Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 17
-JiQÍgarpósturihrL. Fós^dag ur 18. desember 1981 17 __ r___r r__ ZzrllJ II I, Jól í fjölmiðlum Nú er sá timi kominn aö islenskir fjölmiðlar einkennast helst af jólum og undirbúningi jólabókaútgáfan hefur alltaf verið fyrsta merki þess aö jólin væru i nánd. Út af fyrir sig má Fjölmiðlun eftir Pétur J. Eiriksson fyrir jól. Stærsta jólaeinkenni fjölmiðlanna, hvort sem er blaða, utvarps eöa sjónvarps,er auðvitað hið mikla magn aug- lýsinga. I dagblöðunum vikja auglýsingar nær öllu öðru efni frá. Lesendur mega þakka fyrir að fá að sjá forsíður blað- anna og baksiður á sinum stað, en að öðru leyti eru blöðin undirokuð auglýsingum. AUt annar svipur á skrifum dag- blaðanna; jólabækurnar fá mikið pláss á þeirra siöum, en segja það aö dagblöðin versni siðustu vikurnar fyrir jól af þessum ástæðum. Flytja minna fréttaefni og minna skemmti- • efni en áður, en sjálfsagt er það fyrirgefið þvi fólk hefur al- mennt minni tima til að stunda blaðalestur á föstunni. Hinar miklu auglýsingatekjur sem streyma til blaðanna siðustu vikurnar fyrir jöl eru þeim þörf og kærkomin vita- mínsprauta, sem gerir þeim kleift að halda uppi vandaðra og betra lestrarefni á öðrum tima ársins. Útvarpið er ekki minna of- hlaöið auglýsingum dagana fyrir jólin; venjulegir dagskrár- liðir komast oft ekki að fyrir maraþonlestri tilkynninga og auglýsinga. I þvi sambandi veltir maður þvi oft fyrir sér hvort auglýsingar i útvarpi þurfi alltaf að vera svo leiðin- legar sem þær eru, hvort það form sem útvarpiö hefur valiö auglýsingalestri sé ekki endur- skoðunar þurfi. Dagskrá útvarpsins ein- kennist einnig I vaxandi mæli af ýmiss konar jólaefni sem gerir jólaundirbúninginn allan mun skemmtilegri. Er ástæða til að fagna því aö flutningur jólaefnis og jólatónlistar hefur færst fyrr fram i desembermánuð en áður var, en sú var tiðin að varla heyrðist þar jólalag fyrr en siðustu vikuna fyrir íól. Það er ekki sist Morgunvaka , sá ágæti þattur Páls Heiðars, Guðrúnar og önundar,sem fært hefur jólastemmningu inn á heimilin núna undanfarna daga og vikur. Það er ánægjulegt aö jólastemmningin I útvarpinu skuli nú orðið einkennast af fleira en auknu vöruvali I versl- unum. Enn sem komið er hef ég hins vegar litið orðiö var viö að jól séu i nánd I sjónvarpinu, ef undan eru skildar auglýsingar, og þá sérstaklega bókaaug- lýsingar. Þar örlar enn sem komið er litið á dagskrám sem tengjast jólum eða jólaundir- búningi. Þó verður auövitað að nefna þáttinn Vöku I þessu sam- bandi, sem likt og auglýsinga- timinn helgast jólabókaflóðinu. Jól okkar Islendinga eru orðin miklu meira en sú hátið sem gengur i garð á aðfangadags- kvöld. Það má segja þaö að jólaundirbúningur okkar hefjist nú orðið á fyrsta sunnudegi i að- ventu og aö upp frá þeim degi fari undirbúningur og stemmning vaxandi, þannig að þjóölif allt einkennist af miklum hátiðarundirbúningi. Sjón- varpið mætti með sinni dagskrárgerð taka meiri þátt i þessum hátiöarundirbúningi okkar. En úr þvi að farið er að tala um sjónvarpið er kannski rétt aö ræða örlitiö smáatriði þeirrar dagskrár sem undan- fariöhefur veriðboðiðuppd. Ég er þeirrar skoöunar að tslenska sjónvarpið sé i stórum dráttum nokkuð gott sjónvarp? reyndar tel ég hina mestu furðu hvað starfsmönnum sjónvarpsins tekst að halda þó uppi sóma- samlegri dagskrá miðað viö þaö fjársvelti sem stofnunin hefur veriö i á undanförnum árum. Stofnunin sendir ennþá út stutta dagskrá og enn höfum við ekki fengið sjónvarp á fimmtudags- kvóldum og enn er þjóðin án sjónvarps heilan mánuð á sumrin. En þrátt fyrir þetta tel ég að starfsmönnum sjónvarps hafi tekist vel að moða úr þvi sem þeir hafa