Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 18
18 Föstudagur Í8. desember 1981 helgarpÓ^turÍnn Lambadrengur Hjarðlif í haröbýlu iandi Páll H. Jónsson: lenskum bömum perlu úr fjár- sjóðasafni sínu. y Bókmenntir eftir Gunnlaug Astgeirsson Lam badrengur 121 bls. Iðunn 1981. Enn sendir Pail H. Jónsson is- Þó að efni Lambadrengs sé mjög frábrugðið bæði Berjabit og Agnarögn eru sömu einkenni frásagnarlistar Páls rikjandi. Einfaldur en fágaður stífl sem jaðrar ævinlega við aö vera ljóðrænn, lifandi frásögn sem lesanda er unnt að skilja á fleiri plönumen einu allteftirþroska. Þessi atriði ein nægja til þess aö Lambadrengur sker sig ilr öðr- um bókum. En það kemur fleira til. Efni Lambadrengs er ekki nýtt i íslenskum sögum fyrir böm og unglinga. Þar segir frá ungum dreng sem elst upp i is- lenskri sveituppiir aldamótum. Lýst er hans daglega lifi, eink- um því er snýr að umgengni við sauðkindur. Ein enn hjásetu og sveitasagan kynni einhver að hugsa. En sjónarhornið sem Páll velur sér til þess að segja þessa sögu er nýtt og ferskt. Þetta er ekki saknaöarsaga um sveitina þar sem allt var svo gott og fagurt. Að visu er flest gott og fagurt en tragiskur söknuöur er ekki fyrir hendi. Páll er að segja okkur sögu af veröld sem er horfin. Hann er að segja okkur frá frumstæðum þjóðflokki sem lifir i harðbýlu landi, hjarðmönnum sem hafa sitt viðurværi af sauðkindinni. Hann setur sig i slika fjarlægð frá þessari veröldjað við upp- götvum þennan heim á algjör- lega nýjan hátt. Mennimir, hjörðin og landiö eru eitt og drengurinn lifir i þessari harm- óniu. Við kynnumst verktækni og h'fsmáta hjarðfólksins á nýj- an hátt, ekki eins og við séum á ferð um byggðasafn heldur er þetta parturaf raunverulegu lifi sem eitt sinn var lifað með þess- ari þjóð. Lifi sem við eigum öll rætur i en er nií horfið. Persónurnar sem koma við sögu em eftirminnilegar. Sér- staklega er Drengnum vel lýst. Forsaga hans er sérstök, hann er gefinn fóstrusinni nýfæddur, og tilfinningarnar sem kveikna með honum smám saman eftir þvi sem hann kynnist lifinu eru einlægar og sannar. Móður- 'myndin sem fram kemur er einnig skýr og ákaflega vel gerð. Við verðum öll rikari við að kynnast þessari perlu úr fjár- sjóðum Páls H. Jónssonar. G.Ast. Ævintýri úr árdögum f/ugsins Jóhannes R. Snorrason: Skrifað í skýin. Ævisaga (266 bls.) Almenna bókafélagið 1981. Saga flugsins er eitt af ævin- týrum 20. aldarinnar. A tslandi er þessi saga ekki ýkja löng, varla nema rúm 40 ár. Frum- herjar flugsins hér á landi eru því margir ennþá i fullu fjöri og starfa enn að þessum málum. Jóhannes R. Snorrason er einn úr þessum hópi og hefur nú skrifað endurminningar frá ár- dögum flugsins þó að hann sé ekki nema rétt um sextugt. Slikar frumherjasögur eru spennandi i' sjálfu sér. Það er afar forvitnilegt að heyra um hvernig starfsemi sem nú er sjálfsagður þáttur i lífi okkar fór af stað og við hvaöa aö- stæður og erfiöleika fyrstu sporin voru stigin. Jóhannes takmarkar frásögn sina að mestu leyti við það sem kalla má flugsögu hans, þegar frá eru skildar bernskuminn- ingar frá Flateyri og Akureyri. Og þó. Strax á barnsaldri hefur flugið mjög sterkt aðdráttarafl fyrir hann. Það er mjög gaman að fylgjast með þvi hvemig óljós og fjarlæg löngun bamsins verður að þrá unglingsins og loks að ótvfræöum ásetningi ungs manns. Asetningi sem er svo sterkur og kappsfullur að ekkert fær staðist hann. Ungi maðurinn lætur draum sinn - rætast hvað sem það kostar. Það liggur við að maður verði forlagatrúar við að lesa slika frásögn. Og ef ég skil bókina rétt sýnist mér i þessu ferli koma fram persónueinkenni sem flug- maður þarf virkilega að hafa til að bera, að setja sér markmið og vinna siðan ótrauður að þvi að ná þvimarkmiði. Ef betur er aö gáð, ætli þetta séu ekki ein- mitt einkennin á frumsögu flugsins á íslandi. Jóhannes hefur frásögn sína á bernskuminningum frá Flat- eyri, segir þar frá frjálsu lifi uppátektarsamra stráka f kyrr- látu fiskiþorpi og á baksviðj er geðþekk mynd af lifsbarattu fullorðna fólksins á staðnum. Siðan vikur sögunni til Akur- eyrar, segir stuttlega frá skóla- göngu þar, en mest rúm fæ» frá- sögn af svifflugsiðkunum hóps ungra manna þar. Siðan vikur sögunni til ýmissa starfa sem höfundur stundar, i banka, sem túlkur fyrir herinn o.s.frv. Flug- sagan hefst fyrir alvöru þegar höfundur fer 1941 til Kanada að hefja flugnám. Verður frá- sögnin þá öll itarlegriog heldur svo fram út bókina. Eftir nám og störf i Kanada kemur höf- undur heim, 1943 og gerist flug- maður hjá Fí. Segir siðan af margvislegum ævintýrum frá árdögum áætlunarflugs innan- lands, til Akureyrar, Homa- fjarðar, Egilstaða og viðar. Ævintýraleg er frásögn af ferjuflugi meö flugbáta frá Kanada um Grænland til Islands i janúar 1946 og slær Jó- hannes þar út Alister McLean og slika fugla. Einnig segir frá fyrstu far- þegaflugferðunum til Evrdpu siðla sumars 1945. Frásögninni lýkur árið 1946. Maður verður alltaf bæði hissa og glaður þegar maðursér hversu .mflril itök frásagnar- listin á ennþá i íslendingum. Það gerist hvað eftir annað að maður les minningabækur eftir fóik sem þekkt er fyrir flest annað en að sitja við skriftir og fyrirverður bráðskemmtileg og lifandi frásögn, sem erfitt er að slita sig frá. Frásögn sem borin er uppi af einlægri frásagnar- gleöi á máliog tilsem sversig i ætt við klassiskan frásagnar- stil. Þesskonar bók er Skrifað i skýin. Þessi bók hefur ótvirætt gildi fyrir alla þá sem áhuga hafa á flugsögunni og þá sem munu i framtiðinni skrá þá sögu en hún er einnig gott dæmi um þá frá- sagnarlist sem enn flfir góðu lifi með þjóðinni. G.Ast. Áður en þú veist af ertu orðinn ti/ Sveinbjörn I. Baldvinsson: Ljóð handa hinum og þessum Ljóð (64 bls). Almenna bókafélagið 1981. Ljóð handa hinum og þessum skiptist ifimm kafla sem heita: Ljóð handa lifinu, Ljóð handa skammdeginu, Ljóö handa ferðamönnum, Ljóð handa konum og Ljóð handa öðrum. Ljóð handa lifinu er flokkur sex ljóða sem fjalla um fæðingu og þroska einstaklingsins. Upp- hafið á þessum flokki er nokkuð gott: Eitthvert ókunnugt fólk er að bægslast i einhverju ókunnu rúmi og áður en þú veist af ertu orðinn til Hinsvegar slaknar heldur á þegarliður á flokkinn. Höfundur er mikið i' heimspekilegum vangaveltum sem honum tekst ekki að færa i búning ljóðsins, hvorki að þvi er tekur tilmynd- máls eða stils. Ljóð handa skammdeginu eru að minu áliti lang besti hluti þessarar bókar. Höfundur stillir vangaveltum sinum og mælsku i hóf en lætur ljóðmyndirnar tala beint til lesanda. Myndimar eru yfirleitt teknar úr hversdags- legu umhverfiokkar og þær eru afmarkaðar og skýrar, stöku sinnum þræl frumlegar og skemmtilegar. Fyrsta ljóðið, Dagur i janúar hefst svona: Dáin snjókorn liggja útflött og óhrein á götunum Hnöttóttar mannverur tipla ofurvarlega eftir svellinu Andlitin héluð Augnaráðið frosið við stéttimar. Eitt besta ljóð bókarinnar er