Helgarpósturinn - 18.12.1981, Side 22

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Side 22
22 Dansgleði Það veröur naumast annað sagt en síðustu sinfóniutónleik- ar hafi verið oss ihaldsmönnum til mikils eftirlætis. Fyrst kom nú hin dávæna dyggðuga svita úr ballettinum Blindisleikeftir Jón Asgeirsson. Manni var nokkur forvitni á, hvernigþessimúsik stæðisig án þess að hafa sér tii fulltingis dansarana ,,með mörgum snún- ingum alltum kring, með stappi aftur á bak og áfram, með hoppi upp og niður, með hlaupum til og frá”. Og hún stóð meira en vel fyrirsinu, bæði áheyrileg og hæfilega slungin. Hinsvegar mátti hún kallast i daufara lagi fluttmiðað við það, sem maður heyrði i fyrra. Má um valda, að hinn þýski stjórnandi, Lutz Her- big, hafi ekki verið ýkja kunn- ugur verkinu og þvi farið gæti- legar en ella. Píanókonsertar Mozarts 23 talsins lofa sig sjálfir allir sem einn. Ég hef þó vist aldrei heyrt þennan eina fyrir þrjú pianó, sem Leifur Þórarinsson segir að sé ekki nema i meðallagi, enda saminn handa saumaklúbbi hefðarmeyja i Vinarborg og miðaður við getu þeirra. Gisli Magnússon lék nú þann nr. 21, Fös KV 467.Stef úr honum voru vist notuð i einhverja sænska kvik- mynd, Elvira Madrigan, og á plötuumslagi einu litur svo út sem konsertinn sé byggður á stefi úr kvikmyndinni. Gisli er ekki ýkja tilþrifamikill pianisti, en ákaflega fágaður. Og miðaö við þá kúltiveruðu innlifun spil- aði hann þennan konsert nán- ast óaðfinnanlega. Hinsvegar er Mozart þannig vaxinn einsog aðrir miklir meistarar að það má fara með hann á margar lundir, þjösnast á honum, jassa hann, poppa hann upp, skrumskæla hann, og alltaf stendur hann jafnkeikur, rétt einsog Hallgrimur Péturs- son, hvernig sem menn snúa út úr Passiusálmunum, — og kannski einmitt vegna þess. Fá klassisk verk er maður jafnvandlátur á hvað flutning varðar og 7. sinfdniu Bcethov- ens. Það er lika undrunarefni i hvert sinn að sjá, hversu fáir hljóðfæraleikarar eiga að flytja þetta kynngikröf tuga verk. Ekki nema rúm 40 manns, þar af aðeins 2 horn, 3 trompetar og Jón Asgeirsson — dávæn dyggðug svita úr ballettinum Blindisleik. 1 trommari. Hvaðan kemur all- ur þessi ægikraftur? Hann kem- ur, ef vel er stjórnað. Leiðsögu- maður minn i músik i mennta- skóla sagðist varla hafa orðið fyrir voðalegri sjón en andlitinu á Olav Kielland, þegar hann sneri sér við, eftir að hafa stjórnað þeirri sjöundu i Þjöð- leikhúsinu. Hvað hefði orðið, ef Beethoven hefðiráðið yfir öllum sömu appirötum og nútima- tónskáld? Lutz Herbig tókst þessi flutn- ingur ásinn hátt.Hann gerðisér mikið far um að hafa skýran mun á veikum og sterkum tökt- um. Sumir leitast við að hafa þetta einn djöfulgang frá upp- hafi til enda. En kannski var það fyrir þetta bragð, að lok 2. og 3. þáttar virtust i' daufara lagi miðað við venju. Það var á- reiðanlega ekki af neinu getu- leysi, aflið var nægjanlegt á öðrum stöðum. Og i heild var þetta ágætt, og hrollurinn fór stundum milli skinns og hör- unds. Ekki veit ég, hvort einhverj- um hefur nokkru sinni dottið i hug að semja ballett við þessa sinfóniu, sem oft hefur verið nefnd Dansasinfónlanog siðasti þátturinn Dionysusarhátið. En það held ég yrðu meiri lætin. Þegar út var gengið af þess- ánægjulegu tónleikum, lá þó við að maður saknaði þess, að ekki hafði verið