Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 8
pásturinn— Blað um þjóömál/ listir og menningarmál. utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvaemdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Sími 81866. Afgreiösla að Hverfisgötu 8 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrifatarverð a mánuði kr. 30. Lausasöluverð kr. 10,- Við ára- mót Nú eru áramót um land alft og af því tilefni er ástæða til að hvetja þjóðina til að gæta hófsemi I hvivetna en einkum þó i um- gengninni við eldinn og áfengið. Liðið ár, sem kallað var ár fatl- aðra,hlýtur að athuguðu máli að hvetja fólk til að horfa bjarteygt um öxl um leið og framtBinni er gefinn gaumur,jafnframt þvi sem enginn ætti að láta undir höfuð leggjast að lita I eigin barm. A áramótum skal hófsemi gætt, því undanfarin ár og jafnvel ára- tugi hcfur gætttilhneigingar til að rasa um ráö fram hér við ysta haf. Við skulum þvf ber jast áfram á brautkristilegssiögæöisog færa okkur I nyt reynslu annarra þjóða og genginna kynskfða og látum okkur ótrauð vftin að varnaöi veröa. t þessu samhengier rétt aö hvetja bókmenntaþjóöina, lærða og leika, til að hafa f huga, að það er of seint að byrgja brunninn þegar bamið er komið á kaf. Sömuleiðis hlýtur hinni upplýstu og frjálsu þjóö aö vera ljóst, aö þar sem rýkur, þar er eldur und- ir. Þegar við nú horfum fram I tíð- ina, þá er ekki úr vegi að taka nokkuð miö af spá Þ jóðhagsstofn- unar, en jafnframt ber að muna, að þaö er erfitt aö spá, einkum um þjóðarhag. En gegn áfengis- bölinu verðum við þóað róa ölium árum, undan þvi verður annars ekki vikist. Þegar við nú stöndum enn einu sinni á áriðandi timamótum og hefjum enn á ný atrennu að verö- bólgunni, skulum við þó halda I þá bjargföstu trú okkar, aö fiski- stofnana verðum við að efla, eig- um við að lifa af f þessu landi, en við skúlum samt ekki ætla okkur um of. Við búum ndoröið við þýö- ingarmikla reynslu í þessum málum og vitum þjóða best, að þaðsem ber að gera, er að renna traustum stoðum undir landhelg- ina og bera siðan nytjafiskinn á höndum okkar á vithinna erlendu neytenda, jafnframt þvf sem við skulum hafa i huga það sem gamlirsungu og hið forna orðtak: E igi er sopið kálið þótt f ausuna sé komiö. Við stöndum nú andspænis þeirri hryggilegu staöreynd, aö viö verðum aö fremja stórátak I baráttunni gegn spillingu em- bættismanna, en skulum þó muna, að hver jum þykir sinn fugl fagur. Sama gildir f baráttunni gegn náttúrunni og hinum erfiöu náttúruhamförum, sem stundum hafa gengið svo nærri þreki þjóö- arinnar aö landfellir og þ jóðflutn- ingar hafa staðið fyrir dyrum. Þaö veröur þannig að efla til átaks, já þjóðarsöfnunar,f tilefni af baráttunni gegn náttóruöflun- um, en jafnframt minnast þess, að hollt er heima hvað. Við skulum ganga á vit nýja ársins og þeirra erfiöleika sem eflaust munu mæta okkur á næstu dögum og mánuöum með opnum huga og frjáls i fasi þvi aö far- sældarsjónarmiöin hljóta að vera þjóðinni fyrirbestu fhinni tvisýnu sókn eftir vindi. Gleðilegt ár! Miðvikudagur 30. desember 1981 holrjarpnczp frfnn Síöasti póstur ársins Ó, guð, nú er semsagt komið að minum lands- byggðarpósti. Enn einu sinni hefst hin mánaðar- lega sjálfskrufning: Hef ég nokkuð farið og nokkuð gert sem i'frásögur