á milli handanna og tekist að bjóða upp á dagskrá sem ég tel flestum vera ti) hæfis. íslensk dagskrárgerð Rit sem hæfir miklum foringja Matthias Johannessen: Ólafur Thors. Ævi og störf I og II (439 + 464 bls.) Almenna bókafélagið 1981 Matthias Johannessen hefur unnið stórvirki. Bókin um Ólaf Thors er fróðleikssjór og Matt- hiasi tekst að draga upp eftir- minnilega mynd af Ólafi með orðum hans og sinum. Mesti hvalreki bókarinnar eru áður ó- birtar heimildir frá Olafi sjálf- um,bréf hans og minnisgreinar. Þar segir hann frá skoðunum sinum og tilfinningum, án þess að gera ráð fyrir að orðin komi fyrir almenningssjónir. Slikar eftir að dæma eftir efninu. Heimildatök Matthiasar setja þó vissulega svip sinn á bókina, en erfitt er að kveða upp dóm um hvernig til hefur tekist, án þess að þekkja heimildirnar, sem fyrir liggja. Viðtalsbók við Ólaf Thors ef tir Matthias Johannessen, hefði ef- laust verið jaf nskemmtilegri en verkið, sem liggur fyrir, ef dæma má af frábærum viðtöl- um Matthiasar og mannviti, heiðarleika, orðsnilli og hnyttni ólafs Thors. Hefði hún liklega orðið öllum viðtalsbókum Matt- hiasar fremri. En bókin, sem varð til m .a. vegna þess, eins og Matthías segir, að honum var órðugt að sætta sig við, að dauð- Bókmenntir eftir Sólrúnu B. Jensdóftur heimildir eru sagnfræðinni mik- ils virði. Þar ræöur sýndar- mennskan ekki ferðinni. I minnisgreinum og bréfum Ólafs er fjallað um margt, sem óráðlegt var að kæmi fram i baráttu liðandi stundar. Hann segir td frá myndun Nýsköpun- arstjórnarinnar, Keflavikur- samningnum, sem varð henni að falli, forsetakosningunum 1952, viðræðum við Breta um út- færslu landhelginnar i 4 mi'lur sama ár og lausn deilunnar um útfærslui 12 milur 1961. Kaflinn um Kveldúlfsmálið er hinn for- vitnilegasti. Þá vildi „Stjórn hinna vinnandi stétta", Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, 1934-38, taka útgerð- arfélagið Kveldúlf til gjald- þrotaskipta, þótt ljóst væri að það ætti fyrir skuldum, enda hafði Thor Jensen lagt allar eig- ur sinar að veði, þar á meðal stórbúið að Korpúlfsstöðum. Af ræðum og greinum Olafs um Kveldúlfsmálið, eins og öðr- um, ^embirtar eru i bókinni, er ræðu og ritsnilld hans ljós. Ekki er allt.if nóg að hafa réttan mál- stað, þi ðþarf aðkomahonum á framfæii svo að eftir sé tekið. Þetta kvnni ólafur. Matthias segir, að i>ók eða segulband geti ekki sýn ræðusnilld ólafs Thors, en týnishornin i bókinni skipa honum þó framar flestum eða öllum stjornmálamönnum, sem við eigum nú kost á að heyra og sjá. Matthias segist hafa misst 01- af i greipar dauðans i þann mund er hann ætlaði að hefja ritun samtala við hann. Matthi- as lét ekki hugf allast, sem betur fer, og bók hans minnir viða á samtalsbók.ólafursegir sjálfur frá, viðmælandi hans er hlé- drægur og lætur lesandanum inn hefði siðasta orðið, hefur meira sagnfræðigildi en viðtals- bók. Til skýringar skal vitnað aftur i Matthias: „Þegar stjórn- málamenn horfa um öxl, hættir þeimtil að segja söguna eins og þeir vilja, að hún hafi verið, en ekki eins oghún var". (II. 372). Matthías talaði við ýmsa menn, sem þekktu Ólaf Thors og tóku þátt i barattunni með honum og á móti. Slik viðtöl sanna aðeins hvernig þessir menn lita nú á málin. Um þetta segir Matthi- as: ,,Auk þess þykir hverjum sinn fugl fagur. Af þeim sökum hef ég heldur reyntað forðast að láta menn lýsa sinum „fugli". Smákóngaheimildir geta verið varhugaverðar, ekki sizt löngu eftir að atburðir gerðust." (II, 374). En hvernig er svo myndin, sem Matthias og ólafur draga upp af hinum síðarnefnda? Hún er bæði stórbrotin og falleg. Matthias lyftir Ölafi ekki á stall, þess þarf ekki. Ölafur gnæfir hátt I samtíð sinni, virtur