á þeim neitt ótvirætt framúrstefnuverk. Þau þurfa að vera með. Þó ekkisé nema til að hafa eitthvað til að nöldra yfir. Kapphlaupið um lögbrotin Vofa ein fer um landið — vofa videósins —. Gagnvart henni virðast ráðamenn þjóðarinnar, og þarmeö einnig ráðamenn rikisfjölmiðlanna standa ger- samlega ráðþrota. Enn sem komið er er erfitt að gera sér grein fyrir þvi hvort hér er að- eins um stundarfyrirbæri, eins- konar „æði”, að ræða, eða hvort hér er um að ræða byltingu —■ varanlega byltingu — i fjölmiðl- un landsmanna. Ekki höfum við Akureyringar fremur en aðrir landsmenn fariö varhluta af þessu videóæði. Hér hefur þó videóbyltingin orðið með nokk- uð öðrum hætti en til dæmis i Reykjavik að minnsta kosti enn sem komið er. Þegar hafa nokkrar blokkir komið sér upp einkakerfum og á næstu vikum tekur til starfa fyrsta stöðin sem margar blokkir tengjast við, eða alls 516 ibúðir, og er hún i hinu svokallaða Lundahverfi of- arlega á Brekkunni. Ákveðið var á siöastliðnu sumri af nokkrum ibúum hverfisins að kanna undirtektir meðal fólks við það að koma upp slikri stöð. Að sögn forgöngumanna þessa fyritækis varástæðan til þess að slikar hugmyndir vöknuöu sá ótti að fyrirtæki á borð við Videosón, annaðhvort rekið af heimamönnum eða útibú frá að- ilum fyrir sunnan, kynni að hasla sér völl i hverfinu. Undir- tektir fólks urðu i sem skemmstu máli sagt m jög góðar og fyrir skemmstu var gengið frá stofnun einskonar sam- vinnufélags um rekstur stöðv- arinnar. Framkvæmdir við kapallagnir eru þegar hafnar, en þær hafa tafist nokkuð þar sem bæjarstjórn synjaði um heimild til þess að lagt yrði yfir bæjarland. Synjun þessi var að visu á misskilningi byggð, þar sern álitið var að um einkafyrir- tæki væri að ræða sem rekið væri i ágóðaskyni. Þegar i upphafi var sú stefna ■ tekiri aðfara nokkuð aðrar leiðir varðandi efnisval heldur en gengur og gerist hjá hliðstæðum stöðvum. Þannig verður að forðast að sýna annað efni en það sem höfðar til „allrar fjöl- skyldunnar”, og hlutur barna- efnis verður mikill án þess þó að um offramboð verði að ræða, og reynt verður að takmarka út- sendingartimann nokkuð mikið. Stjórn videofélagsins sem að sjálfsögðu er kosin af félögun- um mun sjá um efnisval og þannig virka sem einskonar (Jt- varpsráð en að sjálfsögðu verð- ur tekið mikið mið af óskum al- mennings i hverfinu i þvi sam- bandi. Hugmyndin er að rásirn- ar verði tvær þannig að viðtækir möguleikar ættu aö verða fyrir hendi til að sinna sem flestum óskum um efnisval. Það er ef til vill að bera i bakkafullan lækinn að reyna að koma með útskýringu á þvi hversvegna álitiegur hlutiþjóð- arinnartekursig allti einu til og fer að keppast við að brjóta lög i grið og erg. Ekki bara ein lög heldur mörg. Blessaðir þing- mennirnir okkar stiga i pontu hver á fætur öðrum og lýsa yfir áhyggjum sinum og hneykslun um leið og þeir finna til van- máttar sins. Ef til vill er eina af orsökum þess hvernig komið er einmitt að finna i þessum van- mætti Alþingis. Þingmenn eru oft að vasast i hlutum sem koma löggjafarstarfinu ekkert við. Þeir hafa hreinlega ekki tima til að setja ný lög i stað annarra sem úrelt verða t.d. vegna tækniframfara. Ef menn sjá breytinga þörf er bara rokið til og skipuð nefnd. Að sjálfsögðu skipa þingmennirnir sig sjálfir i þessar nefndir, eða þá