Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 18.12.1981, Blaðsíða 23
23 holrjarpnc^, ,rinn Föstudagur 18. desember 1981 fo'lU’Ki ÁST Ol r«KísriN Bækurnar flæöa og flæÖa,en hver vill stööva flóöiö? Bókin — besti vinur jólakaupmannsins íslendingar eru mikil bókaþjóð. Samt dettur nánast engum hér á landi i hug að fara úti búð og kaupa sér nýja islenska bók. A Islandi kaupa menn ekki bækur til að lesa, heldur til aö gefa öðrum. En um leiö og íslendingurinn kaupir bók handa frænd- anum eða frænkunni, bróðurnum eða syst- urinni, eiginkonunni eða eiginmanninum, pabbanum eöa mömmunni, syninum eöa dótturinni — þá reiknar hann með, eða von- ar að minnsta kosti, að hann fái bók frá þeim i staðinn. Þetta er svolitið kúnstugt. Og þetta er af- leiðing jólabókaflóðsins, eöa orsök þess. Sennilega þó hvort tveggja. Nokkrir útgefendur og bóksalar sem Helgarpósturinn talaði við voru sammála um að tslendingar læsu liklega meira en aðrar þjóðir. Þetta er reyndar ástand sem flestir Islendingar hafa lengi verið sam- mála um, og á sér liklegar skýringar i rikri bókmenntahefð, löngu skammdegi og þokkalegum efnahag. En við höfum lika talsvert aðrar neysluvenjur en aðrar þjóð- ir. I ’ ...............' . » ....... ^\ð visu er jólabókaflóöið ekkert séris- lenskt fyrirbæri. Viðast hvar á Vesturlönd- um eru bækur vinsæl gjafavara, og seljast þvi vel fyrirgjafahátiðina miklu. En hvergi er þetta neitt i likingu við það sem hér ger- ist. Salan er hvergi jafn ójöfn og hér. Það stafar etlilega af þvi aö hér eru vart gefnar út bækur nema rétt fyrir jólin — vegna þess, segja bókaútgefendur, að hér seljast ekki bækur nema rétt fyrir jólin. Þær fáu tilraunir sem gerðar hafa verið til að gefa út bækur á öörum árstima, til dæmis aö vorinu, hafa flestar gefist fremur illa. 1 vor kom t.d. út hjá Iðunni reyfari eftir Alistair MacLean og hjá Vöku bókin um gislana i tran. Báðar bækurnar seldust takmarkaö, þrátt fyrir góöa auglýsingu. Fleiri dæmi má nefna. 1 nágrannalöndunum er vorið góður sölu- timi á bókum, og þá koma út margir nýir titlar. 1 kjölfariö, þ.e. um sumartimann,eru nánast stööugar útsölur hjá bókaverslun- um, og má þá stundum gera virkilega góð kaup. Alltaf tinist þá lika eitthvað með af nýjum dýrari bókum, þegar fólk er á annaö FRANCIS CLIFFORD Hann hlaut aá devia Tákn áííarinnar -•rr/ i W<P/W/L' Valdeinokun kommúnistaflokksins ásteytingarsteinninn í Póllandi Af þeim slitróttu fregnum sem frá Pól- landi berast eftir að herinn tók öll völd i landinu, virðist að átök og mannfall hafi orðið mun minna enástæða var til að óttast. Þetta ber vott um að jafnt herstjórnin og þeir foringjar frelsishreyfingar almenn- ings, sem sluppu við handtöku, leitast við aö afstýra blóðbaði. Herinn fer varlega i beitingu skotvopna, og verkamenn láta af setuverkföllum fyrir ofureflinu, frekar en gera vinnustaðina að virkjum og verjast þaðan uns yfir lýkur. Rfleðan Pólverjar eigast einir viö, rikir þvi þegjandi samkomulag striðandi afla um að bjarga þvi sem bjargað verður. En þóttslikur viljiriki, eróvisthve langt hann hrekkur. Forustumenn annarrar fylkingarinnar eru ekki sjálfráðir gerða sinna til fullnustu. Með herlögum og réttindasviptingu lands- fólksins þykjast þeir vera að afstýra