leið- togi þjóðar og flokks, hégóma- laus mannvinur, sem ber hag þeirra verst settu i þjóðfélaginu fyrir brjosti af einlægni, enda nauthann trausts þeirra. Þetta er vaf alaust ein helsta forsenda þess hve vel honum tókst að halda fjöldafylgi Sjálfstæðis- flokksins. Afstaða ólafs til verkalýðsinskom ljóst fram við eldhiisdagsumræður 4. des. 1944,eftir myndun Nýsköpunar- stjórnarinnar, er hann sagði: ,,Og þeir sjálfstæðismenn, sem telja, að með stefnuskrá stjórn- arinnar sé úr hófi tekinn upp málstaður verkalýðsins, skulu minntir á það tvennt, að hvort tveggja er að stefna stjórnar- innar miðar að þvi að tryggja hag allra þjóðfélagsþegnanna, og hitt, að sjálfstæöismönnum á aö vera það fagnaðarefni að geta sýnt, að margra ára yfir- lýsingar um umhyggju flokks- ins fyrir verkalýðnum voru ekki innantóm orö, heldur einlægni og alvara." (II, 402.). Eftirfarandi ummæli Einars Olgeirssonar, bera stjórnmála- snilli ólafs Thors glöggt vitni: ,,Hann varð að halda saman i einum flokki heildsölum, út- gerðarmönnum og iðnrekend- um með ólika hagsmuni og tryggjaþar að auki flokkisinum fjöldafylgi bænda og verka- manna. Og slikt var ekki heigl- um hent, enda hefur engum for- ystumanni borgarastétta á Norðurlöndum tekizt það á þessari öld að halda flokki borg- arastéttarinnar sem stærsta flokki viðkomandi lands, nema Olafi Thors." (II, 400). Til nánari skýringar á afstöðu Olafs skal loks vitnað i Matthias sem segir: ,,En sterkasti þráð- urinn i lifsstarf i hans og hugsun allri var staða mannsins I þjóð- félaginu, ræktun einstaklingsins og frelsi hans. Og enda þótt hann sæktipólitiskan slagkraftí fjöldann, gældi hann aldrei við meðalmennsku..." (II, 373). Ólafur Thors virðist hafa ver- ið furðulega laus við hroka og hégómaskap og þannig verðugt fordæmi stjórnmálamönnum nútiðar og framtiðar. Honum lá oftast gott orð til andstæðinga sinna utan vigvallar stjórnmál- anna og mat marga þeirra mik- ils. Af ummælum, sem Matthías hefur eftir andstæðingunum, virðist þetta gagnkvæmt. Völd og vegtillur sýnast ekki hafa verið Ólafi fastar i hendi og tal- ar hann oft um að draga sig i hlé.t.d. 1951. I júli 1953, þegar rætt var um stjornarmyndun, kvað Ólafur forsætisráðherra- embættið Bjarna Benediktssyni velkomið, langaði hann til að taka við þvi'. Sagðist sjálfur vel hafa ráð á þvi að vera I lægra ráðherraembætti ,,þvi að hvort eð er fer ekki gildi mannsins né verka hans eftir þvi embætti, sem hann situr iheldur eftir þvi, hvernig hann vinnur sin störf og hver áhrif hann hefir á þjóðlif- ið". (II, 228). Siðar segir Olafur i viðtali: ,,... enginn vex af þvi að sitja i'stól — heldur af þvi að vinna starf sitt." (II, 404). Með þvi athyglisverðasta i bókinni um Olaf Thors eru upp- lýsingar um, að vinstri stjórn Hermanns Jónassonar hafi fall- ið frá áætlun sinni um að láta herinnfara 1956vegna hagstæðs lans frá Bandarikjunum. Kosn- ingabaráttan hafði verið háð með ,,herinn burt" að kjörorði, en þvi'siðan haldiðfram að hann sæti áfram vegna ótryggara á- Ólafur Thors stands I heiminum eftir innrás Sovétrikjanna i Ungverjaland. Ólafur Thors segist i bréfi til Thor Thors sendiherra, bróður sins, 1957 um sinnaskipti stjórn- arliða i' herstöðvarmálinu, vera alveg sannfærður um„... að stjórnin hefði sprungið, ef blóð- baðið hefði ekki orðið i' Ung- verjalandi, vegna þess að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hefðu að lokum, hvað sem þeir i öndverðu ætl- uðu,guggnað á þvi að reka her- inn og sitja þá eftir varnarlausir og peningalausir." (II, 270). 