Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 13
JielgarpúStL irinn Miðvikudagur 23. desember 1981_ 13 LEIÐARVÍSIR HÁTÍÐANNA Föstudagur 25. desember. Jóladagur 10.40 Khikknahringing. Litla Iiiörasveitin leikur sálma- lög. Gleðileg jól, ó þið klukkur bæjarins. Pierpont, Timex og Seiko. 11.00 Messa i safnaðarheimili Grensássóknar. Prestur er séra Halldór Gröndal og organleikari er Arni Arin- bjarnar. Mikið að gera hjá Arna nilna. 13.00 Messias. Öratoria eftir HSndel. Kór Langholts- kirkju, Ruth L. Magnússon, Elin Sigurvinsdóttír, Garð- ar Cortes, Halldór Vilhelmsson og kammer- sveit flytja undir stjórn Jóns Stefánssonar. Handel er einn af þeim allra bestu og þetta tónverk alveg yndis- legt að hlusta á. Maður svif- ur á vængjum andans langt upp i ómælisviddir himin- geimsins. Skáldlegur núna strákurinn. Fyrri hluti. 14.30 Lifog saga.Uminnlenda og erlenda merkismenn. Nú um Tómas Sæmundsson Fjölnismann. Gils Guð- mundsson samdi eftir bestu heimildum, eins og annað skáld hefur sagt um sina bók. 15.40 Pianókonsert i G-dúr nr. 17. Hann er eftir Mozart og Jólakveöjurnar eru einn sá liður útvarpsins, sem setur á það hvaö mestan jólasvip, en kvcðjur þessar eru nokkurs konar radiófónisk jólakort. Kveðjunum er skipt i þrennt. I fyrsta lagi eru kveðjur til óstaðsettra, eins og það er kallað, en þaö er þegar einhver sendir vinum og ættingjum um land allt kveðjur sinar. 1 öðru lagi eru það kveðjur til fólks i kaup- stöðum og sýslum landsins, og iþriðja lagieru það kveöjur til sjómanna á hafi Uti. Kveðjurnar, sem falla undir tvo fyrrnefndu liðina, eru lesnar á Þorláksmessu, én kveðjurnar til sjómanna eru lesnar á aöfangadag. það er Edda Erlendsdóttir, sem leikur með Sinfóniunni. Góð kona, Edda. Búsett i Paris. 16.20 Við jólatréð — barnatimi i útvarpssal. Gunnvör Braga stjórnar þætti, sem öll börn hafa beðið eftir. Alla vega beiö ég alltaf, enda ekki komið sjónvarp þá. Margt veröur sér til gamans gert. 17.45 Messias. Siðari hlutinn á* hinu frábæra verki Háhdels. 19.25 Einar Jónsson mynd- höggvari. Gunnar Stefáns- son lesúrbókeftirEinar og Ólafur Kvaran flytur inn- gangsorð. Mesti sérfræðing- ur okkar um Einar, þann mikilfenglega myndhögg- vara. 20.00 Samleikur i útvarpssal. Systkinin Guðrún og Snorri SigfUs Birgisbörn leika saman á flautu og pianó. Verkin eru eftir frönsk tón- skáld. Ekki var það verra. 20.30 Jólahald i Grikklandi. SAM segir frá þjóðinni, sem hann þekkir manna best hér um slóöir. 22.20 A botni breðans. Gunnar Gunnarsson okkar les eigin smásögu. NU leggja allir við hlustirnar. 23.00 Kvöldgestir. Skyldi Jónas Jónsson vera i beinni útsendingu? Alltaf jafn skemmtilegur maður, Jónas. Aö sögn Dóru Yngvadóttur, sem sér um jólakveðjurnar hjá Utvarpinu, voru kveðjurnar i fyrra samtals 2774Ó orö og sagöi hún, að magn kveðja hefði verið nokk- uð svipað frá ári til árs. Hins vegargat hún ekki sagt til um fjölda kveöjanna sem slikra, þar sem þær eru mjög mis- langar, en auðséö er, að þær eru nokkuö margar. Með þeirri ósk, að þessar kveðjur verði i útvarpinu um aldur og ævi, og aö ekki fari fyrir þeim eins og kveðjunum frá Islendingum búsettum erlendis, sendi ég lesendum leiðarvisisins bestu jóla- kveðjur. Gleöileg jól. Laugardagur 26. desember. 