Alþýðublaðið - 26.03.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.03.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ Látið JHreyfil* annast viðgerðirá bifreiðum yðar. Símilð54 Notið niðursoðna kjötið frá okkur; það er gótt, handhægt og drjúgt. Sláturfél. Suðurlands. Alllr æffM áffr brimat ryggja - strax! Nordisk Brandforsikring H.f. býður lægstu fáanlegu iðjöld o fljóta afgreiðslu. Sími 569. Aðalumboð Vestugötu 7. Pósthólf 1013. Reynið ný-niðursoðnu fiskbollurn- ar frá okkur. Gæði þeirra standast erlendan saman- burð, en verðið rniklu lægra. Slátus’félatj Stiðurlands. Oengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . . . kr. 22,15 100 kr. danskar .... - 121,70 100 kr. sænskar .... — 122,31 100 kr. norskar .... — 119,03 Dollar . ... , . . - 4,57 100 frankar franskir. . . — 18,01 100 gyllini hollenzk . . — 183,04 100 gullmörk pýzk... — 108,32 Stóriðja danskrá spítala. Eiim bÉInlangi á dag. Yfirlæknjrinn . á bæjarspítalan- lim í Kaupmannaliöfn, P. N. Han- sen, skýrir í vibtali frá því, að tekinn sé einn botnlangi úr manni á dag að mebaltali á þeim spít- a!a. Hann telur það og misskiin- ing manna, að botnlangabólgav stafi af því, að. einhver fastur hlutur, t. d. rúsínusteiúu, berist inn í botnlangann, heldur valdi henni sóttkveikja, sem berist inn í botnlangann úr þormunum. I sama viðtali segir hann, að ekk- ert þvki sér verra en að eiga að skera opp ístrubelg. Þeim sé meiri hætta búin en niögru fólki. „Vilji menn iifa iengi, verða menn að haida §ér mögrum," seg- ir iæknirinn. Sonur: Hvað er eintai? Faðir: Það er, þegar maður og kona hans taiast við. Ungi bókamaður! Þú umgengst eflaust marga bókamenn. Marg- ir þeirra eiga sjálfsagt „Menn og mentir", en fleiri þeirra hafa ekki fengið sér bókina enn þá. Flestir geta það þó, ef þeir fá hana með nógu hagkvæmum borgunarskil- málum, t. d. 10 krónum á mán- uöi eða jafnvel enn lægri greiðsl- um. Hvernig væri nú fyrir þig að reyna að eignast bækurnar ó- keypis með því að útvega kaup- endur að þaim? Komir pú með 10 trygga kaupendur, fœr pú pitt eintak alveg ókegpis. Þarna er dálítið fyrir þig að fást við án þess, að það dragi nokkuð' frá öðru starfi þínu. Nú fara góðir tíniar í hönd. Vinna eykst ails staðar, og.aðstaða manna batnar. Tækifærið er einmitt núna. Láttu það ekki ganga úr greipum þér! Taiaðu við mig sem fyrst. Sonur: Ég hélt, að það væri samtal. Faðir: Nei, þaö er samtal, þeg- ar tveir me.nn tala. ¥anur Blassör tekur að sér að nudda sjúklinga í heimahúsum fyrir væga borgun. Upplýsingar í síma 1559 kí. 1—2 e. h. Hús jafnan tiJ sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 11—1 og 6—8. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla iögð á hagfeld viðskifti beggja aðilja. Símar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Sjómenn!. Varðveitið heilsuna og sparið peninga! ápyrjið um reynslu á viðgerðum olíufatnaði frá Sjókiæðagerðinni. Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Verzlið við Vikar! Það verður notadrýgst. Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saltkjöt; alt bezt og ódýrast í Kaupfélaginu. Ritstiórl og dbyrgðffirsaaðui HallbjöFœ HalidórsBOK. Alþýðaprentsmiðjan. Raflýsing sveitanna. Eftir Halldór Kiljari Laxness. (Frh.) Snúum oss aftur að íslaifdi og kristindómimim á Islándi. Nú kemur það ekki mái vjð mig að dæma um, hver ítök kristindóm- urinn muni eiga í hjörtum þjóðar- innar. Ég tala um hagræn atriði. Vera má, að hún sé eins kristin og hver þjóð önnur, sem hefir einhverja nasasjón af hinni einu sönuu trú; allir erum vér að ein- hverju leyti kristnir. Anima na- turaliter christiana *) e'r orðið, sem ég þreytist aldrei á að tyggja upp. Ég trúi á hið náttúrlega göðlyndi mannsins. En ég gef sem sagt ekki fimm aura fyrir kristinn mann, sem ekki getur veitt sér þriggja herbergja íbúð bg eldhús, t stóran spegil, rafljós og steiktar rjúpur á sunnudögum (eða það, sem þessu jáfngildir). Hafið hug- fast, að þér verðið að kunna að *) Mannssálin er kristin að nátt- úrulari. iesa tii þess að skilja, hvað ég' er að fara! Ég hatast við þennan kalrlhæðna kristindómsáhuga, sem leitast við að sætta veslinginn við eymdina með þvi að lofa liomun skorpusteik á himnum. Slíkt er þrælmehska og ekki. kristindómur: Fegursti kristindómur vorra tíma er sá að gera þrælinn óánægðan með hlutskifti sitt, kenna honum að krefjast, gera byltingar og verða að manni. Það þarf. aö pússa upp guðsniyndina á hátt- virtum kjósendum. Fegursti krist- indömur, sem hægt er að boða n íslandi sem stendur, er sá að sópa föikinu burt af Hornströnd- um, úr afdalasveitunum og heiða- kotunum fyrir austan og norðan og koma þeim fyrir á byggileg- ustu stöðum landsins, rækta jörð- ina, leggja járnbrautir, byggja uppeldisstofnanjr og* kirkjur. Ef þér haldið, sannkristna mann- eskja! að þetta verði „of dýrt“, þá ’leyfi ég mér að spyrja yður: Hvað er yfirieitt of dýrt, sem hægt er að gera fyrir fólkið? Til hvers á að ausa út fé, ef ekk fyrir mannheillamálefni ? Hvaða mannheillafyrirtæki geta yfirleitt orðið of dýr? Haldið þér, að Jes- ús Kristur hefði horft í áð reisa uppeldishæli austur í Flöa, ef liann hefði verið jiingmaóur? Skyldi honum hafa vaxið í augum járnbrautarspotti austur yfir fjall? Ekkert er of dýrt, sem hcegt er að gera fyrir fólkio! Sannkristna manneskja! Þú átt að berjast gegn lúsinni, fylliríinu og örbirgðinni, raflýsa sveitabæina og kenna fólki að danza og syrrgja. Hvað er fegurra og 'æðra en Kristur og kirkja hans? Ekki neitt; satt er það. En primuni vivere deinde philosophare*), svo að ég sletti latínu eins og gamall prestur. Eólkið verður að Ijfa, og Tölk- inu verður að líða sæmilega vei. Kristur vill, að mönnunum líði vel. Sjálfur mun 'hann hugga þá, sem haidnir eru ólæknandi mein- um. Hann vill, að þeir búi í rúm- *) Fyrst er að lifa, síðan að hugsa um heimspeki-. rúmgóðum og þokkalegum húsa- kynnum, og að börnin þeirra séu vei upp alin, væn og prúð. Hann vili ekki, að þeir verði úti í bylj- um eða farist á mótorbátum. Hann viíl, að þeir búi við góð lífskjör og hafi efni á því að eignast menningu. (Frh.) Skautbúnmgurinn. Uni hann er rnikið talað nú. Talsverðan þátt á það vafalaust í hnignun hans, sem ung kona hefir sagt Alþýðublaðinu, að það sé ekkert fallegur skautbúningur, sem fáist fyrir 1000 krónur. Það er því ekki hiaupið að því fyrir ungar stúlkur að eignast siíkan búning. Silfurbrúðkaup eiga i dag þau hjónin frú Þórný Þórðardóttir og Þórður Þórðarson frá Hjalla kaupmaður. »Afturgöngur« Ibsens verða leiknar annað kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.