Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 14
LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR ^J)ýnmgarsalijr Listmunahúsið: I sölugalleriinu eru verk eftir Al- freö Flöka, Jón Engilberts, Gunn- ar Orn, Tryggva ólafsson, Oskar Magnússon, B16meyju Stefánsdóttur og Þorbjörgu Hösk- uldsdóttur, Einnig stendur yfir litil sýning á eldri verkum Magn- úsar Tómassonar. Ásgrimssafn: Opnunartimi vetrarsýningarinn- ar er á þriöjudögum, fimmtudög- um og laugardögum kl. 13.30-16. Lokaö á gamlársdag. Norræna húsið: Engin sýning sem stendur. Kaffi- stofan og bókasafniö opna eftir, nýáriö. Nýlistasafniö: Margrét Zophoniasdóttir, Asta Olafsdóttir og Svala Sigurleifs- dóttir sýna myndverk. Opiö alla daga kl.14-22, nema á gamlárs- dag 14-13 og eins á nýársdag. Listasafn ASI: Sýning á ljósmyndum Skafta Guöjónssonar frá Reykjavik ár- anna 1921-1946. Sýningin lokuö á gamlársdag og nýársdag. Opnar aftur 2. janúar kl.14 og lokar kl.22. Sýningunni lýkur svo 3. janúar. Kjarvalsstaðir: Lokaö um sinn. Gallerí Langbrók: Lokaö til áramóta. Asmundarsalur: Engin sýning fyrr en eftir ára- mót. Torfan: Sýning á ljósmyndum frá starf- semi Alþýöuleikhússins. Opiö til kl.14 á gamlársdag, en lokaö á nýársdag. Eftir þaö er opiö eins og venjulega. Ojúpið: Engin sýning fyrr en i janúar. Þjóðminjasafnið: Safniö er opiö á sunnudögum, þriöjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl.13.30-16. Lokaö á gamlársdag. Listasafn Islands: Safniö sýnir eigin myndir. Þá er sérsýning á portrett og brjóst- myndum. Opiö sunnudaga, þriöjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga kl.13.30-16. Lokaö á gaml- ársdag. Mokka: Björg fsaksdóttir sýnir vatnslita- myndir. Opiö til kl.13 á gamlárs- dag en lokaö á nýársdag. Listasafn Einars Jónsson- ar: Safniö er lokaö út janúar. Höggmyndasafn Asmund- ar Sveinssonar: Safniö er opiö þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl.14-16. Lokaö á gamlársdag. Ferðafélag Islands: 31. des.-3. jan: Aramótaferö I Þórsmörk. Margt verður sér til gamans gert; kveikt i brennu, fariö I göngur og haldnar kvöld- vökur. Lagt af staö kl.07. Sunnudagur 3. jan. kl.ll: Göngu- ferö á Grimmansfell í Mosfells- sveit. Útivist: 1.-3. janúar: Nýársferö i Þórs- mörk þar sem gist veröur i nýjum skála Otivistar i Básum. Göngu- feröir, brenna, álfadans og kvöld- vökur. Lagt af staö kl.13. Sunnudagur 3. jan. kl.13: Hress- andi gönguferö á Ásfjall og Hval- eyri. Leikhús Leikfélag Reykjavíkur: Miövikudagur 30. des: Jói eftir Kjartan Ragnarsson. „Andinn 1 verkinu er umfram allt notaleg- ur, þaö er skrifað af húmanista, sem lætur sér annt um manneskj- ur.” Laugardagur 2. jan: Rommieftir D.L. Coburn. Sigriöur og Gisli fara á kostum I þessari tragisku kómediu. Gamalmennagang- stykki. Þjóðleikhúsið: Miövikudagur 30. des.: Gosi i leikgerð Brynju Benediktsdóttur. Sýning kl.15. Hús skáldsins eftir Halldór Lax- ness i leikgerö Sveins Einarsson- ar. Sýning kl.20. — sjá umsögn i Listapósti. Litla sviöiö kl. 20.30: Astarsaga aldarinnareftir Martu Tikkanen. Allra siöasta sýning. Laugardagur 2. jan.: Gosi kl.15. Hús skáldsins kl.20. 