01- afi liggur þungt orð til Banda- rikjamanna vegna lánveiting- arinnar tilvinstri stjórnarinnar og segir: ,,... vertu eins bölvað- ur við Bandarikin eins og þú þorir og getur vegna tslands, þvi þá verða þeir betri við þig en aðra." (Leturbr. M.J.) (11,276). Rit Matthiasar á fyrst og fremst lof skilið, en ekki er hægt að sleppa þvi við alla gagnrýni. Það verður strax ljóst við lest- urinn, að tilvi'sanir eru ekkimeð hefðbundnum hætti sagnfræð- innar. Þetta er að nokkru afsak- anlegt, þar sem ekki er um venjulegt sagnfræðirit að ræða og meðal lesenda veröa sagn- fræðingar vafalaust i miklum minnihluta. En þeir, sem i framtiðinni sækja til ritsins vitneskju um stjórnmálasögu æviára OlafsThors, eiga þó trú- lega eftir að finna, að timafrekt getur orðið að sannreyna til- vitnanir, einkum i bækur, þvi blaðsföutals er oft ekki getið. Tilvitnanir f dagblöð og þing- ræðureru flestar dagsettar, svo að þar erekki vandi á höndum. Matthias leggur fyrst og fremst áherslu á samtimaheim- ildir og er fyrra bindi bókarinn- ar byggður að mestuá tilvitnun- um i dagblöð og þingtiðindi. í síðara bindinu eru bréf og minn- isgreinar ólafs uppistaðan. Matthias segir, að verk sitt hafi „sizt af óllu þann metnað að vera stjórnmálasaga Islands þann ti'ma, sem þaðtekur yfir." (II, 364). Slíkt væri Hka ofæltun. En saga Olafs Thors er svo ná- tengd stjórnmálasögunni, að helstu þætti hennar hefði átt að rekja þannig að lesandi þyrfti ekki að leita skýringa annars staðar. Þetta bregst stundum hjáMatthiasi.þótthann geri sér hættuna fyllilega Ijósa, eins og fram kemur i bókarlok, þar sem hann segir: „Þórbergur Þórð- arson talar um það i einni rit- gerða sinna. Einum kennt — öðrum bent, að menn eigi ekki að skilja eftir svokallaða „skalla" i frásögn sinni, þ.e. hlaupa frá mikilvægum atrið- um, sem nauðsynlegt er að fylgi frásögninni, svo að lesendur þurfi að aila sér upplýsinga um þau og heyja sér þekkingar i öðrum ritum. Ég hef af fremsta megni reynt að f orðast „skalla" i frásögn minni." (II, 371). Sem dæmi um „skalla" má nefna frásögn af óréttlátri kjör- dæmaskipan i fyrra bindi, þar sem erfitt er að koma auga á i hverju óréttlætið felst. Sagt er, að kjördæmabreytingin 1959 'iaf i verið sii róttækasta, en eng- :n skýring gefin, nema hvað varðar kjördæmi ólafs Thors, en lesandinn vill vita meira. t siðara bindi er nokkrum sinnum minnst á varnarsamninginn við Bandarikin 1951, þegar banda- riski herinn kom aftur. Hvorki er f jallað um gerð samningsins né skýrt hvað breyttist frá þvi að bandariskt herlið yfirgaf landið i kjölfar Keflavikur- samningsins 1946. Annað atriði er nokkuð skylt „sköllunum". Atburðir og hug- tök eru oft nefnd án skýringa, t.d. Guttóslagur, Kollumál og landskjör. Vekur þetta óhjá- kvæmilega spurningar i hugum lesenda, fyrst og fremst þeirra, sem ekki þekkja til, en vonandi verða margir Ur þeim hdpi, ekki sist ungt fólk, til þess að lesa bókinaum ólaf Thors. Matthías skýrir að vfsu flest þessara atriða, en ekki fyrr en þau hafa oft verið nefnd og gerir það les- anda gram t i geði. Af sam a toga er, að menn eru oft nefndir til sögunnar aðeins með nafni og gert ráð fyrir að allir viti deili á . þeim. Þarf nú enn að fletta upp. En þetta hverfur i skuggann. Matthias á miklar þakkir skild- ar fyrir þaðframlag, vem ból.in um Ölaf Thors er til sagnfræöi samtimans. Hann hefur safnað saman ókjörum fróðleiks. Bókin er viða skemmtileg og jafnvel spennandi aflestrar. Hún er skrifuð á látlausu en vönduðu máli, eins og vænta mátti af Matthiasi og hlýtur að vera kærkomin þeim, sem vilja rifja upp áður kunnuglega atburði sögunnar og sjá þá frá nýju sjónarhorni og hinum, sem eiga þá ánægju eftir að kynnast einu viðburðarikasta timabili Is- landssögunnar og leiðtoganum, sem átti mestan þátt i að móta það. SJ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.