Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 30. desember 1981 Jie1 rinn_ r i' ... í ***■”%»* Zt* ' í: Flugeldar í 2000 ár Flugeldagerftin á sér oröiö langa sögu, en þrátt fyrir þa& hefur þróunin I flugeldageröinni veriö afskaplega hæg. Klnverjar bjuggu til flugelda fyrir meira en 1000 árum. Flugeldar, púðurkerl- ingar, blys og „kfnverjar” hafa veriö sprengdir og skotiö út I loft- iö i meira en 500 ár á vesturhveli jaröar, en eigi aö siður notast menn aö mestu leyti viö hina upp- runalegu gerö, sem reyndar er nokkuö frábrugðin þeirri sem Kinverjarnir munu hafa notaö. Þaö sem breyst hefur, er aöallega litafjölbreytni og úthald flugeld- anna. Og þaö er einmitt litadýrö- in, svo og hávaöinn, sem flug- eldageröarmaöurinn reynir aö auka og betrumbæta. Upphaf „pyrotækni” eða flug- eldatækni má rekja til þess, að menn fundu upp byssupúður. Og það er einmitt hið dökka púður sem er það sem öllu máli skiptir við flugeldagerðina, — og um leið og púðrið er uppspretta litadýrð- ar og hvella, er það uppspretta þeirrar slysahættu, sem af flug- eldunum stendur. Hvað er púður? Púður er sprengiefni, sem virk- ar svo „hægt”, að hægt er að nota þaö til að knýja áfram eldflaugar og eldvopn. Þegar púöur spring- ur, myndast gas, sem myndar aftur mikinn þrýsting og þar með er drifkrafturinn kominn. Einfaldasta púöurgerðin er svartpúður, eins konar þurrkað deig úr brennisteini, trjákolasalla og saltpétri, sem siðan er gert duft af eöa stönglar. Þannig blanda mun hafa veriö notuö i Kina nokkru fyrir timatal okkar og barst svo til Evrópu um Ind- land meö Aröbum. Til Evrópu var púðriö komiö um þaö leyti sem við Islendingar glötuðum sjálf- stæðinu og Snorri Sturluson féll i valinn. Reyndar segja sumir sagnfræðingar, að við Evrópu- menn höfum sjálfir „fundið upp” púörið og segja þá, máli sinu til stuðnings, að efnafræðingur nokkur hafi ratað á sprengiblönd- una fyrir slysni. Það var svo trú- lega munkurinn Berthold Schwarz i Freiburg i Þýskalandi, sem fyrstur notaði púöur i skot- vopn (um 1300). Frá fyrstu tiö var púðriö blanda af trjákolum og saltpétri, siöar bættu menn brennisteini þar við. Þegarkomfram á fjórtándu öld fór púðriö aö valda straum- hvörfum I hernaðartækni og fyrstu fallbyssurnar voru teknar i gagniö. Eftir að svo var komið, var púður yfirleitt ekki notað til annars enhernaðar um langa hriö og ekki fyrr en á sautjándu öld, sem þaö var notaö i „borgaraleg- um” tilgangi, þ.e. til aö skreyta loftiö með eldflaugaskotum. Eftir að menn höfðu notað svart púður um langan aldur, þróuðu menn fram brúna púðriö, sem brennur miklu hraöar en það svarta. Brúna púöriö er nú ein- göngu notað i eldflaugar og kveikiþræði og þá helst jafnhliða svarta púðrinu, þvi að þannig er hægt að ákvaröa brunahraðann. Nú á dögum er notaö sérstakt púður, reyklitiö, þegar skotfæri eru annars vegar. Þaö er blanda úr cellulósanitrati og/eða glyser- ilnitrati. Það var fundiö upp fyrir 1890 I ýmsum Evrópulöndum, m.a. af Alfred Nobel og þvi oft kallaö „nóbelpúöur”. Þórarinn Simonarson viö Flugeldaiöjuna. tslendingar munu væntanlega skjóta á loft flug- eldum,brenna blysum og sólum fyrir fimmtíu til sextiu milljónir króna um þessi áramót. Langmest- ur hluti flugeldanna er innfluttur, en um tiu prosent af hinum púöurfylltu rakettum og blysum, eru búin til i Fiugeldaiðjunni Þórsmörk i Garöabæ. Þar i Þórsmörk sitja nokkrar manneskjur viö allt áriö og handgera þau tæki og tól, sem siöan veröur skotiö upp á áramótahimininn meö braki og brest- um. Flugeldamennt frá Tivoli áður sem innheimtumaður fyrir Hafnarfjarðarbæ, — „það var hann Jónas Bjarnason, þá menntskæl- ingur, nú kvensjúkdómalæknir, sem kenndi mér að búa til púörið. Nú, 1946 bjó ég svo aftur til kinverja og þá hafði ég til þess leyfi. Svo var það, að 1947 og ’48 var skotið ósköpunum öllum af kinverjum, enda var þá verið að gera hér eignakönnun. Menn skutu kinverjum tilaðkoma peningunurn ilóg. Þá hlaustaf þessu slys og ég missti framleiðsluleyfið — fékk reyndar að selja nokkrar birgðir út á land. Eftir það varö hlé á þessari starfsemi minni þangaö til ég komst út til Tivolls I Kaupmannahöfn til að læra flugeldagerð. Það var 1958. „Ég bjó reyndar til svolitið af blysum áöur en ég fór að læra i Tivoli-flugeldaverksmiöjunni. Það var hann Rúnar Bjarnason, núverandi slökkviliðsstjóri, sem kenndi mér að búa til blysaefniö”, sagði Þórar- m . * * '"'rr**** ** Myndir: Dagur Gunnarsson Þórarinn Simonarson i Garðabænum