er fær- andi? Hef ég nokkuð lesiö og nokkuð hugsað sem ég get talað um? Getur mér nú ekki dottið i hug eitt- vatnið hitnaöi svo snöggt i húsunum hérna að við vit- um ekki okkar rjúkandi ráð. Og hvaö á maður svo að halda? Ahittber svo afturað lita að einn Austfjarðapóstur- inn i haust fól I sér einiæga fordæmingu á vigbúnaö- arkapphlaupi stórveldanna og þau hafa ekkert tillit hvert framfaramál sem ég get rætt um og kvartaö yfir og sem siðan er hægt að kippa i lag? etta siöasta er lang-- brýnast — finnst mér — af þvi að ég held kannski að Austfjarðapósturinn hafi viðtæk pólitisk og þjóö- félagsleg áhrif. Siöasti póstur héðan var til dæmis um virkjunarmál og kalda hitaveituvatniö okkar hérá Egilsstöðum. Og hvað geröist? Norðlendingar fóru að þráast við að taka við næstu stórvirkjun og tekið til þess. Nema siöur sé. Trúlega hafa Austfjarða pistlarnir engin áhrif haft neins staðar á þessu ári — ég verö vist að kyngja þvi. Þetta með heita vatnið hefur áreiðan- lega verið tilviljun. Og þá er hinni félagslegu ábyrgö jafnframt af mér létt og mikið er ég fegin. Mér datt nefnilega ekkert fjórðungs- bundið framfaramál I hug — i bili, ekkert sem tekur þvi aö rifast útaf svona á slöasta degi þessa árs. Kannski er þessi skyndilega sáttfýsi við ástand mála i fjórðungnum og þessi endemis hugsana- leti til komin af þvi að jóla- hátiðin er nýliöin og maður er ennþá svo saddur og les bækur fram á morgna og sefurframá hádegi og opn- ar ekki munninn til annars en aö dæsa af velliöan. Það er nú meira friið þetta jólafri! Og þó að megi vandlætast mikiö yfir penipgaaustrinum, vinn- unni og stressinu fyrir jól — og svo ofátinu og mókinu yfirjólinsjálf ....þá heldég að flest okkar vildu siöur sleppa þessu tilstandi. Ef við gerðum okkur ekki þennan dagamun yfir há- veturinn, heiðnir jafnt sem kristnir, þá held ég að skammdegið hér uppi á ts- landi, þetta endalausa myrkur, yröi okkur enn þungbærara, fólkið yrði enn hvumpnara og geð- truflaöra og heimskauta- brjálæðið enn styttra undan en nú er. En hvað um þaö.... Þessi jólahátið er semsagt búinogár iþá næstu.Nú er komið að áramótunum. Sumir rifja þá angurværir upp atburði ársins sem var að liða —aðrir láta þaöal veg vera, enda eins gott að láta gleymskuna um þá. Vonandi verður næsta ár gott og skemmtilegt: ár gagnrýninnar hugsunar, ár blómstrandi skoðana- baráttuog fjörugna fjölda- hreyfinga, ár vaxandi áhrifa almennings, og þverrandi valda þjóðar- leiðtoga eða m.ö.o. — Gleðilegt nýtt ár fyrir okk- ur öll saman! Hittumst aft- ur fjallhress á nýju ári! Dagný pillur veröi hann að kaupa enn þá sterkara lim fyrir gervitamurnar, og til aö gervitennurnar fái réttan bakgrunn og virki nógu hvitar, verði hann að sýn- ast brúnn og Bggja i sól eöa éta pillur og er þá aöeins fátt af þvi talið sem auglýs- ingarnar leggja áherzlu á aö sé að. 1 flestum tilfellum er tilgangur auglýsingar- innar, þegar hún snýr sér að áhorfandanum sjálfum, að draga upp mynd af hon- um gráum og guggnum,fá- tækum af glitrandi skrauti; sem sé, aö allt sé ómögu- legt og því veröi aö kaupa tJtvarpið ætti aö þakka fyrir að losna við auglýs- ingaskraniö yfir til frjálsra stöðva. Eigi að reka ri'kis- útvarpið með reisn hlýtur stefnan aö vera sú, að það verði algjörlega óháö aug- lýsingum