt gengur betur en áður. Kostar? Já, það er sársaukafullt að vaxa — bæði i list og í lifi... ITIaður má ekki h'ta svo á, að maöur sé einhvern tima fullnuma, fullbúinn. Ég vona að ég eigi alltaf eftirað lita á mig sem nem- anda — eitthvaðsem er I mótun. Það er svo miklu auðveidara aðfinna sér bás. Og sitja þar. Hitt er áhætta, en hana verður maður að taka — og svo ég komi aftur að hljóðfær- inu, þá blasti við mér að ég yrði að hætta. Ég tók áhættuna — það á maður að gera. Lifið er þannig... X 1 lei, mér finnst ekki erfitt að búa á Is- landi, þótt ég þurfi að ferðast svona mikið vegna hljómleika.Nei.Ená timabili var ég aö hugsa um að flytja úr landi. Þá fannst mér ferðalögin orðin erfið og það er óskap- lega dyrtað fljúga.En nú hef ég alveg gefið það frá mér. Island á svo mikið i mér. Hér finn ég líka hvi'ld og ró. Núna get ég ekki lengur hugsaö mér að fara héðan. Mér finnst ég lika eiga erindi hér. Hér er eitt- hvað fyrirmig að gera. Og svo vinir minir, allir semhafahjálpað mér. Ég hef þroskast mikið hér. Ég þakka landinu margt. Náttúrunni. Ég geng oft út aö sjó — maöur fær yfirsýn. Hugarró. Og Islendingar? — Þeir eru sérstæðir. Þeir eru eins og ein f jöl- skylda... JPegar ég er einhvers staðar Uti i löndum og heyri islaisku talaða, þá fer ég og heilsa upp á landana. Islendingar koma oft á tón- leika hjá mér erlendis. Ég verð svo glöð, þegar -ég er i útlöndum að spila og ís- lendingar koma á tónleikana og hitta mig svo á bak við á eftir. Þegar ég heyri móöur- málið austurrisku þá tek ég til fótanna. Það er ekki hægt að fara til Austurrikismanns og segja — heyrðu, ég er frá Austurriki, mig langar að tala við þig... En ég er austurrískur rikisborgari. Það er ég vegna þess að Austurriki er hlutlaust land, stendur utan hernaðarbandalaga. Ég verð islenskur rikisborgari þegar Island veröur alveg sjálfstætt, þegar herinn fer... [nþegar ég kem fram erlendis, þá er ég kynnt sem íslenskur flautuleikari. Mér finnst stórkostlegt að geta kynnt og leikið Islenska efnisskrá. Islensk tónlist er mjög góð. Miklu betri en við höldum kannski sjálf. Ég hef oft tekið eftir þvi að i skrifum um fslensk og erlend verk sem ég hef flutt, þá þykir islenski hlutinn langmest spenn- andi... |Pegar ég leík verk, sem skrifuð hafa ver- ið sérstaklega fyrir mig, tekstflutningurinn oft vel, þvi að ég hef þá haft náið samband við verkin og tónskáldin. Mörg þessara verka hafa orðið tili samstarfiminu og höf- undar. Þessvegna finnstméraðégeigi lika þátt i þessum verkum. — Hve mörg verk skrifuð fyrir mig? Þau eru vist sautján. Sumir höfundar hafa skrifað fleiri en eitt. Leifur hefurskrifað þrjú,Þorkell tvö. Ég er mjög hvetjandi þess að tónskáld skrifi fyrir mig. Ég þekki flautuna, þekki hana betur en tónskáldið, veit hvað hægt er að gera, þekki möguleika flautunnar. Stundum spretta fram alveg nýir og óvæntir hlutir vegna þessarar samvinnu. — Um daginn spilaði ég hljómsveitarverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson úti i Þrándheimi. Það var „EvridfsfyrirManuelu og hljómsveit” eins og Þorkell kallar verkið. Þorkell var i saln- um á lokaæfingu. Okkur fannst þá að tiltek- inn kafla iverkinumætti hafa öðruvísi. Við breyttum. Ég lét stjórnandann vita, að ég myndi breyta svolitið til og þegar ég svo spilaði á tónleikunum um kvöldið kom verkið betur út. Þetta verk, það er sagan um Orfeus og Evridis sögð frá sjónarhóli konunnar... Hvað ég geri annaö en að spila á flautu? — Núer erfitt að svara. Allt mittlif snýst i kringum tónlistina, flautuna. Allt virðist stefna að einu. Ég er mikiðmeð börnunum, Marian ogDaniel,égsyndi. Égæfi leikfimi. Ég les islenskar, þýskar og enskar bók- menntir. Hvers konar bókmenntir? Skáld- sögur, ljóð. Ég fer á tónleika. 