Annar dagur i janúar. Þar i er meðal annars þessi skemmti- lega og fjölþætta mynd: Köflóttar skyrtur jakkaföt samfestingar sparka af sér snjónum á þröskuldinum setjast þegjandi viö eldhúsborðið og horfa út um gluggann Ljósblá blússa dregur ýsur upp úr pottinum og rennir fatinu á ská inn á rauðköflóttan dúkinn Einhversstaðar er flugvél að fljúga til útlanda eða akureyrar 1 fréttum er þetta helst Ljóðhanda ferðamönnum eru svipmyndir frá ýmsum stöðum þar sem höfundur hefur komið eða verið á ferð um. 1 þessum ljóðum finnst mér höfundi fatast tökin á myndmálinu og veröa ljóðin þvi hálf sundurlaus og skilja fremur litiö eftir. Sveinbjörn I. — getur ort góð ljóð, en þarf að aga skáldskap sinn verulega til að geta talist fullburða skáld, segir Gunn- laugur m.a. i umsögn sinni. Ljóð handa konum eru flest ástarljóð. Þessi ljóð eru ærið misjöfn. 1 sumum ljóðanna tekst höfundi að binda hug- myndir sinar, sem eru reyndar fremur hefðbundnar, i full- burðugt ljóðmál, en annars staðar tekst það miður. Ljóðin einkennast af ástarþrá og bið, en hvorki er að finna saknaðar- trega eða aö elskast sé með ærslum. Agætt dæmi um tóninn i þessum ljóðum er ljóð sem merkterV (rómverskir fimm). Eins og heiðarvötn sem vaka um vetrarnótt undir i's — þótt landið sofi og biða vorsins eru augu þin. í siðasta hlutanum eru ljöð af ýmsu tagi og eru þau i svipuðum dúr og önnur ljóð bókarinnar að einu undanskildu. Er það, æsku- ljóðiðHeimildarljóðum uppgjör kinverskrar æsku við þorpsklik- una. Þetta ljóð er að visu nokkuð kómiskt, still og mynd- mál ná ekki að lyfta þvi upp úr meðalmennsku þó að efniviður- inn gefi fullt tilefni til þess. Eins og fram kemur hér að framan eru ljóðinlbókinni mjög misjiín. Það er ljóst að Svein- björn I. Baldvinsson getur ort ljóð, en ég held að hann þurfi að aga skáldskap sinn verulega til þess að telja megi hann til full- burða skálda. G. Ast. Búkolla, krókófílar, álfar og tröll Búkolla — íslenskt ævintýri með myndum eftir Hring Jóhannesson. Mál og menning 1981 Sigrún Eldjárn: Eins og i sögu. Mylidskreytt nútimaævintýri (32 bls). Iðunn 1981. Herdis Egilsdóttir: Gegnum Ilolt og hæðir Ævintýri (62 bls). Myndir eftir höf. Örn og örlygur 1981. Þessar þrjár bækur sem ég ætla að fjalla um hér eiga það sameiginlegt að vera ætlaðar fremur yngri lesendum, þær eru allar ævintýri með einhverjum hætti og þær eru allar rikulega myndskreyttar. En þarmeö er upp talið það sem þær eiga sam- eiginlegt þvi þær eru allar hver með sinu móti bæði að þvi er tekur til mynda og efnis. Búkolla Þesa útgáfu af sögunni frægu um Búkollu ætti eiginlega fremur aö flokka sem mynd- listaverk en bókmenntir. Ef ég man rétt er þessi bók ekki unnin af islensku frum- kvæði heldur er hún ættuö frá Japan. Japanskt forlag hefur unnið að bókarflokki með þjóð- sögum frá ýmsum löndum og hefurfengið listamenn frá lönd- unum til þess að myndskreyta bækurnar. Her á landi urðu Hringur Jóhannesson og kýrin Búkolla fyrir valinu og er hvort veggja valið gott. Bókin er i fremur stóru broti þannig. að myndirnar njóta sin mjög vel, þaö er rúmt um þær. Myndirnar eru fallegar og vandvirknislega unnar i skemmtilegum litum. Söguefnið öðlast aukið lif meö myndunum og Bukolla, strákurinn og skess- urnar tvær birtast lesanda eða skoðara á næstum áþreifan- legan hátt. Bókin er unnin i Japan og er öll prentvinna og frágangur vel unnið verk. Af Sigvalda krókófil, Þjóðhildi og fleirum Eins og i sögu segir frá þeim