31. desember Gamlársdagur 13.45 Fréttaágrip á táknmáli. Þarfur og góöur. 14.00 Fréttir o.s.frv. 14.14 Múminálfarnir. Barna- mynd. 14.25 Gulleyjan. Teiknimynd eftir samnefndri sögu Stevenson. Þrælspennandi. 16.00 lþróttir. Meiri skauta- myndir Bjarni. Fleiri meinti ég. 20.00 Avarp forsætisráöherra, Dr. Gunnars Thoroddsen Hann segir örugglega þaö sama og i útvarpinu, eöa hvaö? 20.20 Innlendar svipmyndir liöins árs. Flott. 21.05 Erlendar svipmyndir liöins árs. Flott. 21.30 Jólaheimsókn i fjölleika- hús. Jim Smart og fjöl- skylda renna sér á sklöum i Skotlandi. 22.30 Aramótaskaup 81. Gisli Rúnar, Randver og Siggi Sígurjóns fara á kostum, eins og sjá mátti. Hressandi skemmtun. 23.40 Avarp útvarpsstjóra, Andrésar Björnssonar. Fögur orö og klukknahljóm- ur. Hvaö vilja menn betra? Föstudagur 1. janúar Nýórsdagur 13.00 Avarp forseta lslands, Vigdisar Finnbogadóttur. Vigdis stendur alltaf fyrir slnu. 13.15 Endurteknar fréttasvip- myndir frá gamlárskvöldi. Eru þaö annálarnir eöa fréttirnar? 20.30 Hadda Padda. Kvik- mynd gerö áriö 1923 eftir samnefndri sögu Guðmund- ar Kamban. Leikendur: Klara Pontoppidan, Sven Mathling, Ingeborg Sigur- jónsson. Leikstjóri: Gunnar Robert Hansen. Kvikmynd þessi var i haust gefin Kvik- myndasafni Islands i tilefni 75 ára afmælis kvikmynda- sýninga á lslandi. Um und- irleik i myndinni sjá Jónas Þórir Þórisson og Jónas Þórir Dagbjartsson. 21.35 Glerheimar. Bresk fræðslumynd um gler, sögu Sunnudagur: Gosi kl.15. Hús skáldsins kl.20. Alþýðuleikhúsiö: Miövikudagur 30. des.: Þjóðhátiö eftir Guðmund Steinsson — sjá umsögn 1 Listapósti. Laugardagur 2. des.: Elskaðu migeftir Vitu Andersen. „Sýning Alþýðuleikhússins gefur góöa mynd af Vitu Andersen og höf- undareinkennum hennar." Sunnudagur: Þjóöhátiö. Leikfélag Akureyrar: Dýrin I Hálsaskógi eftir Thor- björn Egner i þýöingu Huldu Val- týsdóttur og Kristjáns frá Djúpa- læk. Leikstjóri: Þórunn Siguröar- dóttir. Sýningar miövikudaginn 30. des. kl,17,laugardag og sunnu- dag kl.15 og 5. janúar kl.18. B.,. ioin ★ ★ ★ ★ framúrskarandl ★ ★ ★ ág»t ★ ★ góft ★ þolanleg OJéleg Stjörnubíó: if " Góðir dagar gleymast ei (Seems lika old Times). Bandarisk, ár- gerð 1980. Handrit: Neil Simon. Leikendur: Goldie Hawn, Chevy Chase, Charles Grodin. Leik- stjóri: Jay Sandrich. Neil Simon er einn þekktasti handritahöfundur Hollywood og hefur gert nokkur smellin. Jay Sandrich er þekktur fyrir aö leik- stýra Lööri og hefur gert þaö meö ágætum. Þaö mætti þvi ætla aö þegar þessir tveir menn kæmu saman, yröi útkoman alveg bæri- leg, en svo er þó ekki hér. Handrit Simons ber þess greini- lega merki, aö þaö hefur veriö samið i miklum flýti, þvi litið er unniö úr þeim hugmyndum, sem þar eru. Hugmyndirnar eru I sjáifu sér ekki svo frumlegar, en verulega góður höfundur heföi getaö gert sér mat úr þeim. Leik- stjórn Sandrich er lika fremur losaraleg og þar fer litiö fyrir frumlegheitunum, eins og i hand- ritinu. Leikur er yfirleitt afleitur, og jafnvel Benson vinur okkar, sem er i litlu hlutverki, fær mann ekki til aö hlæja, og þá er mikiö aö. Myndin er þó ekki alvond, þvi meö góöum vilja má brosa af og til, en ekki meira (Til aö fyrir- byggja allan misskilning, skal þaö tekiö fram, aö ég fór aö sjá þess og notagildi og ekki sist um listsköpun meö gleri. 