Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 23.12.1981, Blaðsíða 23
23 belgarpósti irinn Midvlkudagur 23- desember i^ei NÝTT SÍÐDEGISBLAÐ? „Viö höfum áhuga á aö gefa Ut heiöar- legt, alhliða fréttablað. Þessa dagana er veriö aö forma og samræma grunnhug- myndir sem aö baki því standa, gera kostnaöaráætlun sem siðan þarf að vera hægt að ganga út frá. Aö þessari vinnu lok- inni verður svo hægt aö taka ákvörðun um, hvort af Utgáfu nýs blaðs veröur”, sagöi Guðmundur Arni Stefánsson blaðamaöur um hugsanlega stofnun nýs siðdegisblaös. Eftir aö Visir sleit samstarfi viö Blaðaprent og hvarf inn i Dagblaðið, kom- ust fljótlega á lofthugmyndir um aðhrinda á flot nýju siðdegisblaði sem væri rit- stjómarlega óháð en ætti bakhjarl i vinstri hreyfingunni i landinu, verkalýðshreyfingu og jafnvel samvinnuhreyfingunni. Þörfin fyrir slikt blað varð augljós , þeg- ar Visir og Dagblaðið rugluðu saman reit- um sinum og úr varð blað sem greinilega ætlar sér stóran hlut á markaðnum. Hin upphaflega hugmynd um siðdegis- blað átti sér stuðningsmenn meðal ýmissa Alþýðuflokksmanna,svo og Alþýðubanda- lagsmanna.og hefði ekki verið f jarri lagi að hugsa sér blað sem nýtti þá starfsemi sem þegar er fyrir á Þjóðviljanum og Alþýðu- I , '------------------------------------ Um leið og Menachem Begin, forsætis- ráðherra Israels, fór af sjUkrahUsi eftir átján daga fótbrotslegu fyrra mánudag, kallaðihann saman skyndifund í rikisstjórn sinni, þar sem samþykkt var innlimun alls hertekins, sýrlensks lands i Israelsriki. Jafnskjóttog stjórnarfundi lauk, var frum- varp um lögfestingu innlimunar lagt fyrir Knesset, þing tsraels, og rekið áfram sam- dægurs gegnum þrjár umræður. Forsætis- ráðherrann, 68 ára að aldri, flutti fram- söguræðu sina Ur hjólastól, þvi enn var hann ekki göngufær eftir fótbrotið. / I lögunum sem Knesset setti með 63 atkvæðum gegn 21 við þriðju umræðu, er ekki talað um innlimun, heldur að lög ísra- els skuli gilda á Golanhæðum, fjalllendinu sem tsraelsmenn hertóku af Sýrlendingum 1967. Um er að ræða samskonar lagatexta blaðinu, jafnvel Timanum, og kostnaöi þannig haldið i lágmarki með sameiginlegu skrifstofuhaldi.amk. að einhverju leyti. „Við komum strax fram með þessa hug- mynd. Enda er eini möguleikinn i sam- bandi við nýtt siðdegisblað sá, að blöðin sem standa að Blaöaprenti sameinist um útgáfu síðdegisblaðs „óháð og frjálst” og öflugt mótvægi við ihaldspressuna. Þetta byggðist þá á þvi að nýta Blaðaprent,njóta hagsbóta af nýrri vélvæðingu þar”, sagði Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans. „Það mætti lika hugsa sér að siðdegis- blaðið nýtti sér eitthvað af þjónustuefni morgunblaðanna — skrifstofuhald og það skipulag sem fyrir er”. í^essar hugmyndir um nýtt blað og nýtingu Blaðaprents gufuðu svo upp þegar Timinn ákvað að draga sig Ut úr samstarf- inu i Blaðaprenti og hverfa aftur til fyrri hátta, þ.e. sitja einn að sinni prentsmiðju. Þar með er grundvöllurinn undir rekstri Blaðaprents brostinn og myndi ekki nægja til að halda þvi fyrirtæki Uti, þótt nýtt siðdegisblað kæmi til. Flest bendir þvi til Menachem Begin. Begín storkar umheiminum með innlimun Golanhæða og notaður var tU aö lögfesta innlimun Austur-JerUsalem