2. dagur jóla 10.25 Mariudýrkun i sögu og samtið. Það er sko eitthvaö fyrir mig. En hvaö séra örn Friðriksson veit um þaö, er mér hulin ráðgáta. Hann ætlar nU samt að halda erindi. 11.00 Messa I kirkju Fila- delfiusafnaðarins. Það er skammt stórra högga á milli. Einar Gislason predikar enn einu sinni, landsmönnum til mikillar skemmtunar. Hver stjórnar kórnum? NU, auðvitað hann Ámi Arinbjarnar. 15.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Natómagnús Þórðarson ræður ferðinni. Austrið er sannarlega rautt og fagurt. 16.20 Barnatími. Sigrún Sigurðardóttir stjórnar. Krakkar syngja, skáld les ævintýri. 19.25 Undir áhrifum . Loksins. Pétur Gunnarsson lætur loksins heyra i sér. Hér les hann kafla úr handriti eigin skáldsögu. Hvað er Andri orðinn gamall? 20.30 Frá óbyggðum til Alþingis ineð viðkomu i bæjarstjórn Er þetta ekki allt sama tóbakið? Pétur Pétursson ræðir við Stein- dór Steindórsson frá Hlöð- um. 21.15 Töfrandi tónar. Jónsi Gröndal heldur áfram stór- dansi sinum. 23.05 Jólasyrpa. Asta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, Ólafur Þórðarson, Páll Þor- steinsson og Þorgeir Ast- valdsson, allt syrpuliðið samankomið, syrpa fyrir hlustendur. Jólalög. Kannski Mahler og Rió. En hvað með kli'kuna i Búlgariu, eða var það Rúmenia? Sunnudagur 27. desember. 10.25 Skrattinn skrifar bréf. Séra Gunnar Björnsson les kafla Ur bók C.S. Lewis i eigin þýðingu. Ætli það séu ekki kynngimögnuö bréf? Fjandi skemmtileg? 11.00 Messa. Að þessu sinni i Breiðholtssókn. 14.00 Tópas. Leikrit eftir franska öðlinginn Marcel Pagnol, sem margt var til Usta lagt. Jólaleikrit út- varpsins. Leikstjóri: Benedikt Arnason. Gaman- leikur, sem gerist vafalaust í Provence in the south of france. 16.20 Lifefnarannsóknir: Lif- efnaiðnaður á tslandi. Spennandi efni, svo rétt eft- ir jól. Jón Bragi Bjarnason dósent flytur sunnudags- erindi. 19.25 Fæddur i skyrtu. Þaö er sko ekki öllum gefið. Anna KristineMagnúsdóttir ræðir viö Hrein Lindal óperusöng- vara og tískufrömuð við Skólavörðustiginn. Fróðlegt og skemmtilegt. 21.30 Landsleikur i handknatt- leik.Hemmi Gunn lýsir sið- ari hálfleik íslendinga og Dana i Laugardalshöll. 23.00 A franska visu. Friðrik Páll Jónsson heldur áfram að kynna okkur risa. NUna Charles Aznavour, semekki er beint risi, heldur pinuiitill, en stór söngvari samt. Ef þið fattið, ef þið bara fattiö mig.'.Með sinu lagi) Slcemmtistaðir Hótel Borg: Æöislegt stuö á Þorláksmessu og þá mæta allir gáfumenn og konur borgarinnar,ég meðtalinn. A 2. i jólum verður diskótekiö Disa meö létt og leikandi danslög til kl. 03. Daginn eftir kemur Nonni Sig með gömlu dansa bandiö sitt og skemmtir þeim eldri. A mánu- deginum eru svo djasstónleikar, eins og kemur fram annars staöar. Þ jóðleikhúskjallarinn: A 2. degi jóla er frumsýningar- kvöld, þar sem allar helstu snobbhænur bæjarins mæta. Þeir hinir sem eru heppnir og þrjóskir komast kannski inn lika en ekki er eftir miklu að sækjast. Lokaö yfir öll áramótin en venjulegur dansleikur án kjallarakvölds á 2. i nýári. Laufléttar framtiöarspár. Naust: Hinn sivinsæli og fjölbreytti mat- seðill er alltaf i gangi og