22.00 La Traviata. öpera eftir Giuseppi Verdi, flutt af Metropolitan i New York. Meö helstu hlutverk fara Placido Domingo, Iliena Cotrubas og Cornell McNeill. Stjórnandi er James Levine. Öpera þessi er aö nokkru leyti byggð á Kamellufrúnni eftir Dumas og meöal vinsælustu ópera, sem fluttar eru. Þaö veröur enginn ósvikinn af þessum flutningi. Laugardagur 2. janúar 16.30 lþróttir. Gleiölegt ár, Bjarni Fel, umsjónarmaöur bestu þáttanna i sjónvarp- inu. 18.30 Riddarinn sjónum- hryggi. Afram meö smjöriö og Don Kikóta. 18.55 Enska knattspyrnan. Fram og aftur i Fram. 20.35 Ættarsetrið. Hvaö geröu þau undir stiganum? Svar óskast. 21.00 Tromp á hendi (A big Hand for the little Lady). Bandarlsk biómynd, árgerö 1966. Leikendur: Joanne Woodward, Henry Fonda, Jason Robards Jr. Leik- stjóri: Fielder Cook. Mynd- in gerist viö spilaboröiö og heldur hún áhorfendum 1 jötungreipum vegna skyn- samlegrar meöferöar á efn- inu. Henry Fonda leikur spilasjúkan mann, sem tap- ar aleigunni en þá kemur kona hans til skjalanna og þá fara trompin aö gægjast fram úr ermum. 22.30 Tom Jones. Bresk kvik- mynd, árgerð 1963, byggö á sögu eftir Henry Fielding. Leikendur: Albert Finney, Susannah York, Dame Ed- ith Evans. Leikstjóri: Tony Richardson. Frábærlega vel gerö og skemmtileg mynd um ærslabelginn og kvenna- bósann Tom Jones, þar sem Albert Finney fer á kostum. Ein af þeim myndum, sem erfitt er aö hæla um of. Nauðsynleg mynd I kvik- myndasarpinn. Endursýn- ing. Sunnudagur 3. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja myndina meö jákvæöu hugarfari, enda búinn aö lesa prógrammiö, en þvi miður ris hún ekki undir þvi. Þaö væri þvi nær aö kaupa bara prógrammiö og sleppa þvi aö sjá myndina). —GB Tónabíó: ★ ★ ★ Hvell-Geiri — Flash Gord- on Bresk. Argerð 1981. Handrit: Lorenzo Semple jr. Leikstjóri: Mike Hodges. Aðalhlutverk: Sam Jones, Melody Anderson, Ornella Muti, Max von Sydow, Topol. Ein skvetta af Stjörnustriði og önnur af Superman og útkoman gæti veriö Flash Gordon, — Hvell-Geiri eins og Indriði G. sklröi hann i myndasögum Tim- ans. Kvikmyndin sem gerö hefur veriö eftir myndasögunum og nú er jólamynd Tónabiós er fyrir minn smekk ánægjulegri dægra- dvöl en fyrrnefndar „stórmynd- ir” þótt hún sé ekki alveg eins rik- mannlega gerö. Hún hefur góöan takt og talsveröan hraöa sem hasarblaösævintýri, en ekki sist hefur hún lunkinn húmor. Hér eru hetjur, vondur keisari sem stjórnar öllu stjörnukerfinu meö haröri hendi, dóttir hans meö brókarsótt, skrimsli, vélmenni, og furöuverur af ýmsu sauðahúsi og eru áhrif Stjörnustriöa á leik- mynd og gervi áberandi. Af átök- um