flokks- gæðinga. Gott dæmi um þetta er einmitt Útvarpslaganefndin sem skipuð var i haust. Miklu hagkvæmara hefði ver- ið i þvi tilfelli að skipa til dæmis þriggja manna sérfræðinga- nefnd sem i ættu sæti tveir menn með fjölmiðlamenntun og einn lögfróður. Stjórnmáiaskoðanir þeirra hefðu engu máli skipt i þvi sambandi. Og það er fárán- legt að láta menn sem háttsettir eru innan Rikisútvarpsins koma þarna nærri, þar sem vitað er að videoæðið er að miklu leyti sprottið af óánægju með þá stofnun. Menn kenna fjárskorti um vanmátt Rikisútvarpsins og kann það að vera rétt að nokkru leyti, en ekki þýðir að kyrja stöðugt sönginn um hærri lög- takskræf afnotagjöld. Ef þau þurfa að hækka þarf að gera þau að mánaðargjöldum og ekki lögtakskræf. Það að gera þau lögtakskræf eru einhver stærstu mistökin sem gerð hafa verið i islenskri fjölmiðlasögu, þar sem við það varð stofnunin óháð neytendum sinum, varð að enn einu tannhjólinu i valdabákni þvi sem i daglegu tali er nefnt „hið opinbera”. Forráðamenn Rikisútvarps- ins svo og stjórnvöld geta mikið lært af þeirri tilraun sem ibúar Lundahverfisins hyggjast gera með að koma á fót lýðræðislega stjörnuðu sjónvarpi. Hugsan- lega er hér komin málamiðlun milli þeirra sjónarmiða sem vilja gefa ljósvakafjölmiðlun frjálsa og hinna sem telja slikt óhyggilegt. isiensk list 16 islenskir myndlistarmenn Ctgefandi: Bókaútgáfan Hildur, 1981, 176, bls. Nýlega kom út bók frá bóka- útgáfunni Hildur, um 16 islenska myndlistarmenn. Bók- in er i veglegu broti, prýdd fjölda mynda, bæði i litog svart- hvitu. Það eru 12 rithöfundar sem kynna listamennina, allt þjóðkunnir skrifarar. Formálsorð eru eftir forseta Islands, Vigdisi Finnbogadótt- ur. Margir koma við sögu þessarar útgáfu, bæði ljósmyndarar, hönnuðir og prentstofur, sem of langt mál yrði upp að telja. Nægir að geta þess, að prentun er góð og lit- greining með ágætum, þannig að bókin verður að teljast mjög vönduði alla staði. Það er ávallt nýlunda, þegar bækur um islenska myndiist eru gefnar út. Þvi miður gerist það allt of sjaldan og bókakostur um listamenn okkar er þvi vægast sagt, allt of rýr. Alvarlegar rannsóknir á þessu sviði virðast seint ætla að lita dagsins ljós og heimildarrit um myndiist eru af skornum skammti. Það er raunar furðulegt að svo skuli vera, þegar gætt er að þvi, hve auðveit er að afla heimiida og náigast listaverk tii athugunar, (þvi tiltöluiega litið af islenskri myndlist hefur dreifst til annarra landa). Það ætti þvi ekki að vera hörguli á rit- verkum, um islenska myndlist, ef allt væri með felldu. En listirnar sitja ekki allar við sama borð og erfitt reynist að fá styrki til nauðsyniegra rannsókna, á sviði sjónrænna mennta. Það er þó bót i máli, að með vissu millibili eru gefnar út bækur, á borð við Islensk list og má þvi þakka mönnum á borð við Gunnar S. Þorleifsson, en hann hefur haft veg og vanda af útgáfunni. Þeir rithöfundar sem leggja hönd á plóginn, eru Jóhann Hjálmarsson, sem ritar um Al- freð Fióka og Einar G. Baldvinsson. Guðbjörg Kristjánsdóttir ritar um As- gerði Búadóttur. Aðaisteinn Ingólfsson fjailar um þá Leif Breiðfjörð og Gunnar Orn Þorsteinn frá Hamri tekur fyrir Magnús Tómasson, Hring Jó- hannesson og Þorbjörgu Höksuldsdóttur. Þá skrifar Matthias Jóhannessen um Braga Ásgeirsson og Bera Nordal um