i ísraelsriki. Begin fór ekki i neina launkofa með að hér var um það að ræða að Israel legði undir sig svæðið, þvi hann skirskotaði i þingræðu sinni til að það væri hluti af Eretz tsrael, landinu Israel, sem gyðingar ættu tilkall til samkvæmt Mósebókum. Þetta skynditiltæki Begins hefur valdið meira uppnámi en nokkuð annað sem hann hefur aðhafst, siðan hann lét menn sina sprengja i k)ft upp Hótel Daviðs konungs, stjórnstöðvar Breta i Palestinu. Með inn- limun Golanhæða storkar Begin umheim- inum, og sér i lagi Bandarikjunum og Egyptalandi. Astæöurnar til að hann telur sér slikt fært eru einkum tvær. Timinn til innlimunarinnar er valinn sólarhring eftir að herlög voru sett i Póllandi, og athygli heimsinsbeindist að framvindunni þar. Hin ástæðan er yfirburöastaða stjórnar Begins i þessu máli heimafyrir. Skoðanakannanir höfðu sýnt, að tveir þriðju Israelsmanna eru eindregið fylgjandi innlimun Golan- hæða. Þetta almenningsálit hefur svo lamað Verkamannaflokkinn, helsta flokk stjórnarandstööunnar, i málinu. Þegar Begin lagöi innlimunarfrumvarpið fyrir Knesset, vissi hann að ekki yrði um sam- eiginlega afstöðu að ræða hjá þingmönnum Verkamannaflokksins. Þingflokkurinn reyndi að bjarga sér úr klípunni meö þvi að neita að sækja þingfund vegna málsmeð- ferðarinnar, en lítið hald reyndist i þeirri samþykkt. Atta Verkamannaflokksþing- menn gengu i lið með Begin i þessu máli og greiddu atkvæöi með innlimuninni, en ellefu tóku afstöðu með smáflokkum vinstri manna i stjórnarandstöðu og greiddu mót- atkvæði. Innlimunarfrumvarp Begins kom Banda- rikjastjórn jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Framkoma israelska forsætisráö- herrans vakti reiði i Washington. Með inn- limun Golanhæða er teflt i tvi'sýnu helsta haldreipi Bandarikjanna imálum landanna fyrir Miöjarðarhafsbotni, Camp David- samkomulagi Israels og Egyptalands. Jafnframt er skákað i þvf skjóli, að stjórn Reagans sé ekki fær um að fást viö nema eitt stórmál á alþjóöavettvangi i einu, og þar var Pólland þegar i brennidepli. Loks er innlimunin ótvirætt brot á anda, ef ekki bókstaf, nýgerös sáttmála Bandarikjanna þess, að Þjóðviljinn, Alþýðublaðið og Helgarpósturinn veröi að koma sér upp sin- um eigin prenttækjum og ööru þvi, sem blaöaUtgáfu fylgir. Nýtt siðdegisblaö,ef á flot fer, verðurþá sömuleiðis að standa eitt að sinni prentaðstöðu. Blöð sem verða að teljast höll undir hin hægrisinnuðu borgaraöfl i landinu ráða nú- orðið langmestu á blaðamarkaði. Af þeim sökum þykir mörgum nauðsynlegt að efla sterkt dagblað til dáða, jafnvel þótt ekki væri til annars en sinna óhlutdrægum og gagnrýnum fréttaflutningi,en ljóst er, aö á þvi sviðieru islemsku dagblööin aftarlega á merinni og tilkoma Dagblaðsins/Visis hef- ur ekki orðiö til að bæta ástandiöjsiður en svo. En hverjireru möguleikar enn eins dag- blaös á hinum þrönga islenska markaöi? Kannski er óhætt að vera bjartsýnn og ganga Ut frá þvi að þörfin sé fyrir hendi og aöeins þess vegna muni almenningur taka nýju fréttablaöi fegins hendi og jafnvel fleygja borgarablöðunum frá sér. Kannski. En ætli aðstandendur nýs blaðs sér i alvöru stóran hlut, dugir tæplega að fara af stað meö blað sem ekki stenst DV snUning, þeg- ar á