þessa liðs hlýst oft af spenna og Mike Hodges leikstjóri heldur vel utanum geimið. En umfram allt: Hvell-Geiri gerir grin aö sjálfum sér. P.S.: óskaplegur hávaöi kemur út úr þessum nýju Dolbygræjum eöa hvaö þær heita. Hljómgæði eru ekki sama og hljómstyrkur. Kvikmyndahúsaeigendur veröa aö fara aö átta sig á þvi. Ég og ungur samferðamaður minn komum meö dúnrandi hausverk út úr Tónabiói af einum saman hávaöanum. Laugarásbíó: Flótti til sigurs. (Escape To Víct- ory) Bresk-bandarisk. Argerð 1981. Handrit: Evans Jones, Yabo Yablonsky. Aðalhlutverk: Syl- vester Stallone, Michael Caine, Pelé. Leikstjóri: John Huston. Ef þjóöir gætu gert upp sin mál á knattspyrnuvellinum væri gaman aö lifa. Þvi miöur er nú ekki svo vel. En jólamynd Laugarásbiós fjallar um örlitlar tilraunir i þá átti slöustu heimsstyrjöld. Mynd- in segir frá knattspyrnuleik mikl- um sem háöur var I Parls I áróö- ursskyni milli liös frá Þjóöverj- 16.10 Baulaö i fjósinu. Þáttur um kýr á Jónsmessunótt. 17.00 Saga járnbrautanna. Fróölegur þáttur. 18.00 Stundin okkar. Ekki varö ég fyrir vonbrigö- um meö Bryndisi yfir jólin. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Eöa meö Magga segirðu. 20.50 Eldtrén i Þika.Staöurinn finnst ekki á góöu landa- korti. Hann er þess vegna ekki til. Allt I plati. 21.40 Tónlistin. Timi tón- skáldsins. Svo heitir þessi þáttur i hinum frábæra myndaflokki. Unaöslegt. ✓ Útvarp Fimmtudagur 31. desember Gamlársdagur 13.00 A tjá og tundri. Alla vega tundrinu fyrir kinverjana. Kristin Björg Þorsteinsdótt- ir og Þórdis Guðmundsdótt- ir kynna tónlist af öllu tagi. Frumlegar stúlkur. 15.00 Nýárskveðjur. Sendi Johnny Hermans bestu Jtveðjur umjtýtt og gott ár. 20.00 Avarp forsætisráöherra, Dr. Gunnars Thoroddsen. Allt gengur vel, en þvi miö- ur veröum viö aö hallastilla gengiö um 35 gráöur á morgun. 21.00 Heyrði ég f hamrinum. óskar Ingimarsson skemmtir sér meö álfum. 21.15 Opið hús á Akureyri. Gestur E. Jónasson (Doddi skræfa) tekur á móti Ingi- mari Eydal og fleiri þekkt- um fýrum þarna fyrir norö- an. Góöur þáttur. 23.40 Við áramót. Andrés Björnsson alltaf jafn góöur. 00.10 Frjálst útvarp um ára- mót. Aramótaskaup. óþekktir höfundar, en snjallir. Mjög fyndinn þátt- ur og óspart gert grfn aö lið- inu. Föstudagur 1. janúar Nýársdagur 9.30 Sinfónla nr. 9. Eftir Beethoven. Ég sef. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Ég sef enn. 13.00 Ávarp forseta tsiands, um og sameigíriligs libs frá „hin- um”. Innl leikinn blandast aö sjálfsögöu flóttatilraunir, þvl allir leikmennirnir eru aö sjálfsögöu fangar Þjóöverjanna. Þetta þykir óvenjuleg mynd frá hendi Hustons, en fótboltinn sem tekur drjúgan tima þykir listavel leikinn. Ýmsar þekktar knatt- spyrnustjörnur leika I myndinni, bæöi I „sjálfri” myndinni, og knattspyrnuleiknum mikla. Þekktastur þeirra er sjálfur Pelé, en einnig má nefna Osvaldo Ar- diles, John Wark og Bobby Moore. Þeir þykja reyndar leika knattspyrnuna betur ( öfugt viö þá Stallone og Caine). Semsagt: hasar og