öðru verra, sovéskri innrás. En það eru einmitt þrýstingur og hótanir sovétstjórnarinnar, frá þvi andspyma almennings hrakti fyrri stjórnendur frá völdum i fyrrasumar, sem veldur þvi að svo er komið sem raun ber vitni. Umsinn gera sovétmenn sig ánægða með að pólskur her haldi pólskum almenningi i skefjum. Entakist aögerð pólsku hershöfð- ingjanna, heppnist þeimaðbæla niðurallan mótþróa með vopnavaldi, er ekki að efa að sovétstjórnin og fylgifiskar hennar i Austur-Berlin og Prag færa sig upp á skaftið. Samkvæmt reynslunni koma þá frá Moskvu og bergmála úr viðeigandi stööum kröfurnar um reikningsskil, grimmilega hefnd á „gagnbyltingaröflum,undirróðurs- mönnum og óvinum sósialismans”, eins og þeir heita þar á bæ, sem gerast svo djarfir að ætla sér aö stofna frjáls verkalýösfélög. Viðræður Samstöðu og rikisstjórnar Pól- lands, með milligöngu kaþólsku kirkj- unnar.um þjóðarsamstöðu i rikjandi nauö- um, runnu út i' sandinn i siðasta mánuði eftir tvo fundi. Asteytingarsteinninn var boöorðið um alræði kommúnistaflokksins i öllum löndum sem teljast til sovéska veldisins. Wr egarLech Walesa leiðtogi Samstööu, Wojciech Jaruzelski hershöfðingi, flokks- foringi og forsætisráöherra og Jozef Glemp erkibiskup ræddustviö ihöllinni Belvedere i Varsjá 4. nóvember, var lýst yfir aö Jaru- zelski hefði tjáö viðmælendum sinum, aö rikisstjórnin samþykkti að öll mál án undantekningar sem upp væru borin skyldu, fást rædd. En það boö stóð ekki lengi. borð komið inn i verslunina og farið aö spá i bækur. Meö þessu móti verður bóksalan miklu jafnari þegar litið er á heilt ár. \Æö þetta bætist að hér heima eru bækur allnokkuð dýrari en erlendis, vegna þess hve fá eintök seljast af hverri bók. Bækur eru eiginlega munaðarvara hér heima og sú er eflaust meginástæðan fyrir þvi aö fólk kaupir varla bækur handa sjálfu sér. Er- lendis eru bækurnar langtum ódýrari, oft i pappirskiljuformi, og þvi ekki eins augljós gjafavara og hér. A tslandi eru þessar sömu bækur gefnar út á glæsilegum pappir og með gylltum kili — vegna þess að fólkiö vill hafa sinar bækur þannig, eins og Brynjólfur Bjarnason hjá AB sagði. Það vita bókaútgefendur af reynslunni. Bókaútgáfan i landinu er þvi ansi knúsuð. Allir (eöa allflestir aö minnsta kosti) bóka- útgefendur eru sammála um aö núverandi ástand sé algjört brjálæði. öll starfsemin miðast við að bækur seljast hér ekki nema i um einn mánuö á ári. Og á þessum eina mánuði og mánuðinum á undan koma á markaðinn hundruö titla (um 300 i ár) sem þýðir auðvitað að samkeppnin er hrikaleg, auglýsingakostnaöur yfirgengilegur og margar ágætar bækur hverfa gjörsamlega. En um leiö og útgefendurnir eru sam- mála um að þetta sé brjálæöi, þá geta þeir ekki annaö en tekiö þátt i þessu af fullum krafti, þvi lif fyrirtækjanna er undir þvi komiö aö þau veröi ekki undir i slagnum. Forlag sem ekki tekur þátt i jólaslagnum er áíika vonlaust fyrirbæri og sláturhús er lokar I sláturtiðinni. Þess vegna gera for- lögin i þvi aö auka og þyngja jólabókaflóö- iöH Sem kunnugt er hafa staðið deilur um fyrirkomulag bókaútgáfu og bóksölu hér á landi um nokkurt skeið. Annarsvegar eru Hagkaup sem vilja selja bækur á lægra veröi en nú tiðkast, en hinsvegar félag bókaútgefenda,sem ákveöur