Alþýðublaðið - 29.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.03.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ &LÞÝÐUBLAÐIB : j kemur út á hverjum virkum degi. > 1 Afgreiðsla í Aiþýðuhúsinu við : j Hveriisgötu 8 opin frú kl. 9 úrd. ; { til'kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; : 9Vs—IOV2 árd. og kl. 8—9 síðd. : Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; : (skrifstofan). > ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; : mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 I hver mm. eindáíua. ; : Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan : (í sama húsi, sömu símar). ; Offð efMdlr. Þegar hann Jón Ólafsson var á biðilsbuxunum í haust, var hon- um ekki jafnant um nokkurn skapaðan hlut eins og hagsmuni og velferð almennings, og al- menningur þýddi pá að því, er virtist, alþýðu, verkamenn og verkakonur. Nú er Jón kominn á þing, — og nú kveður líka við nokkurn annan tón hjá honuin. Sé hann enn þá að hugsa um hagsmuni almennings, þá er það að minsta kosti greiniíegt, að hann telur ekki, að við verkakonur séum al- menningur. Kaup okkar ætlar hann ásamt lagsbræðrum sínum, Ólaíi Thors og fleirum, að lækka um íullar 2 krónur á dag frá þvi, sem það var í fyrra. Svona fara þeir að því að gæta hagsmuna verkakv.enna. En þeir láta sér ekki þetta eitt •nægja. Hingað til Reykjavíkur hafa út- gerðarmenn undan farin ár dregið ógrynni fólks, karla og kvenna, svo að segja úr öllum sveitum la'ndsins, jafnvel miklu. flsira en svo, að þeir geti séð því fyrir nægri vinnu í meðalári, hvað þá, ef lakara er. Mörg hundruð af þessu ía§M haía gengið atvinnulaus part af síðasta sumri, svo að segja alt haustið og það, sem af er vetri, og beðið eftir, að vinnan byrjaði nú með vertiðinni. Mætti æíla, að útgerðarmenn hefðu talið það skyldu sína að láta þetta fólk fyrst og fremst njóta atvinnunn- ar, þegar hún loks byrjaði, — ekki sízt þegar bæjarstjórnin, þar á meðal Jón Ólafsson þingmaður, samþykti aðvörun til utanbæjar- fólks um að koma ekki hingað í atvinnuleit og viðurkendi meö því, að atvinnan væri ekki einu sinni nægileg fyrir innanbæjar- fólk. En hvað gera svo útgerðar- menn, þegar til kemur? Þeir virð- ast margir hverjir eínmitt sækjast fremur eítir að taka utanbæjar- fólk í vinnu en iananbæjar. Með „Esju“ síðast munu haía kgmið 30 stúlkur eða fkiri, ráðn- ar aðallega til „Kveldú!fs“ og eitt- hvað til „Al!iance“ og sagt er, að von sé á fleirum. Svona fara út- gerðarm.. nnirrir að því að gæta hagsmuna okkar verkakvcn.ia: larkka kaupið langt úr hóíi og sanngirni og reyna að auka á atvinnuleysið með því að flytja verkafólk til bæjarins. Þessar eru efndirnar á loforðum, sem þeir punta sig með, þegar þeir vilja fá okkur til að kjósa sig á þing •eða í bæjarstjórn. Þeir segja, að útgerðin sé illa stödd; þeim má vera kunnugt um, hvort svo er, og sé svo, þá, hvað það er, sem veldur því. Þeir hafa jafnan verið ófeimnir við að beið- ast styrks, beins og óbeins; ekki vantar það. En nú biðja þeir ekki um styrk; þeir heimta hann. Tvœr krónur af dagkaupi sinu heimta peir, aó hver einasta verkakonci leggi til styrktar hág- stöddum togara útg:rö n rmömnum innan pings og utan. Þetta eru efndirnar; loforðin verða væntanlega rifjuð upp aft- ur og viðruð dálítið um nœstu kosningar, en