reynir. Hugmyndin um samstarf i Blaðaprenti og óbeinan stuðning Þjóðvilj- ans og Alþýðublaðsins og tengsl viö verka- lýðshreyfinguna viröist dottin upp fyrir. Eftir stendur hópur áhugamanna um stofn- un siðdegisblaðs, og hefur engin önnur Ur- ræði en reyna að safna nokkru hlutafé, Ut- vega sér húsnæði,slá lán fyrir tækjum og treysta siöan á lukkuna. Ahugamenn um stofnun siðdegisblaðs munu hafa boðið Alþýðusambandinu aöild að nýju blaði en fátt mun hafa orðið um svör. Þaðer reyndar nokkuð undrunarefni að islenska Alþýðusambandið skuli ekki hafa stutt við bakið á blaðaútgáfu i nokkurri mynd, til dæmis eins og tiðkast hefur á hinum Norðurlöndunum, þar sem „A-pressen” eða „Verkalýðsblöðin” hafa löngum verið þýöingarmikill póstur i fréttamiðlun. Hér á landi er aðeins hægt aö benda átengsl ASI viö borgarapressuna þvi Björn Þórhallsson, varaforseti ASt, er YFIRSÝN t og Israels um nána samvinnu i her- og öryggismálum. ■ yrstu viðbrögð Bandarikjastjórnar voru að greiða atkvæði tillögu Sýrlands i öryggisráðinu um að innlimun Israels á Golanhæðum sé dauð og ómerk, og verði hún ekki afturköliuð ráðgist öryggisráðiö á ný um viðeigandi ráðstafnir. Enþegar Haig utanrikisráðherra og Weinberger land- varnaráöherra, sem voru staddir erlendis meðan tiðindin gerðust, voru komnir heim og fundahöld höfðu átt sér stað með þátt- töku þeirra i' æðstu öryggismálastofnunum Bandarikjanna, ákvað Reagan aö veita Begin ráðningu sem um munaði. Hann ákvað að samningur Bandarikjanna og Israels um hernaðar- og öryggissamstarf skyldi ekki koma til framkvæmda uns öðru- visi væri ákveðið. Samningur þessi var geröur aö frum- kvæði Begins, og mælir fyrir um stórfellda aukningu hernaöaraðstoðar og fjár- streymfe frá Bandarikjunum til Israels. Samningsgerðin var af Begins hálfu notuð tilað sefa kviða og óánægju tsraelsmanna, þegar Bandarikjaþing samþykkti sölu á AWACS radarf lugvélum og öörum háþróuðum hergögnum til Saudi-Arabiu. En eins og israelska fwsætisráðherrans var von og visa, svaraði hann Bandarikja- forseta i' sömu mynt, og gekk þó skrefi lengra. Hann lýsti samninginn um hernaðarsamstarf með öllu úr gildi fallinn af tsraels hálfu, úr þvi Reagan mæti hann svo litilsað láta framkvæmdina hjá liða um óákveðinn tima. ■ýrstur stjórnmálamanna til að for- dæma innlimun Golanhæöa i tsrael svo verulega athygli vakti var Mubarak, forseti Egyptalands. Var það að vonum, þvi að svo miklu leyti sem Begin hyggst ná mark- miðum á vettvangi utanriksmála meö ráð- stöfun sinni, snýr hún beinskeytast að Egyptalandi. Frá þvi Sadat forseti var myrtur, hefur þess gætt að tsraelsstjórn sé i vafa um, hvert framhald geti orðiö á Camp David- samkomulaginu aðhonum látnum. I april i vor á að ljúka brottfhitningi israelskra her- stjómarmaður i þvi fyrirtækLsem gefur Ut Dagblaðið og Visi. Hugmyndir þeirra sem nU velta fyrir sér útgáfu nýs blaðs á siödegismarkaði eru vissulega góðar og gildar. Vinstri öflunum á tslandi veitir svo sannarlega ekki af ein- hverjum samnefnara i þungum róðri gegn harðsnúinni og ófyrirleitinni borgara- pressu. Og það hlýtur enda að vera þeim sem að blaðaútgáfu standa og að blaða- mennsku starfa nokkuð andvökuefni hversu takmarkaðan áhuga hin sterka borgarapressa hér