Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 13
—helgarpásturinrL. Vettvangur 9 Miðvikudagur 30. desember 1981 færðingarár (sem meira að segja virðist gripið úr lausu lofti), eða pað að eitt aðaleinkenni á per- formans sé litil notkun á töluðu máli. Að halda fram, að ekki ófrægari maður en Vito Acconei noti aðallega „sár, líkamsskurði og pyntingar” er ónákvæmt. En sá maöur notar talaö mál tii dæmis að þvi marki, að þaö er talið eitt af aðal einkennum verka hans. Likamsskurði og pyntingar hefur hann aldrei notaö og sár yarla. Að segja undir yfirskini fræðilegrar umfjöllunar aö Allan Kaprow sé ekki sist þekktur fyrir að „baða sig i öllum fötum” og þannig hafi verk hans hlotið list- sögulega viðurkenningu, vekur ekki lengur bros heldur tilfinn- ingu ekki ólika þvi þegar tossan- um er refsað fyrir framan allan bekkinn. Að berja hausnum við stein má lita á sem eina gerð performansa. En það breytir ekki þeirri staö- reynd að steinn heldur áfram að vera steinn. Leiklistargrillan Stundum er þvi' haldiö fram aö performans sé einn angi leiklistar eða mjög náskyldur henni. Þvi verður heldur ekki mótmælt, að hann er háður sömu lögmálum tima og rúms og hún, og er vana- le8a framkvæmdur fyrir framan áhorfendur, sem oft verða þá hluti af verkinu með beinni eða óbeinni þátttöku. Sá grundvall- armunurerþóá,að performerinn leikur ekki annaö hlutverk en sig sjálfan og leggur auk þess sjálfan sig iöulega aö veöi sem persónu og listamann i flutningi verka sinna. Hin frásagnarlega i?>pbygging margra leikrita er fátið i per- formönsum, en þeir byggja frem- ur á sundurgreinandi atferli þar sem reyniroftá raunveruleg tak- mörk einstaklingsins að baki sjónhverfingu leiksins. Þó svo að performans eigi að einhverju leyti uppruna sinn að rekja til leiklistar þá hefur hann sem slik- ur einnig haftáhrif á vissa tegund hennar. Annað væri óeölilegt þvi hstgreinai- hafa alltaf haft ein- hver áhrif hver á aðra, og per- formans erfyrirbæri sprottið upp út frá myndlist fyrst og fremst, þvi má ekki gleyma. Performansar snúast fremur um að framkvæma verkefni en að leika hlutverk. Innan þeirra gefst þvi oft tækifæri til improviser- inga, og aðlögun þeirra að að- stæðum,sem er óhjákvæmileg, er i sjálfu sér lika impróvisering. 1 þeim eru æfingar fyrir flutning heldur fátiðar, ólikt þvi sem tiðk- ast i leikhúsi. Hin milliliðalausa tjáning er ær og kýr margra þeirra, og að þvi leyti má rekja ætt þeirra til „action málverks- ins” i byrjun fimmta áratugsins. Þó ekki væri nema munurinn á vettvangi og meðvitund að baki verkanna, þá felst sá munur ekki sist iþvi'að performans er fram- kvæmdur á helsta vettvangi myndlistar og af fólki.sem litur á sig sem myndlistarfólk fyrst og fremst, en leiklist á helsta vett- vangi sinum af fólki sem litur á sig sem leikara. Hér hefuraðallega verið drepið á msmun og skyldleika forms. En hitt verður lika að hugleiða að það er inntakið sem ávallt veldur heilabrotum. t þvi kemur „hið nýja” fram og einmitt það’út- heimtir form en ekki öfugt. i Undralandi Mörgum væri það trúlega til leiðinda að draga meira fram af þeim fjölda mótsagna og rang- færslna sem birtust i greininni 28. nóv. Að gera hana að formlegri ástæöu þessara skrifa gæti orðið til þess að hún gleymdist siöar en hún ætti eða öfugt, en viö þvi er ekki hægt að sjá. Hér er heldur ekki svigrúm til að fjalla raunveruiega um „performans” sem listform og stöðu hans i alþjóðalist f dag og því siður um vandamál skjalfest- inga (documentationa) eða vikja að þvi inntaki sem þeim er ætlað að tjá.Hins vegar er nauðsynlegt að það verði gert á svo opinberan hátt, að þeir sem óragastir halda á penna i fjölmiðlum undir merkjum myndlistar hafi aðgang að. Auðvitað hafa þeir haft jafnan aögang að verkunum sjálfum eins og aðrir, og þau eru að sjálf- sögðu tilefni umfjöllunar. Hafi menn litið séð af þeim hlutum, sem þeir ætla sér að skrifa um er betra að gera það ekki. En stund- um er sagt f aðeins öðru sam- nengi: ,,Þeir tala mest um ólaf kóng sem aldrei hafa heyrt hann eða séð.” En hafi menn engan áhuga á þvi' sem þeir skrifa um eöa enga trú á þvi'gera menn sig að opinberum heiðingjum. Performans er eitt form mynd- hstar. Þess vegna skiptir hið sjónræna jafnan miklu máli, jafn- vel þó um sé að ræða „huglæga fagurfræði” sem stundum svo er kölluð. Hann er alþjóðlegt fyrir- bæri, eins og margsinnis hefur verið minnst á, og ef til vill elsta tjáningarleið mannsins. En hið meitlaða form hans sem við þekkjum i dag er oft talið koma tram á semni hluta sjötta ára- tugsins og fyrrihluta þess sjö- unda. A Islandi kemur þaö fram um svipað leyti, og hefur þróast siöan, og i, dag má segja aö „islenskur performans” njóti nokkurrar aiþjóðlegrar viður- kenningar. Þessi staðreynd, sem þó er hvergi minnst á I greininni 28. nóv.,réttlætir þó ekki aö birtar séu með henni þrjár islenskar myndir, valdar af algjöru handa- hófi, án höfundarnafna, ártala eða flutningsstaða. Þetta er lik- •lega raunalegasta dæmið um óvönduö vinnubrögð I alltof titt nefndri grein, ef ekki er um hreinan óheiöarleika aö ræöa. Sagt hefur verið að list sé i eðli sinu óskiljanleg og óskilgreinan- leg, líkt og nýfætt bam og þess vegna sé ekki hægt að nota hana i pólitiskum tilgangi. Kúltúr sé aft- urá móti til oröinn úr gamallilist sem oröin er nægilega skiljanleg til þess hægt sé að nota hana Listasagan virðist f jalla aöallega. um kúltúr. Gagnrýnin snýst um list, einsog list snýst um list, eitt- hvað sem er lifandi og óútreikn- uulegt, fullt af undri og fyrirheit- um. Þeir sem ekki hafa einu sinni nægilega snerputil að fylgja eftir dauðum hlutum og eru skít- hræddir við lifið, jafnvel i sjálfúm sér, hljóta að vera i eilifu undra- landi, — ekki svo að skilja að lif i þvi landi ætti að vera eftirsóknar vert öðrum lifandi mönnum. Hannes Lárusson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.