þá er okkar að muna. Verkakona. Neðstakaupstaðar" kaupin. Ég hefi lofað ritstjóra Alþýðu- blaðsins að skýra frá kaupum bæjarstjórnarinnar á ísáfirði á Neðstakaupstaðnum o.g skal hér. með eína það. Höfnin á ísafirði er einhver hin bezta ó landinu. Liggur hún í hlé við hina svo nefndu Skutulseyri, sem kaupstaðarhúsin eru byggð á, Oddinn á eyri þessari er venju- lega kallaður Suðurtangi, og þar er Neðstikaupstaðurinn, sem bæj- arstjórn ísafjarðar hefir samþykt að kaupa. í kaupum þessum er hafskipa- bryggja, 75 m. á lengd, ásamt skipakví, hús, 16 að talu, þar á meðal tvö íbúðarhús, lifrar- bræðsiuhús og íshús, enn fremur átta vörugeymslu- og fiskverkun- ar-hús. Grunnflötur húsanna er alls um 2400 fermetrar, en stærð hinnar seldu lóðar í kaupstaðn- um sjálíum alls 24 775 fermetrar. Hin óbyggða lóð er nær öll reit- lögð, og má verka á henni 9—12 þús. skpd. fiskjar á ári. Þá fylg- ir Skipeyrin ásamt. fjörulóðum Hinna sameinuðu íslenzku verzl- ana á Kirkjubólshiið og með í kaupunum.enn fremur ýmiss kon- ar efni, alls konar fiskverkunar- áhöld, vatnsbátur o. fl. Xaupverð eignarinnar er 135 þús. kr„ er greiðist þannig: 30 þús. kr„ þegar samningar eru und- irritaðir, en afgangurinn með jöfnum afborgunum á 5 árum. Brunabótavirðing búsánna, sem gerð var 1917, er um 146 þús. kr., en fasteignamat þeirra 103 300 kr. Fasteignamat lóðarinnar er 95 000 kr., eða alls er fasteigna- mat hins selda 198 300 kr., Skip- eyrin eða lóðin á Kirkjubólshlíð eigi meðtalin. Þegar þess er gætt. að kaupverðið er 135 þús. kr., en algengt mun vera, að fasteign- ir gangi kaupum og sölum með tvöföldu eða jaínvel þreföldu fasteignamatsverði, liggur í aug- um uppi, að verð eignarinnar er kaupanda mjög hagstætt.*) Auk þess eru áhöldin, vatnsbáturinn, ýmiss konar efni, Skipeyri o. fl. mörg þúsund króna virði. Myndi hver einstaklingur, er kost ætti á slíku, telja sig mun bættari eftir en áður, og gildir það sama um kaupstaðinn. Auk þess beina hagnaðar, er af kaupunum mun leiða, má færa mörg rök að því, að eign þessi er betur komin í höndum bæjarins en einstakra manna. Suðurtanginn er, svo sem fyrr segir, eins konar hafnargarður. Hann liggur undir skemdum af völdum sjávargangs. Ef hann brýtur sundur, er höfninni ger- spilt. Sé tanginn einstakra manna eign, er eingin trygging fyrir því, að landið verði varið, svo að eigi hljótist tjón af. Er því þegar af þessum ástæðum nauðsynlegt, að bærinn eignist hann. Enn fremur er injög hentugt að fylla upp báð- um megin viÖ tangann; heíir ver- ið gerður uppdráttur af hafnar- bólvirki þarf og er þá sjálfsagt, að bærinn eigi þær lóðir, er helzt hækkuðu í verði við þær fram- kvæmdir. ís lokar sjaldan bryggjunni i Neðstakaupstaðnum, og verður hún því höíð til að afgreiða á- æ'ílunarckip, þegar eigi er hægt að komast að bæjarbryggjunni; ber því brýna nauðsyn til,aðhún sé jafnan opin til slíkra afnota,. en það er bezt trygt með því, að hafnarsjóÖur eigi hana. Nokkuð af landinu umhverfis höfnina er í Eyrarhreppi. Væri, eins og sakir standa, hægt .að byggja þar bryggjur eða gera mannvirki í sjcí fram jafnvel til skaða fyrir innsiglinguna í höfn- ina án þess, að bæjarstjórn eða hafnarnefnd hefðu þar nokkurn íhlutunarrétt. Nú hefir bæjarstjórn afstýrt þessari hætiu með því að fá kauparétt á því landsvæði, er til þessa gæti