fótboltahasar. Austurbæjarbíó ★ ★★ ★ (Jtlaginn. islensk. Argerö 1981. Kvikmyndataka: Siguröur Sverr- ir Pálsson. Hljóöupptaka: Oddur Gústafsson. Leikendur: Arnar Jónsson, Ragnheiöur Steindórs- dóttir, Þráinn Karlsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Benedikt Sig- urösson, Bjarni Steingrimsson. Handrit og leikstjórn: Agúst Guö- mundsson. Otlaginn er mynd sem býr yfir frumkrafti. Sumum finnst hún kannski of hæg, öörum of hröö. En hún iöar i huganum og syngur i eyrum löngu eftir aö hún er horf- in af tjaldinu. Ahorfandinn stend- ur sig aö þvl aö endursýna hana á augnalokunum I videói minnisins æ ofan I æ. — AÞ Regnboginn: örtröö á hringveginum (Honky Tonky Freeway) Bandarisk. Árgerö 1981. Handrit: Edward Clinton. Aöalhlutverk: Beau Bridges, William Devane, Geraldine Page, Beverly D’Ang- elo. Leikstjóri: John Schlesinger. Þessi mynd fjallar um tilraunir smábæjarfélags i Bandarikjun- um i þá átt aö fá yfirvöld til aö leggja afleggjara frá hraöbraut- inni miklu til bæjar þeirra. Af- leggjarinn mun nefnilega skipta sköpum um afkomu Ibúanna, vegna alira túristanna sem kæmu. Þessa tiltölulega einföldu sögu notar handritshöfundurinn Clint- on og leikstjórinn Schlesinger til aö gera heilmikla satlru. Allskon- ar fólk er dregiö til þátttöku I bar- áttu bæjarbúa: nunnur, afbrota- menn, hommar, sjúklegur barna- bókahöfundur og fleiri og fleiri, þannig aö úr veröur — eöa á aö veröa-þverskuröur af amerisku þjóölífi. Þetta er aö sögn ansi hressileg mynd, þar sem sum Vigdísar Finnbogadóttur. Sennilega er ég vaknaöur, enda alltaf gaman aö hlusta á Vigdisi. 14.30 AuÖlindirnar og þjóÖin — hvernig eigum viö aö nýta landiö og hafiö á næstu ár- um. Gunnar G. Schram stjórnar umræöuþætti á ný- ársdag. Þeir eru léttlyndir. 15.45 Móöurjörö hvar maöur fæöist. Þorsteinn frá Hamri velur og les ættjaröarljóö. Góöur maöur Þorsteinn. 16.20 Nú er kátt meö álfum öll- um. Barnatimi. 20.00 Lög unga fólksins. Hild- ur Eiriksdóttir flytur kveöj- ur unglinganna. 20.40 Kvöldvaka. Mamma, hvaö er I sjónvarpinu? 23.00 Kvöldgestir.Þeir siöustu voru skemmtilegir. Hverjir veröa núna? Laugardagur 2. janúar 13.35 lþróttaþáttur. Gleöileg jól, Hemmi minn. 13.50 Vinsælustu dægurlögin á nýliönu ári. Ekki var þaö Mahler Páll Þorsteinsson 16.20 Klippt og skoriö. Eru Þjóðviljamenn nú komnir inni rikisútvarpiö. Þaö gat sosum veriö. Heyröu ann- ars, þetta er þátturinn hennar Jónínu H — ans Jóns. 20.00 Lúörasveit verkalýðsins leikur.Þaöá vel viö aö leika nallann núna, svona I byrj- un árs byltingarinnar. Sunnudagur 3. janúar 10.25 Skrattinn skrifar bréf. Séra Gunnar Björnsson les bréf, sem hann fékk nýlega. Halló, prestastefna! 15.35 Kaffitfminn. Charlie Kurx leikur létt lög á hljóm- borö. 16.20 Gnostisku guöspjöllin. Handritafundurinn 1 Nag Hammabi. Séra Rögnvald- ur Finnbogason flytur fyrsta sunnudagserindi sitt. 19.25 Þankar á sunnudags- kvöldi. Onundur morgun- hani Björnsson og Dr. Gunnar atóm Björnsson sjá um þátt um likama, sál og mataræöi. Matreiöslu og heilsufræði. 