á landi hefur á vandaðri blaðamennsku. Aöeins þess vegna er þörf á nýjublaði.Blaðamenn hafa sýntþessu máli áhuga,sem og almenningur, enda hljóta hinir lesmáls- og fréttaþyrstu islensku les- endur að hafa áhuga á aö fá i hendurnar þokkalega unnið fréttablaö. Það er vissan um þessa þörf, sem ýtir mönnum af stað Ut i blaöstofnun. „Ég verð nú að segja, að persónulega tel ég þessar hugmyndir um stofnun siðdegis- blaðs vera orðnar óraunhæfar”, sagði Ein- arKarl, ritstjóri Þjóöviljans, ,,þaö er engin ástæða til að ætla að siðdegisblaö með veika undirbyggingu sleppi lifandi Ur sam- keppninni við DV. Viðsáum nU hvernig fór fyrir Visi i samkeppninni við Dagblaðið”. En það er kannski ástæöulaust að vera allt of svartsýnn. Þeir sem nú kanna grund- völl nýs blaðs, segja aö hlutafjáröflun eða könnun á hugsanlegu hlutafjárafli hafi gengið öllum vonum framar og að fyrsta athugun hafi leitt i ljós að ekki sé Utilokað að við sjáum nýtt siödegisblað á götunum snemma á næsta ári. „wið höfum ákveðnar hugmyndir um hve'rnig svona blað gæti litið Ut. Og viö höf- um hugmyndirum starfsmannafjölda —en þetta skýrist allt á næstunni”, sagði Guð- mundur Arni Stefánsson,sem nef ndur hefur verið væntanlegur ritstjóri „nýja blaðs- ins”. eftir Gunnar Gunnarsson eftir Magnús Torfa Ólafsson 1 sveita af herteknu, egypsku landi á Sinaf- skaga. Grunsemdir hafa veriö látnar i ljós af israelskrihálfu, um að Mubarak sé vis til að lýsa yfir hollustu viö Camp David- ákvæðin fram yfir endurheimt alls her- tekins, egypsks lands, en þegar það sé fengið megi búast við aö hann láti sér ekki ótt að uppfylla skilmála um fyllilega eðli- lega sambúð og óheft viðskipti og sam- göngur milli Israels og Egyptalands, heldur snúi sér að þvi að bæta rofin tengsl við önnur arabariki, sem UtskUfuðu Egyptalandi eftir aö Sadad samdi viö Begin. Hingaö til hefur Begin eins og aðrir israelskir stjórnmálaforingjar sem ein- hvers mega sin haldiö þvi fram, að her- setan á herteknu svæðunum sé ekki mark- miö i sjálfu sér, heldur öryggisráöstöfun af hálfu umsetinnar þjóðar. Jafnóðum og nágrannari'kin séu fáanleg til að viður- kenna tilverurétt tsraels, geti tsraelsmenn látið hertekin svæði af hendi, skipt á landi fyrirfrið, einsogþessi hugmynd er gjarnan orðuð. A henni byggist Camp David-sam- komulagið. En með inntimun Golanhæða útilokar tsraelsst jórn friö við eitt nágrannarikjanna, Sýrland. ^Jýrlandsstjórn var fyrir tregust allra arabastjórna sem land eiga að Israel að taka friðargerð i mál. Afstaöa Assads Sýr- landsforseta ónýtti fund æðstu manna ara- barfkja i Fez i Marokkó fyrir fáum vikum, þegar hann aftók að sækja fundinn, ef þar yrðu teknar á dagskrá tillögur Fadh krón- prins I Saudi-Arabíu um friðargerð i lönd- unum fyrir Miðjarðarhafsbotni, en i þeim felst óbein viðurkenning á tilverurétti tsra- els. Þráttfyrir málalok i Fez.hafa Frelsis- samtök Palestinumanna haldið áfram að tala máli tillagna Fadhs hvarvetna um ara- balönd. Allt sem FP aðhefst er eitur i beinum Begins, og engu er likara en innlimun Golanhæöa hafi það markmiö fyrst og fremst, aö girða fyrir aö Sýrlands- stjórn geti snúist hugur I afstöðunni til friöartillagna Fadhs.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.