annars orðið notað. Er það Skipeyrin og fjörulóð Hinna saméinuðu ísl. verzlana á Kirkjubólshlíð. Þá má geta þess, að Suðurtang- inn er eini staðurinn á Isafirði, þar sem hægt er að fá möl til bygginga. Bærinn á engan veg þangað, og myndi kosta oi fjár að | kaupa lóð undir hann Heiir áður verið lokaö fyrir leiðina að möl- inni og menn stáðið uppi ráða- lausir með hús hálfgerð. Vofir slík hætta stöðugt yfir bæjarbú- uin, meðan Neðstikaupstaðurinn er eign éinstakra man aa. Enn er ótalin rnikil ástæða til kaupanna. Þetta er stærsta fisk- verkuharctöð bæjarins. Komist (hún í aíarverð, getur slíkt orðið *) Til sanianburðar iná geta pess, að ríkisstjórnin h<-fir gert tiliögu til alþingis um, að rikið kaupi hús í Reykjavík fyrir 115 pús. kr„ sem er metið til fasteignaskatts ésamt lóð fyrir 49800 kr. til hins mesta baga fyrir atvinnu- reksturimi í bænum. Þarf þá að reikna svo háa leigu af henni, að enginn fær risið undir hanni. Þessi hætta vofir alt af yfir, með- an eignin er í höndum einstakra manna. En hins vegar getur bær- inn, þegar hann hefir keypt hana með slíku tækifærisverði, leigt hana fyrir mjög lágt afgjald og þannig hlúð að atvinnurekstrinum í bænum. Flestir, er hafa kynt sér þessi Neðstakaupstaðarkaup, munu vera á einu máli um, að kaupverðið sé svo lágt, að þetta bæti hag bæjarins mikið. íbúðarhúsin tvö, fthúsið og bræðsluhúsið gefa af sér í hverju meðalári og þó miður væri, þær tekjur, er nema myndu. vöxtum af kaupverðinu. Er þá eftir mestur hluti eignarinnar. Þó hann væri leigður mjög lágu verði, myndi hann svara viðhaldi, afborgunum og öðrum kostnaði og geta gefið góðan ábata. Uin þetta munu ekki vera skiltar skoð- anir. Aftur voru ýmsir, er síður litu á hag bæjarins, heldur vildu láta einstaka menn eðá jafnvel sjálfa sig njóta hagnaðarins af þessum tækifæriskaupum. En á þetta gat meiri hluti bæjarstjórn- arinnar ekki fallist og samþykti kaupin fyrir hönd bæjarins. Finnur Jónsson. Neðri deiM. Þar var í gær frv. um viðauka við sóttvarnarlögin vísað til 3. umr. og frv. um. br. á lögum uni samþyktir um sýsluvegasjóði til 2. umr. og samgmn. Hið síðara er tilraun Jónasar Kr. til að auka viðgang Góðtemplararegiunnar með því að gera templarahúsin skattskyld eftir þessum lögurn. Þá var fjárlagafrv. afgreitt til 2. umr., en eldhú deginum frestað, þangað til vantraust á stjórnina verður1 tekið fyrir að forgöngu " Héðins Valdimarssonar. Tvær umræður voru ákveðnar um þingsál.till. um rannsóknir þær í Hnífsdal, sem sagt var frá hér í blaðinu í gær. 2. umr. um frv. um samskóla Reykjavíkur var byrjuð, en frh. hennar frestað. Hefir mentamála- neíndin klofnað um frv. Ásgeir, Magn. dósent og Jón Kjart. með, en Jón Guðn. og Bernh. á móti. 1 tramsöguræðu fyrir meiri hlutan- um setti Ásgeir þó það skilyrði fyrir fylgi sínu við frv., að sam- þykt verði brt., er hann flytur, þess efnis, að Samvinnuskólanum sé geymdur réttur til að ganga í samskólasambandið, þegar stjórn Sambands íslenzkra samvinnufé- laga óskar þess, en þangað ti! njóti hann eigi minni styrks úr ríkissjóði en hann hefir nú. Að þeirri viðbót samþyktri virðist lítii ástæða fyrir minni hluta nefndár- innar að' vera á móti frv., ef ekki ‘liggur neitt á bak við þá andstöðu annað en enn þá er komið .í Ijós,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.