hefur starf- rækt flugeldagerð siöan 1958, en áður en að hann gerði púðurkerlingar og flugelda aö sinu lifibrauði, haföi hann búið til kinverja i tómstundum og selt i búöum. „Ég bjó til 400 kinverja árið 1942 og seldi i Palla- búð i Hafnarfirði”, sagði Þórarinn, en hann starfaöi Flugeldar fyrir 50 milljónir Þau i Flugeldaiöjunni Þórsmörk eru sennilega eini starfshópurinn hér á landi, sem keppist viö að framleiöa varning allt áriö, varning, sem siðan er brennt á eftirminnilegan hátt á einu kvöldi. „Langmestaf okkar varningi brennur eöa spring- ur á gamlaárskvöld”, sagði Þórarinn, „en þó kem- ur fyrir aö við seljum fyrir aðra tyllidaga. Við selj- um stundum suður á Keflavikurflugvöll fyrir fjórða júli og stundum fyrir verslunarmannahelgina. Stöku sinnum höfum við svo verið beðin að standa fyrir blysasýningum. Einu sinni létum við blys mynda orðiö — HAFNARFJÖRÐUR —, þaö var á afmæli kaupstaðarins og sömuleiðis mynduðum við ártal þegar Reykjavik var 175 ára. Svipað gerðum við einu sinni á afmæli Þjóöleikhússins. Það kom mjög vel út. Ég vann við svona sýningar i Kaup- mannahöfn. Þar var garður, sem notaður var til slikra skrautsýninga, t.d. á Jónsmessunni. IVIikil slysahætta Það gefur aö skilja, að slysahætta er mikil, þar sem fólk situr viö og smlöar galdragripi með púöur aö-uppistöðu, enda hafa flugeldaiðjur og verksmiöj- ur oft brunniö til kaldra kola, jafnt hér á landi sem erlendis og alvarleg slys hlotist af. Þórarinn sagöi okkur, að ekkert vit væri að fást viö flugelda- eða púðurkerlingagerð, nema læra sérstaklega til þess, og fólk mætti ekki halda, að slika hluti væri hægt aö læra af bókum. Formúlurn- ar eru oft ófulinægjandi og stundum beinlinis rang- ar. Þar aö auki yröu allar öryggisráðstafanir að vera i lagi. I Tívoli — eins og i Garöabænum — er flugeldaiðjunni skipt niöur i mörg smáhús, þannig að hætta á að öll verksmiöjan brenni, losni eldur, veröur litil. Sömuleiöis veröur aö varast öll efni sem sjálfkrafa geta slegið neista, svo sem járn. Lagerinn tæmist ef vel viðrar Starfsfólk Flugeldaiöjunnar hefur nóg að starfa allt árið, hafi viðraö vel á gamlaárskvöld. Þá skjóta landsmenn öllum flugeldabirgöum sinum I miklum móði og verður aö láta hendur skipta við að fram- leiða nóg fyrir næstu áramót. 1 fyrra var veðrið óhagstætt i Reykjavik og þvi var stór lager til af flugeldum I landinu. „Það var i fyrsta sinn I sumar sem leiö, að ég gat tekið mér sumarfri”, sagði Þórarinn, „en nú sýnist mér veöriö ætla að verða gott og þá verður næsta ár vafalaust annasamt”. Andvirði hvers flugelds skiptist þannig, að fram- leiöandi fær einn þriðja i sinn hlut, seljandi einn þriðja og siöan rennur þriðjungur i rikissjóð. Starfsstúlkur ganga frá flugeldum fyrir næsta gamlaárskvöld. Áramóta- eldur skreytir loft Flugeldum er skotiö viöa um lönd til aö fagna timamótum, eII- egar einfaldlega til aö halda upp á merkisdaga. Hér á landi hafa menn löngum fagnaö nýju ári meö skrauteldum og hvellum. Flugeldar bárust hingaö frá Dan- mörku á siöari hluta siöustu aldar, og munu skólapiltar i Læröa skólanum hafa skotiö flug- eldum einhvern tima. Þegar sveitir voru þéttbýlli en nú er, söfnuöust menn ti&um saman um áramót og höföu álfabrennu og þá var viöa hleypt af byssum út i loftiö. Flugeldasýningar i stórum stil uröu svo ekki fyrr en kom fram á þessa öld. Erlendis eru flugeldaskot ekki einvörðungu bundin áramótum. í Englandi er helsti flugeldadagur- inn þann 5. nóvember, eöa á „Guy Fawkes Day”. Gay þessi Fawkes, sem dagurinn er kenndur við,var uppi fyrir um 350 árum. Fawkes var reyndar enginn flugelda- trúður, heldur uppreisnarmaður sem geröi tilraun til að brenna ofan af konungi sinum með þvi að koma púðurtunnu fyrir i höll hans. Upphaflega var Gay Fawk- es-dagurinn i minnum hafður til að „fagna” handtöku nokkurra skúrka. Flugeldasýningar eru oft og viða hafðar i hinum vestræna heimi. Þær eru oft bundnar við stóra skemmtigarða, samanber Tivoli i Kaupmannahöfn, og það er einmitt þaðan, sem okkar „flugeldahefð” er komin. 1 Tivoli er sérstök flugeldaverksmiðja, hin eina sinnar tegundar i Dan- mörku, og þar lærði okkar „flug- eldasérfræðingur”, Þórarinn Simonarson. Þórarinn er þannig þýðingarmikill maöur i sögu flug- elda á Islandi — og hefur tryggt að framhald veröi á sinni skraut- legu starfsemi, þvi sonur hans vinnur við hliö hans við hönnun og gerð nútima flugelda. eftir Gunnar Gunnarsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.