1 leikhús. Ég tek til, skúra gólf, vaska upp. Hvað geri ég fleira? Börnin, vinnan, hversdagsstörfin... \\lt rennur hvað inn i annað. Hversdags- reynslan er mikilsverð. Það er þroskandi að vera með börnum. Allt i sambandi við börnin er jákvætt. Meðgangan, fæðing —og siðan að fylgjast með þeim. Bömin eru uppspretta innri gleði... lyrstu árinhér á Islandi var ég bara hús- móðir. Ég prjónaði, bakaöi, eldaði og svo framvegis. Ég erfegin aö ég hætti þvi. Það endaði bara i þunglyndi. En það var mikið átak að rifa sig upp... Föstudágur 18. desember 1981 Eg kom hingað eiginlega sem nokkurs konar flóttamaður. Ég var á flótta undan sjálfri mér og minni fortiö. Island bjargaöi mér.Siðanþað var, hefur alltbreyst. Nú bý ég hér vegna þess að mér þykir svo vænt um landiö. Þá hélt ég að heimilislifið myndi bjarga mér. Ég þráði öryggi... Eg ólst upp i reiðileysi. öryggið? Já, en það getur svo auöveldlega breyst i fangelsi... Eftir nokkura ára þunglyndi fór ég aftur til gamla kennarans mins, þess sem ég hafði haftáriðsem ég var iParis.Hann tók mér mjög vel. Hann sagðist ætla að gera mig að besta flautuleikara i heimi. En ég var bara nokkra daga hjá honum. Ég fór heim aftur. En upp úr þessu fór ég að taka þátt i námskeiðum og keppni á ýmsum stöðum. Ég fór út I atvinnuheiminn aftur... Eftir að ég skildi varð lif mitt heiðar- legra, einlægpra. I hjónabandinu gekk ég með einhverja grimu. Ég reyndi að vera eins og ég hélt að gift kona ætti að vera. Maður reyndi að lifa samkvæmt þeirri mynd sem maður hafði gert sér af hjóna- bandinu. Núna lfður mér miklu betur. Núna kem ég til dyranna eins og ég er klædd. Við erum hreinskilnari og einlægari hvort við annað — eftir skilnaðinn... Ilvað ég hugsa þegar ég er að spila? — Ég veit það ekki. Það er mjög undarlegt ástand. Ætli ég sé ekki annað hvort langt fyrir utan sjálfa mig, eða þá langt inni i sjálfri mér. Og svo er það þetta samband við áhorfendurna. Kannski fer einhver að hósta. Þá kem ég aftur niður á jörðina... Ilúna geri ég ekkert annað en spila. Og ferðast. Nei — ég kenni ekkert. Það kemur þófyrir að ég held námskeið þegar ég er er- lendis. Ég hef svolitið farið út I að kenna ungum flautuleikurum að nota likama sinn rétt. Og hvernig þeir geta losnað við tauga- spennu. Það er oft spurning um hugarfar. Það er hægt að hjálpa fólki heilmikið. Það skiptir svo miklu málimeð hvaða hugarfari, farið er á svið. Svo kenni ég mikið um stfl. Skreytingar i tónlist, tildæmis gamalli tón- list. Ogsvo lika óhefðbundna beitingu flaut- unnar inútimatónlist— hlutirsem ekkieru kenndir i tónlistarskólum... I^að er rétt. Aldur flautuleikara skiptir miklu — ætli maður verði ekki farin , að dala upp úr fertugu. Reyndar halda margir einleikarar áfram að spila lengi. Þeir hafa þá gjarna svo persónulegan stil að hann yfirgnæfir það sem kannski er farið að vantaá.Enætliég hætti ekki að spila þegar ég er orðin fjörutiu og fimm eða svo. Þá verður lika svo margt eftir að gera. Svo margt? Kannski fer ég að kenna þá... I lei, eiginlega hlusta ég ekki svo mikið á tónlist. Ég hlusta ekki mikið á plötur. Ég hlusta á söng. Það er hægt að læra svo mik- ið af söng. Og ég hlusta á fiðlu. Auðvitað hiusta ég á alls konar tónlist. Ég hlusta á popmúsik. Mér finnst inntak tónlistar vera mjög svipað hvort sem við hlustum á sautjándualdartónlist, þjóðlög eða eitthvað annað. Tilfinningar manna hafa ekkert breyst... En hljómplata er fyrir mér eiginlega bara skýrsla. Segi ég — sem er að reyna að selja plöturnar minar! Ég fæ miklu meira út úr þvi að fara til dæmis á þriðja flokks nemendatónleika, heldur en að sitja heima og hlusta á plötur. Mér er illa við niður- suðutónlist. Ég vil vera á tónleikum, finna og hrifast... Otundum, þegar ég er að spila, þá er eins og ég öll opnist. Manni finnst eins og allur salurinn sé orðinn að börnunum manns og að þau sitji i kjöltu mér. Mér finnst stund- um eins og áhorfendur fari inn i mig. Inn i móöurlifið. Og að ég fari inn i' áheyrendur fylli þá með lifskrafti. Þegar vel tekst, þá verður þessi samruni fullkominn — og hann verður það ef maður getur gleym tsér. Aður var ég svo upptekin af þvi að vera fullkom- in. Ég hafði áhyggjur af feilnótum. Núna gef égþað sem ég hef að gefa og hugsa ekki um feilnótur. Þær eru kannski færri núna en áður — og þær skipta mig litlu. En maður er alinn upp I þessari fullkomnunar- áráttu, þessum perfektionisma. Það er tón- listarskólakerfið...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.