Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 3
3 hclaarpn5ÝI /rinri Miðvikudagur 23. desember 1981 innbogadóttur, forseta íslands, um reynsluna af rúmu ári i þjódhöfðingjaembætti heimsóknirnar til að kynna sér hver við erum. Og ýmislegt hefur komið þeim á ó- vart. 1 fyrsta lagi gerir fólk sér grein fyrir þvi að við lifum i nokkuð fallegu landi. t öðru lagi hafa þær þjóðir.sem hafa verið heim- sóttar,fariðað hugsa meira um okkur sem menningarþjóð. Farið að leggja eyrun við þvi sem við erum að skrifa og fást við hérna heima. Og það er nú þannig að vegna þess að við tölum þessa tungu, sem tiltölulega fáir kunna erlendis, þá eigum við alltaf i vandræðum með að fá þýddar okkar bókmenntir i útlöndum. Okkur vantar fleira fólk sem lærir Islensku, til þess að geta komið okkar andlegu verð- mætum til skila á öðrum málum. Og ég er alveg viss um að forvitni um okkur ís- lendinga á eftir að aukast i framhaldi af þessum heimsóknum. Og svo skaöar það heldur ekki að hérna heima beinist um leið athygli að þessum þjóðum og samstarf og vinátta verður nánari. Það er min reynsla að minnsta kosti. Og gott samstarf og góð samvinna getur ekki verið annað en jákvæð.” — Eru þetta skemmtilegar heimsókn- ir? „Akaflega skemmtilegar. Hverjum þykir ekki gaman að fara til góðs fagnað- ar þar sem tjaldað er öllu hinu besta? En þær geta verið strembnar. Þær krefjast feikilegs undirbúnings. Margir halda að þetta sé bara að stiga uppi flugvél og ganga svo um þar á eftir, en það er nú öðru nær. Það er verið að vinna að undir- búningi i marga mánuði áður en farið er af stað, til þess að ekkert fari úrskeiðis — bæði erlendis og hér heima.Þanniger hver minúta skipulögð. Þegar út i slaginn er komið er gaman ef vel gengur eins og allt er gaman sem gengur vel.” Skemmtileg vinna — Er þetta vinna eða skemmtun? „Eigum við ekki að segja að þetta sé skemmtileg vinna. Hún er krefjandi að þvi leyti að það dugar ekki að vera með neinn sofandahátt. Maður verður að standa á verðinum allan timann.” — Kynnistu gestgjöfunum nokkuð? Kemstu innfyrir kurteisisbrosin? „Jájá, að sjálfsögðu. I þessum heim- sóknum fer t.d. drjúgur timi i að aka frá einum stað til annars. Þá er gesturinn einn með gestgjöfunum og þá er nú margt spjallað. A öllum þessum stöðum hafa verið, fyrir utan dagskrána, einkahádeg- isverðir ogt.d. i Noregi gengum við Sonja krónprinsessa á fjöll og skröfuðum sam- an. Ég tel mig hafa kynust þessu góða fólki og þaö hafi kynnst mér. Það kemur fyrir að við sendum hvert öðru linu, og meira að segja hefur komiö fyrir að viö höfum slegið á þráðinn. Þetta er skemmtilegt fólk. Það er ekki öll sagan sögð þegar við erum að koma fram opinberlega! Þá erum við fyrst og siðast að sinna opinber- um skyldum. Við erum öll venjulegt fóik. Þaö er einkenni á mannverunni að hún hefur hjarta sem slær, huga sem vinnur, og,guði sé lof, eilitla gamansemi.” — Finnst þér aðalsfólk öfundsvert af sinu hlutskipti? Geturðu Imyndað þér að börn Sonju og Haralds, Sylviu og Karls Gústafs eigi gott llf fyrir höndum? „Af hverju spyrðu sérstaklega um að- alsfólk? Afhverju spyrðu ekki alveg eins um forstjórabarnið, eða læknisbarnið, eða barn sem misst hefur foreldri? Ég held ekki að við getum slegið föstu að einhver manneskja sé öfundsverð. Það skapar hver sina