leiksystkinum Eyvindi og Höllu sem komu fyrst fram i bókinni Allt i plati eftir Sigrúnu Eldjárn i fyrra. Þessi bók er með svip- uði sniöi og Allt i plati, einhvers staðar á milli þess að vera myndskreytt sögubók og myndasaga. Hér segir áfram frá Sigvaida krókófil vini krakkanna, en eins og allir vita búa króköfilarnir i skólpræsunum undir götunum. Hann fer meb þau i heimsökn til Þjóðhildar sem við kynnumst nú betur. Hún hefur lifað i þúsund ár eða meira, hún var til dæmis skotin i Gunnari á Hliðarenda og hún veit alveg hver skrifaði Njálu en það er leyndó... Loftur lyftuvörður i Hallgrimskirkju kemur enn við sögu, en i siðustu bók var hann skilinn eftir bundinn við stóra visirinn á klukkunni i Hallgrímskirkju. Núhefur hann fengið til liðs viðsig vin sinn for- ijótan dreka og hyggst nú hefna sin á krökkunum. Þannig spinnst ævintýrið áfram, skemmtileg blanda af nútimanum og þjóðlegum islenskum ævintýrum. Þessibóker spriklandi af fjöri, bæði textinn og ekki siður myndirnar sem eru töluvert betri en i Allt i plati og voru þær þó góðar. Alfar, tröll og óþæg stelpa Ævintýri Herdisar Egils- dóttur er i töluvert hefð- bundnum stil. Sögusviðið er gamaldags sveit, nokkurnveg- inn timalaus en allavega ekki i nútimanum. A bænum búa pabbi og mamma og strákur og stelpa. Stelpan er letingi og fýlupúki. í túnfætinum er álfhöll og sú saga gengur að einu sinni hafi húsfreyjan á bænum hjálp- að álfkonunni i barnsnauð og hafi lofað að hjálpa ibúum bæj- arins ef migið lægi við. 1 fjallinu er sagt að búi tröllskessa sem eigi bing af strákum og hafi ref fyrir vinnumann sem ekki megi snerta fé bóndans. 1 stuttu máli gerist siðan það að húsfreyja leitar á náðir álf- konunnar til þess að ná letinni og fýlunni úr stelpunni og hún fær tröllskessuna til að taka stelDuna i vist um tima þar sem hún veröur að vinna á fullu. Stelpan uppgötvar að það er gaman að vinna og fer heim aftur með friðu föruneyti oröin iðjusöm og glöð. Þetta ævintýri er býsna langt og flettað inn i það mörgum þjóðsagnaminnum og smærri ævintýrum sem sum eru laus- tengd söguþræðinum. Sagan er á köfium nokkuð fjörleg, sér- staklega eru samtölin liðug, en stundum verður textinn nokkuð stirðlegur. Myndir höfundarins eru fremúr frumstæðar en viða eru þær ágætlega kimnar og prýða bókina. Hinsvegar held ég að góbur myndlistarmaður hefði gert mun^betur. Umbrot bókarinnar er snyrti- legt og frágangur góður. Með bókinni er gefin út hljómplata og kassetta með sama nafni. Á þessari plötu eru lög og textar eftir bókarhöfund. Þessir söngvar rekja ekki beint efni sögunnar heldur er brugðið upp nokkrum augna- blikum I henni og svipmyndum af helstu persónum. Ég held að ágætt sé að nota plötuna með upplestri sögunnar. Ragnhildur Gísladóttir hefur útsett lögin og stjórnar upptöku. Hefur hún bú- ið lögunum fjörlegan og lifandi búning. Flutningur efnis á plöt- unni er oftastnær mjög góður enda eru meðal flytjenda Ragn- heiður Steindórsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Eggert Þorleifsson svo að einhverjir séu nefndir. Gegnum holt og hæðir er önn- ur bókin sem örn og örlygur gefa út með þessum hætti. Hin fyrri var Pila Pina eftir Kristján frá Djúpalæk, sem kom út i fyrra og er hún að minu viti töluvert betri. En hvað sem þvi liður er hér um að ræða athyglisverða nýjung i útgáfu- starfsemisem ættiað gera bæk- urnaraðgengilegriog á forlagið sérstakt hrós skilið. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.