verö á bókum og vill ekki aö einn aðili selji vöruna ódýrar en hinir. Þessar deilur eru flóknar, jafnvel persónulegar að hluta til. En þær gætu orö- ið til þess meö timanum aö neysluvenjur okkar í sambandi við bækur breyttust eitt- hvaö. Á timabili var talið að mikil samkeppni væri aö myndast milli bókar og hljómplötu i YFIRSÝN Viku eftir þennan fyrsta fúnd, hafði Sam- staða gengið frá dagskrá viöræðnanna af sinni hálfu. Hún lagöi fram sex atriði. Efst á blaði var stofnun sameiginlegrar efna- hagsnefndar verkalýðssambandsins og rikisvaldsins um að rétta viö pólskt at- vinnulif. Siðan komu kröfurnar um að kosn- ingar til héraðsráöa og borgarstjórna eftir áramótin yröu frjálsar, sjálfstæði dómstól- anna og lögbundin stjórn yfirvalda yrðu tryggð, Samstaða fengi aðgang að rikisfjöl- miðlum, réttur Samstöðu til að fylgjast með matvælabirgðum ilandinuog bætur til lágtekjufólks tilað mæta óhjákvæmilegum verðhækkunum á lifsnauðsynjum. Asíöari viöræðufundinum sem fram fór, þarsem verkalýösmálaráöherra kom fyrir hönd rfkisstjórnarinnar, var ákveðið að skipa viðræðuhópa til að fjalla um hvern málaflokk um sig. En þeir tóku aldrei til starfa. A miðstjórnarfundi i kommúnista- flokknum uröu harðlinumenn ofaná. Þar var gersamlega synjað að viðurkenna í nokkru ákvörðunarvald af hálfu Samstöðu um ráðstafanir i efnahagsmálum, og sömu- leiðis var haldið fast við að héraðsstjórná- kosningar yrðu áfram með þeim hætti að flokknum skyldi fyrirfram tryggöur meiri- hluti i öllum kjörnum stofnunum og frjálst val kjósenda kæmi ekki til greina. í^essari afstööu miðstjórnarfundarins var svo fylgt eftir með atlögu á þriöja þús- und hermanna aö skóla brunavarða i Var- sjá. Nemendur óskuðu eftir að skólinn yröi tekinn undan herstjórn og þeir sjálfir leystir frá heraga. Settust þeir að i skóla- byggingunum, til að fylgja kröfum sinum eftir. Þá gripu stjórnvöld til beitingar her- valds i stórum stíl, i fyrsta skipti frá þvi verkföllin miklu voru háð i ágúst i fyrra. Ráðist var að skólanum með ógrynni liös bæði á láði og úr lofti, þótt nemendur hefðu fyrirfram kunngert að þeir myndu ekki veita mótspyrnu viö brottvisun úr bygging- unum. Við þennan atburð hóf ust mikil fundahöld i stjómarstofnunum Samstöðu. Var þar hart veist aö Lech Walesa og stefnu hans af hálfu þeirra, sem tóku það óstinnt upp að hann skyldi hafa beittsér fyrir þvi viða um landiðað verkföllum yrðihætti þvi skyni að koma á viðræðum við stjórnvöld um ástandiö i Póllandi. Niðurstaðan varö á fundi i Gdansk fyrir helgi, að ákveðið var aðefna tilfunda í helstu borgum 17. desem- ber, til að minnast þeirra sem féllu i bar- jólagjafaslagnum, vegna þess að um hlið- stæöa vöru er aö ræöa, og veröið var einnig svipað. Nú er hljómplatan orðin allnokkuö ódýr- ari en bókin, enda hefur verö á hljómplötu furöulegt nokk, staðið i staö frá þvi á sið- ustu jólum. Meðalverö á hljómplötu er nú frá 160 kr. til 190 kr. en bókin hefur hækkað um 50% og kostar nú meöalbókin 230 kr. til 250 kr. Þessi lækkun á hljómplötunum stafar sumpart af hagstæðu gengi Evrópugjald- miðla og sumpart af þvi aö á árinu var tek- in i notkun plötupressa i Hafnarfirði, og meö tilkomu hennar hafa þær hljómplötur sem liklegastar eru til vinsælda á hverjum