23.00 Undir svefninn. Jón Björgvinsson ætlar aö taka þaö aö sér aö svæfa lýðinn. Gangi þér vel Jón. atriðin eru mjög góö, en önnur etv. slakari. Blóðhefnd (Blood Feud) ttölsk. Argerð 1980. Leikendur: Sofia Loren, Marcello Mastroi- anni, Giancarlo Giannini. Leik- stjóri: Lina Wertmiillcr. Myndin gerist á Sikiley I kringum 1920 og segir frá konu sem missir mann sinn vegna þess aö hann tók þátt I verkalýðsbaráttu. Hún fer og hefnir hans. Inn i myndina blandast m.a. uppgangur fasism- ans. Spennandi og sterk mynd eins og Linu er von og visa. Dante og skartgripirnir Sænsk. Argerð 1978. Þetta ku vera barnamynd frá Svi- þjóö, og Dante þessi i titlinum er ekki hinn eini og sanni Dante, heldur ungur drengur sem lendir I ævintýrum tengdum þjófnaöi á skartgripum. Glfaldasveitin. Bandarisk. Argerö 1979. Leik- stjóri: Joe Camp. Þessa mynd tekur Regnboginn upp á ný um jólin, en hún var ein- mitt ein af jólamyndum hússins I fyrra. Joe Camp er höfundur myndanna um hundinn Benji, sem er i uppáhaldi hjá yngri kyn- slóöinni, og Olfaldasveitin geröi þokkalcga lukku hjá þeirri sömu kynslóð i fyrra. (Endursýnd). Nýja bíó: * * Stjörnustrfö II (The Empire strikes back). Bandarisk árgerð 1980. Handrit: Leigh Brackett og Lawrence Kasdan. Leikendur: Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie Fisher, Billy Dee Willi- ams, Alec Guinness. Leikstjóri: Irvin Kershner. Hér er hiö sigilda þema um átök góös og ills sett fram i tæknilega fullkomnu formi hasarblaðs- fantasiu og höföar eins og ævin- týri yfirleitt til barnsins I okkur öllum. Enginn skyldi fara aö sjá Stjörnustriö og skilja barniö I sér eftir heima. Þá mun honum leiö- ast ógurlega og ekkert annaö sjá .en innantómar tæknibrellur og blóölausar dúkkulisur I staö per- sóna. Satt aö segja verö ég fyrir mina parta aö viöurkenna dálit- inn skort á slikri bernsku. Ég hafði mjög gaman af þvi aö gleyma staö og stund I faömi þessarar miklu fagmennsku, þeg- ar fyrsta ævintýriö Stjörnustriö barst til okkar fyrir nokkrum ár- um. En þrátt fyrir þaö, aö þessi nýi kafli sé ekki slður geröur og jafnvel betri, þá er þetta ákaflega auögleýmanleg kvikmyndagerö og eitthvert náttúruleysi i allri hugsun hennar. Hún gengur fyrir útspekúleraöri atvinnumennsku en sanna tilfinningu skortir. -AÞ Háskólabíó:^ ★ Jón Oddur og Jón Bjarni. — Sjá umsögn i Listapósli. ^kemmtjstaðir Manhattan: Dans og diskó yfir áramótin. Fjölbreytt tónlist, ásamt mörgu ööru. Kópavogsbúar koma og dansa og fagna nýju ári. Reyk- vikingar, sýniö samstöðu, mætiö. Naust: Fjölbreytti sivinsæli matseðillinn er alltaf i gangi og þar má finna rétti fyrir öll afbrigði bragölauk- anna. Húsiö er lokaö á gamlárs- kvöldog sömuleiöis á nýárskvöld, nema fyrir þá, sem voru svo for- sjálir aö panta sér borö I tlma. Viö hin getum hins vegar mætt um helgina og boröaö sömu rétt- ina. Jón Möller leikur á planó á laugardagskvöld. Hiö sama kvöld eru einnig skemmtilegir sérréttir og sérstakur leikhúsdinner. Gleöilegt ár. Klúbburinn: Opiö i kvöld, miövikudag, meö dúndrandi diskóteki. A gamlárs- kvöld leikur Hafrót fyrir áranna ólgusjó og sömuleiöis á nýárs- kvöld. En hver leikur fyrir dansi á laugardaginn 2. janúar? Þiö veröiö bara aö mæta og sjá. Alla vega veröur diskótek. Hótel Saga: Staöurinn veröur opinn á gamlársdag kl. 08.