og leggi þær hreinlega niöur, en eyði ekki stórum hluta af út- sendingartfma si'num til að ganga af myndmálssmekk þjóðarinnar dauðum. S ú staðreynd, að kvöld eftir kvöld, sé send út dag- skrá þar sem eina Islenzka efnið er auglýsingar, er svo hrikaleg, að sú spurning vaknar hreinlega hvort þessi f jölmiðill eigi yfirleitt nokkurn rétt á sér lengur. Videóiö getur alveg eins dreift þvi erlenda efni sem sjónvarpiö sendir Ut. Er þá réttlætingin fyrir islenzku sjónvarpi einungis sú að senda út auglýsingar og einstaka islenzka dagskrá á tyllidögum? Þvi miöur virðist þróunin stefna öll i þá átt. Frumsamiö islenzkt dagskrárefni verður æ minna í hlutfalli við erlent efni, auglýsingar og upp- fyllingarþætti. Þessa þróun verður að stöðva. Eigi að reka rfkisfjöl- miðil sem heitir útvarp, þá á hann að snúa sér að þeim verkefnum sem þjóðin ger- ir kröfur til: að framleiða islenzkt frumsamið efni sem f jallar um okkur sjálf og þaö land sem við byggj- um. Sú menningarpóliti'k, sem birtist i afstöðu st jórn- valda til rikisútvarpsins, segir okkur meira um hvert viö stefnum i and- legri s jálfseyðingu en nokkurt annað einstakt dæmi. Trúlega hefur aldrei ver- iö ráðist af jafn mikilli grimmd á sál þessarar þjóðar og gert hefur verið i krafti þeirrar þróunar sem auglýsingaflóö sjónvarps- ins hefur hleypt af stokkun- um. Þar er lágkúran rækt- uö og alið á andlegri fátækt og ræfildómi. Ef þessi þró- un verður ekki stöövuð, höfum við selt glymskratt- anum sál okkar, og eftir það verður ekki aftursnúið. G eti frjálst útvarp losað rikisútvarpið undan aug- lýsingaófögnuöinum, þá ætti það eitt útaf fyrir sig aö vera nægileg ástæða til að gefa Utvarp frjálst, og það sem allra fyrst. Að se/Ja glymskrattanum sál sína H J var er sú þjóö á vegi stödd sem horfir meir en klukkuti'ma á dag á sjón- varpsauglýsingar og situr jafnframtuppi með þá blá- köldu staöreynd aö eina innlenda efniö á dag- skránni eru þessar auglýs- ingar. Auglýsingarsem eru ekki aðeins mesta skrum- skæling myndmálsins sem gerð hefur verið heldur stefna i flestum tilfellum að þvi einu að ala á óánægju og minnimáttarkennd áhorfandans, með þvi að telja honum trú um: að hann sé illa klæddur og verði að kaupa ný föt, aö hann sé andfúll og veröi að hakka i sig hálspillur, og til að geta hakkaö i sig háls- og kaupa. Þær hryggðar- myndirsemspýtast þannig inn á gólf fólks dag eftir dag í gegnum rikisrekin fjölmiðil sem ætti aö hafa menningarlegu hlutverki að gegna, eru einhver iág- kúrulegasti blettur I sögu seinni tima. Og að rikisfjöi- miðill skuli notaður til að framfylgja þessu tilræði við islenzkt myndmál, er enn þá skelfilegra. H vemig er sá almenn- ingurorðinn sem situr mót- mælalaust undir þessu, og borgar þar aö auki afnota- gjald fyrir aö glápa á lág- kúruna. Og hvað er að ger- ast I höfðum þeirra sem telja að ein megin hættan við frjálst Utvarp sé að út- varpið missi auglýsingam- ar og glati þar með rekstr- argrundvellinum ? Hringborðið skrifa: Heimir Pálsson— Hráfn Gunnlaugssori —^ Jón Baldvin Hanni- balsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthíasdótfir — Sigurður A. Magnússon — Þráinn_Bertelison . _______ Uringborðið I dag skrifar Hrafn Gunnlaugsson mm

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.