tima orðið ódýrari en ella. ^Jamkeppni bókar og plötuhefur þrátt fyrir þetta ekki verið unnin af plötunni. Plötusala hefur að visu verið að aukast hægt og rólega frá árinu 1978, en bókasalan hefur siður en svo minnkað. Hjá Máli og menningu, Almenna bókafélaginu og Hag- kaupum fengust þær upplýsingar aö bók- salan væri meö betra móti i ár. Þessir aðil- ar tóku reyndar fram aö tveir langstærstu bóksöludagarnir væru eftir, — morgundag- urinn og Þorláksmessa, en salan hingað til lofaði góðu. Þaö hefur ekki farið fram hjá þeim sem náið fylgjast með bókum á Islandi aö æ stærri hluti útkominna bóka eru mynda- bækur. Þetta á auðvitaö einkum við um barnabækur, en einnig bækur ætlaðar full- orönum. Arbækur hverskonar, bækur um fréttatengda viðburöi, eða myndabækur af persónum. Þetta er auðvitað timanna tákn, og leiðir hugann að öðrum miðli, sem ef til #vill á eftir aðreynast bókinni miklu hættu- *legri en hljómplatan. Það er auðvitað videóið, þvi hvaða jólagjöf er sjálfsagðari til eigenda myndsegulbands en ný spóla, annað hvort með góðri kvikmynd, eöa auð, svo viötakandinn geti sjálfur tekið upp eft- irlætisþættina úr sjónvarpi? Samkvæmt upplýsingum tveggja mynd- segulbandabúða á Laugaveginum, hefur salan verið meira en rifleg núna I desem- ber. dögum verkfallsmanna við öryggislögreglu i strandhéruðunum þann dag árið 1970. Jafnframt var ákveðið að efna til eins dags allsherjarverkfalls, gerði rikisstjórnin al- vöru úr hótun sinni að leggja fyrir þingið frumvarp um bann viö verkföllum. I^lukkutima eftir aö fundi var slitið um miðnætti á laugardag i Gdansk að þess- um samþykktum afgreiddum, þustu lög- reglusveitir inn á hótelin og handtóku hvern einasta stjórnarmann Samstöðu sem þar ætlaði að gista. Um svipað leyti var ráðist inn á skrifstofursamtakanna um landið allt og hald lagt á skjöl, skrifstcrfubúnað og fjármuni. A sunnudagsmorgun kom svo Jaruzelski fram isjónvarpi 1 hershöfðingjabúningi og skýrði frá setningu herlaga. Hann hóf mál sitt á þvi, að hann ávarpaði þjóðina sem yfirhershöfðingi og forsætisráðherra, en minntist ekki á flokksforingjatitilinn. Hers- höfðingjastjórnin leggur i öllum málflutn- ingi sinum áherslu á aö höfða til þjóöernis- kenndar og virðingar Pólverja fyrir her sinum.en láta pólitisk viðhorf liggja á milli hluta. Jafnframtþvi sem kunngerð voru fyrstu herréttarhöldin yfir forustumönnum verkalýðsfélaga og námsmannasamtaka, sem borið er á brýn aö bjóða herlögunum byrginn, var frá þvi skýrt að gerð hefði verið gangskör að þvi aö ljúka hið fyrsta málaferlum gegn nokkrum tugum fyrrver- andi flokksbrodda i kommúnistafloldinum, þar á meöal tveggja varaforsætisráðherra, sem sakaðir eru um valdniöslu og fjár- málamisferli á valdatima Giereks. v Wiðkvæðiö i málflutningi hershöfð- ingjastjórnarinnarer.aöjafnskjótt og kyrrð ogrósé komin á ilandirm, verðihaldið áfram umbótastarfi, sem fylgdi i kiölfar umskiptanna við verkföllin i fyrrasumar. Þeir leiðtogar Samstöðu, sem enn mega um frjálst höfuðstrjúka, og þeir munu vera fáir, virðast láta það boð út ganga, að ekki sé um annað að ræða en beygja sig fyrir vopnavaldinu, og meö þvlverðitorveldaðar hefndaraðgerðir, þegar eftirleikurinn hefst.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.