finna þar allir eitthvað við sitt hæfi. Jón Möller leikur fyrir gesti á pianó á föstudögum og laugardögum. Þau sömu kvöld eru skemmtileg- ir sérréttir á boðstólum. Yfir hátiðarnar veröur lokað sem hér segir: A aðfangadag, jóladag og á 2.1 jólum. Opnar aftur sunnudag- inn 27. desember. Skálafell: A Þorláksmessu er opiö til kl. 01. Lokaöá aöfangadag og á jóladag. A 2. i jólum er opið til kl. 01 og þar leikur Graham Smith á fiðluna sina, ásamt Jónasi Þóri á hijóm- borð. Lokað á gamlárskvöld og nýársdag. Esjuberg: Opið á Þorláksmessu til kl. 22. A aðfangadag er opið til kl. 14 og aftur frá kl. 18-20. A jóladag er opiö kl. 12-14 og 18-20. A 2. I jólum er opið kl. 12-14 og 18-21. Á gamlársdag kl. 08-14 og 18-20 og loks á nýársdag kl. 12-14 og 18-21. Fjölbreyttur og vandaöur matur. Hollywood: Staöurinn er opinn meö öllu sinu dúndrandi fjöri alla daga nema aöfangadag og jóladag. Villi og Leópold I diskótekinu og mikiö fjör þar fyrir utan. Broadway: Staöurinn þar sem fólkið er. Op- inn á Þorláki,2. i jólum og daginn þar á eftir. Siðan lokað á sunnu- deginum og mánudeginum, en opnaö á þriðjudaginn 29. des. og opiö fram yfir áramót. Alltaf nóg að gerast, diskótek og lifandi tón- list, ásamt ýmsum uppákomum, væntum og óvæntum. Glæsibær: A 2.1 jólum og daginn eftir verður allt á fullu þar sem Glæsir og diskótek leika fyrir trylltum jóla- dansi. Lokaö á gamlárskvöld en opiö á nýárskvöld með Glæsi og diskótekinu. Góðar hátfðar. Stúdentakjallarinn: Lokað milli jóla og nýárs. Klúbburinn: Hafrót leikur fyrir dansinum á 2. i jólum og sömuleiðis á gamlárs- kvöld. Miðvikudaginn fyrir gamlárskvöld veröur eingöngu diskótek en lokað á Þorláki. Fjör og stuð. Þórscafé: Almennur dansleikur á 2.1 jólum, þar sem Galdrakarlar koma og sýna jólatrikkin sin. Lokað á gamlárskvöld en opiö á nýárs- kvöld og á 2. I nýári og enn og aftur leika Galdrakarlar. Gleöi- legt ár. Hótel Saga: Raggi Bjarna leikur fyrir fólkið á 2. i jólum en um áramót er lokað fyrir almenning vegna einkasam- kvæma. Hótel Loftleiðir: Salir eru lokaðir á aðfangadag og á 2. i jólum. VeitingabUÖ er opin kl. 8-14 á aðfangadag og sundlaug 8-11. Aöra daga milli hátiða er opið eins og venjulega. A gamlársdag er veitingabúð opin kl. 05-14 og sundlaug kl. 8-11. Allt lokaö á nýársdag. Manhattan: DUndrandi fjör og stuö á 2. I jól- um, en þá bregða Kópavogsbúar undir sig jólafætinum og dansa af miklum móö. Daginn eftir veröur einnig dansað við undirleik diskó- teks en þá veröur lika ýmislegt annað á boöstólum og best að mæta til að komast að innihald- inu. Opið frá miönætti á gamlárs- kvöld og þá veröur sko loks það fjör sem allir hafa beðiö eftir. Annað eins stuð kvöldið eftir, og allt á sama stað. óðal: Fanney og Dóri feiti I diskótekinu til skiptis. Opið á Þorláki og siðan aftur á 2. i jólum. Eftir það linnir ekki látunum fyrr en um páska eða þar um bil. Sama gamla góða stemmningin yfir áramótin og nýárið. Mætiö hress og kát og látiö engan bilbug á ykkur finna. Sýningarsalif » > Listasafn ASI: Nú standa yfir sýningar á ljós- myndum Skafta Guðjónssonar frá Reykjavik áranna 1921-1946. Sýningin er opin kl. 14-22. Þó er lokaö á aðfangadag og jóladag. Opiö á 2. I