Jóhannes Jó- hannesson, Sigurður A. Magnússon um Einar Hákonarson, Árni Bergmann um Baltasar, Guðbergur Bergsson um Jón Gunnar Arnason. Þá gerir Baldur Óskarsson, Vilhjálmi Bergssyni skil og Thor Vilhjálmsson, Ragnheiði Jónsdóttur. Lestina rekur svo Indriöi G. Þrosteins- son, með umfjöllun um Eirík Smith. AF þessu má ráða, hve yfir- gripsmikil bók þessi er. Þá má teljast merkilegt, að listamenn sem stóðu i eldlinunni á 7. áratugnum og i byrjun þess 8., fá hér riflegt pláss. Hér á ég við þá sem kenndir voru við SÚM, eða voru viðriðnir þann félags- skap. Flestir þessara listamanna eru fæddir á timabilinu 1930—45. Ef bætt er við þeim, sem eru af sömu kynslóð, er megnið af bókinni komið. Aðeins einn þessara 16, er fæddur eftir 1945, en fjórir íslensk list — „verður að teljast mjög vönduð I alla staði” hefur hins vegar látið i minni pokann og ber að harma það að islenska sjónvarpið skuli ekki geta virkjað þá hæfileikamenn sem við eigum i kvikmyndun og dagskrárgerð i meira mæli en nú er. Sjónvarpið er nú farið að bjóða upp á nýja breska seriu, njósnaþáttinn Refskák. Þessi þáttur er i anda hinnar sönnu bresku njósnasöguhefðar sem við tslendingar fengum siðast að kynnast i sögu Grahams Green, Hinn mannlegi þáttur, er kom út i fyrra . Atburðarás- in er byggð upp á gátum sem siðan er svo svarað af hárbeittri rökvisi, en ekki tilfinningasemi sem einkennir yfirleitt svipaöar sögur frá Ameriku. Reyndar tel ég þá sjónvarpsmenn hafa verið afar fundvisa á gott erlent sjón- varpsefni, þó svo að nokkrum sinnum hafi átt sér stað slys, likt og með Hart gegn hörðu. Þö finnst mér skorta verulega á framboð sjónvarpsþátta frá öðrum löndum en Bretlandi og fyrir 1930. Það má þvi segja, að bók þessi spanni eina kynsióð lista- manna, með nokkrum undan- tekningum þó. En þetta er einn- ig sú kynslóð, sem litið eða ekk- ert iiefur verið fjallað um i ritum, utan dagblöðum og sýn- ingarskrám. Þótt islensk list veiti takmarkaða innsýn i lif og starf þessara listamanna, er hún mikill fengur vegna þess, sem áður er nefnt. Ég er ekki i vafa um að bók þessi eigi eftir að hljóta vin- sældir, vegna þess að hún bygg- ir á stuttri umfjöliun, gjarnan i formi viötals, auk þess sem hún er skreytt myndum af og eftir viðkomandi listamenn. Bandarikjunum. Norðurlöndin virðast hafa gleymst i bili, að ég tali nú ekki um Þýskaland, Frakkland, Holland, Belgiu og Italiu, svo nokkur góö sjónvarpslönd séu nefnd. Það er eins og ekkert sé að gerast sem okkur kemur við i sjónvarpsmálum þessara landa. Ég er með öðrum orðum ekki alls kostar sammála video- sjúklingunum sem þola helst ekki annað sjónvarpsefni en þaö sem er með ensku tali. Ég bið t.d. ennþá eftir að fá að sjá eitthvað af þessum sænsku myndum sem sjónvarpið boðaði kaup á núna i haust. Sviar eiga margt af þvi besta og jafnframt skemmtilegasta sem gert hefur verið á stuttu skeiði kvikmynd- anna, allt frá þvi fyrir 1920 og fram á þennan dag. Fæst af þessu hefur reyndar þótt boðieg vara i islenskum kvikmynda- húsum, en þar held ég að stjórn- endur framboös hafi ráðið meira en neytendur. Það er leitt til þess að vita ef sjónvarpið ætlar að elta kvikmyndahúsin út i blindu á annað efni en það sem engilsaxneskt er. Is/ensk list Bókmenntir eftir Halldór Björn Runólfsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.