—14, en lokað- ur á nýársdag vegna einkasam- kvæmis. Laugardaginn 2. janúar veröur Súlnasalur hins vegar op- inn öllum, sem hafa aldur tU,og þar mun Raggi Bjarna stappa ný- ársstáli 1 mannskapinn og veitir sjálfsagt ekki af. Arið. Glæsibær: Lokaö á gamlárskvöld. A nýárs- kvöld leika hins vegar Glæsir og diskótek tviefldir aö vanda. Sömu sögu er aö segja af næsta degi, laugardegi. A sunnudag 3. jan. veröur þaö aðeins diskótekiö, þvi strákarnir hafa liklega ofreynt sig. Gleöilegt ár og allt þaö. Þórscafé: Lokaö á gamlárskvöld. A nýárs- kvöld og 2. janúar veröa þaö hinir frábæru Galdrakarlar sem leika fyrir nýjasta dansinum, Háls- bindisdansinum. Góða skemmt- un. Hótel Loftleiðir: A gamlársdag er veitingabúö op- .in kl.05-14, en sundlaug kl.08-11. Allt lokaö á nýársdag. A laugar- dag og sunnudag veröur opið i Blómasal eins og venjulega og leikur Siguröur Guömundsson dinnertónlist fyrir gesti. Óðal: Dóri feiti er I diskótekinu á gaml- árskvöld kl.00.00-04 og veröur ýmislegt á dagskrá, mikiö fjör og hljómsveit i hálftima aö minnsta kosti. Daginn eftir og á laugar- deginum er allteins og venjulega. Fanney I diskótekinu og mikið stuö. Dóri kemur svo aftur á sunnudaginn og kynnir dagskrá næstu tveggja til þriggja mánaöa. Mikiö um aö vera. Hótel Borg: Disa skemmtir á gamlárskvöld frá miönætti. Menn mæta allir hressir og kátir meö hattana og blöörurnar. A föstudag og laugar- dag verður Disa aftur mætt á staöinn meö miklu brambolti. Jón Sig kemur svo aö venju á sunnu- daginn 3. jan. og róar alla niöur. Gleöilegt ár og góöa helgi. Þjóðleikhúskjallarinn: Lokaö yfir áramótin, en á 2. I ný- ári er opnað aftur meö laufléttri menningarvitastemmningu án kjallarakvölds. Fjörugar umræö- ur á 2. glaái og geri aörir betur. Skálafell: Lokað á gamlárskvöld, en opiö á nýárskvöld og kvöldin þar á eftir. Jónas Þórir veröur viö hljóöfæriö og skemmtir vel og vandlega. Snekkjan: Lokaö á gamlárskvöld. Metal leikur svo fyrir dansi á nýárs- kvöld og laugardaginn 2. jan. Þá er Dóri Gaflari einnig I diskótek- inu og reddar þvl, sem reddaö veröur. Hollywood: Opiö á gamlárskvöld kl.10-04 Ara- mótafagnaöur meö öllu, sem til- heyrir; höttum, blöðrum og blistrum og kossum. Skemmti- atriðin flæöa út úr. A nýárskvöld er þaö svipaö, fullt af skemmti- atriöum. Venjulegt á laugardag, en skemmtiatriöi á sunnudag. Nóg aö gera I Holly. Broadway: Aramótafagnaöur á gamlárs- kvöld kl.10-04. Skemmtiatriði og skemmtilegt fólk. A nýárskvöld er sérstakt kvöld, en þegar er uppselt á þá samkomu. A laugar- deginum kemur Haukur Morth- ens I heimsókn og dansflokkur frá Sóleyju Jóhanns. sýnir listir sin- ar. Sama á sunnudaginn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.