jólum en lokaö á gamlársdag og nýársdag. Opnað aftur 2. janúar og sýningunni lýk- ur að kvöldi 3. janúar. Nýlistasafnið: Asta Olafsdóttir, Margrét Zóphoníasdóttir og Svala Sigur- leifsdóttir sýna myndverk. Sýningin er opin á Þorláksmessu til kl. 22. Lokaö á aðfangadag, jóladag og á 2. i jólum. Sunnudag- inn 27. des. er opiö til kl. 22, en á gamlársdag og nýársdag er opiö til kl. 18. Ásgrímssafn: Safniö er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30-16. Lokað á aðfangadag og gamlársdag. Norræna húsið: Engar sýningar sem stendur. Bókasafnið er lokað á aðfanga- dag, jóladag, 2. I jólum og 27. desember. Kaffistofan er lokuð á aðfangadag, jóladag og á 2. I jól- um. Norræna húsið óskar öllum landsmönnum gleöilegra jóla. Asmundarsalur: Engin sýning fyrr en eftir ára- mót. Torfan: Ljósmyndasýning frá Alþýðuleik- húsinu. Lokuð yfir hátiðarnar, nema hvaö opnað er kl. 17 á 2. dag jóla og opiö til kl. 14 á gamlárs- dag. Galleri Langbrók: Jólasýning aðstandenda galleris- ins. Opið til kl. 23 á Þorláks- messu, en lokaö á milli jóla og ný- árs. Þjóðminjasafnið: Safnið er opiö á þriöjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. Lokaö á aöfangadag, 2. i jólum og gamlársdag. Höggmyndasafn Ásmund- ar Sveinssonar: Opiö á þriðjudögum, fimmtudög- um og laugardögum kl. 14-16. Lokaö á aðfangadag og á 2. I jól- um. Listasafn tslands: 1 safninu er sýning á eigin mynd- um, og sérsýning á portrettum og brjóstmyndum. Safnið er opið kl. 13.30-16. á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnu- dögum. Lokað á aðfangadag og 2. i jólum. Mokka: Björg lsaksdóttir sýnir vatnslita- myndir. Opið til ki. 13 á aðfanga- dag, lokaö á jóladag og opnaö kl. 14 á 2. I jólum. Jólasyrpa á 2. jóladag: „Þriggja tíma törn” Siödegissyrpur útvarpsins hafa verið með vinsælasta efni þess frá þvi þær fyrst liófu göngu sina i vor, enda slegift þar á léttari strengi en oftast áöur á þessum tima dags i dagskránni, og einnig vegna þess, aft þættirnir eru yfirleitt vel unnir af stjórnendunum. Sjálfsagt eiga margirsinnupp- áhalds syrpustjóra og þvf ættu allir aft vera ánægftirmeft jóla- syrpuna sem verftur send I loftift aft kvöldi 2. dags jóla, kl. 23.U5, þar scm þeir verfta allir mættir viö hljóftnemann. Helgarpósturinn hafði sam- band við Astu Ragnheiði Jó- hannesdóttur og spuröi hana um þessa jólasyrpu. „Þetta verður þriggja ti'ma törn hjá okkur syrpustjórn- endum. Við verðum meö hressileg danslög meö kynn- ingum, jólaleg i bland", sagöi hún. Asta Ragnheiður sagði, aö þaö yröi enginn fastur þráður i syrpunni, en reynt að gera eitthvað við allra hæfi, og nefndi hún harmonikusyrpur sem dæmi. — Verður þetta eingöngu tónlist? ,,Já, þetta er danslagaliður- inn, en viö reynum aöeins að hressa upp á þetta. Þaö er verið að reyna að hafa dans- Asta R. Jóhannesdóttir verftur einn af stjórnendum jólasyrpu útvarpsins. lögin ekki eins og venjulega, þegar þulurinn kynnir þrjú lög og siðan leikin þrjú lög af sömu plötunni”, sagöi Ragn- heiður. Þeir, sem verða heima að kvöldi 2. jóladags,ættu þvi að skemmta sér konunglega við smáratækið. Jólakveðjur útvarpsins alltaf jafn vinsælar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.