gæfu. Heimurinn er mikið að breytast. Það er að losna svo mikið um i- haldssamar hömlur. Við sjáum það strax i okkar eigin þjóðfélagi. Alltsaman er á hraðferð þannig að ómögulegt er að segja til um hvernig lifi þetta unga fólk muni lifa. Það skapar sér áreiðanlega sjálft sinn stfl. Ég trúi að þau verði fullkomlega fær um að láta sér liða vel.” Ungar prin>essur — Þú talaðir um að gamlar reglur væru aðriðlast. Hefur það skapað einhver vandamál,að varla er reiknað með ein- hleypri konu i öllum siðvenjum oghefðum I þessu sambandi? „Hjálpi þér nei. Af hverju ætti ekki að reikna með einhleypri konu? Hafa ekki ekkjudrottningar lifað árum saman og þar fram eftir götum? Það hefur alltaf verið reiknað með þeim. Þar að aukihafa ungar prinsessur gengið um ógiftar árum saman f þessum höfðingjaranni. Það er „reiknað” með manneskju og það er aðalatriðið.” — Til er saga á þá leið að eftir eina af heimsóknum þinum erlendis hafi bisniss- maður sagt við annan blsnissmann I flug- vél á Ieiðinni yfir hafið, að honum likaði nú ekkert sérstaklega vel við þig, en hann gæti ekki neitað þvi að þú værir ári góð PR manneskja. Mig langar til að spyrja hvort þú lítir á þig sem slika almannatengsla- manneskju fyrir tsland? „Þarna hefur greinilega fyrirtaksbis- nessmaður verið á ferð. Nei, það hefur aldrei hvarflað aö mér. f Ég er bara ég, og kem fram eins og ég er. Það er með þetta eins og önnur störf sem ég og fleiri hafa unnið um ævina: Ég reyni að gera sem best hverju sinni. Auðvitað er ég mann- leg. Stundum lánast það, „Allar skoðanir eru til að breyta þeim, ef ný viðhorf skapast”. ég viljað gera betur — og það hendir nú oft. Ég er býsna kröfuhörð og gagnrýnin á sjálfa mig. Þaö hendir mig oft að ég hefði viljað gera betur. En ef þetta svokallaða PR er kynning eða auglýsing fyrir Island, skaðar það ekki nokkurn mann, nema slður sé. Ég er aöminnsta kosti fegin að hafa frétt að eft- iraðégkomfram i fallega prjónaðri lopa- peysu i sjónvarpsmynd I Frakklandi, þá seldust allar islenskar lopapeysur þar upp. Glamúr? Eigi ég að vera kynning fyrir Island, þá er ágætt út af fyrir sig að vera það fyrir markaðsvörur. Að sjálfsögðu. En ég legg ekki siður áherslu á að mér takist að kynna islenska menningu. Vegna þess að sé hægt að kynna menningu okkar erlend- is, þá kemur hitt á eftir. Fái fólk áhuga á þessu landi sem menningarlandi, þá fær það um leið áhuga á vörunum sem héðan koma. Égersannfærð um það. Taktu t.d. Frakkland. Allflestar þjóðir hafa áhuga á menningu Frakklands, vegna þess aö hún þekkt fyrir að vera rik og skapandi. Þetta gerir það að verkum að fólk fær tii- trú á vörunum sem þar eru framleiddar.” — Eitt dagblaðanna spurði um daginn fólk á götunni hvernig þvi likaði pk viö þig. [) 4 Klub stólar aðeins kr. 254. Hlýr mokkafatnaður aðeins 1000 kr. útborgun. Gjafavörur: fránskt postulín, trévörur og jólaskraut. Lundia hillukerfið er úr massívri furu og með óendanlega uppsetninga möguleika. Við bjóðum fjölbreytta vöru fyrir alla aldurshópa. Falleg hönnun sameinar gagn og gildi. Gott verð og afborgunarskilmálar, þar að auki erum við í miðju Bankastræti. .... I fáum orðum sagt, Gráfeldur býður þér gleðileg jól. £ GRÁFELDUR *t\ Þingholtsstræti 2, Reykjavík Símar: 26540 og 26626

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.